Morgunblaðið - 16.02.1988, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1988
Rætt við bassasöngfyarann Paata Búrdzhúladze:
Sung-ið í Covent Garden, La Scala,
Metrópólitan — nú í Háskólabíói...
— á miðvikudagskvöld og síðdegis á laugardag
TEXTI:
SIGRÚN DAVÍÐSDÓTTIR
MYNDIR: JÚLÍUS
Um Grúsíumenn, landa Pa-
ata Búrdzhúladzes bassasöngv-
ara, er sagt að karlmennimir
séu kraftalegir og konumar
fallegar. Þessi lýsing dugir til
að ramba á söngvarann og
Írínu konu hans í margmenni
uppi á íslandi. Hér sker hann
sig úr fyrir að vera óvenju
sterklega vaxinn og hún fyrir
grúsíska fegurð. Bæði em dökk
á brún og brá. Grúsía er enda
svo sunnarlega, að hún þykir
um margt minna á Miðjarðar-
hafslöndin, þó hún tilheyri Sov-
étríkjunum, sama lífsgleðin og
kætin sem liggur i loftinu, stutt
í grát og hlátur, óheftar tilfinn-
ingar flæða um allar gáttir.
Búrdzhúladze er eiginlega eins
og holdtekning ímyndarinnar um
suðræna söngvara, þó hann sé
bassi en ekki tenór. Hlýlegur,
brosmildur, talar lipurlegar um
heimahagana og lífið þar, heldur
en sönginn, sem virðist honum svo
sjálfsagður að varla tekur að hafa
orð á því, að hann sé tekinn
traustum tökum og til þess hefur
hann alla burði. Hann hefur Iíka
fætuma í grúsískri mold, þó
tíminn sem hann dvelji á heima-
slóðum sé ekki orðinn nema um
tveir mánuðir á ári. Heimurinn
vill svo gjaman heyra hann syngja
að hann lætur honum ekki eftir
nema stuttan tíma á hveiju ári
til að njóta heimahaganna.
Býr enn í foreldrahúsum
í Tbílísí, höfuðborg Grúsíu býr
hann í húsi foreldra sinna ásamt
konu sinni og þremur bömum.
Þama um slóðir tíðkast að yngsti
sonurinn búi hjá foreldmnum með
fjölskyldu sína, til að hugsa um
forelch-ana í ellinni. Og þar sem
Búrdzhúladze á aðeins eina syst-
ur, er það að sjálfsögðu hans að
búa hjá foreldrunum. Og þar búa
bömin hans þijú, meðan foreldr-
amir ferðast milli ópemsetranna.
Elsta bamið, sonur, er orðinn
flórtán ára, því Grúsar gifta sig
snemma og þar er söngvarinn
engin undantekning. Hann var
sautján og írina fimmtán. Á föstu-
daginn var hélt Búrdzhúladze svo
upp á þrítugastá og þriðja af-
mælisdaginn í kuldanum hér. Lát-
um svo þetta nægja um aldur og
æfiskeið...
Mannlífið í Grúsíu er með suð-
rænum lit, náttúran gjafmild og
umvefjandi, loftslagið hlýtt, nóg
af góðum mat og drykk. 0g þau
hjónin eiga ekki orð til að lýsa
því hve landið sé gott og em ekki
ein um það, því Grúsíumenn em
harla ánægðir með landið sitt eins
og vera ber, eins og eftirfarandi
þjóðsaga staðfestir: Á 8. degi
sköpunarinnar skipti Guð almátt-
ugur mönnum upp í þjóðir og
sagði þeim að velja sér land til
búsetu. Þegar allir höfðu fundið
sér stað, hélt Guð heim á leið.
Þá gekk hann fram á Grúsa, sem
sátu kringum borð í skóganjóðri
við veginn. Guð ávítaði þá og
sagði: „Meðan þið sátuð hér, át-
uð, dmkkuð, sunguð og skemmt-
uð ykkur, var heiminum skipt
milli þjóðanna og nú er engin
spilda aflögu handa ykkur. Sá sem
stýrði borðhaldinu svaraði og
sagði: „Við höfum vissulega farið
illa að ráði okkar. En Guð, meðan
við skemmtum okkur, þá gleymd-
um við þér ekki. Við skáluðum
fyrir þér og mæltum fyrir minni
þínu í þakklætisskyni fyrir að
hafa skapað svo unaðslega ver-
öld.“ „Það er meira en nokkur
hinna gerði,“ sagði Guð, „svo ég
gef ykkur síðasta jarðarskikann,
sem ég ætlaði mér reyndar, því
hann líkist mest Paradís hér á
jörð.“
Grúsíumenn löngxim átt
samleið með tónlistinni
í þessu guðdómlega landi þrífst
söngvarinn best, þar er fjölskyld-
an, vinimir, þar veiðir hann dýr
og fugla, er nefnilega ástríðufull-
ur veiðimaður. Og þama ætlaði
hann að búa, byijaði í verkfræði
til að verða verkfræðingur eins
og pabbi, en var líka látinn læra
á píanó, ásamt systur sinni, sem
er píanóleikari, því mammman er
tónlistarmaður. Og það em reynd-
ar flestir Grúsar, því Grúsar elska
tónlist og hún hljómar um allt. í
Tbílísí er ein besta óperan í Sov-
étríkjunum, svo hann sækist tæp-
lega eftir að komast að í Bolsoj
í Moskvu, sem er megin ópemhús-
ið, að mati flestra Rússa. Þar er
hann líka útlendingur, eins og
annars staðar utan Grúsíu. Grúsar
tala eigið mál, sem hann segir
ekki líkara rússnesku en
kínverska íslensku ...
