Morgunblaðið - 12.02.1988, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1988
41
Minning:
Baldvin Jónsson
Fæddur 26. október 1905
Dáinn 6. febrúar 1988
Það var fyrir margt löngu, að
ég var að búa mig af stað í lang-
ferð og uppgötvaði mér til hrelling-
ar, að læsing á ferðatöskunni minni
var biluð. — Farðu í Sylgju — var
mér ráðlagt, hann Baldvin gerir við
alla skapaða hluti.
Og ég dreif mig með töskuna
niður á Laufásveg þar sem Baldvin
Jónsson rak þá verkstæði sitt
„Sylgju", sem hann var jafnan
kenndur við, í bakhúsi við Laufás-
veg 19. Vinnustofan var heldur
þröng og næsta yfirlætislaus en
auðséð á öllu, að eigandinn hafði
næg verkefni á sinni könnu, enda
þeir fjölmargir, sem til hans leituðu
með hvaðeina, er hagleik og kunn-
áttu þurfti til að lagfæra.
Baldvin tók mér ljúfmannlega
svo sem honum var lagið og leysti
erindi mitt fljótt og vel. Þetta voru
mín fyrstu kynni af þessum heiðurs-
manni — löngu liðið smáatvik, sem
skaut upp í huga mér, er ég frétti
af andláti hans, en hann lést á
Borgarspítalanum hinn 6. febrúar
sl. á 83. aldursári eftir langt og
strangt sjúkdómsstríð. Verður útför
hans gerð í dag frá Kópavogskirkju.
Baldvin Jónsson var af þingeysk-
um ættum kominn, fæddur á
Húsavík 26. október 1905. Foreldr-
ar hans voru Jón Baldvinsson, raf-
veitustjóri á Húsavík Sigurðssonar
í Garði í Aðaldal sem kvæntur var
Guðnýju Jónsdóttur. Kona Jóns var
Aðalbjörg Benediktsdóttir, dóttir
Benedikts Jónssonar á Auðnum og
Guðnýjar Halldórsdóttur konu
hans. Þau hjón eignuðust 9 börn,
sjö þeirra komust til fullorðinsára
en tvær dætur dóu í æsku.
Baldvin ólst upp á Húsavík og
vann á unglingsárum sínum sem
gæslumaður á rafstöðinni hjá föður
sínum. Um tvítugsaldur fór hann
til Reykjavíkur og réðst til starfa
hjá Landsíma íslands. Þar vann
hann um 12 ára skeið, síðustu árin
sem verkstjóri á viðgerðaverkstæði
Landsímans.
A ijórða áratugnum stofnaði
hann svo „Sylgju“, verksmiðju sem
framleiddi aðallega ýmiskonar
sylgjur, hringjur, hnappa og aðra
smáhluti. A stríðsárunum varð
skortur á hráefni sem þurfti til
framleiðslunnar og breyttist þá
starfsemin í viðgerðarverkstæði —
áfram undir Sylgjunafninu. En nú
beindist hugur Baldvins að stærri
verkefnum. Af elju og hugvitssemi,
sem hann var gæddur í ríkum
mæli, beitti hann sér nú að ýmsum
uppfinningum, sem áttu eftir að
bera heilladijúgan árangur. Það
mun hafa verið um miðjan fimmta
áratuginn, sem hann lauk smíði
fyrstu rafknúnu dúnhreinsunarvél-
arinnar, sem með ýmsum síðari
endurbótum frá hans hendi hefír
nú verið í notkun víða um landið í
rúm 30 ár. Tilraunir með vélhreins-
un á æðardún höfðu áður verið í
gangi en án fullnægjandi árangurs,
þar til uppfínning Baldvins kom til.
I kjölfarið komu svo enn frá hans
hendi fleiri rafknúin tæki til full-
kominnar hreinsunar dúnsins —
dúnþurrkari og fjaðratínsluvél. Allt
mestu þarfaþing. Einnig fann Bald-
vin up og smíðaði fíðurreytingarvél.
Þeir, sem ekki til þekkja, gera
sér varla grein fyrir því, hve feyki-
leg vinna liggur í 'hirðingu og
hreinsun æðardúns. Vinna, sem var
í senn mjög tímafrek og allt annað
en heilsusamleg á meðan hrællinn
og snærisgrindin voru einu hjálpar-
tækin og fólk sat liðlangan daginn
vikum saman með öll vit full af
rusli og ryki. Sumir reyndu að nota
grímur, en þær komu lítt að gagni
og guð hjálpi þeim, sem urðu fyrir
því að missa úr grímunni dropa af
þéttaðri andgufunni niður í tínuna
sína hálfhreinsaða.
