Morgunblaðið - 27.03.1988, Síða 59

Morgunblaðið - 27.03.1988, Síða 59
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. MARZ 1988 59 t Faðir okkar, GUNNAR M. MAGNÚSS rithöfundur, er iátinn. Magnús Gunnarsson, Gunnsteinn Gunnarsson. t Eiginmaöur minn, HALLDÓRJÖRGENSSON, Akursbraut 17, Akranesi, andaðist 25. mars. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hins látna er bent á Krabbameinsfélagiö. Ragnheiður Guðbjartsdóttir. t Móðir okkar og tengdamóðir, KRISTÍN TEITSDÓTTIR frá Móum, lést 12. mars. Útförin hefur farið fram. Kristfn Guðmundsdóttir, Sigriður Ólafsdóttir, Unnur Andrésdóttir, Guðmundur Guðmundsson, Teitur Guðmundsson, Rúna Guðmundsdóttir, Magnús Guömundsson. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÁSGEIR VALUR EINARSSON veggfóörarameistari, Langholtsvegi 143, andaðist föstudaginn 25. mars í Landakotsspftala. Jaröarförin verður auglýst síðar. Fyrir okkar hönd og annarra aöstandenda, Sigrfður Beinteinsdóttir, Beinteinn Asgeirsson, Einar Gunnar Ásgeirsson, Ólafur Mór Ásgeirsson, Valgeir Ásgeirsson. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÁSGEIRÓ. MATTHÍASSON blikksmíðameistarí, Hofsvallagötu 22, veröur jarðsunginn frá Dómkirkjunni mánudaginn 28. mars kl. 13.30. Dagmar Ásgeirsdóttir, Guðfinna Anderson, Ása Ásgeirsdóttir, Anna Ásgeirsdóttir, tengdasynir, barnabörn og barnabarnabörn. t Bróðir minn og móöurbróöir, BIRGIR SIGURÐSSON, Eirfksgötu 35, veröur jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 28. mars kl. 15.00. Sonja Sigurðardóttir, Ólafur Valdimars. t Ástkær eiginmaður minn, SVEINN GUÐMUNDSSON fyrrverandi forstjóri, verður jarösunginn í Dómkirkjunni þriöjudaginn 29. mars kl. 13.30. Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna. Anna Erlendsdóttir. t Ástkær eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, JÓN HJÖRTUR JÓNSSON, Hrafnistu, áður Smyrlahrauni 5, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Frikirkjunni í Hafnarfirði þriðjudaginn 29. mars kl. 13.30. Þeir, sem vildu minnast hans er bent á Frikirkjuna í Hafnarfiröi. Guðrfður Einarsdóttir, Esther Jónsdóttir, Gunnar Guðjónsson, Einar Jónsson, Þóra Valdimarsdóttir, Þórður R. Jónsson, Ásthildur Eyjólfsdóttir, Hjördfs Guðbjörnsdóttir, Karí Grönvold, barnabörn og barnabarnabörn. Ásgeir ÓskarMatt- híasson — minning Fæddur 9. febrúar 1904 Dáinn 17. mars 1988 Aðfaranótt fímmtudagsins 17. mars sl. lést hér í borg Ásgeir Óskar Matthíasson, blikksmíðameistari, til heimilis á Hofsvallagötu í Reykjavík. Ásgeir var fæddur á Akureyri 9. febrúar 1904 og því á áttugasta og fímmta aldursári þegar hann féll frá. Hann bjó fyrstu ár ævi sinnar fyrir norðan en fluttist ungur til Reykjavíkur til náms og starfa og bjó þar til dauðadags. Foreldrar Ásgeirs voru þau Guðfínna Gísla- dóttir og Matthías Matthíasson, sjó- maður og skósmiður, bæði af al- þýðufólki komin. Ásgeir hóf nám í jámsmíði hjá Vélsmiðjunni Hamri árið 1922, en stundaði jafnframt nám í Iðnskólan- um í Reykjavík á sama tíma. Hann smíðaði sveinstykki sitt í september 1926 en varð atvinnulaus að loknu námi og það var ekki fyrr en síðla vetrar 1927 sem hann hóf störf hjá Nýju blikksmiðjunni og vann þar allt til 1953, síðustu sex árin sem verkstjóri. Hann varð meistari í blikksmíði 1946. Frá árinu 1955 hóf hann störf hjá Blikksmiðjunni Glófaxa og starfaði þar langt fram á áttræðis- aldur og raunar féll honum aldrei verk úr hendi fram til hins síðasta. Ásgeir var virkur félagi í stéttar- félagi sínu, sat lengi í stjóm Félags blikksmiða, þar á meðal formaður, og fyrir þau störf var hann gerður að heiðursfélaga og sæmdur gull- merki félagsins á sínum efri árum. Ásgeir var kvæntur Þorgerði Magnúsdóttur frá Sléttu í Mjóafírði í tæp fímmtíu ár eða allt þar til Þorgerður lést fyrir þremur árum. Þau áttu fjórar dætur, Dagmar, Guðfinnu og tvíburasystumar Ásu og Önnu. Bamaböm þeirra eru tólf talsins. Það fór ekki mikið fyrir Ásgeiri. Hann var hógvær maður og fremur fáskiptinn, orðvar og nokkuð dulur. En á bak við hófsemina bjó heitt skap og mikið stolt. Hann var sein- þreyttur til vandræða en skjótur til velgjörða og hafði yndi af gleðskap og góðra vina fundi. Á sínum yngri árum lék Ásgeir á harmóníku á dansleikjum og það kviknaði jafnan bros í augum hans, þegar hann ri§- aði upp þá gömlu daga. Það var hvorki hlutskipti hans t Móðir mín, amma okkar og langamma, SIGURLAUG JÓNSDÓTTIR, sem andaöist á Hrafnistu 18. mars sl. verður jarösungin frá Foss- vogskirkju þriðjudaginn 29. mars kl. 15.00. Jón Hilmar Jónsson, Hilmar Jónsson og fjölskylda, Gunnar R. Jónsson og fjölskylda, Jón Grétar Jónsson. t Þökkum auðsýnda vinsemd og samúö viö andlát og útför BJARNHEIÐAR SIGURRÍNSDÓTTUR, Skipholti 32, veitti þaö okkur styrk og huggun á sorgarstundu. Páll Sveinsson, Steinunn Pálsdóttir, Sturia Már Jónsson, Ásta Ólafsdóttir, Guðni Þórarínn Valdimarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Andvirði þakkarkorta hefur verið gefið í líknarsjóð St. Jósefsspít- ala, Landakoti. