Morgunblaðið - 16.02.1988, Side 53

Morgunblaðið - 16.02.1988, Side 53
53 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1988 Minning: Sturla Svansson Fæddur 3. júní 1944 Dáinn 4. febrúar 1988 Hve óútskýranlegur er dauðinn, þegar hann birtist svo óvænt? En hvemig eigum við, sem skiljum ekki einu sinni lífið, að skilja dauð- ann? Sturla var alltaf kátur, alltaf hress og brosandi — þannig minn- umst við hans. Sturla vinur okkar er dáinn, en minningin um góðan dreng lifír. Minning sem gleður hjörtu okkar. Aðstandendum hans vottum við samúð okkar. Anna Þóra og Einar „Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur." Þessi setning leitar á hugann á þessari stundu er ég kveð vin minn, Sturlu Svansson, sem kallaður var á brautu með svo skjótum hætti. Þótt flest okkar myndum kjósa svona dauðdaga er alltaf erfitt að sætta sig við, að svo fyrirvaralaust sé klippt á lífsþráðinn hjá manni í blóma lífsins. Sturla fæddist í Reykjavík 3. júní 1944, elsta bam Unnar Sturludótt- ur og Svans Skæringssonar, pípu- lagningameistara, en hann lést fyr- ir þremur árum. Sturla ólst upp hjá foreldrum sínum og 10 systkinum. Minning: ^ Jón Guðni Arnason húsasmíðameistari Fæddur 21. febrúar 1914 Dáinn 6. febrúar 1988 Nú er hann elsku afí okkar, Jón Guðni Ámason, húsasmíðasmeist- ari, dáinn og em þá liðin átta ár frá því hann veiktist. Síðustu árin var hann rúmliggjandi. Það var erfítt fyrir okkur unga stráka að horfa á afa veikan og rúmliggjandi og oft hugsuðum við: Hvers vegna hann? Afí, sem var svo lífsglaður, heið- arlegur, gamansamur og góður. Og núna þegar við kveðjum hann í hinsta sinn koma upp í huga okkar margar ógleymanlegar minningar, sem munu geymast um alla framtíð. Það var oft glatt á hjalla hjá afa og ömmu á Bugðulæk, minningam- ar um afa að leika sér með okkur, afa að kenna okkur að spila og er hann tók upp harmonikkuna. Afí kunni líka að spila á munnhörpu og var hún oftast tekin með í ferða- lög, hún var ómissandi eins og fót- boltinn. Þær vom ófáar ferðimar upp í sveit með honum afa á Bron- conum, sunnudagsbfltúrar, útilegur og beijaferðir, því helstu áhugamál afa vom fjölskyldan, heimiiið, vinn- an og ferðalög um landið, hann unni náttúmnni og naut þess að ferðast. Um helgar á sumrin, oft á föstu- dögum eftir vinnu, dreif afí fjöl- skylduna út úr bænum, „út í Guðs Blómastofii Friðfinm Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 græna náttúruna", eins og hann sagði. Eitt af því sem afi brýndi fyrir okkur var heiðarleiki. Hann þoldi illa óréttlæti og hann var maður sem ekki gekk á bak orða sinna. Elsku amma, við biðjum góðan Guð að styðja þig á sorgarstund og vitum að minningin um góðan lífsförunaut veitir þér styrk. Með þessum fátæklegu orðum þökkum við honum fyrir allt og allt. Söknuð- urinn er sár en minningin bjarta mun lifa meðal okkar. Ðrottinn vakir, Drottinn vakir, daga og nætur yfír þér. Blíðlynd eins og besta móðir ber hann þig í faðmi sér. Allir þótt þér aðrir bregðist, aldrei hann á burtu fer. Drottinn elskar, Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. (S.Kr. Pétursson.) Hvfli hann í friði. Barnabörn Á heimili svona stórrar íjölskyldu hefur oft verið líflegt, enda var Sturla ánægðastur þegar líf og fjör var í kringum hann, og í nógu að snúast. Fyrir fjórum árum hitti ég Sturlu, en við hþfðum þá ekki sést í tvo áratugi. Ég var að stíga á bak hesti mínum upp í Víðidal þegar ríður upp að hlið mér snaggaralegur, brosandi maður og segir. „Átt þú líka bleikan hest?