Morgunblaðið - 12.02.1988, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.02.1988, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1988 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík HaraldurSveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 55 kr. eintakiö. Háskólinn og hlutkesti Fyrir nokkrum dögum gerðist sá sérstæði at- burður í tannlæknadeild Há- skóla íslands, að hlutkesti var látið ráða því, hvetjir tveir af þremur nemendum, sem feng- ið höfðu sömu heildareinkunn, kæmust áfram í námi innan deildarinnar. Þessi aðferð er í samræmi við ákvæði reglu- gerðar um slíkt tilvik. Birgir ísl. Gunnarsson, menntamálaráðherra, sagði af þessu tilefni í samtali við Morgunblaðið í gær: „Þetta er mjög harkaleg aðgerð að mínu mati og ég tel nauðsyn- legt, að Háskólinn taki þetta mál til endurskoðunar." Menntamálaráðherra sagði ennfremur, að einfaldasta lausnin á málinu væri sú, að nemendumir þrír fengju að halda áfram námi. Nú er það ekkert nýtt, að takmarkanir séu á því, hversu margir nemendur komast áfram í sumum deildum Há- skólans. Þær reglur hafa verið umdeildár en í raun hafa menn sætt sig við þær árum saman. Þetta þýðir, að í sum- um deildum Háskólans, eins og t.d. læknadeild, þurfa nem- endur að ná miklum árangri í námi til þess að komast áfram. Af því Ieiðir svo, að þeir, sem á annað borð kom- ast í gegnum þetta kerfi, ganga frá prófborðinu með mjög góða menntUn á sínu sviði. í tannlæknadeildinni gerist það hins vegar, að þrír nem- endur fá sömu einkunn og hlutkesti er varpað til þess að skera úr um. Það er óneitan- lega nöturlegt, að hlutkesti geti með þéim hætti jafnvel ráðið örlögum ungs manns. Sá háskóli og sú háskóladeild, sem á ekki annarra kosta völ en beita hlutkesti til þess að komast að niðurstöðu í máli af þessu tagi, eru komin á villigötur. Það er einfaldlega ekki frambærilegt, að Háskóli íslands noti slíka aðferð til þess að ráða örlögum ungs fólks. Guiðjón Axelsson, forseti tannlæknadeildar, segir, að ef nemendum fjölgi fái hver nemandi minni tíma til þjálf- unar á æfingastofu og þar af leiðandi verri menntun. Nú er ljóst, að árum saman hafa strangar takmarkanir verið í gildi í tannlæknadeildinni. Fyrir þá, sem utan við standa, er erfitt að skilja, að það geti ráðið úrslitum um menntun nemenda í deildinni hvort þar er einum fleiri eða færri þegar jafngóðir nemendur eiga í hlut. A.m.k. er ljóst, að þau óþægjndi, sem Háskólinn kann að hafa af því að bæta við einum nemanda til við- bótar í tannlæknadeild nú, verða lítil miðað við þau óþæg- indi, sem skólinn mun hafa af þessu máli að öðru leyti. Það er siðferðilegt áfall fyrir Háskóla íslands að hafna nemanda með þessum hætti. Þetta eru ekki vinnubrögð, sem æðsta menntastofnun þjóðarinnar getur verið þekkt fýrir. Viðhorf þjóðarinnar og þá ekki sízt yngri kynslóða til Háskólans skiptir miklu máli fyrir þá stofnun. Það er ljóst, að skólinn gerir sífellt meiri kröfur til nemenda, sem stunda þar nám. Sennilega eru kröfumar, sem skólinn gerir nú, margfalt meiri en þær voru t.d. fyrir aldarfjórð- ungi, a.m.k. í sumum deildum. Þessar hörðu kröfur hafa