Morgunblaðið - 19.03.1988, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MARZ 1988
29
Stj órnarkreppan á Ítalíu:
DeMita leggur for-
mennskuna að veði
Reuter
Björgunarmenn freista þess að komast um borð í gasflutningaskipið
„Maria 2“ sem íranir réðust á i gær á sunnarverðum Persaflóa.
Mílanó, frá Benedikt Stef&nssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
FORMAÐUR Kristilega demó krataflokksins, Ciracao DeMita, hófst í
gær handa við myndun 48. ríkisstjórnar Ítalíu frá striðslokum. Nokkur
svartsýni ríkir um að DeMita geti sætt ágreining innan „Fimmflokks-
ins“ svonefnda, sem myndað hefur rikisstjórnir ítaliu þennan áratug.
DeMita hefur sett sér það mark-
mið að ná saman „sterkri" ríkisstjóm
sem njóti öruggs þingmeirihluta til
loka kjörtímabilsins árið 1990. Til
þess þarf hann stuðning Bettinos
Craxis, formanns sósíalistaflokksins,
sem hafnaði því að DeMita settist í
stól forsætisráðherra síðastliðið
haust og veitti Giovanni Goria bless-
un sína í staðinn. Craxi lætur fátt
uppi um fyrirætlanir sínar þessa
dagana. Hann hefur ekki lagt stein
í götu DeMita en ætlar augsýnilega
ekki að létta undir með honum.
Giovanni Goria sagði af sér emb-
ætti forsætisráðherra síðastliðinn
fimmtudag þegar ráðherrar sósíal-
ista og sósíaldemókrata lýstu sig
andvíga þeirri ákvörðun hans að
ljúka framkvæmdum við umdeilt
kjamorkuver á Mið-ítal(u. Stjómar-
kreppan hafði reyndar verið boðuð
með mánaðarfyrirvara. Um miðjan
febrúar féllst Goria á að draga lausn-
arbeiðni sína til baka meðan fjárlög
íranir ráðast á flutn-
ingaskip á Persaflóa
Segja 4.000 manns hafa fallið í efnavopnaárás Iraka
Nikósíu, Reuter.
ÍRANIR gerðu árásir á þrjú skip
á Persaflóa í gær en íröskum
eldflaugum rigndi yfir Teheran.
íranir tilkynntu hins vegar að
þeir hefðu unnið mikið tjón í
bardögum á norðurvígstöðvun-
um og sökuðu íraka um að beita
efnavopnum.
Heimildarmenn Reuters-trétta.-
að flytja kúrda, sem særst hefðu í
efnaárásum íraka, af norðurvíg-
stöðvunum og að ekki færri en
4.000 manns hefðu látið lífið í bæn-
um Halabja eftir efnavopnaárás ír-
aka. írakar kváðust hins vegar ekki
hafa gert árásir á bæ þennan sem
er innan landamæra íraks og viður-
kenndu að hann væri á valdi Irana.
Einnig var frá því skýrt í gær
að íranir hefðu skotið 28 eldflaug-
um á landamærabæi í írak og hefði
flugskeytunum verið beint að hem-
aðarlega mikilvægum mannvirkjum
svo sem stíflum og orkuverum. Þá
hefði stórskotalið Irana haldið uppi
árásum á hafnarborgina Basra f
suðurhluta landssins.
væra afgreidd í þinginu. Samkvæmt
þegjandi samkomulagi áttí stjómin
að fara frá í friðsemd undir lok þess-
arar viku. Öllum að óvöram kaus
Goria að sprengja stjómina þegar í
odda skarst vegna kjamorkuversins
og koma þannig hlutaðeigandi flokk-
um í klípu.
Sósíalistar og sósíaldemókratar
sem ásamt ójálslyndum mynda
vinstri arm „Fimmflokksins" þurfa
nú að standa fastir á sínu gagnvart
kristilegum demókrötum og repú-
blikönum sem era fylgjandi því að
kjamorkuverið verði gangsett. Að
flestra mati áttu stjómarmyndunar-
viðræðumar að snúast um brýnni
málefni: þingsköp, stjómkerfisbreyt-
ingar og baráttu við spillingu innan
kerfisins. Harmsaga ráðuneytis Gor-
ia hefur neytt ítali til að horfast í
augu við brotalamir í stjómarfari
landsins. Er ljóst að næsta ríkisstjóm
þarf að takast á við þessi verkefni
með einum eða öðram hætti.
