Morgunblaðið - 16.02.1988, Side 36

Morgunblaðið - 16.02.1988, Side 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1988 Aflabrögð á vetrarvertíð Loðnan komin á mið- in undan Hornafirði Hðfn,^ Hornafirði. NÍTJÁN bátar lögðu upp hjá kaupfélaginu, KASK, I vikunni sem leið. Afli þeirra var alls 294 tonn í 63 sjóferðum. Mest- Ólafsvík: Gæftir hafa verið erfiðar vegna norð- austanáttar Ólafsvík. ENN sem komið er hefur vetr- arvertíðin verið með daufasta móti hér í Ólafsvík. Gæftir hafa verið erfiðar vegna harðrar norðaustanáttar að undanförnu. Stóru línubátarn- ir, sem róa með tvo ganga í senn, hafa þó getað haldið sínu striki. Afli þeirra er líka sá skásti eða 10-18 tonn í róðri. Enginn ljós punktur hefur enn sést hjá netabátunum og hafa þeir verið með 1-3 tonn í róðfi. Dragnótabátamir hafa fengið smáglefsur við og við. Engin spenningur hefur þó verið á þeim veiðum og hefur veður verið dragnótabátunum erfítt. Sama er að segja um litlu línubátana, þeir hafa lítið getað róið og er þó fuli ákveðni um borð enda sæmilegasti afli hjá þeim, varla undir 100 kílóum á balann. Þó ber nokkuð á steinbít í aflanum sem dregur niður verðið. Það er því dauft yfír hér ennþá. \ Allmargt aðkomufólk er komið hingað í verið enda reikna menn með að afli fari að glæðast hvað úr hverju. Aflatölur einstakra skipa læt ég liggja milli hluta fram að mánaðamótum. - Helgi Keflavík: Skagaröst KE aflahæst KefUvik. SKAGARÖST KE sem er á netum varð aflahæsti báturinn í Keflavík eftir vikuna með 48,5 tonn, en aflanum var bæði landað f Keflavík og Sangerði. Skagaröstin var einnig afla- hæsfc báturinn í vikunni á und- an Allir stóru netabátarnir lönduðu hluta af afla sínum i Sandgerði. Stafneí. KE var með 30,2 tonn, Vonin KE 29,3 tonn og Happa- sæll Kt: vai- með 23,2 tonrf. Línubátamir voru að fá sæmi- legan afla, Eldeyjar-Boði KE var meö 29,4 tonn, Albert Ólafsson KE var með 23,1 tonn og Búr- felí KE var með 18,6 tonn. Línu- bátamir hafa verið í Jökuldýpi og viö Eldeyjarboða. Þeir hafa átt erfítt um vik vegna brælu og töpuðu. þeir Eldeyjar-Boði og Búrfell 10 bjóðum hvor í einum róðrinum. Minni bátamir hafa lítið kom- ist á sjó og fóru snuruvoðarbát- amir aðeins í einn róður í vik- unni, Amar KE var með 8,4 tonn og Farsæll GK var með 8,1 tonn. - BB um afla netabáta landaði Þórir SF-77, 35,8 tonnum í 6 löndun- um. Æskan SF-140 landaði 28,3 tonnum eftir 5 línuróðra og hefur landað mestu frá áramótum eða 95,8 tonnum. Afli frá áramótum er nú orðinn 823,3 tonn en var 1445,5 tonn á sama tíma fyrir ári. Talsverð loðna barst til Fiski- mjölsverksmiðju Homafjarðar, og nú er loðnan komin á miðin undan Homafírði. Búast menn þá við að afli taki að glæðast. Skinneyjarbátar öfluðu sem hér segir: Steinunn SF-10 15,8 tonn, Freyr SF-20 16,2 tonn og Skinney SF-30 15,9 tonn. Þeir lönduðu að auki hjá KASK sam- tals 11,42 tonnum. - JGG Sandgerði: Togarinn Haukurfékk 150 tonn á 5 dögum