Morgunblaðið - 17.04.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.04.1988, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. APRÍL 1988 Fimm manna fjölskylda á Hval- fjarðarströnd: Pakkar húsinu í gáma og flytur til Vestmannaeyja „VIÐ höfum fengið 16ð í Vest- mannaeyjum og stefnum að þvi að flytja húsið okkar úr Hval- firðinum í gámum með haust- inu,“ sagði Ingibjörg Sigurðar- dóttir í samtali við Morgun- blaðið en hún hyggst, ásamt manni sínum, Hjálmari Sveins- syni, og þremur börnum breyta um búsetu. Þau hjónin reistu sér hús á jörð- inni Kalastaðakoti á Hvalfjarðar- strönd árið 1980. Um er að ræða einingahús úr timbri frá Húsa- smiðjunni, alls 165 fermetrar að stærð með bflskúr. „Við þurfum að rífa húsið niður lið fyrir lið og ætlum að flytja það með skipi til Eyja í tveimur gámum. í öðrum gáminum verða milliveggir og annað innan úr húsinu en í hinum útveggir og þak,“ sagði Ingibjörg. Ingibjörg er alin upp í Eyjum en Hjálmar er ffá Hvalfjarðar- strönd. Þau fluttu til Eyja sl. sum- ar og hafa verið í- leiguhúsnæði þar síðan. „Við höfum haft húsið á söluskrá hjá fasteignasala í Reykjavík síðan og þó að tekist hefði að seíja það hefðum við aldr- ei fengið meira en tvær milljónir króna fyrir það á meðan sams • konar eignir í Eyjum fara á fimm, og hálfa milljón króna. Við höfum Hluti fjölskyldunnar á lóðinni sem henni var úthlutað í Vest- mannaeyjum. Talið frá vinstri: Hjálmar Sveinsson, Sveinn Ingi, Ingibjörg Sigurðardóttir og Elfa Björk. A innfelldu myndinni er einingahúsið sem fjölskyldan ætlar að flytja til Vestmannaeyja. ekki tekið saman endanlegan kostnað vegna flutnings hússins en gera má ráð fyrir að hann verði um ein milljón króna og þá er meðtalin vinna við niðurrif hússins og uppsetningu þess á nýju lóðinni," sagði Ingibjörg. Hjálmar og Ingibjörg hafa ný- lega sent Húsnæðisstofnun ríkis- ins fyrirspum um hugsanlegan lánsrétt þeirra færu þau þessa leið. Katrín Atladóttir, forstöðu- maður Byggingarsjóðs ríkisins, sagði í samtali við Morgunblaðið að svona dæmi hefði aldrei komið á hennar borð áður og því stæði hún nánast orðlaus gagnvart því. „Ég einfaldlega veit ekki hvemig tekið verður á málinu. Það hefur örugglega ekki verið gert ráð fyr- ir því í nýja húsnæðislánakerfinu að menn flyttu með sér hús sín á milli landshluta. Ætli við byijum ekki á að athuga hvort einhver Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson lán hvfla á húsinu," sagði Katrín. Um 300.000 króna lán hvfla á því, að sögn Ingibjargar. Fleiri hafa hugleitt þann mögu- leika að flytja íbúðarhúsin með sér á milli landshlut^. Að sögn Fjarðarpóstsins hefur verið sótt um lóð í Hafnarfirði undir eininga- hús sem framleitt var af Húsa- smiðjunni og reist á Suðureyri við Súgandafjörð árið 1980. 6% hækkun á frystum Kærði nauðgun KONA kærði mann fyrir nauðg- un aðfaranótt laugardags og Var maðurinn handtekinn skönunu síðar. Samkvæmt frásögn konunnar átti atburðurinn sér stað í húsi í miðbæ Reykjavíkur og kærði hún málið til lögreglu um kl. 4.30. Rann- sóknarlögregla ríkisins fer með rannsókn málsins. Hátíðtil styrktar Halldóri Fjölskylduhátíð verður haldin f Laugardalshöll í dag, til styrktar fyrsta íslenska hjarta- og lungna- þeganum, Halldóri Halldórssyni. Allir þeir, sem fram koma á skemmtuninni, gefa vinnu sína og rennur ágóðinn því óskiptur til Hall- dórs og fjölskyldu hans. Það eru íþróttafélögin Breiðablik, Augnablik og Aðall, sem að