Morgunblaðið - 16.02.1988, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1988
35
Umframkostnaður við flugstöðina:
Ræddtir munur talna utanríkisráð-
herra o g Ríkisendurskoðunar
SKÝRSLA utanrikisráðherra um umframkostnað við byggingu Flug-
stöðvar Leifs Eirikssonar, sem lögð var fram í desember, kom til
umræðu i sameinuðu þingi í gær. Guðrún Agnarsdóttir las þar upp
athugasemdir frá Ríkisendurskoðun um mismun á tölum i skýrslu
utanríkisráðherra og skýrslu stofnunarinnar. í athugasemdum RE
segir að meginskýringar á krónutöluhækkun byggingarkostnaðar séu
viðbætur og magnaukning, enda kostnaðaráætlun og byggingarkostn-
aður framreiknaður til 1. sept. 1987, en i skýrslu utanríkisráðherra
er meginskýringin talin vera verðhækkanir á byggingartíma.
Steingrimur Hermannsson, utanríkisráðherra, sagðist ekki telja mun-
inn á skýrslunum vera svo mikinn en hann myndi láta þriðja aðila
yfirfara þær.
Steingrímur Hermannsson, ut-
anríkisráðherra, sagði þessa
skýrslu sem nú kæmi til umræðu
hafa verið lagða fram í desember á
síðasta ári. í henni ætti það að koma
glöggt fram í hveiju viðbótarkostn-
aður vegna Flugstöðvar Leifs Eiríks-
sonar væri fólginn, það væri aðallega
vegna viðbóta og verðbreytinga á
byggingartímanum. Þetta mál hefði
verið mjög ítarlega rætt í sambandi
við skýrslu ríkisendurskoðunar og
teldi hann því ekki ástæðu til að
ræða það nú ítarlega.
Utanríkisráðherra sagði að bygg-
ing flugstöðvarinnar væri fjármögn-
uð með erlendum lánum að stórum
hluta en einnig kæmi til 20 inilljón
dollara framlag Bandaríkjamanna.
Þessi upphæð hefði verið óbreytt frá
upphafi. Vegna mikillar lækkunar á
Bandaríkjadollar hefði hlutfall þess-
arar upphæðar af heildarkostnaði
lækkað.
Utanríkisráðherra sagði að vissu-
lega mætti gagnrýna margt við þessa
fi-amkvæmd en einnig væri ýmislegt
við hana sem bæri að fagna. Sagði
hann þingmenn kannski geta álasað
sér fyrir að samþykkja þessa bygg-
ingu. Hann hefði í upphafi verið því
andvígur en síðan skipt um skoðun.
Það væri að hans mati enginn vafi
á því að veruleg mistök hefðu orðið
við hönnun sem hefðu leitt til aukins
kostnaðar. Einnig mætti gagnrýna
að ákvarðanir um viðbætur hefðu
ekki farið rétta boðleið. Þáverandi
utanríkisráðherra hefði samþykkt
þær en þær hefðu ekki komið fyrir
Alþingi. Þær hefðu verið samþykktar
í þeirri trú að þær rúmuðust innan
samþykktra fjárveitinga en svo hefði
ekki reynst vera.
Það bæri að hafa í huga að ýmsu
varðandi bygginguna væri enn ólok-
ið. Það mætti t.d. ekki að hans mati
bíða annan vetur með að byggja ráð-
gerða hitaveitu, nú væri þama ein-
ungis bráðabirgðahitaveita. Það væri
iíka forgangsverkefni að ljúka við
þau listaverk sem samið hefði verið
um.
Guðrún Agnarsdóttir (Kvl/Rvk)
sagði beiðnina um þessa skýrslu hafa
verið lagða fram þegar vitnaðist um
mikinn umframkostnað við flugstöð-
ina sem hefði að sögn fjármálaráð-
herra verið „óvæntur". Þær hefðu
átt von á hlutlausri málefnalegri
skýrslu en hún hefði reynst vera til-
raun til að „beija í brestina" I stað
þess að kryfja málið til mergjar.
