Morgunblaðið - 12.02.1988, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 12.02.1988, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1988 31 38 alnæmistil- felli greind Á ÍSLANDI hafa greinst 38 alnæmistilfelli. 5 eru taldir alnæmissjúkling- ar, 3 hafa látist og 15 eru enn einkennalausir. Af þessum 38 einstakl- ingum eru 34 karlar og 4 konur. Þetta kom fram í svari Guðmundar Bjarnasonar, heilbrigðisráðherra, við fyrirspurn frá Guðna Ágústssyni (F/Sl) um alnæmi. /‘v'*- <st ft Í V Heilbrigðisráðherra sagði að að- gerðir heilbrigðisyfirvalda til að hefta útbreiðslu alnæmis hefðu hingað til aðallega byggst á upplýsingastreymi til starfsfólks í heilbrigðisstörfum og áhættuhópa. .Á þessu ári yrði varið 10 milljónum til alnæmisvama og færu 7 mkr. þar af til upplýsinga en 3 milljónir til að kosta starfsfólk sem fylgdist með því hvað væri að gerast á þessum vett- vangi erlendis. Ráðherrann var einnig spurður hversu mörg alnæmistilfelli hefðu verið greind hér á landi. Hann sagði að í lok desember á siðasta ári hefðu alls 38 alnæmistilfelli greinst hér á landi, 34 karlar og 4 konur. í 70% tilvika væri um að ræða homma og í 20% tilvika eiturlyfjaneytendur. 5 væru taldir vera alnæmissjúkir og væru 3 látnir. 15 einstaklingar væru enn einkennalausir. Heilbrigðisráðherra sagði ein- kennalausa sjúklinga fá enga með- ferð en hinir væru í sambandi við lækna með þekkingu á sjúkdómnum. Sjúklingar fengju bætur frá al- mannatryggingum ef þeir gætu ekki sinnt störfum vegna sjúkdómsins. Erfítt væri að segja til um það hvort fyrirbyggjandi aðgerðir al- mennt í heiminum væru farnar að skila einhveijum árangri, en talið mögulegt að hægt væri að stöðva ýmsa útbreiðsluhætti, s.s. í gegnum blóðgjöf. Blóð hér á landi hefði verið skimað síðan 1985 en einn einstakl- ingur hefði smitast í gegnum blóð- gjöf fyrir þann tíma. Viðskiptaráðherra: Seölabanki að kanna hvernig best megi ná stöðugu gengi TILLAGA til þingsályktunar um íslenskan gjaldmiðil kom til umræðu í sameinuðu þingi í gær. Flutningsmenn tillögunnar eru þeir Kristinn Pétursson (S/Al), Eyjólfur Konráð Jónsson (S/Rvk), Guðni Ágústsson (F/SI) og Karl Steinar Guðnason (A/Rn). Lagt er til að skipuð verði nefnd til þess að kanna hvort og þá hvemig helst kæmi til greina að tengja íslenskt myntkerfi við stærra myntkerfi þannig að íslenskur gjaldmiðill myndi qjóta alþjóðlegrar viðurkenningar og varanlegum stöðugleika yrði náð í gengismálum hér á landi. Jón Sigurðsson, við- skiptaráðherra, sagði að Seðlabanki væri nú að kanna fyrir hann hvern- ig best mætti ná stöðugleika í gengismálum og væri þvi verið að kanna þetta sama mál og tillagan gerði ráð fyrir. Eyjólfur Konráð Jónsson (S/Rvk) mælti fyrir tillögunni. Hann harmaði það að Kristinn Pétursson, fyrsti flutningsmaður tillögunnar, gæti ekki tekið þátt í umræðum þar sem hann sæti nú ekki á þingi. Ey- jólfur Konráð vitnaði stðan í ræðu sem Kristinn hélt á síðasta aðalfundi Sambands íslenskra fískvinnslu- stöðva. Kristinn ræddi þar vanda fískvinnslunnar þegar gengið stæði I stað en kostnaður við framleiðsluna hækkaði stöðugt. Spákaupmennska af ýmsu tagi ýtti síðan undir verð- bólgu á Islandi því íslendingar treystu því ekki fyllilega að gengi krónunnar myndi standast boðaða fastgengissteftiu. Loks endurspegl- uðu himinháir vextir vantrú borgar- anna á gjaldmiðlinum. Kristinn sagði á þessum fundi að það að þurfa að