Morgunblaðið - 16.02.1988, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 16.02.1988, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1988 Námslán og jafnrétti eftir Karl Roth Karlsson Hæstvirtur menntamálaráð- herra. Ég rita þetta bréf vegna þess að ég hef miklar áhyggjur af af- komu minni og annarra þeirra námsmanna, sem fá lán hjá Lána- sjóði íslenskra námsmanna og eru með maka á framfæri. LIN fer með framfærsluáætlun þessa hóps á þann hátt, að undrun sætir. Regl- ur sjóðsins um framfærsluútreikn- inga námsmanna með maka á framfæri gengur þvert á grund- vallarstefnu Sjálfstæðisflokksins varðandi skóla- og menntamál, en í viðtali við Stúdentablaðið, 4. tbl. 63. árg. segið þér að það sé stefna flokks yðar „... að allir einstakl- ingar í þjóðfélaginu hafi jafnan rétt til náms, óháð búsetu, uppr- una, stétt eða stöðu og óháð aldri...“ Þér segið einnig: „Námslánakerfíð á að endurspegla þessa stefnu með því að gefa fólki kost á að stunda nám, óháð efna- hag.“ Ég mun koma nánar inn á þetta hér á eftir. Fyrir jól ritaði ég stjóm sjóðsins bréf, þar sem ég léitaði skýringa á ýmsum þáttum áðumefndrar áætlunar, en hef ekkert svar feng- ið. Því rita ég yður nú, að ég hef meiri trú á því að þér sýnið skiln- VINSÆLI HUGBÚNAÐURINN FJÁRHAGSBÓKHALD SKULDUNAUTAKERFI LÁNARDROTTNAKERFI BIRGÐAKERFI FRAMLEGÐARKERFI UERKBÓKHALD SÖLUNÓTUKERFI LAUNAKERFI TILBOÐSKERFI GAGNAGRUNNSKERFI TÖLVUR PRENTARAR TÖLVUBORÐ PAPPÍR DISKLINGAR RITVINNSLA TÖFLUREIKNIR TELEX STIMPILKLUKKUR TOLLKERFI LJÓSMYNDARINN LÍFE YRISSJÖÐAKERFI PLÖTUSAFNSKERFI SÉRHÖNNUÐ KERFI SKERFISÞRÓUN HF. Armúli 38. 108 Reykjavik Simar: 688055 • 68 74 66 ing á þessum málum en fulltrúar yðar í stjóminni. Til marks um það vil ég nefna að þér gáfuð gult ljós á endurskoðun framfærslunnar í svari við fyrirspum Steingríms J. Sigfússonar um þau mál á Alþingi nýverið. Þetta tel ég sýna jákvæða breytingu frá því er þér sögðuð í viðtali við Vökublaðið 3. tbl. 1987: „Forsvarsmenn sjóðsins telja að við gemm vel við okkar námsmenn miðað við önnur lönd og ekki sé þörf á því að endurskoða fram- færslugrunninn ...“ Hér vil ég geta þess að í grundvallarstefnu Sjálfstæðisflokksins er hvergi nefnd viðmiðun við önnur lönd, heldur einungis jafnrétti. Við ætt- um því ekki að láta okkur varða hugsanlegt misrétti annarra landa í þessum efnum og miða einungis að því að gera skár en þau, heldur stefna að jafnrétti á íslands„bas- is“. Annað dæmi vil ég nefna, en þér sögðuð sjóðnum að hætta að hafa meðlag af einstæðum foreld- mm, þrátt fyrir staðföst ummæli Sigurbjöms Magnússonar, eins fulltrúa yðar í stjóm sjóðsins, um að slíkt yrði ekki gert. Fulltrúar yðar í stjóminni hafa gert fleira glómlítið. A fundi stjómarinnar 5. nóvember 1987 bókuðu þeir yfírlýsingu um það hve stjómvöld gerðu vel við íslenska námsmenn og nefndu til marks um það breytta tekjumeðferð. Ég mun hér á eftir sýna yður óréttlætið í þessari tekjumeðferð gagnvart námsmönnum með maka á fram- færi. Þrennt er það sem ég tel að verði að fá umfjöllun hið fyrsta með tilliti til umrædds hóps náms- manna: 1. Framfærslugrunnur. 2. Tekjumeðferð og meðferð bamabóta sem tekna. 3. Matarskattur og áhrif bama- bóta þar á. Framfærslugrunnur Kunningi minn er giftur og á tvö böm. Svo er einnig um mig. Við búum báðir í leiguhúsnæði. Við erum_ báðir við_ sama nám í Háskóla Islands. LÍN taldi hans ijölskyldu þurfa 77.850 kr. til framfærslu í desember, en mína 51.900. Munurinn liggur í því, að kona hans er einnig við nám en kona mín er heimavinnandi. Sú upphæð sem fjögurra manna fjöl- skyldu minni er ætlað að lifa af er sú sama og tveimur námsmönn- um, bamlausum, í sambúð er æt- luð. Við fáum báðir lán í samræmi við þ'etta. Ég gerði mér ferð á fund