Guðrún sagði tölu í skýrslunni
ekki bera saman við tölur i skýrslu
Ríkisendurskoðunar (RE) og þvf
hefði verið beðið um skýringu á því
á fundi forseta Alþingis og formanna
þingflokka 8. febrúar sl. þar sem
skýrsla RE hefði verið til umræðu.
í athugasemdum sem hefðu borist
frá RE ségði að áður en bygging
flugstöðvarinnar hófst hefðu verið
gerðar ýmsar kostnaðaráætlanir. Sú
kostnaðaráætlun sem hefði verið lögð
til grundvallar í meðferð Alþingis
hljóðaði upp á 2121 m.kr. framreikn-
uð til 1. sept. 1987. Síðan segir í
athugasemdum Ríkisendurskoðunar:
„í skýrslu utanríkisráðherra er getið
um aðrar áætlanir s.s. frumáætlun
að upphæð 67 MUSD og það sem
nefnt er áætlanir byggingamefndar
um byggingarkostnað samtals að
Qárhæð 2544,2 m.kr. Þær „áætlanir"
eru þó ekki annað en samlagning á
flárveitingabeiðnum byggingar-
nefndar frá ári til árs.
Ríkisendurskoðun hefur ekki feng-
ið í hendur og er ekki kunnugt um
að á vegum byggingamefndar hafi
nokkum tíma verið gerð heildstæð
kostnaðaráætlun um framkvæmdina
eftir að framkvæmdir hófust."
Næst er rætt um byggingarkostn-
að og segir þá í athugasemdunum:
„í skýrslu utanríkisráðherra er bygg-
ingarkostnaður talinn vera samtals
2438 m.kr. Hér er um bókfærðan
kostnað á breytilegu verðlagi og
áætlaðan kostnað frá september
1987 og fyrir árið 1988 að ræða og
því ekki samanburðarhæfur að mati
Ríkisendurskoðunar.
Framreiknaður byggingarkostn-
aður til 1. september 1987 telst vera
2992 m.kr. og byggir Ríkisendur-
skoðunin þar á tölum fengnum frá
Seðlabanka íslands og ráðgjöfum
byggingamefndar. “
Að lokum er vikið að samanburði
áætlana og raunkostnaðar. „í skýrslu
utanríkisráðherra er bókfærður
kostnaður borinn saman við fjárveit-
ingabeiðnir bygginganefndar og
komist að þeirri niðurstöðu að um
svipaðar ijárhæðir sé að ræða.
Að áliti RE er hér um ósambæri-
legar tölur að ræða. Einnig er í
skýrslunni sett fram endurmetin
áætlun frá ágúst 1983 að upphæð
42 MUSD og komist að því að með
því að taka tillit til viðbóta og magn-
aukninga sé sú áætlun 2909 m.kr. í
stað 2121 rn.kr."
Að áliti RE lítur samanburðurinn
þannig út að kostnaðaráætlun hefði
hljóðað upp á 2121 m.kr., Viðbætur
næmu 653 m.kr., magnaukningar
135 m.kr. og óskiptur kostnaður 83
m.kr. Framkvæmdakostnaður væri
því alls 2992 m.kr.
í lok athugasemda RE segir síðan:
„Eins og að ofan greinir em megin-
skýringar á krónutöluhækkun bygg-
ingarkostnaðar viðbætur og magn-
aukning enda hefur kostnaðaráætlun
frá árinu 1983 verið framreiknuð til
1. september 1987 svo og byggingar-
kostnaður. í skýrslu utanríkisráð-
herra er meginskýringin talin vera
verðhækkanir á byggingartlma."
Eftir að hafa lesið upp þessar at-
hugasemdir RE gagntýndi Guðrún
skýrslu utanríkisráðherra og spurði
hvar hollusta hans lægi fyrst hann
sendi frá sér svona skýrslu. Þetta
væri dæmi um samtryggingu stjóm-
málamanna sem hefði leitt til þess
að almenningur hefði misst trú á
þeim. Fólk byggist ekki við að menn
yrðu látnir sæta ábyrgð á mistökum
sínum.
