Morgunblaðið - 16.02.1988, Side 47

Morgunblaðið - 16.02.1988, Side 47
~h MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1988 47 Enn um bjórinn eftirHöskuld * Agústsson Mikil undur hafa skeð, myndi séra Árni Þórarinsson hafa sagt ef hann hefði lesið bænaskjal 133 lækna til Alþingis um að leyfa bruggun á sterku öli með tilheyr- andi lyfseðli um hollustu bjórsins. Ég hef verið að íhuga hver muni vera ráðabruggari að þessari sambræðslu bjórþyrstra lækna, niðurstaðan er auðvitað sú að það sé umboðsmaður Carlsbergs-bjór- verksmiðjanna á Islandi sem er læknir og sendir öllum viðskipta- mönnum hjartnæmar nýárskveðj- ur með þökk fyrir viðskiptin á liðnu ári. Allir læknar fara undantekning- arlaust til framhaldsnáms erlendis til að vera færari að gegna heilsu- gæslu í sínu landi. I frístundum hefur þeim orðið tíðfarið annað en kynnast atvinnu- háttum og fara á vinnustaði og kynnast lífínu í dagsins önn. Spegilmynd af því ástandi sem myndi skapast hér birtist í Velvak- anda 7. nóvember sl: Enn einu sinni er lagt fram frumvarp á Alþingi íslendinga um leyfí til bruggunar á sterkum bjór, til þess að bæta drykkjusiði okk- ar. Ég sigldi í nokkur ár með skip- um Eimskipafélagsins (sem 'einn af áhöfninni) til Danmerkur, Skot- lands og víðar. í Kaupmannahöfn Höskuldur Ágústsson virtist vera stöðugur bjórflutning- ur, frá morgni til kvölds til verka- manna er unnú við lestun og los- un. Skiljanlega urðu menn meira og minna „slompaðir". Fyrir kom að loknum vinnudegi að leiða þurfti eldri mann, sem vann við spilið. í Leith var þetta öðru vísi, þar hættu verkamennimir að vinna um leið og bjórstofur opn- uðu, og komu svo „slompaðir" til vinnu eftir smátíma. Ég héf komið á næstum hveija íslenska höfn og aldrei séð verkamenn eða iðnaðar- menn drukkna við vinnu sína. Ungur vinur minn, sem er trésmið- ur, fór til Danmerkur í tækninám. Að námi loknu fékk hann vinnu við húsbyggingar, þar sem stöðug bjórdrykkja tíðkaðist á vinnustað. Að nokkrum mánuðum liðnum taldi hann sig myndi ánetjast þess- um ósið ef hann yrði lengur í þess- um félagsskap, svo hann ákvað að fara heim. Oft hef ég hugsað til bama og eiginkvenna þessara manna, sem koma heim þreyttir, drukknir og jafnvel úrillir, fyrir utan peningaeyðslu á hverjum vinnudegi. Mikið hefur verið rætt og ritað um ofneyslu áfengis hér á landi. Er það æskilegt að sterkur bjór komi til viðbótar? Allir hugsandi þingmenn hljóta að fella þetta frumvarp. Ég undrast ekki þó tveir lítt hugsandi sjálfstæðismenn séu aðalflutningsmenn, en að uppá- halds bamabókahöfundur minn, Guðrún Helgadóttir, sé meðflutn- ingsmaður þeirra get ég ekki ski- lið. Guð forði okkur frá þessum kaleik. Höfundur er fyrrverandi yfirvél- stjóri hjá Hitaveitu Reykjavíkur. i I l

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.