viðtalsmanns sjóðsins og spurði hvemig á þessu stæði. Var mér tjáð að kona sem er heima allan daginn og hefði einungis tveimur bömum að sinna, væri að jafnaði iðnari við að spara í matarmálum, tæki slátur og þvíumlíkt. Hafíð þér heyrt annað eins? Þvíumlíkt gat ég ímyndað inér að væri skrokka- kaup og sokkastag. Þannig átti að vera hægt að spara 25.950 kr. á mánuði. Þetta er sama upphæð og einum bamlausum námsmanni í leiguhúsnæði var ætlað að lifa af í desember. Því meira sem ég hugsa um þessi rök, kemst ég bet- ur að því að þau standast engan veginn. Til dæmis gerir sjóðurinn ekki ráð fýrir því, að við þurfum meira í staðinn vegna húsnæðis, svo sem undir frystikistu, fýrir slátur og skrokka. Eða þá að' böm sem em heima stóran hluta dags- ins þurfi rýmra athafnasvæði en þau sem lítið eru heima. Þess má geta hér að 15,38% framfærslunn- ar em ætluð í húsaleigu. Fjölskyldu minni vom því ætlaðar 7.982 kr. í húsaleigu. Öllum má ljóst vera, að framfærslugmnnur náms- manna með maka á framfæri er alvarlega á skjön við raunvemleik- ann. Hugmyndinni um jafnrétti til náms er hér gefíð rækilegt spark í rass. Nú hef ég heyrt það að ég megi bara þakka fyrir að fá lán út á mann sem ekki er einu sinni í námi. Ég samþykki það. Hins vegar get ég ekki sætt mig við það, að LIN ákveði að við getum etið verra fæði en aðrir og/eða verið í verra húsnæði en aðrir og/eða þegið verri heilbrigðisþjónustu en aðrir. Því hef ég sagt við þessu: „O.K. Leyfíð mér þá að vinna mér inn í friði það, sem upp á vantar til framfærslu." Hin milda tekjumeðferð LÍN kemur hér til skjalanna. Tekjumeðferð og barnabætur Fulltrúar yðar í stjóm LÍN halda því fram í fyrmefndri bókun, að breytt tekjumeðferð vegi upp á móti þeirri skerðingu sem orðið hefur á framfærslugmnni náms- manna. Þetta er mjög villandi. Eftir því sem ég kemst næst var sú breyting fólgin í því að 50% umframtekna koma til frádráttar láns nú, í stað 65% áður. Þetta kemur auðvitað að engum notum fyrir þá sem vinna sér inn tekjur, sem em undir viðmiðunarhámarki Lánasjóðsins. Annað er, sem snýr að námsmönnum með maka á framfæri. Þeir mega ekki vinna sér inn meira yfír sumarið en hin- ir, til að vega upp mismun lánsupp- hæðar. Ekki heldur mega þeir vinna sér inn jafnmikið, þrátt fyrir það, að heimilisaðstæður séu að öllum líkindum svipaðar á sumrin. Sumarframfærsla mín er áætluð lægri en kunningja míns, sem á maka sem ætlar í nám veturinn eftir. Við unnum við sams konar vinnu í sumar og konur okkar einn- ig. Laun allra voru svipuð. Heimil- isaðstæður voru eins. Samt var gert ráð fyrir að hans fólk þyrfti 50% meira til að lifa af sumarið en mitt. Ástæðan var væntanlegur munur á heimilishögum veturinn eftir. Eins og þér vitið hefur ríkisvald- ið að einu leyti aðra hugmynd. Það kemur fram í bamabótum, sem eru jafnháar til minnar fjölskyldu og kunningja míns. Þar kemur að hámarki misréttisins. Barnabætur Karl Roth Karlsson „Ollum má ljóst vera, að framfærslugrunnur námsmanna með maka á framfæri er alvarlega á skjön við raunveru- leikann. Hugmyndinni um jafnrétti til náms er hér gefið rækilegt spark í rass.“ reiknast að fullu sem tekjur og bætast ofan á sumartekjurnar. Takið nú eftir, ráðherra. Ef árs- tekjur okkar hjóna hefðu farið yfír 178.256 kr. hefði verið klipið af hinu lága láni okkar veturinn eftir. Af þessum 178.256 kr. voru bamabætur 116.784. Við máttum því hafa 61.472 kr. samtals í sum- arlaun, eða 10.245 kr. á m'ánuði hvort okkar, áður en Lánasjóður taldi rétt að fara að skerða lán. okkar. Eitthvað hlýtur að vega bogið við þau sjónarmið, að styrk- ir til „hinna sem minnst mega sín“, s. s. bamabætur, nemi tveimur þriðju hlutum af eðlilegum fram- færslutekjum. Við hljótum að hafa gleymst