Morgunblaðið - 16.02.1988, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 16.02.1988, Qupperneq 58
C> 1985 Universal Press Syndicate -3 n Mamrna./ 'cO) heli ob \j)h hetóum komife oklcur samon um — engcxn Lúxus.11 Ást er__ . . . aðgjóta augunum hvort til annars. TM Reo. U.S. Pat. Off.—all rights reserved c1984 Los Angeles Times Syndicate Með morgunkaffinu POLIUX 125 Tuttugu og fimm, tuttugu og sex, Ég er að skrifa konunni minni. tuttugu og sjö og. .. Ég nefni þig ekki. Hún færi þá af hjörunum! Allir ættu að hafa sömu laun TU Velvakanda. Þegar farið er að semja um laun hér á landi, hefst upp mikill bæg- slagangur. Eftir mikia baráttu, togstreitu og verkföll ef iila geng- ur, nást samningar. Þar koma fram ótrúlegustu tilbrigði á launum fólks og er munurinn mjög mikill. 011 þessi læti og það sem af þeim leiðir er skrípaleikur. Auðvit- að eiga allir að fá sömu laun, mið- að við þarfír sínar sem eru að mestu leyti þær sömu. Þó er'Sítils- háttar munur á neysluþörf eftir þyngd og hreyfíngu. Þann mun væri hægt að reikna út. Annars eiga allir að vera á sama kaupi, hver lifandi maður án tiilits til ald- urs eða kynferðis eða tegundar vinnu. Þjóðhagsstofnun færi létt með að reikna út þjóðartekjur síðasta árs, áætla síðan kostnað við uppbyggingu og viðhald, ætla svo ríflega upphæð í varasjóð þeg- ar vel árar. Deila síðan afgangin- um jafnt á milli allra þegnanna. Það eru hin réttu laun. Þeir sem reka fyrirtæki reikna sér síðan laun samkvæmt þessu og skila svo af- ganginum til ríkisins. Þau fyrir- tæki sem bera sig ekki, verða að gangast undir skoðun sérfræðinga sem dæma hvort rekstri verði hætt eða eigandinn aðstoðaður til að halda áfram. Allir þeir sem taka til sín meira en sem nemur þeirra hlut eftir þessari viðmiðun, eru í raun að stela frá heildinni. Það er ekki nóg með það að þeir hafí möguleika til að kaupa sér meira dót en hinir, heldur öðlast þeir líka meiri völd. Það er skriðið fyrir þeim sem eiga peningana. Athygl- isverð dæmi um þetta eru þegar einhveijum tekst að semja met- sölubók, eða slá í gegn með mok- sölu af rándýrum málverkum. Þá er hlaupið til að veita þessu fólki ríkisstyrki og verðlaun, einmitt þegar það þarf þess ekki lengur með. Þama er verið að nudda sér upp við þá sem eru orðnir frægir og ríkir. Þetta er einskonar sam- trygging með þeim sem eru að komast í tölu þeirra. Skólakerfíð á mikla sök á við- gangi launamunarins. Það gerist með þeim einkarétti sem mönnum er helgaður á hinum ýmsu atvinnu- greinum með því að ganga í gegn um skóla. Þá er ekki spurt um hæfni né áhuga. Fólki, sem ekki hefur gengið í skóla, er meinað að vinna. Þetta er algjör óhæfa og í raun mannréttindabrot. En sijómendur kerfísins halda yfír þessu vemdarhendi og skiþa sér í launaflokka yfír alla. Ekki vil ég gera lítið úr fræðslu og þekkingu, það er hvort tveggja undirstaða velmegunar. Einn þátt- urinn í valdaneyslu peningamann- anna er að halda þekkingunni fyr- ir sig. En menntunin á að vera fyrir alla sem vilja og geta þegið hana. Hana þarf að efla og færa úr skólum tii vinnustaða og heim- ila, vera til boða öllum þegnum landsins. Fjölmiðlar eru kjörinn vettvangur fræðslunnar, enda er gott fólk að vinna að þeim málum. Ég hef mikla trú á því unga fólki sem nú er að alast upp, og ég geri mér vonir um að verðmæta- mat þess sveigist frá peningum og völdum til göfugri hluta, fram- leiðslu, hjúkranamáms, rann- sókna. Telji hin sönnu laun í því fólgin að þetta takist vel og byggi þar með upp þjóðfélagið sem það lifír í og lifír af. Þá kemur að því að hlegið verður að þeim, sem reyna að ná til sín meiri fjármunum en þeim ber. Hætt er þó við að afl þeirra sem hafa mesta peningana verði um sinn svo sterkt að það hindri eðli- lega þróun. Ég hef illan gran um að fámennur hópur „auðmanna" styðji hver annan í því að raka að sér fé af framleiðslu þjóðarinnar og bera það til útlanda og koma því þar fyrir í fasteignum og bönk- um. Ég sá fyrir skömmu voldugan mann í sjónvarpi. Þar sagði hann blygðunarlaust yfír alla þjóðina „að leysa þyrfti þær hömlur sem verið hefðu á því að íslendingar