Með verkfræði stundaði hann
tónlistamám, lærði á píanó og
söng á morgnana, las verkfræði
eftir hádegi. Á þriðja ári söng-
námsins sté hann á svið í skólan-
um og fékk dúndrandi klapp. Og
af því hann kunni klappinu vel
og líka söngnum, lét hann verk-
fræðina lönd og leið, en tók söng-
inn því ákveðnari tökum. Eitt ár
var hann við nám í Moskvu og
síðan þijú ár við nám í Scala á
Ítalíu. Varla hægt að hugsa sér
betri skóla, segir hann, að geta
hlustað á heimsins bestu söngvara
á hveiju kvöldi. Kunni líka ein-
dæma vel við sig á Ítalíu, því þar
minnir lífið hann á lífið heima í
Grúsíu, þó hann kunni nú reyndar
alls staðar vel við sig, segir hann.
Ailtaf auðvelt að hoppa inn í ný
ópemhús, nýjar hljómsveitir, segir
Búrdzhúladze hlæjandi, „nema
þegar ég er með 39 stiga hita .. .“
wm
En það var einmitt flensa sem
varð til þess að tónleikum hans
hér var frestað.
Með Pavarotti í Aidu
1981 vann hann til verðlauna
í Verdi-keppninni og árið eftir í
Tsjajkofskíj-keppninni í Moskvu.
Einn dómar^nna þar var enskur,
hafði samband við þekkta um-
boðsskrifstofu f London, sem fékk
söngvarann til að pmfusyngja í
Covent Garden. Það varð þá úr
að árið eftir söng hann í Aidu
ásamt Pavarotti og Kötju Ric-
ciarelli, varla hægt að byija með
öllu meiri glæsibrag. Sú sýning
hefur reyndar sést í sjónvarpinu
hér. Og leiðin inn í góð ópemhús
og í samvinnu við gott tónlistar-
fólk hefur orðið Búrdzhúladze
greið. Góðar gáfur opna allar
gáttir. Söngvarinn hefur líka orð
á því hvað það sé mikilvægt að
fá _að vinna með góðu fólki.
í Sovétríkjunum er ríkuleg hefð
fyrir góðum bassasöngvumm.
Búrdzhúladze er á því að kuldinn
sé heppileg gróðrarstía fyrir
bassasöngvara, svona almennt,
þó sjálfur sé hann uppmnninn í
hlýjunni í Grúsíu. Flestir kannist
við bassann Sjaljapín, en hann og
fleiri, sem þekki til, álíti þó Big-
orov þann besta. Sá átti bara
ekki kost á að ferðast á Vestur-
löndum, því á hans tíma var landið
lokað. Stundum er því líka fleygt
að gríski rétttrúnaðurinn veiti
bössum gott uppeldi, því þar til-
heyrir bassasöngur.
Rússnesk sönglög, Borís
og önnur bassahlutverk
En víkjum að söngvaranum
Búrdzhúladze. Hvað syngur hann
helst? „Ég syng bæði ópemr og
ljóð, rússnesk ljóð. Ljóðasöngur:
inn er mun erfiðari en óperan. í
2-3 mínútna ljóði þarf allt, sem
ljóði kallar á, að koma fram í
söngnum. í ópemnni er svo margt
sem styður sönginn og túlkunina
— hljómsveitin, aðrir söngvarar,
búningamir og söguþráðurinn.
Ljóðasöngur er mjög hollur fyrir
persónuleika söngvarans, þroskar
hann. Enn sem komið er syng ég
aðeins rússnesk ljóð, er ekki far-
inn að syngja Schubert, eða þýsk
Paata Búrdzhúladze, grúsíski
bassinn, sem syngur um allan
heim . . . og nú í Reykjavík.
ljóð. Kann ekki þýsku, svo ég vil
ekki syngja á því máli. Held að
áheyrendur skjmji eins og skot,
ef söngvarinn hefur ekki málið
fylljlega á valdi sínu.