þegar tekjumeðferðarað- ferð var ákveðin. Eða gleymdi ríkisstjómin kannski að lækka bamabætur til námsmanna með maka á framfæri? Og svo kom matarskatturinn. Matarskattur og barnabætur Nýlega var afnumið söluskatts- leysi á matvæli, og er í því sam- bandi oft talað um matarskatt. Var á þá ráðstöfun harkalega deilt. En ríkisstjómin kom til móts við þá sem minna mega sín (var þá gjam- an rætt um fólk sem hafði 30— 40.000 kr. í mánaðarlaun og mega því námsmenn sín líklega einskis) t. d. með stórhækkuðum bamabót- um. Ekki þarf að minna yður á að tiltölulega fáir námsmenn eiga böm og koma þær því þeim að engu gagni. Hitt er einnig alvar- legt mál, að bamabætumar eru tekjur í augum sjóðsins. Þannig auka hækkaðar bamabætur þá upphæð sem LÍN tekur af hvetju láni. Hærri bamabætur, lægri lán. Ergo: Matarskattur kemur verr niður á námsmönnum með börn en öðrum. Samt era námslán tals- vert lægri fyrir en lægstu laun. Á þessu ári munu bamabætur til fjöl- skyldu minnar og kunningja míns verða 210.Í84 kr., miðað við óbreytta viðmiðunarvísitölu. Líklegt er að það verði allnokkra hærra en námsmanni með maka á framfæri er ætlað að vinna sér inn um sumarið. Miðað við óbreyttan framfærslugrann mun það verða innan við 200.000 kr. Sjáið þér þetta fyrir yður? Hjón með tvö böm fylla upp í tekjuhámark LÍN með bamabótum einum saman. Það hlýtur að þurfa að rétta af þetta misræmi hið fyrsta. Engum dylst að lánin era nú komin talsvert hiður fyrir lægstu laun og fáir treysta sér til að lifa af laununum þeim. Jafnréttis- hugsjónin er sífellt fleiri fótum troðum og kemur misréttið hvað harðast niður á námsfólki með maka á framfæri. í fyrmefndu viðtali við Vöku- blaðið segið þér að endurskoðun laga um Lánasjóð íslenskra náms- manna muni standa í allan vetur og því sé ekki von á breytingum á þessu þingi. Þetta veldur mér áhyggjum. Aðstaða okkar, náms- manna með maka á framfæri, þol- ir ekki þá bið. Hún þolir ekki óbreytt ástand það sem eftir lifír vetrar. Leiðrétta þarf misréttið, annað hvort núna eða þá strax, með reglugerðarbreytingu eða öðr- um viðeigandi meðulum. Athugið það, ráðherra, að lánun- um er ætlað að brauðfæða okkur meðan á námi stendur og tryggja okkur húsaskjól. Þau hafa sama gildi fyrir okkur og launin hafa fyrir aðra. Áður en ég set punktinn aftan við þetta bréf, langar mig að spyija yður nokkurra sþuminga. 1. Finnst yður það vera í anda jafnréttis að ætla heimadvelj- andi fólki minna húsnæði en þeim sem lítið era heima við? 2. Finnst yður það vera í anda jafnréttis að ákveða mismun- andi framfærsluþörf að sumri eftir starfi að vetri?_ 3. Finnst yður eðlilegt að LÍN geri ráð fyrir því að bætur ríkis- ins til minnamegandi nálgist það að fullnægja framfærslu- þörf þeirra? 4. Geta það ekki talist mistök að ríkið skuli á einum stað telja mína fjölskyldu þurfa minna til að lifa af en fjölskyldu kunn- ingja míns (LÍN) en jafnmikið á öðram (gjaldheimtan)? Eða er Lánasjóði íslenskra náms- manna ætlað að taka til baka það sem okkur hefur verið of- reiknað með bamabótum (sbr. meðlög áður)? 5. Værað þér reiðubúnir að láta n framfærslumál okkar ekki bíða til næsta þings? Virðingarfyllst Karl Roth Karisson Höfundur er nemandi í tölvunar- fræði við Háskóla íslands. Löggan og drottningin Dagano 4.-10. ágúst verður haldið alþjóðlegt þing lögreglumanna í Rotterdam. ■ Meðal þeirra sem heiðra þingið með nœrveru sinni eða boðum eru drottning Hollands, borgarstjórinn í Rotterdam, innanríkisráðherra og dómsmálaráðherra. • Þótt auðvitað verði aðaláhersla á þingstörfin verður þetta því skemmtileg ferð bœði fyrir þingfuiltrúa og þá sem fara til að hitta erlenda kollega og hlýða á fróðlega fyrirlestra.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.