“ Ég leit upp og þar var Sturla kominn og sat bleik- an hest sem Seifur heitir og hann hafði mikið dálæti á. Upp frá þess- um degi áttum við saman margar ánægjustundir með þessum fer- fættu vinum okkar. Það var oft glatt á hjalla i kaffístofunni í hest- húsinu og þröngt setinn bekkurinn. Syni mínum, sem þá var að byija að sitja hest, lánaði hann þægan klár til afnota hvenær sem hann vildi. En með þeim tókst strax góð vinátta, sem með tímanum varð eins og besta samband feðga. Til Sturlu gat hann leitað með allt sem þarfnaðist úrlausnar, hvort sem það var viðgerð á hjólinu eða akstur austur í sveit, og ekki stóð á Sturlu að leysa málið. Þannig var hann við okkur öll, sem hann taldi vini sína, alltaf reiðubúinn að aðstoða og hjálpa, og þurftum við oft á aðstoð hans að halda, og hjá okkur á hann mörg handtökin, en hann var bæði laghentur og vandvirkur við það sem hann gerði. Það er margs að minnast þegar litið er til baka, því aldrei liðu marg- ir dagar að ekki heyrðist í Sturlu. Um leið og ég kveð þennan vin minn vil ég flytja honum þakkir frá systkinum mínum og foreldrun fyr- ir ánægjuleg kynni. Við þökkum honum samfylgdina og minnumst hans með hlýhug. Öllum aðstand- endum hans votta ég samúð mína. Blessuð sé minning hans. Hve skammt nær vor síðbúna þökk í þögnina inn, . sem þulin er líkt og afsökun horfnum vini. Hve stöndum vér fjarri þá stund er í hinsta sinn hans stirðnuðu hönd vér þrýstum í kveðjuskyni. (Guðm. fiöðvarsson.) Esther Opið öllkvöld til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar viö öll tilefni. Gjafavörur. Skreytum við öll tækifæri ikh;c; Reytjavikurvegi 60, tfml 53848. Mftwimum 6, síml 33878. Bojarhrauni 26, afml 50202. t Þökkum auösýnda samúð við andlát og jaröarför móður okkar, DAISY SÖGU JÓSEFSSON. Hildur Lárusdóttir, Karólína Lárusdóttir, Lúðvíg Lárusson. t Þökkum innilega fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför DÓRU BJARGAR THEODÓRSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til hjúkrunarfólks Kristín Pétursdóttir, Ragna Jónsdóttir, Björn Theodórsson, Jón Theodórsson, Helga Theodórsdóttir, á deiid 32a Landspítala. Helga Björnsdóttir, TheodórJóhannesson, Valgerður Kristjónsdóttir, Anne Höst Madsen, Örn Friðrik Georgsson. Steinefnaverksmiðjan Helluhrauni 14, sími 54034, 222 Hafnarfjörður t Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, SÆMUNDAR E. ÞÓRARINSSONAR. Kristfn Sæmundsdóttir, Þórarinn Sæmundsson, Reynir Sæmundsson. k t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför GESTS ÓLAFSSONAR frá Efri-Brúnavöllum, Skeiðum. Guðný G. Ólafsdóttir, Hjörtur Ólafsson, Guðlaug Ólafsdóttir og fjölskyldur. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall eiginkonu minnar og móður okkar, INGIBJARGAR ARNÓRSDÓTTUR, Freyjugötu 6, Reykjavík. Sæmundur Bjarnason, Arnór Þorláksson, Auður Sæmundsdóttir, Þorsteinn Sæmundsson. t Eiginmaður minn, faðir og afi, SIGURÐUR Á. SOPHUSSON verslunarmaður, Laufási 1, Garðabæ, lést í Borgarspitalanum 15. febrúar sl. Vilborg Jónsdóttir, Ragnheiður Sigurðardóttir, Sigurður Björnsson, Vilborg Björnsdóttir. t Innilegar þakkir fyrir sýnda samúð og hjálpsemi við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, INGIGERÐAR LOFTSDÓTTUR. Sérstakar þakkir eru færðar starfsfólki á Droplaugarstöðum fyrir elskulega hjálpsemi og hjúkrun við hina látnu. Hörður Óskarsson, Þorbjörg Sigtryggsdóttir, Ingveldur Óskarsdóttir, Einar Sveinsson, Jón Óskarsson, Katrfn Marteinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Alúðarþakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna fráfalls og útfarar GUÐRÚNAR JÓHANNESDÓTTUR frá Vik. Brandur Stefánsson, Jóhannes Brandsson, Þuríður Halldórs, Hrönn Brandsdóttir, Guðjón Þorsteinsson, Birgir Brandsson, Jóhanna Þórhallsdóttir, Hörður Brandsson og barnabörn. t Hugheilar kveðjur og þakklæti til ykkar allra sem sýnduð okkur samúð og hlýhug við andlát og útför dóttur minnar, móöur, tengdamóður, systur og ömmu, GUÐFINNU HALLDÓRSDÓTTUR frá Efri-Brúnavöllum, Skeiðum, Fossheiði 10, Selfossi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Suðurlands. Guð blessi ykkur öll. Halldór Bjarnason, Ólína María Jónsdóttir, Guðjón Egilsson, systkini og barnabörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður og afa, HARALDAR BREIÐFJÖRÐ ÞORSTEINSSONAR, Maríubakka 8. Jóhanna Haraldsdóttir, Gunnlaugur Valtýsson, Helga Haraldsdóttir, Jón Sveinsson, Ásgerður Haraldsdóttir, Birgir Sigurðsson, Kristín Haraldsdóttir, Birgir Þór Sigurbjörnsson, Gisli Haraldsson, Bergdís Guðnadóttir, Sævar Haraldsson, Aðalheiður Steinadóttir, Haraldur Vilbprg Haraldsson, Hrönn Sigurðardóttir og barnabörn. -•

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.