gætu fjárfest í öðrum löndum". Á sömu vígstöðvum er rætt um að flytja orku, sem framleidd yrði með vatnsorku hér á landi, tii Skot- lands. Þetta er boðskapur um að leggja landið í eyði. Við vitum það að vegna hnattstöðu íslands er það á mörkum hins byggilega heims. Ef árferði versnar, gæti það átt fullan rétt á að flytja héðan. En við get- um ekki liðið það að tiltölulega fáir menn sópi saman eignum þjóð- arinnar fyrir sig sjálfa og flytji þær til útlanda. Ef rétt er að flýja ís- land, á sá flótti að fara skipulega fram og vel undirbúið. Þá eigá allir að ganga jafnir frá borði. Unga fólk, athugið vel hvað er að gerast og hugsið til framtíðarinn- ar. Við eram á tímamótum. Hvaða stefnu á að taka? Ef til vill er besta leiðin einskonar bylting. Það yrði að vera friðsamleg, siðferðileg bylting. Kristleifur Þorsteinsson Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur dl að skrifa þættinum um hvað- eina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 12, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskiptingar, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundur óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina þvi til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir iáti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. Yíkverji skrifar HÖGNI HREKKVÍSI »pETTA EfZ EIMN AFbeSSUM PÖGÚM." Idag er sprengidagur. Sjálfsagt er meira keypt af saltkjöti í verzl- unum á sprengidag og dagana á undan en á nokkram öðrum árstfma. Það kom Víkveija hins vegar á óvart nú um helgina, að tvær verzlanir a.m.k. sáu ekki ástæðu til að selja viðskiptavinum sfnum saltkjöt öðra vísi en í fyrir- frampökkuðum plastpokum. Víkveiji þykist vita, að mörgum þyki óþægilegt að kaupa kjöt, sem búið er að pakka áður en það er keypt. í þeim tveimur verzlunum, þar sem Víkveiji kom á laugardag, þ.e. í Hagkaup í Kringlunni og SS í Austurveri stóðu viðskiptavinir og snera þessum plastpokum fram og til baka til þess að athuga, hvers konar kjötbitar vora í þessum pakkningum og áttu ekki auðvelt með að átta sig á því. Þetta er auðvitað engin þjónusta við neyt- andann að bjóða honum vöru, sem búið er að pakka fyrirfram á þenn- an hátt. XXX Nú er lax á boðstólum í flestum verzlunum. Þetta er náttúr- lega eldislax. Þetta þýðir, að lax er borinn fram í heimahúsum og á veitingahúsum allan ársins hring. Þessu verður auðvitað ekki breytt, þar sem fískeldi er að verða meiri- háttar atvinnugrein hér, eins og lesa mátti í viðskiptablaði Morgun- blaðsins si. fímmtudag, þar sem fram kom, að fískeldisstöðvar í landinu eru um 100 talsins. En óneitanlega verður ekki jafn skemmtilegt að borða lax að sumri til eftir þá breytingu, sem nú er að verða á neyzluvenjum að þessu leyti. Hitt er svo annað mál, að eld- islaxinn er enn sem komið er ekki eins bragðgóður og sá lax, sem veiddur er að sumri til. XXX að er að verða svo dýrt að leigja stæði undir bíl í miðborg Reykjavíkur, hvort sem er við stöðumæli, í Kolaporti eða á þaki tollstöðvarinnar, að þeir sem starfa í miðbænum era að byija að hika við að koma á bifreið til vinnu. Hvers vegna í ósköpunum þurfa bílastæði að vera svona dýr? Þetta endar kannski eins og í New York en þeir, sem búa á Manhattan eiga yfírleitt ekki bíl vegna þess hversu dýrt er að leigja stæði þar í borg. Reykjavík virðist vera á sömu leið! XXX * Iviðskiptablaði Morgunblaðsins sl. fímmtudag var skýrt frá mikl- um hagnaði flestra viðskiptaban- kanna. Þegar menn lesa peninga- markaðinn hér í blaðinu verður auðskiljanlegt hvers vegna bank- amir græða svona mikið. Innláns- vextir sem þeir borga af almennum sparisjóðsbókum era svo lágir, að þeir ná ekki einu sinni verðbólgu- stiginu, jafnvel þótt innistæðan sé bundin í einhveija mánuði. Innláns- vextir af tékkareikningum era tæp- lega þriðjungur af þeim vöxtum, sem bankamir taka, ef veitt er heimild til yfirdráttar. Hversu lengi ætla viðskiptabankarnir að hafa fé með þessum hætti af því fólki, sem geymir peninga sína af einhveijum ástæðum inn á almennum spari- sjóðsbókum? t
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.