Morgunblaðið - 13.03.1988, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. MARZ 1988
9
HUGVEKJA
...........
Skrifaðu það
ájörðina
eftir sr. HALLDÓR GUNNARSSON
■ 4. sd. í föstu
Jóh. 6; 35.-51.
Jóh. 8; 2.—11.
Mér var heilsað í símanum með
lágri röddu. Fullorðinn karlmaður
baðst afsökunar á ónæðinu og
sagðist ekki geta sagt til nafns.
Hann ætti við mikinn vanda að
stríða, sem hann réði ekki við en
vildi svo gjaman yfirstíga. Hann
væri búinn að búa í löngu hjóna-
bandi, en hefði svo komist að því
fyrir nokkrum árum að konan
hefði verið honum ótrú í mörg ár.
Það hefði átt sér stað mjög erfitt
uppgjör milli þeirra, sem hefði
endað með því að hann fyrirgaf
í orðum og þau síðan ákveðið að
búa áfram saman. Honum þætti
vænt um konuna sína, en fyrir-
gefningin væri ekkki ennþá komin
í huga hans. Allt hefði breytzt og
fortíðin væri honum ljóslifandi
með nagandi afbiýðisemi. Hann
hefði í bænum sínum reynt að
biðja um frið og lausn frá þessum
vanda, en allt komið fyrir ekki.
Hvað gæti hann annað gert?
Ég reyndi að útlista fyrir hon-
um nauðsyn þess að ræða þetta
vandamál við einhvern sem hann
treysti og að hann skyldi vera
minnugur þess að fortíðinni gæti
hann ekki breytt.
Nokkrum dögum síðar kom upp
í huga minn frásögnin um það
þegar fræðimennimir og Faríse-
amir komu með hórseku konuna
til Jesú og vildi grýta hana og
sögðu: „Hvað segir þú um hana?“
En Jesús laut þá niður og ritaði
með fingrinum á jörðina. En þar
eð þeir héldu áfram að spyrja
hann, rétti hann sig upp og sagði
við þá: „Sá yðar sem syndlaus er,
kasti fyrstur steini á hana.“ Og
hann laut aftur niður og ritaði á
jörðina með fingrinum. Síðan fóm
eþir burt og síðast sagði Jesú við
konuna: „Eg sakfelli þig ekki
heldur. Far þú, syndga ekki upp
frá þessu."
Eigir þú í líku sálarstríði út af
einhveiju sem skeð hefur bið ég
þig að hugleiða þetta. Jesús skrif-
aði dóm sinn á jörðina, á sandinn,
þar sem aldan máði orðin út eða
í moldina, þar sem gróðurinn huldi
orðin. Hann gerði það tvisvar,
fyrst gagnvart synd konunnar og
síðan aftur gagnvart synd þeirra
sem hana dæmdu. Hann dæmir
syndina en horfist í augu við þann
sem syndgar og hann fyrirgefur.
Okkur mönnunum er hættara á
að dæma þann sem syndgar eða
brýtur lög, þegar það kemst upp,
en horfa fram hjá syndinni eða
lögbrotinu á meðan það er án
kæm, án dóms, — já, jafnvel í
okkar eigin fari, gjörð sem er
hulin eða löngun, sem við höfum
marg oft fallið fyrir í huganum.
Jafnvel þessa ódrýgðu synd hugs-
unarinnar dæmdi Jesús miskunn-
arlaust, því hann dæmdi syndina,
en umvafði syndarann. Hann
dæmir á gmndvelli siðferðis og á
gmndvelli þeirrar stundar sem
syndin á sér stað. Fyrirgefningin
er gefin þegar einstaklingurinn
hefur sigrað syndina. Dómurinn
er í syndinni sjálfri, afleiðingu
hennar, sem enginn kemst undan,
því syndin er brot á lífslögmáli
Guðs og sá sem hana drýgir upp-
sker eins og hann hefur sáð til.
Þegar við því mætum þessari
uppgjörsstund að fyrirgefa öðr-
um, sem hefur brotið gegn okkur,
þá eigum við fyrst að líta í eigin
barm og ef brotið er stærra en
við ráðum við að fyrirgefa, þá
getum við skrifað það á jörðina
og látið ölduna má það út eða ný
blóm hylja það. — Þá getum við
rætt það við trúnaðarvin eða skrif-
að það niður á blað og með því
litið það með nýjum hætti. Aðrar
hliðar kunna að koma upp, aðrar
ástæður og aðrar afleiðingar, en
við gerðum okkur grein fyrir áð-
ur. Það var ef til vill eitthvað í
eigin fari eða annað, sem hefði
getað hent okkur sjálf sem kemur
fram og á að skrifast á jörðina-
og mást þar út, gleymast í fortíð
til þess að við getum tekið á
móti blómstrandi blómi úr jarð-
vegi sem hefur brotnað og mul-
ist. Þannig getur þjáning leitt til
hamingju, sé fyrirgefning gefin
algjörlega, syndin dæmd, en synd-
aranum fyrirgefíð.
Til þess að geta þetta, verðum
við að sækja styrk okkar til hans,
þennan andlega styrk, sem gefur
okkur sigur yfir hugsuninni. Það
er erfíðast. I orðum ritningarinn-
ar, sem tilheyra þessum sunnu-
degi, fjallar Jesús um þennan
andlega styrk sem við eigum í
kristinni trú og segir: „Eg er
brauð lífsins. Þann mun ekki
hungra sem til mín kemur, og
þann aldrei þyrsta, sem á mig
trúir." Þetta er fagnaðarboðskap-
ur föstunnar, þjáningarinnar og
syndarinnar. Þetta er lífíð sjálft
sem við mætum með einum eða
öðrum hætti og verðum að takast
á við.
Guð gefí að syndin okkar sé
skráð í sandinn og að við stöndum
frammi fyrir honum, þegar hann
segir: „Ég sakfelli þig ekki held-
ur. Far þú, syndga ekki upp frá
þessu."
UFANDIPENINCAMARKAÐUR
IKRINGLUNNI
fjármál fyrirtakisins _
Hjá Fjárfestingarfélaginu í Kringlunni
erlifandi peningamarkaður
og persónuleg þjónusta.
FJARFESHNGARFÉLAGIÐ
Kringlunni 123 Reykjavík Sími 689700
Opið mánudaga til föstudaga kl. 10 — 18
og laugardaga kl. 10 — 14
Brynhildur Sverrisdóttir
Stefán Jóhannsson
Símsvari ALLAN SÓLARHRINGINN í síma 28506. Upplýsingar um daglegt gengi Kjarabréfa, Markbréfa, Fjölþjóðabréfa og Tekjubréfa
Gengi: 11 mars 1988: Kjarabréf 2,700 - Tekjubréf 1,378 - Markbréf 1,401 - Fjölþjóðabréf 1,268