Ég sjmg gjaman ljóð eftir
Tsjajkofskíj, Mússorgskíj og
Rakhmanínov. Það er erfitt að
alhæfa nokkuð um einkenni þess-
ara tónskálda, en kannski má
segja að sönglög Tsjækofskýs séu
stórkostleg tónlist. Mússorgskíj
spili einkum á tilfinningamar, en
sá síðastnefndi sé einhvers staðar
þama mitt á milli. Ég hef flutt
þessi ljóð víða og þau hafa komið
út á plötu. Er einkar hrifinn af
ljóðaflokki Mússorgskíjs, Söngv-
um og dönsum um dauðann.
Það er mjög sérstakt að syngja
þennan ljóðaflokk, ij'ögur ljóð,
alltaf eitthvað nýtt að fínna þar,
líkt og í Boris Godunof. Þessi
verk verða aldrei sungin til fulls,
aldrei flutt í botn. Flestir einblína
á illsku Borisar, en ég vil ekki
sýna illsku hans, heldur fara
þannig með hann þannig að áhorf-
endur fái samúð með honum.
Þama fléttast svo margslungnar
tilfinningar saman, að lykillinn
að persónu hans verður ekki
smíðaður í eitt skipti fyrir öll.
Allir bassar glíma við Boris. Ég
fer næst til Parísar, syng hann
þar níu sinnum í þetta skipti. Ég
veit enn ekki með hveijum, skipt-
ir kannski ekki öllu máli, því í
þessari óperu er það Boris sem
ber höfuð og herðar jrfír allt og
alla.
•Ég hef fengið tækifæri til að
syngja flest þekktustu bassahlut-
verkin á sviði. Á rejmdar eftir að
syngja í Les vepres siciliennes,
geri það í Vín 1990, Attila í Ni-
mes í Suður-Frakklandi í sumar
og Simon Boccanegra, geri það í
Scala í ár. Ég er hrifinn af Verdi.
Það er ekki aðeins gott að sjmgja
ópemmar hans, heldur beinlínis
hollt og stjrrkjandi fyrir röddina.
Annað en Mússorgskíj, sem er
röddinni erfíður og óhollur."
En hvemig lærirðu ný hlutverk?
„Þegar um óperuhlutverk er að
ræða, byija ég á því að velta að-
stæðunum í óperunni fyrir mér,
persónunni, sem ég á að túlka.
Síðan kemur að tónlistinni. Ég
vinn sjálfur við píanóið til að byija
með, er frekar fljótur að læra ný
hlutverk, held ég.“
Hér segist írína Búrdzhúladze
ekki geta orða bundist, hann sé
ekki aðeins fljótur, heldur undra-
fljótur. Söngvarinn vill sjálfur
ekki gera mikið úr því, en segir
að það sé eins gott, því tíminn sé
oft á tíðum ekki mikill. Hann seg-
ist halda sér við með æfingum
daglega, sjmgur á hveijum degi,
því annars sé erfítt að byija aft-
ur. Finni jafnvel fyrir að eitthvað
þurfi að vinna upp, þó aðeins 2—3
dagar falli úr.
Búrdzhúladze segist gjaman
vilja kenna svolítið, en til þess sé
varla tími. Hefur þó tvo nemendur
í Tbílísí, sem honum sýnist að
geti orðið góðir með tímanum.
Fullbókaður fram til 1991
Söngvarinn er með fulla dag-
skrá fram til 1991, en hvað er á
næstunni? Eftir París heldur hann
heim til Tbílísí og verður þar út
maí, heldur líka tónleika í Moskvu.
Á þeim tíma þarf að fínna kirkju
eða sal til að taka upp rússneska
trúarsöngva fyrir Decca og Melo-
dia, rússneska plötufyrirtækið.
Búrdzhúladze er ekki margorður,
þegar hann er spurður hvort hann
trúi á Guð, en gýtur augunum upp
og segist að sjálfsögðu gera
það...
En svo haldið sé áfram með
næstu verkefni, þá syngur hann
í Nabucco í Scala, í lok júní verð-
ur hann með í plötuupptökum á
Rakaranum í Sevilla og í byijun
júlí er það Rígólettó undir stjóm
Mutis. Þá er komið að Attila á
ópemhátíðinni í Nimes og Don
Giovanni á Salzborgarhátíðinni
undir stjóm Karajans. Pyrri hluta
september fer hann í Japansferð
með Scala-óperunni, Nabucco á
dagskrá. í lok þess mánaðar og
fram í miðjan október syngur
hann Boris Godunov f Vfn.
En við hér þurfum ekki að fara
langt til að njóta söngs Búrdz-
húladzes. Á miðvikudagskvöld
sjmgur hann ljóð ásamt rússnesk-
um píanóleikara, Ljúdmillu
fvanóvu, sem hefur oft áður spilað
með honum, meðal annars á
geisladiski með sams konar dag-
skrá. Síðdegis á laugardag gefur
svo að hejra ópemaríur með sin-
fóníuhljómsveitinni okkar. Varla
að nokkur söngunnandi geti látið
slíkan söngvara sleppa óheyrðan
úr landi.
Paata Búrdzhúladze og Írína, kona hans.