Morgunblaðið - 12.02.1988, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.02.1988, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1988 27 Hraðfrystihús Patreksfjarðar: Vinnsla gæti hafist eftír helgi RAFMAGN er nú aftur komið á hjá Hraðfrystihúsi Patreks- fjarðar. Signrður Viggósson, stjómarformaður HP, sagði í samtali við Morgunblaðið að góðar vonir væm til þess að vinnsla gæti hafist í frystihús- inu eftir helgi, þegar togarinn Sigurey landar. Sigurður sagði að ennþá væri þó ekki búið að hnýta lokahnútinn á fjárhagslega endurskipulagn- ingu fyrirtækisins og því væri ekki hægt að staðfesta það að vinnslan hæfist eftir helgi. Hann sagði að vegna erfiðrar stöðu frystiiðnaðarins almennt vildu menn ekki hefja rekstur á ný fyrr en fullkomlega hefði verið gengið frá íjármálum fyrirtækisins. Framkvæmdastjóri HP sat í gær fund á ísafirði þar sem forráða- menn hraðfrystihúsa á Vestíjörð- um ræddu um vanda frystiiðnaðar- ins. Eins og kunnugt er veitti Byggðastofnun HP 35 milljóna króna lán þann 2. febrúar sl. með þeim skilyrðum að fyrirtækið legði fram rekstrar- og greiðsluáætlun. Sigurður sagði að lánið hefði verið afgreitt og hlutafé samvinnufé- laga í HP hefði verið aukið, þann- ig að nú vantaði aðeins vantaði herslumuninn á að starfsemin gæti hafist að nýju. INNLENT jigging- g vanti gert deiliskipulag af því bæjar- hverfí þar sem fyrirhuguð bygging á að rísa. Hér beri þess að gæta að um fullbyggðan bæjarhluta sé að ræða og ekki hafí verið sýnt fram á að þörf á deiliskipulagi sé fyrir hendi. Þá vísaði dómari í skipu- lagsreglugerð, en í henni sé ekki kveðið fastar að orði en svo að jafn- an skuli liggja fyrir samþykkt eða staðfest deiliskipulag áður en ein- stakar byggingarframkvæmdir eru leyfðar. Hér breyti engu um hvort borgaryfírvöld höfðu hafist handa um gerð deiliskipulags eða höfðu það í hyggju. Það leiði því ekki til ógildingar byggingarleyfís að deili- skipulag sé ekki fyrir hendi. Varðandi nýtingarhlutfall lóðar- innar leit dómari svo á, að bygging- amefnd Reykjavíkur hafí farið út fyrir valdmörk sín með því að leyfa svo hátt nýtingarhlutfall á lóðinni sem raun bar vitni og með því að leyfa byggingu 3ja hæða húss á lóðinni. Þá hafí byggingamefnd ekki fengið heimild Skipulags- stjómar til frávika, áður en leyfð var bygging íbúðarhúss á lóðinni. Annmarkar væm það miklir á leyf- inu að það hafí borið að fella úr gildi. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir WILLLAM SCOBIE Kóngi teflt fram í fríðarsókn Margir eru nú þeirrar skoðunar að Mohammed Zahir Shah, fyrr- um konungur Afganistans, sem steypt var af stóli í valdaráni kommúnista árið 1973 meðan hann var staddur á ítaliu, sé líkleg- astur afganskra leiðtoga til að geta sameinað stríðandi öf 1 í landinu og myndað bráðabirgðastjórn sem allir aðilar gætu sætt sig við. Hann sneri þó ekki heim sem konungur, heldur forsvars- maður „hlutlausrar" ríkisstjórnar er hefði umsjón með brott- flutningi sovézkra hersveita og leiddi þjóðina á leið til friðar og sjálfstæðis. Afganskir útlagar i Pakistan halda á lofti myndum af kon- ungnum útlæga er undraverður maður," sagði hann við mig síðast þegar hann kom til Rómar. „Ég bjó hjá honum í gamla daga í Kabul og þekki hann orðið vel. Hann er afburða ráðagóður - rólegur, skarpskyggn og göfuglyndur. Ár samsæra og útlegðar hafa ekki raskað ró hans." Hammer miðlar málum Hammer fór til Rómar til að ráðgast við Zahir, hélt áfram flug- leiðis til Islamabad, höfuðborgar Pakistans, til að fá samþykki Zia forseta, og bar loks málið undir mjög áhugasaman áheyranda, Anatolíj Dobrynin, sem hann Um áramótin hófust umfangs- miklar viðræður opinberra aðila jafnframt því sem heiftarleg átök urðu við borgina Khost, en ein ástæða þeirra er talin sú að báðir aðilar hafí viljað tryggja stöðu sína áður en