Morgunblaðið - 16.02.1988, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.02.1988, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1988 Jón Baldvin Hannibalsson í Keflavík: Gengisfelling nú er óðs manns æði Keflavík. JÓN Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra sagði á hádegisverð- arfundi í Glaumbergi í Keflavík á laugardaginn að gengisfelling til að bæta hag fiskvinnsiunnar í landinu við þær aðstæður sem nú riktu væri óðs manns æði. Á fundinum sem haldinn var að tilstuðlan Alþýðuflokksfélaganna á Suðurnesjum ræddi fjármála- ráðherra um loforð og efndir Alþýðuflokksins í ríkisstjórn. Pjár- málaráðherra sagði að gengisfelling nú yrði aðeins skammtíma- lausn fyrir fiskvinnsluna og sagði að vanda hennar yrði að leysa á annan hátt. Jón Baldvin sagði m.a. að skatt- kerfisbreytingin væri róttækasta umbót sem gerð hefði verið á Is- landi og sagði hann að stefna stjómarinnar væri að ná verð- bólgunni niður á svipað stig og í nágrannalöndunum þar sem hún INNLEN'T væri innan við 10%. Ráðherra varði matarskammtinn og sakaði and- stæðinga sína um að slíta orð og gerðir úr samhengi í árásum sínum á skattinn. Jón Baldvin sagði að við útreikninga hefði komið í ljós að meðalfjölskylda með tæplega 2 böm hefði 135 þúsund krónur í mánaðarlaun. Af þessari upphæð fæm 25 þúsund til matarinnkaupa, en 110 þúsund færu í önnur út- gjöld. Sagði Jón Baldvin að útgjöld meðalfjölskyldunnar ykjust um 1700 krónur á mánuði vegna mat- arskattsins. Fjármálaráðherra sagði að strangt eftirlit yrði haft með því að söluskatturinn skilaði sér í ríkis- kassann og lagði til að tekinn yrði upp bandaríska aðferðin við þá sem Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Jón Baldvin Hannibalsson fjár- málaráðherra sagði það óðs manns æði að fella gengið víð þær aðstæður sem nú ríktu. stælu undan skatti; að svipta við- komandi verslunarleyfi og loka síðan. Jón Baldvin kom einnig inná skattsvik og sagði að samkvæmt skattsvikaskýrslu sem gerð var undir stjóm Þrastar Óiafssonar hefði verið áætlað að 5-6 milljörð- um að núvirði hefði verið stolið undan skatti árlega með gamla kerfínu. Með nýju skattalögunum vonuðust menn til að þessir pening- ar skiluðu sér betur til ríkisins. - BB TRESemmá fyrír öskudaginn og grímuböllin HÁRLITUR sem þvæst auðveldlega úr, gulur, rauður, grænn og blár, bleik- ur, svartur og fjólublár. Fæst ínæstu bókabúð, leikfangabúð og snyrtivöruverslun. RÁ, heildverslun, sími 46442 Efverslað fyrir 15-50 þÚS. útborgun 5.000 x eftirstöðvar á 8 man. Efverslað fyrir 50-100 þÚS. útborgun 10.000 r eftirstöðvar á 12 man. Ef verslað fyrir 100 þÚS. útborgun 15.000 eftirstöðvar á 18 mán. KRINGLUNNI -SÍMI (91)685868 FEBRÚAR-TILBOÐ Ólafsvík: Nýr meirihluti tekur við völdum Sá fjórði sem myndaður er frá síðustu kosningum Ólafsvik. NÝR bæjarsljómarmeirihluti í Ólafsvík kynnti málefnasamning sinn nú á dögunum. Meirihluta þennan mynda tveir fulltrúar Alþýðu- flokks, einn fulltrúi Framsóknarflokks, einn fulltrúi Alþýðubanda- lags og einn frá lýðræðissinnum. Fulltrúi lýðræðissinna, Kristján Pálsson, er bæjarstjóri. Forseti bæjarstjórnar er Sveinn Þór Elin- bergsson frá Alþýðuflokki og Stefán Jóhann Sigurðsson, fulltrúi Framsóknarflokksins, er formaður bæjarráðs. Tekur hann við því starfi af Herbert Hjelm, fulltrúa Alþýðubandalags. Þetta er fjórða meirihlutamyndunin á bæjarstjóminni á kjörtímabilinu en þriðji meirihlutinn sem hefur störf. Þó ef til vill megi segja að það sé að æra óstöðugan að rifja þessi tilbrigði upp þykir það þó rétt þar sem nú þykir vera komin kyrrð á. Urslit kosninga 1986: A — Al- þýðuflokkur 164 atkvæði og tveir fulltrúar, B — Framsóknarflokkur 158 átkvæði og einn fulltrúi, D — Sjálfstæðisflokkur 184 atkvæði og tveir fulltrúar, G — Alþýðubandalag 98 atkvæði og einn fulltrúi, L — Samtök lýðræðissinna 90 atkvæði og einn fulltrúi. Fljótlega eftir kosn- ingar tókust samningar milli A og D. Bæjarstjóraefni þeirra var óráðið þar sem alþýðuflokksmenn slitu því samstarfí strax eftir fyrsta fund. Ástæðan: Sjálfstæðismenn studdu tillögu um að Stefán Jóhann