KefUvfk. LÍNUBÁTARNIR voru með mesta aflann í síðustu viku. Tíð var slæm, en þrátt fyrir það sóttu menn fast og náði Bjarni KE 9,9 tonna bátur að fara í 6 róðra. Hann er á línu og fékk 19,9 tonn. Una í Garði var aflahæst með 42,5 tonn, Víðir II GK og Mummi GK voru með 39 tonn hvor. Stóru línubátarnir hafa lagt við El- deyjarboða. Þá kom togarinn Haukur inn með 150 tonn sem fékst á 5 dögum á Faxaflóa- svæðinu. . Amey KE var með 39,8 tonn og var aflahæsti netabáturinn og var hann með netin á svokölluð- um Skerjum. Af minni línubátun- um er það að segja að Bragi GK var með 9,1 tonn í 3 róðrum og Sóley KE var með 7,4 tonn einn- ig í 3 róðrum. Snuruvoðarbátamir voru að- eins einn dag á sjó, þeir veiða á Hafnarleimum og var Reykja- borg með 12,6 tonn, Ægir Jó- hannsson var með 10,4 tonn og Baldur KE var með 6,8 tonn. ^ - BB Þorlákshöfn: Gæftir góðar ar og afli að aukast Þorlákshðfn. ALLS lönduðu 25 bátar um 600 tonnum í síðustu viku. Gæftir hafa verið góðar og aflinn er eitthvað að aukast. Aflahæstu netabátar í vikunni vom: Júlíus ÁR 111 66 tonn, Höfrungur III ÁR 250 60 tonn, Brynjólfur ÁR 4 55 tonn. Dala- röst ÁR 63 var aflahæst drag- nótabáta með 65 tonn. Togarinn Jón Vídalín landaði í vikunni um 85 tonnum, mest karfa. . - JHS Frá kynningu á byggingu nýrra hjónagarða. Guðmundur Gunnlaugsson arkitekt, Valdimar K Jónsson prófessor, Eiríkur Ingólfsson framkvæmdastjóri Félagsstofnunar stúdenta og Sigmundur Guðbjamason rektor Háskóla íslands við likan af nýbyggingunni. Byggingasjóður stúdenta: Nýjar leiðir í fjáröflun Atak til byggingar nýrra hjónagarða Frá byggingarstað, gömlu hjónagarðarnir eru í baksýn, nýbygging- in er risin af grunni hægra megin og sést í grunn síðari áfanga í forgrunni. HÁSKÓLI íslands og Félags- stofnun stúdenta kynntu bygg- ingu nýrra hjónagarða fimmtu- daginn 4. febrúar síðastliðinn. Jafnframt var kynnt fyrirhugað söfnunarátak Byggingasjóðs stúdenta til að standa straum af kostnaði við nýbygginguna. Við athöfnina flutti Birgir ísleifur Gunnarsson, menntamálaráð- herra, ávarp og Valdimar K Jónsson, prófessor, lýsti bygg- ingunni. Kynningin fór fram í fyrsta áfanga nýbyggingarinnar, sem er við hlið eldri hjónagarða. Byggingasjéður stúdenta fær lán frá Húsnáeðisstofnun ríkisins fyrir 85% af byggingarkostnaði og stúd- entar fjármagna síðan 15% sjálfir. Það gera þeir að hluta með fjórð- ungi af innritunargjöldum stúdenta og framlagi frá Háskóla íslands. Nú fer Byggingasjóðurinn nýjar leiðir til þess að afla þess fjár sem á vantar, með því að senda sveitar- félögum og fyrirtækjum beiðni um framlög. Höfðað er til þeirrar fíár- festingar, sem felst í menntun fyrir alla og að Hjónagarðar séu liður í því, að jafna aðstöðu fólks til náms við Háskólann. Fjárframlög séu því fíárfesting til framtíðar. Birgir Isleifur Gunnarsson sagði í ávarpi sínu, að það væri einkar ánægjulegt að stúdentar sýndu þetta framtak og lýsti jrfír heils hugar stuðningi sínum og ríkis- stjómarinnar við fyrirhugað söfn- unarátak. Hann kvaðst vona, að vel yrði brugðist við málaleitan um stuðning við framkvæmdimar og minnti á, að þótt í fyrstu fengi ekki stór hluti stúdenta inní á hinum nýju hjónagörðum, þá kæmu fleiri kynslóðir, hér væri um góða fjár- festingu til framtíðar að ræða. Valdimar K Jónsson lýsti bygg- ingunni og undirbúningi fram- kvæmda. 