friðarviðræður hæfust á vegum Sameinuðu þjóð- anna í Genf. Meðan þessi mál öll eru í biðstöðu gerist ýmislegt for- vitnilegt bak við tjöldin varðandi stöðu Zahirs konungs. Það skrýtnasta í málinu er trú- lega að Míkhaíl Gorbatsjov leið- togi Sovétríkjanna, sem þekktur er fyrir annað en að tefla í tvísýnu, skuli hafa neytt fulltrúa sinn í Afganistan, dr. Najib, til að veðja á kónginn. Þessi lágvaxni og feit- lagni fyrrum yfirmaður leynilög- reglu Afganistans - Khad, - sem þjálfaður var hjá KGB, óttast um líf sitt þegar Rússamir fara. Hann hefur ekki hikað við að bjóða kon- ungi opinberlega að koma heim til að standa sameiginlega fyrir myndun ríkisstjómar á breiðum gmndvelli, og hann hefur jafnvel boðizt til að skila aftur jörðum sem hirtar hafa verið af leiðtogum múslíma og öðrum landeigendum. Zahir, sem er minnugur þess þeg- ar leppforsetinn opnaði fyrir nokkm sýningu á ljósmyndum er áttu að sanna hryðjuverk gegn kommúnistum í stjómartíð kon- ungs („herfílegar falsanir" segir hans hátign), telur þessa hug- mynd út í hött. Hugmyndinni vel tekið En ýmislegt hefur gerzt á ný- liðnu ári: hugmyndinni um að konungurinn sé rétti maðurinn til að koma á friði í landinu með því að snúa heim sem forseti landsins og leiðtogi nýrrar samsteypu- stjómar hefur verið vel tekið í Pakistan. Einnig hefur hugmynd- in hlotið jákvæðar undirtektir í Washington og London. Stöðugur straumur gesta, stjómarerindreka og hernaðar- ráðgjafa, hefur legið til hallarinn- ar í Róm til viðræðna við konung og tengdason hans, Abdul Wali hershöfðingja, sem heldur því fram að flestir leiðtogar Muja- hideen-frelsissveitanna séu nú fylgjandi hugmyndinni. Konungurinn neitaði fyrir löngu að fallast á tillögu Banda- ríkjanna um myndun útlaga- stjómar, rétt eins og hann nú hefur neitað að mynda stjóm í samvinnu við dr. Najib. „Hann tekur ekki að sér undirlægjuhlut- verk hjá einum eða neinum," segir Wali hershöfðingi. „Hann hélt völdum í Afganistan um 40 ára skeið. Annaðhvort snýr hann heim eftir að gengið hefiir verið að skilyrðum hans eða hann fer hvergi.“ Þessi skilyrði fela það í sér að hann hafí fijálsar hendur til að mynda hlutlausa en „sjálfstæða (það er óháða) ríkisstjóm sem sjái um brottflutning 120.000 manna hers Sovétríkjanna" og vísi dr. Najib og nánustu fylgismönnum hans í útlegð í Sovétríkjunum. Og hvað svo? „Mér er það ekkert metnaðar- ........ j mál að endurreisa konungdóm í landinu, því megið þið trúa,“ seg- ir Zahir. „Það eina sem mér liggur á hjarta er að skapa á ný einingu og hagsæld í landi mínu eftir þetta hörmulega stríð. Er Evrópubúum það ljóst að við höfum misst hlut- fallslega fleira fólk en Rússar í síðari heimsstyijöldinni, eða að fjórar milljónir til viðbótar em landflótta í búðum í Pakistan og Iran? Ég verð að gera það sem ég get til að fá þetta fólk heim á ný.“ Engin blekking Zahir lifír ekki í neinni sjálfs- blekkingu varðandi þær þrautir og raunir sem framundan em. A bamsaldri varð hann vitni að því þegar faðir hans var myrtur þar sem hann var að úthluta verðlaun- um til skólabama. Sjálfur hefur hann komizt undan launmorðingj- um þegar hann var að taka upp fijálslyndari stjómskipan í stað lénsskipulagsins. Það væru ekki allir á hans aldri (hann er 73 ára) fúsir til að skipta á þægilegu fjöl- skyldulífí í höll sem ítalska ríkið rekur fyrir landflótta þjóðhöfð- ingja (á undan honum bjó þar Frederica fyrrum drottning Grikk- lands) og setjast að í stríðshijáðu heimalandi. En afganskir gestir hans fullvissa hann um að þjóðin minnist allra stjómardaga hans sem gullaldar vaxandi velmegun- ar og ömggs friðar. Þjóðin vilji fá hann heim. Samkvæmt áreiðanlegum upp- lýsingum fulltrúa allra þeirra aðila sem em nánast í daglegu sam- bandi við konung og starfslið hans er nú smám saman að skýrast hvemig endanleg lausn mála get- ur orðið. Hún yrði á þessa leið: 1. Tveimur mánuðum eftir að samkomulag hefur náðst um frið í landinu hefst brottför sovézku hersveitanna - vel skipulagður sex mánaða „brottflutningur með sæmd“, og með þeim fæm lepp- forseti þeirra í Afganistan og um 3.000 menn úr starfsliði hans. Aðstoð Bandaríkjanna við skæm- liða, sem nú nemur um einni milljón dollara á dag, yrði hætt. 2. Á sama tíma yrði samið um myndun bráðabirgða þjóðstjómar undir fomstu Zahirs sem aðallega yrði skipuð sérfræðingum án áberandi tengsla við stríðsrekst- urinn. 