Morgunblaðið - 12.02.1988, Blaðsíða 50
50
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1988
FOLK
■ MATTI Nykaeaen sk?ða-
stökkvari frá Finnlandi segist
vera nokkuð öruggur með sigur
í stökkinu i Calgary. Hann hefur
haft mikla yfirburði í vetur og
má því telja líklegt að hann sigri
í stökki af 70 og 90 metra palli.
Það hefur engum skíðastök-
l ^kvara tekist að sigra á báðum
r pöliunum í sögu vetrarólympíu-
leikanna.
■ EKKI er hægt að treysta
hitastiginu í Calgary. Hitastigið
getur rokkað frá -25 gráðum í
+5 gráður á nokkrum klukku-
stundum. Ef hitastigið fer niður
fyrir -25 gráður er ekki hægt
að keppa í bruni vegna kulda.
Þar sem keppendur fara á allt
að 130 km hraða og yrði það
óþægileg kæling fyrir líkamann.
Það því eins gott fyrir keppend-
ur og aðra sem fylgjast með
leikunum að klæða sig vei.
■ ERIC Heidená. öll núgild-
andi ólympíumet í skautahlaupi.
Hann setti þau öll á Ólympíu-
leikunum í Lake Placid 1980.
Talið er líklegt að þau eigi öll
eftir að falla í Calgary. Heims-
meistarinn Nikolai Gulyayev
frá Sovétríkjunum segir að hon-
um kæmi það ekki á óvart að
öll fimm ólympíumetin falli. Sjö
heimsmet voru sett á heims-
meistaramótinu í skautahöllinni
í CaJgary i desember. En braut-
in er ein sú besta í heimi, enda
Srbyggð.
HUNDAR, sérþjálfaðir til
vímuefnaleitar verða við taks
við Olympíuþorpið í Calgary.
Þeir verða við innganginn á hinu
þriggja metra háa gindverki,
sem er umhverfis þorpið - þar
sem menn eru beðnir að sýna
persónuskilríki.
KNATTSPYRNA / V-ÞÝSKALAND
Atli Eðvaldsson á skot-
skónum í Frakklandi
Skoraði tvö mörk með stuttu mjllibili gegn Montpellier
Atll EAvaldsson kominn á skotskóna. Þessi mynd var tekin af Atla í leik
með Dusseldorf, þegar hann skoraði fimm mörk gegn Frankfurt.
ATLI Eðvaldsson var heldur
betur á skotskónum í Frakk-
landi þegar Bayer Uerdingen
lék þar gegn Montpeilier, sem
er í þriðja sœti í frönsku 1.
deildarkeppninni. Atli var lát-
Lárus Quðmundsson.
inn leika á gömlum slóðum -
sem miðherji. Hann var settur
inn á sem varamaður og þakk-
aði fyrir sig með því að skora
tvö mörk með stuttu millibili,
eftir að hafa verið inn á í 15.
mínútur.
að eru fimm ár síðan ég lék
stöðu miðheija, eða þegar ég
var markakóngur V-Þýskalands
með Dússeldorf. Mér er sama hvaða
stöðu ég leik - aðalatriðið er að fá
að leika. Til þess er maður í knatt-
spymunni," sagði Atli í viðtali við
Morgunblaðið í gærkvöldi.
Uerdingen á að leika gegn Dort-
mund í v-þýsku bikarkeppninni á
laugardaginn. Atli er í sextán
manna hópi félagsins. „Ég veit ekki
hvort að ég verð í byijunarliðinu,
en ef svo verður - eru miklar líkur
að ég leiki sem miðheiji. Þjálfarinn
vill hafa hávaxna leikmenn inn í
vítateig andstæðinganna.
Fer Atli frá Uerdingen eftir þetta
keppnistímabil? „Ef ég fæ ekki
tækifæri til að leika, þá hef ég
ekkert að gera hér áfram. Ég er í
knattspymunni til að leika, en ekki
eingöngu til að hlaup'a á æfíngum,"
sagði Atli.
Lárus skoraAI einnig
Kaiserslautem mætir Hamburger á
heimavelli og eru nú þegar 30 þús.
miðar seldir. „Nei, ég reikna ekki
með að ég fái tækifæri í byijunarlið-
inu. „Það fer eftir því hvemig geng-
ur - hvort ég verði settur inn á,“
sagði Láms Guðmundsson, sem
skoraði mark í leik með Kaiserslaut-
em gegn Saarbrcken, 5:1.