Þær breytingar sem helst era
nefndar er að afnema leynilegar at-
kvæðagreiðslur í þinginu, skipta
hlutverkum með fulltrúadeild og öld-
ungadeild og auka völd forsætisráð-
herra. Næsta skref gæti orðið að
endurskoða kosningalögin til þess að
fækka flokkum á þingi og jafnvel
brejrtingar á forsetaembættinu að
bandarískri fyrirmynd.
Til þess að mynda þá sterku ríkis-
stjóm sem DeMita óskar sér þarf
hann ekki aðeins að kljást við and-
stæðinga úr öðram flokkum heldur
menn úr eigin röðum, oddvita hinna
andstæðu fylkinga innan kristilega
demókrataflokksins. Með því að taka
sjálfur við umboði til stjómarmynd-
unar gekk hann þvert á hefð innan
fiokksins og leggur í raun for-
mennsku sfna að veði. Á blaða-
mannafundi á miðvikudag sagðist
DeMita þjást af höfuðverk sem
líklega lýsir best þeirri erfíðu aðstöðu
sem hann er nú í.
Suður-Afríka:
Ný gögn í máli blökkumann-
anna sex frá Sharpeville
Jóhannesarborg, Reuter.
LÖGFRÆÐINGUR blökkumann-
anna sex frá Sharpeville, sem
dómstóll í Suður-Afríku hefur
dæmt til dauða, sagði i gær að
hann hygðist krefjast þess að mál
þeirra yrði tekið fyrir að nýju.
Aftöku fólkins, sem fram átti að
fara í gær, var frestað um mánuð
á fimmtudag eftir að ný gögn
höfðu komið fram í málinu.
Mál sexmenninganna hefur vakið
mikla athygli víða um heim og hafa
ráðamenn og ríkisstjórnir fjölmargra
ríkja fordæmt framferði yfirvalda í
Suður-Afríku. Blökkumennirnir sex,
fimm karlar og ein kona, voru
dæmdir til dauða á síðasta ári og
þóttu forsendur dómsins vægast
sagt hæpnar. Fólkið var gert ábyrgt
fyrir drápi á suður-afrískum emb-
ættismanni í Sharpeville, skammt
frá Jóhannesarborg árið 1984, þó
svo viðurkennt væri í dómsúrskurð-
inum að blökkumennimir sex hefðu
ekki myrt embættismanninn. Sagði
hins vegar í úrskurðinum að sak-
bomingamir væra sama sinnis og
þeir sem myrtu embættismanninn á
hinn hroðalegasta hátt.
Aftöku fólksins hefur verið frest-
að til 18. apríl eftir að uppvíst varð
að eitt lykilvitnið í málinu hafði log-
ið fyrir rétti. Nokkram klukkustund-
um áður en tilkynnt var að aftöku
fólksins hefði verið frestað sprakk
bílsprengja í bænum Kragersdorf í
útjaðri Jóhannesarborgar og biðu
Reuter
Mikil fagnaðarlæti brutust út í Pretóríu á fimmtudag er þær fréttir
bárust að aftöku blökkumannanna sex frá Sharpeville hefði verið
frestað þar eð ný gögn hefðu komið fram í málinu. Myndin sýnir
hvar lögfræðingur fólksins, Prakash Diar, er borinn á háhesti fyrir
utan hæstarétt Pretoríu.
þrír menn bana en um 20 særðust.
Stjóm hvíta minnihlutans í Pretoríu
sakaði skæraliða Afríska þjóðar-
ráðsins um að hafa borið ábyrgð á
ódæðinu. Hafa stjómvöld sett
25.000 dali til höfuðs manni einum
sem sagður er hafa verið viðriðinn
sprengjutilræðið. Sá er fylgismaður
Afríska þjóðarráðsins en er hvítur á
hörand, sonur þekkts ritstjóra í Suð-
ur-Afríku.
