Morgunblaðið - 12.02.1988, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.02.1988, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1988 19 — hreint og gott Vatn eftir Sigfús Þór Elíasson Á síðari árum hafa orðið miklar breytingar á mataræði þjóðarinn- ar. Bæði hefur fjölbreytni í fæðu- vali aukist mikið, auk þess seih unninn og tilbúinn matur verður æ algengari. Þessar breytingar hafa bæði haft kosti og galla. Hvað drykkjarföng varðar er nú svo komið að mikið til er hætt að líta á vatn sem svaladrykk hér á landi. Gosdrykkir og ýmsir til- búnir drykkir með ávaxtabragði hafa tekið við. Samt eigum við kost á hreinu og tæru vatni með- an neysluvatn margra grannþjóða er óhæft til drykkjar nema vera hreinsað og sótthreinsað. Margir þurfa því að kaupa vatn í flöskum til að fá bragðgott og heilnæmt drykkjarvatn. Vatn er lífsnauðsyn Iðnaður og lífshættir neyslu- þjóðfélaganna hafa leitt til þess að ýmis úrgangsefni hafa saftiast upp og valdið mengun náttúrunn- ar. Við sem búum á þessu landi gerum okkur ekki alltaf grein fyrir því að hreint vatn og loft er munaður sem margir öfunda okkur af. Það er helst fyrst eftir að við komum heim frá útlöndum að við fínnum muninn. Allir vita að án súrefnis loftsins mundum við ekki lifa nema stutta stund. En vatn er líka iífsnauð- synlegt líkamanum til þess að geta starfað eðlilega, þótt við gætum hugsanlega lifað án þess í nokkra daga. U.þ.b. 60% af líka- manum er vatn. Það er dreift um allan líkamann, í frumunum og líkamsvökvunum. Af einstökum hlutum líkamans er minnst vatn í glerungi tannanna, 2,2%, sem jafnframt er harðasta eftiið í líka- manum. Daglega losum við okkur við rúma tvo lítra af vatni í gegn- um húðina, með andardrætti, hægðum og með þvagi. Þegar heitt er í veðri eða við svitnum, losum við okkur jafnvel við meira magn. Þetta vatnstap verðum við að bæta líkamanum upp. Þótt hluti vökvans fáist úr mat skiptir verulegu máli hvað við drekkum, ekki síst tannanna vegna.- Vatn og tannskemmdir Slæmar matarvenjur stuðla að tannskemmdum. Sérstaklega á þetta við sé sykurríks matar eða drykkjar neytt á milli mála. Flest- ir borða þijár til fjórar máltíðir á dag. Sé borðað nóg af hollum og góðum mat á matmálstímum dregur úr þörfinni fyrir bita á milli mála. Oft verðum við þó þyrst, sérstaklega þeir sem stunda erfiða vinnu eða íþróttir. Þá skiptir máli að vanda valið og muna að vatn er góður svala- drykkur sem veldur ekki tann- skemmdum né stuðlar að offitu. Þegar gos er drukkið, inn- byrðum við um leið mikið magn af sykri. í einni venjulegri gosdós eru u.þ.b. 30 grömm af sykri eða sem svarar 15 sykurmolum. Sé drukkin ein dós á dag í einn mánuð jafngildir það því að inn- byrða 450 sykurmola. í flestum ávaxtadrykkjum er svipað sykur- magn. Sykurinn skemmir tenn- umar og hefur sín áhrif á vaxtar- lagið. Margir drykkir sem fást í verslunum hafa einnig í sér rot- vamarefni og ýmis gervi- og litar- efni. Þá eru gos- og ávaxtadrykk- ir yfírleitt mjög súrir. Sé þeirra neytt oft á dag geta þeir þannig skaðað glemng tannanna, jafnvel þótt þeir séu sykurskertir. Vatn og flúor Flúor er eitt algengasta fmm- efni jarðarinnar og fínnst mjög víða, t.d. í andrúmsloftinu, sjón- um, jarðveginum og í dýra- og jurtaríkinu. Vatn er aðalflúorgjafí fólks, en sé það undanskilið, fæst flúor aðallega úr tei og fiskmeti, ef bein og roð em borðuð. Rann- sóknir hafa sýnt að flúortekja íslendinga er mjög lítil, sem er vegna þess hve drykkjarvatnið okkar inniheldur lítinn flúor. Áhrif flúors á tannheilbrigði em óvefengjanlegar. Ef drykkjar- vatn inniheldur u.