Það má því með sanni segja, að
dúnhreinsunarvélar Baldvins í
Sylgju hafi valdið byltingu fyrir
íslenska varpbændur og útflytjend-
ur æðardúns, þessarar hágæðavöru
sem ailt veltur á að fái sem vandað-
asta meðferð allt frá því að dúnninn
er hirtur úr hreiðrinu þar til hann
er sendur fullhreinsaður á markað.
Margir urðu til að undrast það,
hvernig Baldvin, sem ekki hafði
notið annarrar skólagöngu en
bama- og unglingalærdóms norður
á Húsavík, tókst af eigin rammleik
— í gegnum sjálfsnám að afla sér
þeirrar þekkingar og færni, sem til
þess þurfti að fínna upp, teikna og
hanna allar þessar ágætu vélar. Þar
hefír vafalaust komið til bæði, að
hann var góðum gáfum gæddur,
hugvitsmaður sem vildi nýta hæfi-
leika sína sem best og svo hitt, að
hann bar alla tíð sérstakan velvilja
til íslenskra bænda, bar hag þeirra
fyrir bijósti í orði og verki.
Ég tel mig hafa vissu fyrir því,
að sá velvilji hafí orðið yfirsterkari
áhuga hans og löngun til að hagn-
ast meira á uppfinningum sínum
en raun varð á. Hann seldi að vísu
nokkrar vélar til Noregs og Kanada
en dró svo að sér hendina, er til
hans var leitað aftur frá þessum
löndum um kaup á fleiri vélum.
Hann gaf sjálfur þá skýringu, að
þama ættu í hlut þjóðir, sem væm
í samkep'pni við íslenska bændur á
dúnmörkuðum. Þær skyldu sjálfar
spjara sig við hreinsun dúnsins.
Ég veit, að íslenskir varpbændur
mátu að verðleikum starf hans og
hlýjan hug í þeirra garð og minn-
ast hans nú látins með virðingu og
þökk. Félagssamtök þeirra, Æðar-
ræktarfélag íslands, höfðu gert
hann að heiðursfélaga sínum árið
1973.
Síðustu starfsár sín vann Baldvin
hjá dúnhreinsunarstöð SÍS. Hann
smíðaði vélasamstæðu stöðvarinnar
og hafði þar yfímmsjón með dún-
vélum sínum, endurbætti þær og
smíðaði nýjar eftir þörfum. Alla tíð
vakinn og sofinn við verkefni sín
þar til hann brast heilsu fyrir 5—&
ámm og átti eftir það lengstum við
erfíð veikindi að stríða.
Baldvin var kvæntur breiðfírskri
konu, Guðborgu Guðmundsdóttur
en hún lést árið 1980. Þau eignuð-
ust þijú börn, sem öll lifa foreldra
sína: Aðalbjörg Unnur, Jón Haukur
og Jónína Margrét. Bamabörnin
em sjö talsins og eitt barnabarna-
bam.
Með Baldvin Jónssyni er genginn
góður íslendingur, einn þessara
mætu manna, sem i krafti hæfíleika
sinna, áhuga og eljusemi vann þjóð-
nýtt starf í þágu samborgara sinna
— hávaðalaust af hógværð og ljúf-
mennsku. Fyrir það skulu honuni
nú að leiðarlokum færðar heilar
þakkir og eftirlifandi ástvinum hans
einlægar samúðarkveðjur.
Sigurlaug" Bjarnadóttir
frá Vigur.
Ingólfur Guðmunds-
son Höfn - Kveðjuorð
Fæddur 15. október 1896
Dáinn 23. janúar 1988
Þá er hann látinn öðlingurinn
hann Ingólfur Guðmundsson tæpra
92 ára að aldri. Hann andaðist á
hjúkmnarheimili á Höfn í Homa-
fírði nú nýlega. Við Ingólfur kynnt-
umst snemma á öldinni á Kálfafells-
stað í Suðursveit þar sem hann var
vinnumaður en ég hafði verið í sum-
ardvöl á þeim stað, frá því að vera
vikapiltur nú væntanlega tiltækur
til heyskaparstarfa og jafnvel að
verða sláttumaður. Þetta sá Ingólf-
ur og tók að sér að gera liðtækan
sláttumann úr stráknum af mölinni
og munu fleiri unglingar hafa orðið
kennslu Ingólfs aðnjótandi fyrr og
síðar. Til þess að vera sláttumaður
þurfti margt að læra, sérstaklega
fyrir þá sem ekki vom uppaldir í
teignum. Fyrst og fremst þurfti góð
tæki, amboð, og þar var ekki kom-
ið að tómum kofíinum hjá Ingólfi,
sem var fæddur listasmiður á tré
og jám. Það þurfti að smíða orf sem
hæfði stærð unglingsins og með
réttu sniði og það þurfti að smíða
ljábakka til að festa ljáblöðin á
gleiðan eða krappan, eftir því hvort
átti að slá á starengi eða á þýfðu
túni, síðan þurfti að halda biti í lján-
um með því að klappa á steðja eða
leggja á stein eins og síðan var
gert með Eylandsljáina o.s.frv.
