Morgunblaðið - 12.02.1988, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 12.02.1988, Blaðsíða 36
f* c> 36 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1988 Hugleiðmgar um Isafj ar ðarkirkj u eftir Fjólu Sig- mundsdóttur, Garðar Pálsson og Sturlu Halldórsson Nú er farið að safna saman und- irskriftalistunum til að senda þá vestur, en þeir hafa legið frammi á fáeinum stöðum síðan í október, fyrir þá fráfluttu fsfirðinga sem óska þess að kirlq'a fái að vera á sínum helga stað og með þeim breytingum sem þurfa þykir. Svo kom í blaði á ísafirði mjög athyglis- verð grein og bréf frá Þór Magnús- syni, þjóðminjaverði, 1. nóvember 1987 sem hefði átt líka að sjást sunnan heiða. Þess vegna fengum við leyfi hans til að flétta smá part af því hér með. Meðal annars bend- ir hann á að kirkjan á eyrinni er með elstu húsum á staðnum. „Hún stendur á áberandi stað og k}mslóð- ir hafa verið skírðar, fermdar, gift- ar og jarðsettar í henni í nær 125 ár. Friðuðu húsin í neðstakaupstað og efstakaupstað eru byggð af er- lendum verslunarfélögum og standa þau sem minnisvarði um verslun og útgerð fyrri tíma. ísafjarðar- kirkja er hins vegar byggð af íslenskum smiðum af íslensku hugviti. Fyrir ísaQarðarkaupstað er kirkjan einstök og á sér enga hliðstæðu. Varðveislugildi hennar hlýtur að teljast mikið. Húsfriðun- amefnd ísaijarðar hefur þegar sagt ájit sitt í því eftii. Telur nefndin óráðlegt að friða kirkjuna vegna þess hve mörg óleyst verkefni bíða úrlausnar við þau hús, sem þegar hafa verið friðuð á Ísafírði. Hafa ber í huga að friðun kirkjunnar er ekki mikils virði ef ekki er jafnframt fundin leið til þess að afla §ár. Fjár- munir þeir sem renna úr sameigin- legum sjóðum landsmanna allra til friðaðra húsa hafa ekki farið vaxandi á undanfömum árum og verkefnin em mörg. Af þeim sökum verður að teljast óraunhæft að ráð- ast í viðgerð á kirkjunni, jafnframt því sem byggð yrði ný kirkja. Ekki er raunhæft að ætla að gamla kirkj- an verði varðveitt nema því aðeins að hún verði framvegis notuð sem sóknarkirkja. Það blandast engum hugur um að dómkirkjan í Reykjavík er frá árinu 1796 þótt endurbyggð hafi verið síðan. Svip- uðu máli gegnir um flestar hinar gömlu kirkjur, sem sjá má í borgum Evrópu. Þær eiga rætur sínar langt aftur í fortíðinni en hafa margar verið endurbyggðar í tímans rás. Þessara gömlu kirkna geta nútíma- menn notið vegna þess að horfnar kynslóðir báru til þess gæfu að byija ekki frá grunni hveiju sinni sem nauðsyn þótti á endurbótum, heldur byggðu við gömlu kirkjuna sína, stækkuðu og bættu úr ágöll- um. Ef þessi leið yrði farin við end- urbyggingu ísafjarðarkirkju þá yrði um málamiðlun milli tveggja sjónar- miða að ræða. Ef sættir næðust um að fara þá leið sem hér hefur verið lýst, mætti ráðast í fram- kvæmdir án langs undirbúnings, sem hins vegar yrði nauðsynlegur ef byggja ætti frá grunni. Safnaðar- heimili mætti byggja í næsta áfanga á lóðum við Sólgötu." Síðan fylgja fjórar (af sex) teikn- ingar, sem birtust með greininni, eftir Hjörleif Stefánsson arkitekt. Svo endum við á því að birta úr grein eftir Finnbjöm Hjartarson (með hans leyfi), sem hann skrifaði nokkru eftir þetta. Hann segir á einum stað: „Varað við nýjum stíl. Að endingu langar mig að vara við nýjum stíl í kirkjubyggingum á ís- landi, þó að það æt(i ekki að þurfa, því nóg eru vítin til að varast í þeim efnum og mörg þeirra, t.d. í Reykjavík, þar sem nýjar teikningar af kirkjum sköpuðu ótal vandamál, vegna þess að arkitektar virðast ekki gera sér grein fyrir hvaða at- hafnir fara fram í kirkjum, heldur reisa sjálfum sér vafasaman minnis- varða.