óhjákvæmilega haft í för með sér vissa gagnrýni meðal stúd- enta, einkum þá, að misræmis gæti milli námsefnis og þess tíma, sem stúdentum er ætlað að tileinka sér það. Morgunblaðið hvetur Há- skóla Islands ekki til að draga úr þessum kröfum. Einungis með því að gera miklar kröfur getum við búizt við því, að sú menntun, sem æðsta mennta- stofnun þjóðarinnar veitir, standi undir nafni. En kröfur um námsárangur eru eitt og hlutkesti til þess að ráða örlögum æskufólks er annað. Þess vegna er ástæða til að hvetja yfirvöld Háskólans til þess að endur- skoða afstöðu sína til þessa máls. Það væri sæmdarauki fyrir Háskóla Islands að sú ákvörðun, sem hér hefur verið gerð að umtalsefni, verði end- urskoðuð og þessum unga námsmanni, sem náði jafn góðum árangri og félagar hans tveir, en var ekki eins heppinn þegar hlutkesti var varpað, verði leyft að stunda áfram nám í tannlæknadeild. Sigxirjónssafn Thor Vilhjálmsson: SIGURJON SS AFN Mér fer sem öðrum sem fylgzt hafa með að dást að elju Birgittu Spur og vaskleik við að koma upp Listasafni manns síns Sigurjóns heitins Ólafssonar myndhöggvara. Islenzkir alþingismenn geta glaðst af rausn'sinni og árvekni að lista- maðurinn skyldi vera á heiðurslaun- um þeirra í einn dag samtals. Vegna dugnaðar og stórhugs Birgittu dregur nær þeim degi að þetta safn verði opnað okkur öllum til yndis og vakningar. Sigurjón hefði orðið áttræður 21. október á þessu ári, hefði'þessi dýrðlegi fjör- kálfur og listmæringur fengið að lifa soltið lengur. Nú er ekki seinna vænna en okkur verði öllum ljóst hver okkar hlutur ætti að vera í framtakinu okkur til heilla og vaki vaki vaskir m'enn og konur, og hlaupi nú til að leggja hönd á plóg- inn og bjóða fram eða útvega fé, því þar stendur allt í járnum eins og títt er um þörfustu málefnin, — og má nú ekki minna vera en reyna létta undir árum með Birgittu róð- urinn, þar til allt er heilt og ljóm- andi komið' í höfn; þetta er sízt einkamál Birgittu og bama hennar, heldur okkar allra mál; nú býður þjóðarsómi að við bregðumst rétt við. Nú er enn blásið til Myndlistar- þings. Það mun standa nokkra daga, og þar stendur til að leita leiða til að efla vinnuaðstöðu íslenzkra listamanna. Ekki mun af veita, þegar sleppir fagurgala sem ymur sætt í vezlunum. Hvenær skyldi brýnna að minnast þeirra sem ruddu öðmm braut eða leiðir með sífelldri baráttu og aldrei glúpnuðu sjálfír, og em því lýsandi dæmi og fyrirmynd arftaka? Þess- vegna þykir mér freistandi að sýna einhug íslenzkra listamanna á Myndlistarþingi 1985. Mér gafst færi þá, því mér var boðin þátttaka í því þingi, og neytti þess með því að bera fram eftirfarandi tillögu, ásamt nokkmm liðsoddum meðal þingmannartna. Myndlistarþing 1985 fagnar stofnun Listasafns Sigurjóns Ólafs- sonar, og skorar jafnframt á stjórn- völd ríkis og borgar að styðja þetta merka framtak einart og afdráttar- laust, svo hús Sigurjóns Ólafssonar fái að standa óhögguð á sínum stað í Laugamesi, með safni mynda hans og öðmm ummerkjum sem em um ómetanlegt starf hans. Verði öllu hagað í fullu samráði við Birgittu Spur, eklq'u Sigurjóns, stofnanda þessa