Morgunblaðið - 16.02.1988, Side 59

Morgunblaðið - 16.02.1988, Side 59
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1988 59 Andvaraleysi eða fyrirhyggja Til Velvakanda Frosthörkur og norðanbál á þorra þykja nú sæta tíðindum á íslandi og er mikið rætt um þetta í fjölmiðl- um. Fiskeldismenn hafa farið illa út úr þessum norðanhvell og munu verðmæti uppá milljónir króna töp- uð hjá þeim. í þessu tilfelli gerðu menn sér hættuna ljósa en vonuðu að tíðin yrði mild eins og undan- fama vetur. En íslendingar mega ekki verða of andvaralausir í þessu efni. Til eru traustar heimildir um mikla frostavetur og er ég hræddur um að ýmsum myndi bregða við ef kæmi einn slíkur. Frostavetur er engin nýlunda á íslandi. Flestir kannast við lýsingar frá frostavetrinum mikla 1918, sem veðurfræðingar vilja víst kalla frostamánuðinn mikla 1918. Harð- an frostavetur gerði og 1881. Þá gátu menn gengið á ís rakleitt frá Reykjavík uppá Kjalames. Sem betur fer em íslensk íbúðar- hús flest vel úr garði gjörð og þola mikið frost. En hætt er þó við að dýrt yrði að kynnda stórt húsnæði á miklum fímbulvetri og kæmu þeir líklega betur út semí hefðu minna umleikis. Menn skyldu varast að treysta því að frostavetur sem þess- ir komi ekki í framtíðinni rétt eins og þeir hafa komið áður. Öll fyrir- Til Velvakanda Enn er verið að takast á um bjór- inn. Bannmenn fara geyst að vanda og hafa verið óvenju ósvífnir í þetta sinn. Þeir telja sig vera einu sérfræð- ingana í málinu og einoka nefndir og ráð. Frá þeim streyma síðan mi- stúlkanir og villandi upplýsingar. Þeir sem hlynntir em bjórfrumvarp- inu virðast oft ekki hafa miklar áhyggjur af framgangi þess. Flestir geta útvegað sér bjór hjá einkafram- takinu hvort sem er og ef ÁTVR kæmi inn á markaðinn með sína álagningu mætti búast við hækkandi tæki og atvinnuvegir verða að taka mið af þessu því slíkur vetur gerir ekki boð á undan sér. Þorri markaðsverði. Þetta sjónarmið hefur víða heyrst. Aðalatriðið í málinu er hins vegar sú staðreynd að mikill meirihluti þjóðarinnar er hlynntur frumvarpinu. En þingmenn eiga eins og oft áður erfitt með að standa á móti hávaðasömum þrýstihópum eins og bannmönnum. Þannig er það lýð- ræðið sem skaðast og afleiðingin verður viðhald laga sem meirihlutinn er andvígur og það eykur enn á virð- ingarleysi gagnvart lögum. Ég skora því á fólk að fýlgjast vel með málinu og hvemig þingmenn greiða atkvæði. Ragnar Hallbergsson Bjórfrumvarpið: Mistúlkanir o g villandi upplýsingar Merkjasala á öskudag Merkjasala Reykjavíkurdeildar Rauða kross íslands verður með nýju sniði í ár. Merki verða ekki afgreidd í skólum eins og undanfarin ár, en börnum verður gefinn kostur á að taka þátt í merkjasölu á öskudag 17. febrúar. Merkin verða afgreidd þriðjudaginn 16. febrúar frá kl. 14.00-18.00 á Öldugötu 4. Sjá einnig í auglýsing- um um aðra afgreiðslustaði og afgreiðslutíma. Börn hafi með sér nafnskírteini, Þau börn, sem ekki hafa nafnskírteini, komi með skriflegt leyfi foreldra. Nánari upplýsingar í síma 28222. Rauði Kross'lsiands VILTUSTÆKKA? Með MAXI-speglunum getur þú, á ódýran og þægilegan hátt, stækkað lítil herbergi og þrönga ganga. Fjögur stk. í pakka m/festingum. Breidd 40 cm. Lengd 60 cm. REYKJAVfK OÍTIROn AFGREIÐSLUKASSAR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.