Sig- urðsson, fulltrúi Framsóknarflokks- ins, fengi seturétt í bæjarráði með málfrelsi og tillögurétti. Alþýðu- flokksmenn sögðu að sjálfstæðis- menn hefðu gengið í berhögg við samkomulag flokkanna. Sjálfstæð- ismenn sögðu það rangt og þama hefðu þeir eingöngu tekið lýðræðis- lega afstöðu til mála. Næsta meirihluta mynduðu A- listi, B-listi og L-listi. Bæjarstjóri varð Kristján Pálsson, fulltrúi lýð- ræðissinna. Þessi meirihluti starfaði í 15 mánuði. Fulltrúi Alþýðubanda- lags sagði sig þá úr samstarfinu og sagðist ekki taka ábyrgð á störf- um bæjarstjóra. Ástæðan tilgreind í fjölmiðlum: Bæjarstjóri hefði ekki yfirsýn yfir erfíðan hag bæjarsjóðs. Bankalán með afarkjörum hefði verið tekið án vitundar fulltrúa Al- þýðubandalagsins. Bæjarstjóri hefði notað sér stuðning minnihlu- taflokkanna B og D til að ljúka framkvæmdum (félagsheimili) sem Alþýðubandalagið vildi stöðva. For- seti bæjarstjómar, Sveinn Þ. Elin- bergsson, Alþýðuflokki, tók í við- tölum við fjölmiðla undir flest það sem fulltrúi Alþýðubandalags sagði. Bæjarstjóri, Kristján Pálsson, sagði þá upp störfum með tiiskyld- um fyrirvara til áð opna möguleika fyrir nýja meirihlutamyndun. Nú þótti mörgum eðlilegt að þeir bæjar- fulltrúar sem studdu bæjarstjórann í þvf að ljúka við félagsheimilið (B og D) gengju til liðs við hann og tækju upp meirihlutasamstarf með honum. Strandaði það á fulltrúa Framsóknarflokksins sem kvaðst vilja bíða reikninga bæjarsjóðs fyrir árið 1986 og 10 mánaðar uppgjörs 1987. Bæjarstjóri og bæjarráð gengu fram í því að fá þessi upp- gjör á borðið. Nokkur bið varð á því af tæknilegum ástæðum en í desember vom þessi uppgjör lögð fram. Sömuleiðis var þá haldinn í bæjarráði fundur með fulltrúa frá Landsbanka íslands sem skýrði út og bar saman kjör á hinu umdeilda láni við aðra kosti á fjármagns- markaðnum. Sá fundur mun hafa verið gagnlegur og stutt málstað bæjarstjóra. En þá sömu daga var að verða til nýr kjami bæjarstjómar mynd- aður af fulltrúum B, D, og G-lista með Stefán Jóhann Stefánsson, fulltrúa Framsóknarflokksins, sem bæjarstjóraefni. Sá meirihluti hóf aldrei störf. Ástæða, var sú að grunnur að þessu samkomulagi stóð aldrei traustum fótum. Þegar við bættist að persónulegar ástæður þriggja fulltrúa af fjórum gerðu þeim erfítt fyrir um störf næstu vikumar varð ljóst að ekkert yrði úr samstarfinu. Eftir nokkrar þreifíngar í síðasta mánuði varð síðan til fjórði meiri- hlutinn, sá er nú situr, og sagt var frá í upphafi máls. Málefnasamn- ingur kveður á um að ljúka þeim verkefnum sem nú eru í gangi, og treysta flárhag bæjarsjóðs sem er erfiður nú um sinn vegna mikilla framkvæmda á undanfömum árum. Kristján Pálsson bæjarstjóri sagði í spjalli við fréttarita að gerð fjárhagsáætlunar fyrir 1988 væri að mestu lokið og yrði hún lögð fram nú á næstunni. Staða bæjar- sjóðs væri heldur erfíð og t.d. ætti bæjarsjóður líka milljónir hjá ríkinu vegna félagsheimilisins eins. Krist- ján sagði að menn hefðu áhyggjur af tekjutapi bæjarsjóðs vegna stað- greiðslukerfis skatta. Mætti ætla að miðað við 33% launaskrið 1987 væri tap ólafsvíkurkaupstaðar um það bil 4,5 milljónir króna. Þrátt fyrir erfíða stöðu væru menn ákveðnir í að taka höndum saman ' við að greiða sem best úr málum. - Helgi íslenska óperan: Tónleikar Andreas Schmidt ÞÝSKI baritonsöngvarinn Andre- as Schmidt flytur þijá ljóðaflokka Schuberts ásamt píanóleikaran- um Thomas Palm þijú kvöld í þessari viku. Andreas Schmidt og Thomas Palm héldu tónleika hér á landi í fyrra, annars er Schmidt fastráðinn við óperuna í Berlín. Mánudagskvöldið 22. febrúar flytja þeir Schmidt og Palm Die schöne Múllerin (Malarastúlkan fagra), 23. febrúar flytja þeir Wint- erreise (Vetrarferðin) og fímmtudag- inn 25. febrúar Schwanengesang (Svanasöng) og úrval ljóða. Tónleik- Andreas Schmidt baritonsöngvari. amir eru haldnir í íslensku óperunni og hefjast kl. 20.30 öll kvöldin. Forsala aðgöngumiða er í ístóni og íslensku óperunni. Bæði er hægt að kaupa miða á einstaka tónleika og á alla þijá og þá með afslætti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.