Guðrún taldi gæslumenn almanna-
fé fara óvarlega með það og spurði
hvort það væri rétt að rekstrarkostn-
aður 10 ráðherrabfla væri tvöfalt
hærri en rekstur Hæstaréttar eða
Fiskvinnsluskólans.
Þingmaðurinn sagði ekki vera orð
I skýrslunni um ábyrgðarhlutdeild.
Það væri þó ljóst að hin stjómunar-
lega ábyrgð lægi hjá utanríkisráð-
herra og utanríkisráðuneyti þó að
mistökin væru gerð hjá öðrum, t.d.
verktökum. Það væri nauðsynlegt
að fara yfir hið stjómunarlega ferli
í þessu ráðuneyti og öðrum til að
atburður af þessu tagi myndi ekki
endurtaka sig. „Ævintýramennimir"
mættu ekki leika lausum hala lengur
án þess að sæta ábyrgð.
Steingrímur J. Sigfússon
(Abl/Rvk) sagði að þegar skýrsla
RE hefði komið út hefði hún vakið
óhug en einnig von um að á málinu
yrði tekið með öðrum hætti en menn
ættu að vei\jast. öll framkoma
stjómar og stjómvalda virtist þó
benda til þess að við svo búið ætti
að láta sitja.
Steingrímur J. vék næst að skýrsl-
unum tveimur og sagði að það gengi
ekki að þær stönguðust svona á.
Ríkisendurskoðun stæði á sínu og
það gengi ekki að utanríkisráðherra
ætlaði að láta líta svo út sem allt
væri I lagi.
Þingmaðurinn sagðist halda að
það væri mikið áfall fyrir þjóðina að
fá svona „dýra og vonda" flugstöð
auk þess sem hún væri dæmi um
siðferðisbrest ráðamanna. Skýrsla
ráðherrans væri „aumt plagg og yfir-
klór“ með ranglega framsettum upp-
lýsingum. Best vaeri að láta sem hún
væri ekki til.
Júlíus Sólnes (B/Rn) sagðist ekki
hafa komið í flugstöðina fyrr en
haustið 1987. Hann hafði þó lesið
margt um hana og virtust allir sam-
mála um að hve stórkostlegt allt
væri. Mesti glansinn hefði þó farið
af þegar inn fyrir dyr var komið.
Þetta væri að hans mati ákaflega
illa unnið mannvirki og burðarvirkið
„fáránlegt". í það heila yrði hann
því að segja að svo virtist sem við
hefðum fengið ansi lítið fyrir þessa
peninga. JúIIus sagði það ljóst að
hönnun bygginga væri í miklum
ólestri hér á landi.
Steingrímur Hermannsson sagði
aðalmuninn á skýrslunum vera að I
hans skýrslu væru verðhækkanir
dregnar meira fram en hjá RE. í
upphaflegu áætluninni hefði verið
gert ráð fyrir 25% verðlagsbreytingu
en hún hefði reynst verða 88% og
hlyti það að hafa mikil áhrif á bygg-
ingarkostnaðinn. Við þetta hefði
síðan bæst magnaukning, alvarleg
mistök við hönnun og breyting á
dollara.
Varðandi ábyrgðarþáttinn sagði
Steingrímur að við umræður um
skýrslu RE í desember hefði Matt-
hías Á. Mathiesen, samgöngumála-
ráðherra, sagt að hann bæri tvímæla-
laust ábyrgð á þeim tíma sem hann
hefði verið utanríkisráðherra. Það
hefði enginn reynt að skjóta sér und-
an ábyrgð.
Utanríkisráðherra sagði að hann
teldi muninn á skýrslunum ekki mik-
inn en hann myndi biðja tölfróðan
þriðja aðila að fara yfir þetta. Hann
ságðist að lokum ekki vilja vefengja
RE en héldi samt að ekki væri allt
rétt sem hún hefði sagt. Munurinn
á skýrslunum tveimur væri minni en
sagt væri í athugasemdunum frá RE.