“ Þessu erum við líka sammála. Vonandi bera ísfirðingar gæfu til að meta að verðleikum þennan helga stað. Við minnumst einnig hins merka og óeigingjama starfs Jónasar Tómassonar í kirkjunni. Hún var eins og hans annað heim- ili því úr kirkjukómum verður bæði til Sunnukór og karlakór, meira og minna sama fólkið. Allt var þetta unnið með öðm starfi. Það yrði óbætanlegur skaði ef skorið yrði á þær rætur sem kirkjan á þama. Við sjáum allt of oft í kringum okkur að stórmerkilegum hlutum er hent fyrir róða af nýjungagimi einni saman, og svo kemur sár tregi en þá er það of seint og aldrei hægt að bæta fyrir það. VERZLUNARRÁÐ ÍSLANDS Aðalfundur 1988 Efling hluta- og verðbréfamarkaðarins Aðalfundur Verzlunarráðs íslands árið 1988yerður haldinn þann 16. febrúar íÁtthagasal Hótel Sögu. Aðalefni fundarins verður „Efling hluta- og verðbréfamarkaðarins Jóhannes IUordal flytur ræðu um þetta efni. DAGSKRÁ FUNDARINS VERÐUR EFTIR- FARANDI: Kl. 12.00-12.15 Mæting. Kl. 12.15-13.15 Hádegisverður. Kl. 13.15-13.45 Setning. Kosning fundarstjóra. Ræða formanns. Afhending námsstyrks vi. Kl. 13.45-14.45 Ræða. Jóhannes Nordat, bankastjóri. - Efling hluta- og verð- bréfamarkaðar - Umræður, fyrirspurnir. Kl. 14.45-15.30 Starfsemi VI '86- '87. Skýrsla framkvæmda- stjórnar. Reikningur. Fjárhagsáætlun. Tillaga um árgjöld. Kl. 15.30-15.45 Kosningar: Kosning formanns. Úrslit stjórnarkosning- ar. Kosning endurskoð- enda. Kosning kjörnefndar. Kl. 15.45-16.00 Ályktanir. Kl. 16.00-16.15 Önnurmál. Kl. 16.15 Fundarlok. Kl. 16.45-18.30 Móttaka fyriraðalfund- argesti i húsakynnum Verzlunarráðsins. Jóhannes Nordal Vinsamlegast tilkynnið þátt- töku í síma 83088. 4 VERZLUNARRÁÐ ÍSLANDS Að lokum þökkum við þeim fjöl- mörgu sem lögðu hönd á plóginn varðandi þessa undirskriftasöfnun. Einnig viljum við lýsa sérstakri ánægju okkar með þá ræktarsemi, sem hvarvetna mátti finna varðandi gömlu kirkjuna. Fjóla og Garðar eru brottfluttir fsfírðingar en Sturla lieimamaður. OfTlROn PIOMEER KASSETTUTÆKI VERKSTJÓRNAR HVNU0riS)ltí3A Eftirtalin námskeið verða haldin á næstunni hjá Verkstjórnarfræðslunni 12.-13. feb. Tíðniathuganir og bónus. Tíðnirannsóknir og hvernig meta má afköst hópa, verk- stæðisskipulag, hagræðing vinnustaða, afkastahvetjandi launakerfi. 15.-16. feb. Verkáætlanir og tímastjórnun. Farið er yfir undirstöðu í áætlanagerð og verk- skipulagningu, CMP-framkvæmdaáætlun, Ganttáætlun á mannafla og aðföngum. 17.-18. feb. PROJECT-forrit og verkáætlun. Farið er yfir undirstöðu verkskipulagningar með aðstoð PC-tölvu, kynning á tölvuforritinu PROJECT o.fl. 24.-25. feb. MULTIPLAN-forrit og greiðsluáætlanir. Farið er yfir undirstöðu áætlanagerðar með PC-tölvu, kennd notkun á töflureikni- forritinu MULTIPLAN. Hringið strax tii. Verkstjórnarfræðs/unnar; Iðntækni- stofnun íslands, Keldnaholti, 112 Reykjavik, símar 687000 og 687009, og skráið þátttöku eða fáið sendan bækling með nánari upplýsingum. GEYMIÐAUGL ÝSINGUNA!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.