skipta gjaldeyrinum yfír í íslenskar krónur, eins og út- flutningsatvinnuvegimir þyrftu að gera, væri eins og að skipta á Benz og Skoda og sætta sig við viðskiptin. Fyrir íslensku krónuna væri ekki hæjrt að kaupa neitt nema það sem búið væri að smyija verðbólgukostn- aðinum á. Gera mætti krónuna að alvöru gjaldmiðli með því að tengja hana við stærra myntkerfí. Eyjólfur Konráð sagði að nú væru 95 þjóðir sem tengdu gjaldmiðil sinn við stærri myntkerfí. Eyjólfur Konráð sagði að í ferð utanríkismálanefndar til Brussel á síðasta ári hefði hann sannfærst um að íslendingar ættu ekki að ganga í Evrópubandalagið, en við gætum náð við það hagstæðum samningum. Hann varaði við öllu tali um inn- göngu, það gæti spillt fyrir slíkum samningum. Eyjólfur Konráð vék næst að pen- ingamálum og sagði að meginástæða hinna háu vaxta væri að fimmtungur alls sparifjár væri frystur. Vextir væru fijálsir en engir peningar væru til. Vextir væru hækkaðir með vald- boði, frystingu og skömmtunar- stjórn. FVamboð af peningum væri of lítið þar sem „ríkissauðurinn" tæki of mikið af peningum í skatta og frysti síðan það sem yrði afgangs. Það ga?ti verjð eðlileg leið til þess að auka framboð á peningum og lækka þar með vexti að leyfa hér starfsemi erlendra banka, en aðalat- riðið væri að hætta frystingu pen- inga, en alls væri nú 21% innlána bankanna fiyst með bindiskyldu og lausafjárskyldu. Eyjólfur Konráð sagði þessa takmörkun peninga- magns vera byggða á „bullkenning- um“ og hafa þveröfug áhrif við það sem ætlast væri til. Guðni Ágústsson (F/Sl) sagði áhyggjur af þróun efnahagsmála hafa fengið stuðningsmenn til þess að standa saman að þessari tillögu. Guðni sagði að það kynni að vera að með núverandi gengisstefnu væru einhveijir aðrir að draga að sér auð undirstöðuatvinnuveganna. Flutn- ingsmenn hefðu kannski frekar átt að flytja tillögu um að þeir sem gjald- eyrisins öfluðu fengju að selja hann hæstbjóðanda. Guðni sagði verðbólguna hafa hoggið djúpt skarð í krónuna á síðasta ári og spurði hvernig sjávar- útvegurinn og t.d. vænlegasta ný- greinin, ferðamannaiðnaðurinn, ættu að laga sig að þessu. Guðni sagðist vera orðinn þreyttur á að heyra að vel rekin fyrirtæki í sjávarútvegi væru á hausnum. Hjá útflutningsatvinnugreinunum ríkti verðstöövun af manna völdum á meðan aðrir gætu velt kostnaði sínum yfír í verðlagið. Það eitt að 1 binda krónuna við annað myntkerfi dygði líka lítið ef kostnaði yrði áfram velt út í verðlagið og ríkið og aðrir opinberir aðilar héldu áfram þenslu- stefnu sinni. Stefán Valgeirsson (SJF/Ne) sagðist vera ánægður með yfirlýs- ingu Eyjólfs Konráðs varðandi Evr- ópubandalagið. Hann væri líka ánægður með það sem hann sagði um bindiskyldu og vexti. Stefán taldi að bindingin væri nú orðin 23-25% eftir árstíma. Þingmaðurinn sagðist vera myrk- fælinn fyrir þeirri hugmynd sem þingsályktunin gengi út á en hefði þó ekki haft nógan tíma til þess að hugleiða hana alveg. Hann myndi treysta sér til þess að greiða því at- kvæði að þetta yrði skoðað, en það , skipti máli hvernig nefndin yrði skip- uð. Það þyrftu að vera þar menn sem tækju mið af öðru en fjármagninu einu sáman. Steingrimur J. Sigfússon (Abl/Ne) sagði það mjög varhuga- vert að fara inn á þá braut sem þama væri stungið upp á. Hann teldi aðal- atriðið vera að gengið væri rétt skráð og raunhæf ávísun á þau verðmæti sem lægju að baki. Það væri óaðskilj- anlegur