Albert Guðmundsson (B/Rvk)
sagði flugstöðina hafa verið rædda
í ríkisstjóminni I fjármálaráðherratíð
sinni og hefði Geir Hallgrímsson,
þáverandi utanrfkisráðherra, kynnt
mannvirkið mjög vel. Samþykkt hefði
verið að fara út I þessa byggingu
MMACI
Morgunbladið/Þorkel)
Guðrún Agnarsdóttir (Kvl/Rvk)
í ræðustól í umræðunum i gær.
og væru hann og Steingrímur Her-
mannsson báðir ábyrgir fyrir þessu.
Verkefnið hefði verið kynnt svo dýrt
sem það var og sagt að jafnvel
mætti búast við því að áætlunin
væri of lág.
Albert vék næst að falli dollarans
á byggingartímanum ">g sagðist gera
ráð fyrir því að 20 miiljóna dollara
framlag Bandaríkjamanna hefði að
mestum hluta farið í kaup á tækjum
°g byggingarefiii frá Bandarflcjunum
og ætti ekki að vera nein gengis-
lækkunarsveifla á þeim kaupum.
Albert spurði næst hvort að þa|E
tölur um byggingarkostnað sem íuí
væri rætt um væru lokatölur eða
hvort meira ætti eftir að bætast við,
mannvirkið væri langt frá því að
vera fullbúið.
Hann ítrekaði einnig að menn
ættu að vera vissir I sinni sök áður
en þeir kölluðu menn siðlausa. Hann
hefði ekki þekkt nokkum þingmann
síðan hann settist á þing 1974 sem
hefði verið siðlaus á neinn hátt.
Menntamálaráðherra:
Sanngimísmál að telja
meðlög ekki til tekna
ÁKVÖRÐUN stjóraar Lánasjóðs íslenskra námsmanna að hætta að
telja meðlag til tekna við úthlutun lána kom til umræðu utan dagskrár
í sameinuðu þingi í'gær. Þessi ákvörðun kom í kjölfar úrskurðar
Lagastofnunar Háskólans að þetta stæðist ekki. Flestir þeir þing-
menn sem tóku til máls töldu að þetta bæri að koma til framkvæmda
nú þegar en ekki f haust. Birgir ísleifur Gunnarsson, menntamálaráð-
herra, sagðist hafa ritað stjórninni bréf í kjölfar álits Lagastofnunar
þar sem hann beindi eindregnum tilmælum til þeirra að hætta að
te(ja meðlög til tekna. Þetta væri fyrst og fremst sanngirnismál að
hans mati. Hann hefði ekki rætt við stjórnina eftir þessa ákvörðun
hennar en mynda ræða við hana um þessi mál. Hann sagðist engar
yfirlýsingar hafa í farteskinu um hvernig fara ætti með fortíðina.
Kristín Einarsdóttir (Kvl/rvk)
sagði að svo virtist sem stjóm Lána-
sjóðsins væri sammála áliti Laga-
stofnunar um að hana skorti laga-
heimild fyrir svona skerðingar-
ákvæði. Samt virtist hún ekki ætla
að leiðrétta þetta strax heldur í
haust. Sagði Kristín að einstæðir
foreldar sem hefðu liðið skerðingu í
vetur þyrftu að fá leiðréttingu strax.
Upphæðin væri ekki há sem þyrfti
en gæti skipt verulegu máli.
Birgir ísleifur Gunnarsson,
menntamálaráðherra, sagði það vera
sjónarmið meirihluta stjómar LÍN
að meðlög ættu að teljast með öðm
sem hefði áhrif á fjárhagsstöðu
námsmanns. Eftir að niðurstöður
Lagastofnunar Háskólans lágu fyrir
hefði hann ritað stjóminni bréf þar
sem kæmu fram eindregin tilmæli
um að við endurskoðun úthlutunar-
reglanna yrði hætt að telja meðlög
til tekna. Þessi tilmæli hefðu ekki
verið sett fram af lagalegum ástæð-
um heldur vegna þess að þetta væri
sanngimismál. Stjómin hefði síðan
tekið ákvörðun um að breyta þessu
frá og með 1. júní.