1984 var ákveðið að ráð- ast í þessar framkvæmdir og þá tekin ákvörðun um að stofna Bygg- ingasjóð stúdenta til að standa straum af kostnaðarhlut stúdenta við verkið. Efnt var til samkeppni um hönnun hússins og í framhaldi af henni var samið við arkitektana Guðmund Gunnlaugsson og Pétur Jónsson um hönnun. Verkfræðistof- an Ferill hannaði burðarvirki og verkfræðistofan Rafteikning lagnir. Hönnunarvinna hófst 1985. Eftirlit með byggingarframkvæmdum ann- ast Verkfræðistofa Stanleys Páls- sonar hf. Byggingarframkvæmdir hófust í apríl 1987 og verktaki er Sigurður K. Eggertsson. Stefnt er að því, að taka fyrsta áfanga garðanna í notkun í sept- ember næstkomandi. í fyrsta áfanganum eru tuttugu íbúðir, en alls munu verða 93 íbúðir í bygging- unni. Þar verða tvær lesstofur, sam- komusalur, aðstaða til bamagæslu, verslun og þvottaaðstaða. Aætluð verklok eru árið 1990 og heildar- kóstnaður áætlaður 280 milljónir króna. Kostnaður við þessa bygg- ingu er svipaður á hvem fermetra og í verkamannabústöðum, eða nálægt 37 þúsund krónum. Áform- að er, að síðar verði reistur fram- haldsáfangi þessara garða með 60 íbúðum. Nemendur við Háskóla íslands em nú 4.230. Á núverandi stúd- entagörðum búa 186 manns, eða um 4% stúdenta. Með þessum nýju hjónagörðum bætast við 150 til 170 manns og verður þá hægt að hýsa á stúdentagörðum 7 til 8% stúd- enta. Enn er þó langt í land með Kalt hefur verið að undanförnu á fiskunum í Iaxarækt Guðmund- ar Runólfssonar og fjölskyldu í Grundarfirði, en fyrirtækið nefna þau Snælax hf. Um tíma var orðið það kalt að eitt- hvað af laxi drapst í sjókvíum en það, að hægt sé að bjóða öllum sem það þurfa húsnæði á stúdentagörð- um. U.þ.b. helmingur allra stúdenta býr nú í leiguhúsnæði. Hlutverk Byggingasjóðs stúdenta er að vinna að því, á næstu árum, að fleiri geti fengið inni á stúdentagörðum. Stúdentar vonast til, að sveitarfé- lög og fyrirtæki bregðist vel við söfnunarátaki Byggingasjóðsins og stuðli með því að bættum aðbúnaði stúdenta við Háskóla íslands í framtíðinni. Fyrsta framlagið barst strax á fímmtudag, þegar Búnaðar- banki íslands gaf 100.000 krónur og gíróseðlana, sem sendir verða út. nú er hættan liðin hjá að sögn Svans Guðmundssonar, og halda starfs- menn fyrirtækisins áfram að slátra regnbogasilungi á Bandaríkjamark- að eins og þeir hafa gert í hverri viku að undanfömu. 4.-' * . —r' Morgunblaðið/Bæríng Cecilsson Snælax í Grundarfirði: Hættan er liðin hjá

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.