hlutur af okkar sjálfstæði að hafa okkar eigin gjaldmiðil og ekkert sem segði að smáþjóðir gætu ekki haft sterkan gjaldmiðil, ef rétt væri haldið á okkar málum. Steingrímur J. sagði að honum leiddist það dekur sem stundum hefði komið fram gagnvart Evrópubanda- laginu. Það væri stórhættulegt. Það væru einnig stórhættulegar hug- myndir, ef rætt væri um sjálfstæði þjóðarinnar, að tengja krónuna við stærra myntkerfi og hleypa erlendum bönkum inn í landið. Jón Sigurðsson, viðskiptaráð- herra, sagði þessa tillögu'vera at- hyglisverða. Það væri yfírlýst stefna stjómarinnar að halda gengi stöðugu og hefði hann falið Seðlabankanum að kanna hvemig best mætti halda þeim stöðugleika. Þessi athugun stæði nú yfír og væri verið að fjalla um sama málið og tillagan fjallaði um. Viðskiptaráðherra sagði, að um þijá kosti væri að ræða í þessu sam- bandi. í fyrsta lagi að halda áfram núverandi fyrirkomulagi, myntkörfu sem tæki mið af viðskiptum okkar. í öðru lagi að binda krónuna form- lega við erlenda myntkörfu Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins, SDR. í þriðja lagi formleg aðild eða tenging við Mynt- bandalag Evrópu (EMS) og gjaldmið- il þess, ECU. Viðskiptaráðherra sagði, að það hlyti að fylgja gengistengingu af þessu tagi að menn væm að þrengja hlut sinn í stjómun efnahagsmála, þetta væri sjálfviljugt framsal á efna- hagslegu sjálfstæði. Ef til þessa kæmi þyrfti að athuga hvaða vog næði best yfír alla þætti íslensks efnahagslifs. Ef við tækjum eina mynt fram yfír aðra, yrði þeim fyrir- tækjum sem versluðu í henni hlíft við breytingum á gengismarkaði á kostnað annarra fyrirtækja. Þama yrði líklega togstreita milli þeirra fyrirtælqa sem væm annarsvegar á Evrópumarkaðnum og hinsvegar Bandaríkjamarkaðnum. Varðandi tengsl við Evrópubanda- lagið sagði viðskiptaráðherra að að- ild værí ekki á dagskrá, þar sem bandalagið hefði ekki eins og stæði áhuga á að taka inn fleiri aðild- arríki. Það væri nú mikið keppikefli að ná hagstæðum samningum um þessi mál. Viðskiptaráðherra sagði það einnig vera athyglisvert að stjómarformaður BlS-bankans (Bank for Intemational Settlement) hefði nýlega hvatt til þess að öll Evrópulönd tengdu við evrópska myntkerfíð hvort sem þau væm aðil- ar að EB eða ekki. Þetta værj nú á dagskrá hjá Norðmönnum og Svíum. Mikilvægasta spumingin væri þó hvort unnt væri að ná varanlegri hjöðnun verðbólgu með því að veita genginu aðhald. Hann teldi reyndar að hin sveigjanlega gengisstefna hefði gengið sér til húðar. Guðmundúr H. Garðarsson (S/Rvk) sagðist taka undir orð Stef- áns Valgeirssonar um nefndaskipan- ina. Það gæti orðið hættulegt ef í nefndinni sætu menn sem ekki bæm virðingu fyrir íslenskum atvinnu- greinum. Guðmundur H. sagðist geta fallist á að þetta mál yrði kannað, en ef þetta yrði framkvæmt myndi það fela í sér framsal á sjálfstæði og ákvörðunarrétti. Svona könnun gæti þó kannski upplýst með hvaða hætti væri hægt að styrkja stöðu gjald- miðilsins. Ef það væri tilgangurinn gæti hann stutt hana. Eyjólfur Konráð Jónsson lagði til að þingnefnd sú sem myndi fjalla um málið myndi athuga hveijir ættu að eiga sæti í nefndinni sem skipuð yrði samkvæmt tillögunni. Það væri líka umhugsunarvert, ef við ætluðum að halda okkar mynt, að hafa á henni íslenskt nafn, s.s. mörk og aurar. Stuttar þingfréttir Nýr þingmaður Kolbrún Jónsdóttir, fyrsti varaþingmaður Borgaraflokksins á