Morgunblaðið - 16.02.1988, Side 19

Morgunblaðið - 16.02.1988, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1988 19 Samkeppni um gerð ruslíláta: Tillögum skal skilað fyrir 17. febrúar BORGARRÁÐ ákvað á síðasta ári að efna til samkeppni um gerð og staðsetningu íláta fyrir rusl. Tillögum á að skila fyrir kl. 18 miðvikudaginn 17. febrúar. Keppnin er tvíþætt og getur hver þátttakandi skilað inn tillögum um annan eða báða þættina. Annar þátturinn er gerð uppdrátta af ýmiss konar flátum og staðsetningu þeirra og hinn er kjörorð, eða slag- orð. Samkeppnin er opin öllum, bæði fagfólki í hönnun og áhuga- fólki um bætta umgengni í borg- inni. Þá geta hópar einnig skilað inn tillögum, til dæmis bekkjardeildir. Trúnaðarmaður dómnefndar er Ólafur Jensson, Byggingarþjón- ustunni, Hallveigarstíg 1. Hann veitir allar upplýsingar um keppn- ina og þangað ber að skila tillögum, fyrir 17. febrúar. Gróska í félagslífi á Ströndum Ámesi, Ströndum. HÉR hefur verið einmuna góð tíð allt til jóla, þá fyrst sýndi Vetur konungur klærnar. Að- ventumessa, jólamessa og aftan- söngur á gamlársdag féllu þó í nokkurn hefðbundinn farveg, en fresta varð jólatrésskemmtun barna um sinn, vegna ófærðar. Bændur eru yfírleitt vel heybirg- ir eftir afburðagott sumar. Talsvert bar á rási á sauðfé í blíðunni fram að hátíðum, en ekki er vitað um vanhöld. Ófært hefur verið að venju frá Djúpuvík að sunnan, og reyndar Munaðamesi að norðan, og hafa stundum verið talsvérðir erfíðleikar á að koma bömum í skólann. Þá hefur rafmagnið stundum ekki vilj- að tolla hjá okkur. Þrátt fyrir að mannlífí hætti til að leggjast í nokkum dróma á út- mánuðum, em þó góðar lífshrær- ingar með fólki. Menn grípa í spil og einu sinni í viku er skákæfíng í skólanum. Skólaböm njóta til- sagnar í píanóleik og enskutímar fyrir fullorðna em í Amesi vikulega. Aðeins eitt bam verður fermt í ár, en hvítasunnudag 1952 stóðu 14 fermingarböm fyrir altari Ár- neskirkju. Það var sannarlega fríður hópur, en af þeim fjórtán em nú fjögur enn búsett í sveitinni. Það verða því nokkur fímmtugsafmælin í ár. Sá sem fyrstur reið á vaðið var Hjalti Guðmundsson, þann 17. janúar, en Hjalti býr í Bæ í samlög- um við föður sinn, Guðmund Val- geirsson, Tímagreinahöfund. Og þann 26. janúar sannaðist að jólasveinninn hafði ekki með öUu gleymt okkur Ámeshreppsbúum, því þá var haldið bamaball með öllu tilheyrandi, jólatré, harmoníku og jólasveini, sem að þessu sinni var giýlubamið Skyrgámur. Hann hafði eitthvað mglast í ríminu, blessaður karlinn, en þó lifað góðu lffí á súm skyri í kaupfélaginu og var stétt sinni til sóma á ballinu. Þorrablót er nú framundan, en þau hafa jafnan verið vel lukkuð og þótt hin besta skemmtun. Lítt þýðir þó að hugsa til blóts um sinn, meðan veður og færð haldast óbreytt. Amarflug lætur þó ekki veðrið hamla sér, en heldur sinni áætlun í Gjögur, hvað sem tautar og raul- ar. Þá er Ríkisskip með ferðir hing- að hálfsmánaðarlega. — Einar SRSSSSSSSf Stöðvar 2 ■ AKRANES Aöalrás st. akubeyw-- Akutvík SgSfSSW esKifjöbðub; Elís Guönason gbindavík; Rafborg RafbúöB'- Mask. HELtA- Moste» húsavíK; Bókaveriun p stetáossonas Sölva Ragnarssona ísafjördu« póllinn keflavík; Stapate® neskaupstaouw Nesvideó ssssa® SELFOSS- MM-búöin seyðísfjöbðub; Stál STYKKISHÓI-MUR- vÍtmannaeyjaR; Sksse* PORUÁKSHÖFN; Rásst SS£. Saetúniö Hafnarstreeti 3 Knnglunni Radíóhusið, s’ Aéi Liun. j \L||/ ^ - Hewaösöáfi- ffiðeAM*

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.