Morgunblaðið - 16.02.1988, Qupperneq 63

Morgunblaðið - 16.02.1988, Qupperneq 63
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1988 Jón Kort við þorskhausa- og lifrarbinginn sem húnninn át úr. Morgunblaðið/RAX þau væru eftir sama dýrið og fundu engin spor eftir stærra dýr, en allt útlit var fyrir að bjamdýrs- húnninn hefði gengið á land fyrir nokkrum dögum, því bæli fundu menn skammt frá landtökustaðn- um. Bjamdýrshúnninn er aðeins 60—70 kg á þyngd og því vart orðinn eins árs gamall. Venjulega eru húnamir með móður sinni til tveggja ára aldurs, því þeir eiga erfítt með að bjarga sér fyrr, og því óttuðust menn að biman væri skammt undan og hún getur orðið stórhættuleg ef hún er að leita að í unga sínum auk þess sem bjamdýr eru með hættulegri dýmm. Heima- mönnum í Haganesvík þótti auð- heyrilega leitt að hafa þurft að drepa þetta unga dýr, en annað þótti ekki fært, því ekki hefði ver- ið hægt að taka áhættu gagnvart bömum og búpeningi. — á.j. íslensku skákmennirnir um miðjan hóp keppenda Karl Þorsteins í úrslit heimsmeistaramótsins í hraðskák ÍSLENSKU skákmönnunum í St. John hefur gengið misjafnlega á alþjóðlega opna skákmótinu sem þar stendur yfir. Eftir 6 um- ferðir hefur Helgi Ólafsson feng- ið 3,5 vinninga en Margeir Pét- ursson og Karl Þorsteins eru með 3 vinninga. Efstir á mótinu eru stórmeistararnir Yasser Seiraw- an og Lputjan með 5 vinninga. Karl Þorsteins tryggði sér fyrir helgina sæti í úrslitum heims- meistaramótsins í hraðskák. Helgi Ólafsson hefur teflt við sterkustu andstæðingana af íslend- ingunum og gerði hann jafntefli í 4 sfðustu skákum sínum við stórmeist- arana Kiril Georgiev, Dimitrij Gure- vitjs sem var aðstoðarmaður Viktors Kortsjnojs, Jaan Ehivest og Inhiov. Allar þessar skákir hafa verið langar og miklar baráttuskákir. Margeir Pétursson gerði jafntefli við breska alþjóðameistarann Gallag- her í 3. umferð en tapaði siðan fyrir stórmeistaranum Anatolij Lein í 4. umferð. Þetta var fyrsta kappskákin sem Margeir tapaði síðan á móti í Moskvu í maí í fyrra og hefur hann í millitíðinni teflt vel yfír 30 kapp- skákir án taps. í 5. umferð vann Margeir Karl Þorsteins en í 6. um- ferð tapaði hann fyrir búlgarska al- Þrjú hross fyrir bifreið þjóðameistaranum Krum Georgiev, bróður Kirils. Karl vann bandarísku stúlkuna Ginu Linn í 3. umferð en Gina hafði í fyrstu tveimur umferðunum gert jafntefli við stórmeistara. Hann tap- aði fyrir sovéska stórmeistaranum Gipsils í 4. umferð, síðan fyrir Mar- geiri f 5. umferð en vann Kanada- manninn Boyd í 6. umferð. Karl Þorsteins hefur bæst í hópinn sem teflir í úrslitum heimsmeistara- mótsins f hraðskák 18. febrúar en hann tiyggði sér annað af tveimur sætum í úrtökumóti sem fór fram á föstudag. Griinfeld varð f ' fyrsta sæti en Karl varð í 2.-4. sæti ásamt tveimur Júgóslövum, þeim Djuric og Ivanovich. Þeir tefldú svo sín á milli og hafði Karl sigur. Karl tefldi við bandaríska stór- meistarann Walther Browne í sfðustu umferðinni og varð að vinna. Það gerði hann á afgerandi hátt - með því að drepa kóng Brownes þegar hann sá ekki skák. Alls tefla 32 skákmenn í úrslitun- um og hefur Helgi Ólafsson einnig tiyggt sér sæti þar. áLaxárbrÚ Keflavík: Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Krakkamir f 9. bekk í Holtaskóla í Keflavik með afraksturinn af flöskusöfnuninni sem reyndist vera 6.000 flöskur. Ágóðinn á að renna í Frakklandsferð í vor. Söfnuðu 6000 flöskum Höfn, Horaafírði. ÞAÐ óhapp varð á Laxárbrú í Nesjum á sunnudaginn, að rútu- bifreið ók á þijú hross. Bifreiðin var á suðurleið og f rökkrinu varð bílstjórinn einskis var fyrr en hann var lentur á hrossunum. Tvö þeirra voru aflífuð strax á slysstað, en það þriðja mánudags- morgun. Tjón varð lítið á bifreið- inni. Hrossunum hafði verið hleypt út meðan á gjöf og hreinsun hest- húss stóð, en þau tekið á rás uppá veg, með fyrrgreindum afleiðing- um. Þau voru í eigu eins og sama aðila. Keflavfk. KRAKKARNIR f 9. bekk f Holta- skóla f Keflavfk tóku sig til um daginn og stóðu að flöskusöfnun meðal bæjarbúa og tókst þeim að safna 6.000 flöskum á einum degi. Ágóðann ætla þau að nota til Frakklandsferðar f maf, en þá ætla þau að heimsækja jafnaldra sína f Hem f Norður-Frakklandi sem er vinabær Keflavfkur. í fyrra var formlegum tengslum komið á milli bæjanna og þá kom hópur franskra ungiinga ásamt kennurum til Keflavíkur og dvöldu á heimilum í bænum. Síðan endurguldu krakkamir í 9. bekk heimsóknina og bjuggu á heimilum jafnaldra sinna í Hem. Sama hátt á að hafa á í ár og eru frönsku unglingamir væntanlegir í apríl, en 9. bekkur fer utan í maí og standa þeir nú að margvíslegum fjáröflunarleiðum til að standa straum af kostnaðinum. loftræstiviftur - m FALKINN A ____Þekking Reynsla Þjónusta_ SUDURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 TMB? , - JGG. - BB
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.