safns, og börn hennar sem eiga verkin nú; og verði hagur henn- ar enda tryggður og aðstaða til að skipuleggja og varðveita safn þetta, öllum íslendingum til yndis, gestum landsins einnig, þjóðinni til sæmd- ar, svo sem samir minningu þessa mikla listamanns og brautryðjanda. Kristján Davíðsson, Björn Th. Bjömsson, Hörður Ágústsson, Thor Vilhjálmsson, Valgerður Bergsdótt- ir. Tillaga þessi var samþykkt einum rómi af gervöllum þingheimi; and- mælalaust. Borgardómur: Ekki unnt að ógiida b; arleyfi þó deiliskipula BORGARDÓMUR hefur staðfest úrskurð félagsmálaráðherra um að fella beri úr gildi byggingar- leyfi fyrir hús á lóðinni Berg- staðastræti 15. Dómari taldi, að nýtingarhlutfall lóðarinnar væri of hátt og byggingamefnd Reykjavíkur hefði farið út fyrir valdmörk sín með því að leyfa „NIÐURSTAÐA dómsins varð- andi þetta hús er að það sé of stórt miðað við gamla aðalskipu- lagið. Hins vegar skiptir það mestu máli að dómarinn kemst að þeirri niðurstöðu, að það sé ekki forsenda fyrir að veita byggingarleyfi að deiliskipulag sé fyrir hendi,“ sagði Davíð Oddsson, borgarstjóri. Davíð sagði að félagsmálaráðu- neytið hefði haldið því fram, að nauðsynlegt væri að deiliskipulag bygginguna. í niðurstöðum dóm- ara segir hins vegar, að það leiði ekki til ógildingar byggingar- leyfisins að samþykkt eða stað- fest deiliskipulag sé ekki til. Um þetta síðarnefnda atriði hafa staðið deilur, meðal annars vegna fyrirhugaðrar ráðhús- byggingar í Reykjavík. lægi fyrir. „í borgarstjóm hafa pólitískir fulltrúar oft haldið því fram, að þetta væri skylda og þá vitnað í skipulagsreglugerð. Það er bersýnilegt að dómarinn telur, að reglugerðin standist ekki gagnvart lögum að þessu leyti. Þessi niður- staða er afar merkileg, nú þegar fyrirhuguð ráðhúsbygging er á döf- inni. Félagsmálaráðuneytið hefur haft það mál til umfjöllunar í þijá mánuði, án þess að komast að nið- urstöðu." Málið snerist um leyfi, sem bygg- ingamefnd Reykjavíkur veitti í mars 1986, til að byggja þriggja hæða hús í Bergstaðastræti 15. Þáverandi félagsmálaráðherra felldi leyfið úr gildi með úrskurðj og vísaði þar til tveggja atriða. í fyrsta lagi, að samkvæmt staðfestu aðalskipulagi Reykjavíkur væri leyfílegt nýtingarhlutfall á reit lóð- arinnar 0,5 en samkvæmt sam- þykktum byggingamefndarteikn- ingum væri það 2,0-2,5. í öðru lagi, að ekkert deiliskipulag lægi fyrir þrátt fyrir ákvæði í skipulagsreglu- gerð þar sem segir: „Jafnan skal liggja fyrir samþykkt eða staðfest deiliskipulag áður en einstakar byggingarframkvæmdir em leyfð- ar.“ Með vísan til þessa taldi félags- málaráðherra að byggingarleyfíð bryti berlega í bága við ákvæði skipulagslaga og skipulagsreglu- gerðar. Því væri ákvörðun bygging- amefndar, þegar af þessum sökum, ólögmæt og bæri að fella hana úr gildi. I niðurstöðum dómara, Friðgeirs Bjömssonar, yfírborgardómara, segir að ekki verði 1. mgr. 11. greinar skipulagslaga frá 1964 skil- in svo, að það sé forsenda útgáfu byggingarleyfís að áður hafí verið Dómur borgardóms: Merkileg niðurstaða - seg-ir Davíð Oddsson, borgarstjóri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.