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÞÓRHALLS LEÓSSONAR verslunarmanns, Hvassaleiti 66, Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á deild 3a Hrafnistu fyrir góöa umönnun. Steinunn Ásgeirsdóttir, Lea Krístfn Þórhallsdóttir, Ásrún Þórhallsdóttir, Þórhallur Þórhallsson, Ásgeir Þórhallsson, Leó Þórhallsson, barnabörn og Bjarni Helgason, JónasJóhannsson, Theodóra Emilsdóttir, Jóhanna Árnadóttir, barnabarnabörn. LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 — Sími 681960 Legstelnar Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum. Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjof um gerð og val legsteina. S.HELGASONHF STEINSMIÐJA SKSvlMUÆGI 48 SiMl 76677 né löngun að trana sér fram á mannamótum, enda jafnan öðrum hnöppum að hneppa við dagleg störf og þá lífsbaráttu alþýðu- mannsins, sem átti fyrir stóru heim- ili að sjá. Má nærri geta að það hafí ekki alltaf verið dans á rósum og það setti mark sitt á Ásgeir. Lundin var hinsvegar alltaf létt og hann var spaugsamur og glaður þegar svo bar undir. Vinnan var honum mikils virði, enda þekkti hann atvinnuleysið af eigin raun og það sögðu mér vinnu- veitendur Ásgeirs að samviskusam- ari og starfsamari manni hafí þeir ekki kynnst og er þá ekki getið þess sem helst prýddi þennan heið^ ursmann að hann var algjör lista- " maður í fagi sínu. Ef einhvem tím- ann er hægt að tala um þúsund- þjalasmið í orðsins fyllstu merkingu þá var það Ásgeir Matthíasson. Það lék bókstaflega allt í höndum hans og þurfti þar ekki blikk til. Fyrir þessa hæfni sína var Ásgeir annál- aður meistarasmiður. Ásgeir var meðal þeirra fyrstu sem fluttu inn í verkamannabústað- ina á Melunum. Þar bjó hann f nær fímmtíu ár og honum þótti vænt um umhverfi sitt og vesturbæinn* Þar mátti sjá hann á göngu síðustu árin, háan en lotinn í herðum, gaml- an mann, sem bar aldurinn vel. Hann lifði timanna tvenna en var alla tíð trúr þeim málstað sem barð- ist fyrir rétti hins vinnandi manns. Starfíð og hlutskiptið í lifinu setti ekki aðeins mark sitt á ytri mann- inn, heldur og hinn innri, skoðanir og skilning hans á þjóðfélaginu. Þar stóð hann fastur fyrir eins og reynd- ar í öllu _sem hann tók sér fyrir hendur. Ásgeir Matthíasson var maður, bæði orða og efnda. Hann lét verkin tala. Fyrir hönd vandamanna og af- komenda er Ásgeiri þökkuð sam-^ fylgdin og minningin um góðan^ mann og vammlaust líf. Ellert B. Schram Hann afí Ásgeir er dáinn. Það er svo skrítið að hugsa til þess að fyrir fáeinum dögum var hann hér hjá okkur en nú er hann horfinn. Hann sagði okkur svo oft frá því þegar hann var ungur og þeyttist um á mótorhjólinu sínu með ömmu aftaná. Kom honum þá bros á vör enda þótti honum gaman að segja okkur slíkar sögur svo minnugur og fróður sem hann var. Hann hafði alltaf verið mjög dug- legur og helsuhraustur maður. Ef eitthvað bilaði héma heima eða þurfti að lagfæra eitthvað kom afí um leið gangandi með verkfæra- töskuna sína og hafði gaman af. Allt fram á seinustu árin fór hann daglega í göngutúr. Kom hann þá jafnan við á leiðinni til okkar á Stýró til að fá sér kaffibolla eða kíkja í blöðin, því hann fylgdist ávallt grannt með öllum fréttum af viðburðum heimsmála. Hann lét þó ekkert raska ró sinni og skildi aldrei þennan asa í okkur unga fólkinu heldur tók hann lífinu með jafnaðargeði. Samt hafði hann gaman af uppátektum okkar og var stutt í skopskynið hjá honum. Þó að afí hafí verið orðinn gam- all þá er söknuðurinn jafn sár, en við gleðjumst yfír góðum minning- um um hann og trúum því að hon- um líði vei og sé nú hjá ömmu sem dó fyrir nokkrum árum. Megi Guð vera með afa og ömmu um alla eilífð. Höskuldur, Aldís og Arna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.