Reykjanesi, tók í gær sæti á Alþingi í stað Hreggviðs Jónsson- ar. Þetta er í fyrsta sinn sem Kolbrún tekur sæti á Alþingi. Tökum þátt í strjál- býlisátaki I svari við fyrirspum frá Danfríði Skarphéðinsdóttur (Kvl/Vl) og Kristínu Einarsdóttur (Kvl/Rvk) sagði Steingrímur Hermannsson utanríkisráðherra, að gert væri ráð fyrir því að ís- lendingar tækju þátt í stijálbýl- isátaki Evrópuráðsins á þessu ári. Tollalög endurskoðuð Fjármálaráðherra sagði í svari við fyrirspum frá Hjörleifi Gutt- ormssyni að ljóst væri að fyrir lok þessa árs yrði að leggja fram frumvarp um breytingar á lögun- um um tolla og vörugjald. Bæði þyrfti að laga galla sem hefðu komið í ljós síðan þau vom sam- þykkt um síðustu áramót og einn- ig þyrfti að aðlaga þau virðis- aukaskattinum sem ráðgert er að verði tekinn upp í byijun næsta árs. Hjörleifur spurði fjármálaráð- herra hvort 17,5% vörugjald á búmet til loðdýraræktar yrði fellt niður. Fjármálaráðherra sagði að þetta gjald væri til komið vegna þess að ákveðið hefði verið að leggja vömgjald á vír og net i tekjuöflunarskyni. Tollskráin gerði engan greinarmun þama á og væm því búmet ekki sérstak- lega tilgreind. Þetta yrði lagað fram að áramótum með þvi að endurgreiða innflytjendum vöm- gjaldið, en þeir væru einungis þrír. Þetta yrði siðan lagfært þegar áðumefnt fmmvarp yrði lagt fram. Sveitarfélög ákveði aflagjald Matthías Á. Mathiesen, sam- göngumálaráðherra, sagði í svari við fyrirspum frá Hjörleifi Gutt- ormssyni í gær, að eftir helgi ytði lagt fram fmmvarp til breyt- inga á hafnarlögum. í þessu fmmvarpi væri gert ráð fyrir að ákvörðun um aflagjald til hafna yrði fært frá samgöngumálaráðu- neytinu yfír til sveitarfélaganna, sem væm eigendur hafnanna. Samgöngumálaráðherra sagði það vera afstöðu sfna að auka bæri sjálfstæði sveitarfélaga og því bæri að fela þeim þetta ákvörðunarvald. Iðnaðarráðherra sagði í fyrir- spumartíma á Alþingi í gær að hann hefði átt viðræður við fjár- málaráðherra um það hvemig fara eigi með skuldir Orkubús Vestfjarða og RARIK við ríkið. Taldi ráðherrann að í lok ársins yrðu þær skuldir 1200 m.kr. Viðskiptaráðherra: Nefnd verði skipuð til að kanna löggjöf um auglýsingar JÓN- Sigurðsson, viðskiptaráð- herra, svaraði í sameinuðu þingi í gær fyrirspum frá Steingrfmi J. Sigfússyni (Abl/Ne) um undir- búning löggjafar um auglýsingar. Ráðherrann sagðist ætla að skipa nefnd til þess að kanna þessi mál, en ráðuneytið væri nú að athuga hvernig þessum málum væri hátt- að í nágrannalöndunum. Viðskiptaráðherra sagði að hann hyggðist skipa nefnd á næstunni til þess að kanna þessi mál í kjölfar þingsályktunarinnar um auglýsinga- löggjöf sem samþykkt hefði verið á sfðasta ári. Hann hefði enn ekki ákveðið nánar um nefndaskipanina en myndi fela nefndinni að kanna hvemig best væri að haga reglum um auglýsingar. Jón sagðist ekki treysta sér til þess að spá fyrir um verklok, en undanfarið hefði viðskiptaráðuneytið verið að afla upplýsinga um hvemig þessum málum væri háttað í nálæg- um löndum. Steingrímur J. Sigfússon spurði einnig hvemig ráðherrann hyggðist tryggja að nauðsynleg neytenda- vemd, þar með talið að vemda böm fyrir innrætandi auglýsingum, yrði hluti af löggjöf. Viðskiptaráðherra sagðist mundu beina því sérstaklega til nefndarinnar að kanna þetta mál og hafa í því sambandi samráð við m.a. bamavemdarráð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.