þ.b. 1 mg af flúor í hveijum lítra dregur vem- lega úr tannskemmdum. Skiptir þá ekki máli hvort flúorinn er í vatninu frá náttúmnnar hendi, eða hefur verið bætt þar í. Marg- ar þjóðir, bæði í austri og vestri sem bjuggu við flúorsnautt vatn hafa leiðrétt flúormagnið með góðum árangri. Flúor hefur einn- ig verið bætt í matvæli, eins og salt og mjólk eða gefíð beint í töfluformi. Hæfílegt magn af flú- or í drykkjarvatni er samt einfald- asta, ódýrasta og ömggasta leiðin til að draga úr tannskemmdum. Hitaveituvatnið okkar inniheldur aftur á móti hæfilega mikinn flú- or, en kemur að litlu gagni þar sem það er lítið dmkkið. Tært og gott Vatn og mjólk em drykkir nátt- úmnnar. Mjólk er einstök vítamín- og næringarefnablanda ætluð ungviði í uppvexti og vatn er einstakur hitaeiningalaus svaladrykkur. Öll fáum við vatnið rennandi til okkar heim í hús. Það kostar því enga peninga að skrúfa frá krananum og fá sér vatn að drekka. Getur það e.t.v. verið þess vegna sem sérstaklega ungt fólk hefur smátt og smátt hætt að líta á vatn sem svala- drykk? Eða er það e.t.v. vegna þess að vatn er ekki tískudrykkur sem er gerður eftirsóknarverður með síendurteknum sjónvarps- auglýsingum? Það er heldur ekki alls staðar jafnauðvelt að fá sér vatnssopa og heima hjá sér. í Sigfús Þór Elíasson opinbemm byggingum, í vinn- unni, í skólanum og jafnvel íþróttamannvirkjum er óvíða sér- stök aðstaða til þess að fá sér vatn að drekka, en nánast alls staðar em gossjálfsalar eða sjoppur innan seilingar. Ef við athugum t.d. að í Dan- mörku kostar vatn í neytendaum- búðum ‘næstum eins mikið og mjólk og sums staðar kostar vatn meira en bensín, þá gemm við okkur e.t.v. betur grein fyrir því hvað við eigum mikil verðmæti í vatninu. Drekkum því vatn, það er góð- ur svaladrykkur sem veldur ekki tannskemmdum og svo inniheldur það ekki einu sinni „eina kaloríu"! Höfundur er prófessor við Tann- læknadeild Háskóla íslands. Stórútsölumarkaðurinn á Fosshálsi 13-15 og Rauðarárstíg 16 helduráfram í dag af endurnýjuðum krafti, því vlð aukum enn á úrvallð. Ótrúlegt verð á íslenskum plötum, kassettum og diskum. Þið, sem hafið ekkl enn kíkt við, látið sjá ykkur, þvíþað erþess virði. LP 299.-/CD 499.- LP 299.-/CD 499.- LP 299.-/CD 499.- LP 299.-/CD 499.- LP 299.-/CD 499.- LP 299.-/CD 499. ÍSLENSKT EGO-EGO EGO-ímynd LP og k. LP 299.- 299,- Gunnar Þórðarson -1 loftinu LPogk. 299,- EGO-Breyttirtímar Utangarðsmenn - 45 RPM LP mini LP 299,- 99,- Greifarnir- Dúbi í hom LPogk. 299.- Utangarðsmenn - Geislavirkir LP 299,- Rió trió - Á þjóðlegum nótum LPogk. 399,- Stuðmenn-Tivolí LP 299,- HörðurTorfason-Hugflæði ‘ LPogk. 299.- Stuðmenn - Sumar á Sýrlandi LP 299,- Rauðir fletir - Minn stærsti Laddi - Allt i lagi með það LP .199,- draumur LPogk. 299,- Laddi - Einn voða vitlaus LP 199,- BjartmarGuðlaugs. - í fylgd... LPogk. 299,- Litla hryllingsbúðin LP 199.- Grafík - Leyndarmál LPogk. 299,- Mezzoforte - 4 LP 199,- Model - Model LPogk. 299,- Mezzoforte - Rising LP 199.- Laddi - Ertubúnaövera... LPogk. 299,- Mezzoforte-No limits LPogk. 199,- Jólastund - Með ísl. lögum LP og k. 99,- Sama og þegið LP 199,- Sverrir Stormsker - Guðspjöll LPogk. 499,- Jól alla daga LP og k. 99.- Bubbi Morthens - Plágan LP 299,- Hurðaskellir og Stúfur LP 99,- Bubbi M. - Isbjarnarblús LP 299,- Strumpar-jólaplata LP 99,- Bubbi Morthens - Fingraför LP 299,- H.L.H. flokkurinn - jólaplata LP 99.- H.L.H. flokkurinn - Bee Gees - ESP LP og k. 299,- í rokkbuxum LP 199,- Michael Jackson - Bad LP 549,- Stuðkompaníið - Skýjum ofar LP 199,- Terence T. Darby - Introdu... LP 549,- Greifamir - Sviðsmynd LP 199,- The Rolling S. - Some girls LP 499,- Með lögum skal land byggja LP 199,- The Rolling S. - Sticky fingers LP 499.- Endurfundir-ýmsir LP 99,- The Rolling S. - Black and blue LP 499,- Ballöður-ýmsir LP 99.- The Rolling S. - Its only rollin roll LP 499,- Lífiðer lag-ýmsir LP 99,- The Rolling S. - Goats head soup LP 499.- Sprengiefni-ýmsir LP 99.- Bananarama-Wow! LP 299,- Sverrir Stormsker - Hitt er... LP 499.- Shona Laing - South LP 299,- Sverrir S. - Lífsleiðin(n) LP 499,- The Other Ones ERLENT -TheOtherOnes LP 299,- BlackSabbath-Theetemal... LP 299,- Def Leppard - Hysteria LP 399,- Pepsi & Shirlie - All right now LP 299,- John Cougar - The Lonesome LP 299.- The Communards - Red LP 299.- Lightofday-O.S.T. LP 99,- Madonna - You can dance LP 499,- BillyJoel-Live LP 499,- Loverboy-Wildside LP 299,- The Cars - Door to door LP 299,- ofl. ofl. ofl. - suinor S TÓRÚTSÖL UMA RKA ÐURINN, FOSSHÁLS113-15 STÓRÚTSÖLUMARKAÐURÍNN RAUÐARÁRSTÍG 16 PÓSTKRÖFUSÍMI: (91) 11620. i,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.