Ég er kominn í góða æfingu og er
búinn að jafna mig eftir hnémeiðsl-
in. Ég er ákveðinn að fá mig full-
komlega góðann áður en ég fer frá
Kaisterslautem, en það verður eftir
þetta keppnistímabil," sagði Lárus,
sem er ákveðinn að reyna fyrir sér
fyrir utan V-Þýskalandi.
KNATTSPYRNA / N-ÍRLAND
Bingham velur
tvonýliða
BILLY Bingham, landsliðsein-
valdur N-írlands, hefur valið
tvo nýliða í landsliðshóp sinn
fyrir vináttulandsleik gegn
Grikkjum 17. febrúar. Það er
Michael ONeill, miðherji frá
Newcastle og útherjinn Robbie
Dennison, sem leikur með Úlf-
unum.
Danny Wllson, leikmaður með
ton. ' >
Lu-
eir hafa leikið mjög vel með
félögum sínum,“ sagði Bing-
ham, þegar hann valdi landsliðshóp
sinn. Landsliðshópur N-írlands get-
ur breyst, því að sjö af leikmönnum
sem Bingham valdi eru að leika
bikarleiki með félögum sínum 20.
febrúar og óvíst hvort þeir fái að
fara til Aþenu.
Landsliðshópru N-írlands er þannig
skipaður: Allen McKnight, Celtic,
George Dunlop, Linfield, James
Fleming, Nott. Forest, John McClel-
land, Watford, Alan McDonald,
QPR, Anton Rogan, Celtic, Mal
Donaghy, Luton, Bemard McNally,
Shrewsbury, Danny Wilson, Luton,
Norman Whiteside, Man. Utd., Nig-
el Worthington, Sheff. Wed., Colin
Clarke, Southampton, James
Quinn, Swindon, Kevin Wilson,
Chelsea, Bobby Campbell, Charlton,
Michael PNeill, newcastle, Paul
Ramsey, Leicester og Robbie
Dennison, Wolves.
í kvöld
UMFN og Þór frá Akureyri
leika í úrvalsdeildinni í körfu-
knattleik í Njarðvík í kvöld
kl. 20.00. Tveir leikir verða í
1. deild karla í körfuknattleik
í kvöld. í Sangerði leika Reyn-
ir og ÍA og á Selfossi leika
HSK og UMFT.
HANDBOLTI / V-ÞÝSKALAND
Kristján Arason og Páll Ólafsson mætast í Dússeldorf á sunnudaginn.
íslendingaslagur
í Diisseldorf
m
Islensku landsliðsmennirnir í handknattleik Páll ólafsson og Kristján
Arason verða heldur betur í sviðsljósinu f V-Þýskalandi á sunnudag-
inn. Sjónvarpað verðir beint frá leik toppliðanna Dússeldorf og
Gummersbach, sem fer fram í Dússeldorf.
Þegar er uppselt á leikinn - yfir 5000 áhorfendur verða í iþróttahöliinni
i Dússeldorf. Það má fastlega reiknað með geysilegri stemmningu, en
nú standa yfir mikil hátiðarhöld í Köln, Dússeldorf og nágranaborgum
við ánna Rín.
SUND
Fjölmennt
sundmót í
Sundhöllinni
Speetomótið, sem er fjölmenn-
asta unglingamót í sundi, fer
fram í Sundhöll Reykjavíkur á laug-
ardag og sunnudag. Mótið hefst
báða daga með upphitun klukkan
8.30, keppni byijar síðan klukkan
10, seinni upphitun klukkan 14.30
og aftur keppni klukkan 16.
SKÍÐI
Bikarmót
á Akureyri
VISA-bikarmót SKÍ í alpagrein-
um sem fram átti að fara á
Siglufirði um helgina hefur verið
flutt til Akureyrar.
KNATTSPYRNA
Nýju reglurnar
Hið árlega Bautamót i innan-
hússknattspymu verður haldið
í íþróttahöllinni á Akureyri um helg-
ina. Mótið hefst á laugardag og því
lýkur á sunnudag. Áætlað er að 16
til 20 lið taki þátt og að leikið verði
í fjögurra eða fimm liða riðlum.
Öllum félögum er heimil þátttaka
og má hvert senda fleira en eitt lið.
Leiktími verður 2x8 mínútur og leikið verður
á 25x40 m velli án batta og mörkin verða 2x5
metrar, eins og í mini-knattspymu. Fimm leik-
menn verða í hveiju liði og þar af einn í marki.