3. Síðan kallaði Zahir fulltrúa deilandi ættbálka og trúarleiðtoga saman til ráðstefnu til að semja um framtíðina. 4. Ári síðar yrði boðað til al- mennra og lýðræðislegra kosn- inga þar sem Afganir fengju að kjósa sér þá ríkisstjórn sem þeir vildu fá. 5. Þremur áram eftir þetta yrði gefin út almenn sakamppgjöf, sem heimilaði öllum fyirum sam- starfsmönnum Rússa að snúa heim úr útlegðinni - og þá einnig dr. Najib, ef hann vildi taka áhættuna. Sovézkt Víetnam Najib, sem kvíðir eigin framtíð, hefur verið að kynda undir óttan- Zahir konungur situr og biður í höllinni í Róm. „Það eina sem mér liggur á hjarta er að skapa á ný einingu og hagsæld í landi mínu.“ um við sovézkt Víetnam með því að benda yfírboðumm sínum á örlög innrásarsveita brezka hers- ins sem lögðu Kabul undir sig á 19. öld en vom stráfelldar á heim- leið til Indlands ásamt afgönskum stuðningsmönnum sínum: hvað, spyr hann, ef „uppreisnarmenn- imir“ hafa komið sér upp miklum vopnabirgðum og nota sér brott- flutninginn til að stráfella sovézku hermennina og stuðningsmenn þeirra? „Það er ábyrgðarleysi að vera að tala um eitthvert blóðbað," segir konungurinn. „Margskonar öryggisráðstafanir verða gerðar, auk sameiginlegrar ábyrgðar Bandaríkjanna og Sovétríkjanna." Eitt af mörgu sem flækir málið er að Bandaríkjamönnum virðist ekkert liggja á að græða það sem Gorbatsjov nefíiir „flakandi sár Rússa“. „Þetta er sjálfsáverki,“ sagði fulítrúi frá bandaríska ut- anríkisráðinu, sem sótti Zahir konung heim. „En við viljum einn- ig að þú snúir heim. Spumingin er aðeins hvenær." Hvemig komst Zahir inn í myndina? Hvað fékk ráðamenn í Moskvu og Kabul til að tefla fram kónginum? Dr. Henry Kissinger impraði fyrst á hugmyndinrii við dr. Armand Hammer, sem er eftir- lætis auðvaldssinni Banda- ríkjanna í augum Kremlveija og fomvinur Zahirs. „Konungurinn þekkti frá því Dobrynin var sendi- herra í Washington áður en hann varð helsti ráðgjafí í utanríkismál- um í Moskvu. Við heimkomuna til Bandaríkjanna skýrði hann ut- anríkisráðuneytinu frá hugmynd- inni, og ekki leið á löngu áður en George Shultz var farinn að segja þeim sem heyra vildu að hugsan- lega mætti flýta lausn mála í Afganistan með því að fá Zahir til að taka að sér myndun bráða- birgða ríkisstjómar í landinu sem „primus inter pares" (fremstur meðal jafíiingja). Þótt málsvarar þessara aðila séu hlynntir hugmyndinni, er enn eftir að fá samþykki frelsishreyf- inganna, sem em sjö talsins og eiga oft í innbyrðis deilum. Wali hershöfðingi heldur því fram að þar sé meirihlutastuðningur við heimkomu konungs, og að and- stæðingamir séu öfgafullir bókstafstrúarmenn sem telji Zahir „ekki nógu trúrækinn". Þar sem tsæði Bandaríkjamenn og Sovét- menn vilja fyrir alla muni koma í veg fyrir að eins fari fyrir Afgan- istan og íran, að Khomenifarald- urinn taki við stjóm í múslimsku Afganistan, em þeir fyllilega sátt- ir við þessa skoðun öfgasinnanna. Þeir segja að Zahir konungur sé fijálslyndur í skoðunum og .geti einbeitt sér að því að koma í veg fyrir mannskæða borgara- styijöld milli stríðandi fylkinga í landinu eftir brottför Rússanna, en fijálslyndi sé vandfundið í Afg- anistan í dag. Höfundur er blaðamaður Jyá brezka blaðinu The Obaerver.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.