Lögfræðingur fólksins, Prakesh
Diar, hefur tilkynnt að hann hyggist
fara þess á leit við yfírvöld að málið
verði tekið upp að nýju og kveðst
hann stefna að því að skjólstæðingar
sínir verði sýknaðir af öllum ákæra-
atriðum.
stofunnar á sunnanverðum Persa-
flóa sögðu írani hafa ráðist á þijú
skip á flóanum; norska risaolíuskip-
ið „Berge Lord“, olíuskipið „Nept-
une Subara" frá Singapúr og gas-
flutningaskipið „Maria 2“ sem er í
eigu Japana en siglir undir fána
Panama. Vitað var um einn mann
sem týnt hafði lífi og íjöldi manna
var sagður hafa særst. Tvö skip-
anna vora stödd á Hormuz-sundi
en hið þriðja skammt undan strönd
Dubai.
Irakar skutu fjölda eldflauga að
Teheran, höfuðborg írans, og til-
kynntu að auki um árásir á tvö olíu-
skip á flóanum. IRNA, hin opinbera
fréttastofa írans, skýrði frá því að
ótilgreindur fjöldi óbreyttra borgara
hefði fallið og særst í loftárásum
íraka á fimm borgir í íran. Var og
frá því skýrt að unnið væri að því
DanmÖrk:
Spáð versn-
andiefnahag
Kaupmannahöfn, frá Nils Jörgen
Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins.
ÞJÓÐBANKI Danmerkur
spáir samdrætti i efnahagslíf-
inu og vaxandi atvinnuleysi
næstu tvö árin.
Erik Hoffmeyer bankastjóri
Þjóðbankans varar I ársskýrslu
bankans við linku í efnahags-
málum og segir skipta sköpum
að það takist að minnka hallann
á vipskiptum við útlönd. í skýrsl-
unni kemur fram að 272 millj-
arðar danskra króna eða 13%
af útflutningstekjum Dana fari
nú í að borga vexti af erlendum
lánum.
rGEGN MGREIÐSLlh
FLUGLEIÐIR
Kaupum og seljum hlutabréf
Flugleiða gegn staðgreiðslu.
Kaupverð nú er kr. 2.700,-
fyrir hverjar 1.000,- kr.
nafnverðs.
HluLabréfamarkaóurinn hf.
Skólavörðustíg 12, 3.h.,
101 Reykjavík.
rGEGN MGRHÐSLLH
U€RZHJNflRBflNKI ÍSLANDS HF
Kaupum og seljum hlutabréf
Verslunarbanka fslands
gegn staðgreiðslu. Kaupverð
nú er kr. 1.350,- fyrir
hverjar 1.000,- kr.
nafnverðs.
fllulabréfamarkaóurinn hf.
Skólavörðustíg 12, 3.h.,
101 Reykjavík.
rGEGN SlAÐGREIÐStU-
EIMSKIP
Kaupum og seljum hlutabréf
Eimskips gegn staðgreiðslu.
Kaupverð nú er kr. 4.000,-
fyrir hverjar 1.000,- kr.
nafnverðs.
HluLabréfamarkaóurinn hf.
Skólavörðustíg 12, 3.h.,
101 Reykjavik.
VJlAJil aiAUVJÍVLLUJLL
Ærnrgrrf^?
TRYGGINGAR
Kaupum og seljum hlutabréf
Almennra trygginga gegn
staðgreiðslu. Kaupverð nú
er kr. 1.220,- fyrir hverjar
1.000,- kr. nafnverðs.
HluLabréfamarkaóurinn hf.
Skólavörðustig 12, 3.h.,
101 Reykjavík.
GEGN SIAÐGRHÐSLU-i
HAMPIÐJAN
Kaupum og seljum hlutabréf
Hampiðjunnar gegn
staðgreiðslu. Kaupverð nú
er kr. 1.380,- fyrir hverjar
1.000,- kr. nafnverðs.
Hlulabréfamarkaóurinn hf'.
Skólavörðustíg 12, 3.h.,
101 Reykjavík.
VJLAJi’ ÖUW\3l\mJJW
Iðnaðarbanki íslands hf,
Kaupum og seljum hlutabréf
Iðnaðarbanka íslands
gegn staðgreiðslu.
Kaupverð nú er kr. 1.680,-
fyrir hverjar 1000,- kr.
nafnverðs.
HluLabréfamarkaóurinn hf.
Skólavörðustíg 12, 3.h.,
101 Reykjavík.