Stemgrlmur J. Sigfússon
(Abl/Ne) sagðist vilja skora á ráð-
herra að breyta þessu strax. Laga-
lega séð væru meðlög eign bama og
það væri mikil niðurlæging ef menn
ætluðu að bíða fram á haust með
að framfylgja lögum. Þetta þyrfti
ekki að vera afturvirkt en gæti verið
frá og með morgundeginum.
Málmfriður Sigurðardóttir
(Kvl/Rvk) sagðist telja það mjög
hæpið að telja meðlög til tekna. Þau
ættu að stuðla að umönnun bama
en fæm eðli málsins samkvæmt til
foreldra. Hæpið væri að skerða láns-
réttindi vegna þessa.
Guðmundur G. Þórarinsson
(F/Rvk) sagði þetta vera mjög eðli-
lega leiðréttingu þó að álit Laga-
stofnunar væri ekki dómsúrskurður.
Hann væri sammála menntamálaráð-
herra um að þetta væri fyrst og
fremst sanngimismál og ætti að leið-
rétta þetta frá og með dagsetningu
álitsins. Þessi skerðing kæmi niður
þar sem hún sist skyidi.
Guðmundur Ágústsson (B/Rvk)
sagði það hingað til ekki hafa vafist
fyrir lögfróðum mönnum að meðlög
væm eign bama og því sætti það
furðu að svona regla væri í úthlutun-
arreglunum. Það væri vítavert að
eftir að hið rétta væri komið fram
og mistökin verið leiðrétt væri álitið
dæmt ómerkt af meirihluta stjómar
LÍN. Sá lærdómur sem við ættum
að draga af þessu væri að vanda til
löggjafarinnar.
Danfríður Skarphéðinsdóttir
(Kvl/Vl) sagði leiðréttingu myndu
kosta 13,5 m.kr. sem væri 0,1% af
framlagi ríkissjóðs.
Kristín Halldórsdóttir (Kvl/Rn)
sagði þetta vera gmndvallarmál.
Nokkmm námsmönnum væri refsað
fyrir að vera skrifaðir fyrir lögmæt-
um tekjum bama sinna.
Ragnhildur Helgadóttir (S/Rvk)
sagðist taka undir það sjónarmið 51Á
meðlög ætti ekki að telja til tekna/
það væri gmndvallaratriði. Hins vég-
ar væri henni kunnugt um að þessi
regla hefði ekki nema í sumum tilvik-
um orðið til lækkunar lána. Ragn-
hildur sagði að þegar þessi regla
hefði verið tekin upp hefðu lán til
einstæðra forelda samtfmis verið
hækkuð. Einstætt foreldri fengi nú
1,5 lán, foreldri í sambúð 1,25 lán.
Einstæðir foreldrar hefðu því þrátt
fyrir þessa reglu með meðlögin hærri
lán en áður.
Það væri þó skýrt og ljóst að
meðlög væm ekki tekjur, þó að út-
koma talnadæmisins sýndi þetta.
Sjálfsagt væri að leiðrétta þetta I
þeim tilvikum sem það hefði orðið
til þyngingar.
Álbert Guðmundsson (B/Rvk)
sagði að ekki ætti að refsa náms-
mönnum fyrir að eignast böm heldur
verðlauna þá. Hann sagðist þekkja
hjartalag Birgis ísleifs Gunnarssonar
svo vel að hann vissi að það hefði
ekki verið hans verk að stöðva fram-
kvæmd þessara laga.
Kristín Einarsdóttir sagði upp-
hæðina ekki vera háa og þetta væri
varla spuming um peninga. Ríkis-
stjómin gæti ef þess þyrfti samþykkt
aukaQ árveitingu.
Birgir ísleifur Gunnarsson,
menntamálaráðherra, sagði ao
hann teldi sína skoðun hafa komið
skýrt fram í bréfi sfnu til stjómar
LÍN. Hann hefði ekki haft tækifæri
til að ræða við stjómina eftir að
þessi ákvörðun var tekin en myndi
að sjálfsögðu ræða við hana um þessi
mál. Hann sagðist engar yfirlýsingar
hafa í farteskinu um hvemig fara
ætti með fortíðina.