Alla þessa þekkingu lét Ingólfur
mér í té en um leið tókst með okk-
ur nemanda og kennara vinátta sem
aldrei sló fölva á meðan báðir lifðu,
en oftast var „vík á milli vina“.
Ingólfur trúði á vináttuna, að ég
held meira en aðrir menn, því hann
var drengskaparmaður og ætlaði
Morgunblaðið tekur af-
mælis- og minningargreinar
til birtingar endurgjaldslaust.
Tekið er við greinum á rit-
stjórn blaðsins á 2. hæð i
Aðalstræti 6, Reykjavík og á
skrifstofu blaðsins i Hafnar-
stræti 85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að
greinar verða að berast með
góðum fyrirvara. Þannig verður
grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði að berast síðdegis á
mánudegi og hliðstætt er með
greinar aðra daga.______________
engum náunga sinna fláttskap né
fals.
Ingólfur var kominn af merkum
bændaættum, fæddur á Skálafelli,
austasta bæ í Suðursveit en í móð-
urættinni, sem var frá Reynivöllum,
lá lista- og smíðisgáfa sem Ingólfur
mun hafa erft í ríkum mæli. Ingólf-
ur var einn af tólf systkinum og
dreifðist sá hópur víða, því ekki
voru jarðeignir erfðagóss þeirra
afkomenda, en fólkið vann sér alls
staðar í álit vegna dugnaðar og
mannkosta.
Þeim sem þetta ritar er ekki full-
kunnugt um afdrif alls þessa gjörvi-
lega fólks, nema þess sem settist
að í vestasta hverfí Suðursveitar,
Fellshverfí. Barátta þessa fólks við
hamrömm jökulvötnin væri saga
út af fyrir sig. Vestast í Fellshverfi
á Reynivöllum gerðist Þorsteinn
bróðir Ingólfs góður bóndi en hann
kvæntist heimasætunni þar, frænku
sinni, Areli. Hann var hpeppstjóri í
sinni sveit og innleiddi fyrstu sláttu-
vél þar um slóðir. Þorsteinn er einn-
ig meðhöfundur að hinni gagn-
merku byggðasögu Austur-Skafta-
fellssýslu.
Systir Ingólfs, Steinunn, giftist
hinum merka fræðimanni og bónda
Steinþóri Þórðarsyni á Hala, en
þeirra sonur, Torfí, býr þar nú en
hann er skólastjóri í Hrollaugs-
staðaskóla og hreppstjóri í Borgar-
hafnarhreppi. Að Gerði í Fellshverfí
bjó svo lengi Vilhjálmur bróðir Ing-
ólfs og kona hans Guðný Jónsdóttir
frá Flatey. Nú er húsfreyja í Gerði
Minning:
Jónfríður Jónsdóttir
Fædd 22. september 1904
Dáin 5. febrúar 1988
Hún var fædd að Tungu í Örlygs-
höfn. Foreldrar hennar voru Jón
Einarsson, húsmaður og verkamað-
ur á Leiti í Örlygshöfn, og Ingveld-
ur Jónsdóttir frá Hænuvík. Þau
bjuggu saman um áratugi, en Ing-
veldur var áður gift Einari Guð-
mundssyni b. í Hænuvík, en hann
dó 1896. Með honum átti hún son,
Helga Sigurvin, bónda á Geitagili.
Hann dvelur nú hjá syni sínum að
Glaumbæ í Staðarsveit, 92 ára.
Árið 1928 giftist Jónfríður eftirlif-
andi manni sínum, Konráði Júlíus-
syni. Hann var alinn upp í Dufans-
dal við Amarfjörð. Hann var ýmist
bóndi eða verkamaður og síðast
skósmiður, þekktur hagyrðingur.
Þau bjuggu um skeið í Efri-Tungu,
og síðar á Koti við Patreksfjörð.
Þaðan fluttu þau á Patreksijörð.
Árið 1960 fluttu þau svo til Hafnar-
fjarðar þar sem ævikvöldi hennar
lauk. Þar bjuggu þau á Öldugötu
27, en fyrir 11 árum missti Jónfríð-
ur heilsuna og dvaldi eftir það á
Sólvangi.
Nokkru áður hafði Konráð misst
sjónina að mestu leyti, en hann
dvelur samt enn í litla húsinu sínu,
með aðstoð góðrar heimilishjálpar,
enn glaður og reifur og yljar sér
við gamlar minningar. Þau hjón
voru bamlaus, en bróðurbömin
nutu oft þeirrar hlýju og ástúðar,
sem Jónfríður bjó jrfír í ríkum
mæli. Hvemig var svo þessi kona?
Hún var glæsileg að sjá, með áber-
andi mikið og fallegt hár, snyrtileg
gestrisin og góð húsmóðir, trygg-
Torfhildur Hólm, dóttir Torfa
hreppstjóra, en maður hennar og
bóndi þar er Þorbergur Bjamason
frá Jaðri í Miðþorpi.
Ingólfur byijaði ungur að vinna
fyrir sér hjá vandalausum bæði til
sjós og lands og varð alls staðar
eftirsóttur starfsmaður.
Ingólfur varð fyrir því óhappi að
fótbrotna illa þegar hann varð und-
ir bát í brimlendingu við Bjamar-
hraun en þar var líka mannskaði.
Brotið greri illa og leggurinn skakkt
saman. Eftir miklar þjáningar fór
hann til Akureyrar til lækninga hjá
hinum merka lækni Steingrími
Matthíassyni, en þá var Ingólfur
25 ára gamall, 1920.
Steingrími tókst að rétta af fót-
inn að mestu með því að bijóta upp
lærlegginn að nýju og setja hann
saman aftur og tókst það svo vel
að Ingólfur varð upp frá því vinnu-
fær þótt ekki yrði komist hjá nokk-
urri bæklun og gekk hann jafnan
haltur síðan. Það lét kjarkmaðurinn
Ingólfur ekki á sig fá og gekk til
allrar vinnu jafnt á sjó og landi.
Var hann um tíma háseti hjá hinum
merka skipstjóra, sem sótti sjóinn
fast, Sigurði Ólafssyni á Höfn í
Homafírði, en þar var valinn maður
f hveiju rúmi.
Ingólfur var svo skapi farinn
hann reiddist snögglega ef honum
fannst ódrengilega að sér vegið, en
var jafn fljótur til sátta.
lynd og vinsæl. Þó húsakynnin
væru ekki stór hafði hún lag á að
Hann var hrókur alls fagnaðar í
vinahópi. Hann var lagvís og hann
kunni fjölda ljóða og því aufúsu-
gestur þar sem söngfólk kom sam-
an. Honum lágu á tungu rammís-
lenskir orðskviðir og framburður
skýr og afdráttarlaus eins og títt
var um alþýðufólk þar í sveitum,
ekki síst frændur Ingólfs.
Þegar Ingólfur staðfesti ráð sitt
kvæntist hann Lússíu Jónsdóttur
frá myndarheimilinu Suðurhúsum í
Borgarhöfn. Þau reistu sér bú á
höfðanum á Höfn í Homafírði og
unnu bæði við fískverkun.
Ingólfur missti konu sína fyrir
aldur fram úr krabbameini og var
eftir það í umsjá dóttur sinnar
Nönnu. En Nanna varð snemma
ekkja er hún missti mann sinn
Braga Jóhannsson eftir stutta sam-
búð og frá tveimur ungum bömum.
En bamabömin urðu síðar afanum
mikill gleðigjafi í ellinni þar til hann
lést, þrotinn að kröftum á hjúkr-
unarheimili á Höfn í Homafírði.
Undirritaður færir Nönnu og
bömum hennar hugheilar samúðar-
kveðjur.
' Vini sínum
skal maður vinur vera,
þeim ok þess vini;
(Úr Hávamálum)
Ég bið vininum Guðsblessunar á
vegum eilífðarinnar.
Baldur Johnsen.
búa snyrtilega og prýða með handa-
vinnu sinni og öðru sem tilheyrði.
Hún lagði meira upp úr því að hafa
notalegt og gott umhverfi en skraut
og íburð.
Þó Jónfríður væri fyrst og fremst
húsmóðir og lifði fyrir það, vann
hún oft utan heimilis, síðast við
skúringar í Öldutúnsskóla meðan
heilsan lejrfði. Það eru um 35 ár
síðan ég kjmntist þeim hjónum og
kom þar oft og ég minnist þess að
alltaf leið manni vel í návist þeirra.
Ég samgleðst henni að hafa fengið
lausn frá veikindum og þakka öll
góðu gömlu kynnin, og undir þá
þökk veit ég að margir taka. Ekki
síst bróðurbömin sem þakka vin-
áttu, ættrækni og tryggð, við sig
og sínar ijölskyldur. Eg er sann-
færður um að nú þegar hún er
komin á nýjar slóðir þar sem allt
er bjart og gott heyrir hún þessar
kveðjur. Guð blessi minningu henn-
ar.
Ari Gíslason