hátíðinni standa. Hátíðin hefst kl. 15. Olíubíll valt með 23 tonn af svartolíu Ólafsvik. OLÍUBÍLL ásamt tengivagni með 23 tonna svartollufarm valt á föstudag á móts við Fomu-Fróðá. Mesta mildi var að bifreiðarstjór- ann sakaði ekki, þvf bíllinn er afar illa farinn. Ekki tókst eins vel tíl með farminn, þvf taUð er allt að 10 þúsund 1 af svartoUu hafi runn- ið úr tönkunum. fiski til Sovétríkjanna Magnið heldur minna en á síðasta ári SAMNINGAR tókust á föstudag um sölu á 10.700 tonnum af frystum fiski til Sovétríkjanna. Samningurinn er að venju gerður í dollurum og er meðalverðið tæpum 6% hærra en í samningi sl. árs. Magnið er fvið minna en í fyrra, en heildarverðmæti í dollurum er svipað, eða um 24 milljónir dollara. Þessi 10.700 tonn skiptast í 9.500 tonn af flökum og 1.200 tonn af heilfrystum físki. Af flökunum eru um 5.500 tonn af karfa og 4.000 tonn af ufsa. Heilfrysti flsk- urinn er af ýmsum tegundum, svo hefjast fljótlega, en magn þetta er til afgreiðslu á þessu ári. Kaupandi er sovéska fyrirtækið Sovrybflot, en seljendur Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna og Sjávarafurðadeild Sambandsins. Það voru þeir Gylfi sem koli og grálúða. Afskipanir Þór Magnússon frá SH og Benedikt Hundakúnstir Morgunblaðið/ól.K.M. SÝNING á gæludýrum er um þessa helgi í Reiðhöllinni í Vfði- dal. Þar gefst fólki kostur á að sjá hunda, ketti, kanfnur, páfa- gauka, hamstra, mýs og fleiri þau dýr, sem fólk heldur á heimil- um sfnum. Sveinsson frá Sjávarafurðadeild, sem gengu frá samningnum í Moskvu. Bjami Lúðvíksson, fram- kvæmdastjóri SH, sagði að menn væru ánægðir með að hafa loks náð samningum, en báðir aðilar hefðu dregið úr kröfum sínum áður en endanleg niðurstaða fékkst. „Við höfum staðið í þessum viðræðum við Sovétmenn síðan í nóvember á síðasta ári og erum eftir atvikum ánægðir með efni samninganna, enda leggjum við mikið upp úr því að selja fisk á markað sem víðast," sagði hann. „Ástæða þess að svo langur tími hefur liðið frá því að samningaviðræður hófust, er meðal annars sú, að það hafa verið gerðar kerfisbreytingar í þessum málum hjá Sovétmönnum og þeir hafa þurft ákveðinn tíma til að temja sér ný vinnubrögð." Á föstudagskvöld hafði tekist að Ijarlægja bifreiðina. Þéss var þá freistað að brenna olíuna, sem ann- ars á greiða leið til sjávar. Frá þeim stað sem bfllinn valt er aðeins um 30-40 metra fallandi skurður niður í lækinn Leyning, sem þá á aðeins eftir um 150 metra niður í Kletta- kotsvaðal (Fróðárvaðal) og þar með í sjó. í Klettakotsvaðli eru bæði lax og silungur á sumrum, ásamt miklu fuglalífi og gæti orðið alvarlegt tjón ef olía kemst þangað. Hluti olíunnar var á föstudags- kvöld kominn ofan á snjóþak, sem er á læknum og var ekki ljóst hvort þá þegar væri eitthvað komið í læk- inn gegnum snjóinn. Helgi Enn hættuástand eystra Óveðrið að ganga niður - Mikil ófærð um norðan- og austanvert landið ENN er hætta á snjóflóðum á Seyðisfirði og er íbúum þar ráðlagt að vera ekki á ferli á mestu hættusvæðunum. Vegir eru Iokaðir beggja vegna fjarðarins og vinna liggur niðri í fyrirtækjum á hættu- svæðunum. Veðrið hefur nú gengið niður viðast hvar á landinu, eftir að illviðri höfðu geisað á Norður- og Austurlandi. Þó er leiðinda- veður enn á þeim slóðum. Gert er ráð fyrir að kólni næstu daga. Mikil ófærð er enn á Austfjörðum og ófært er til Siglufjarðar og um Ólafsfjarðarmúla. Almannavamanefnd Seyðisfjarð- ar gaf út eftirfarandi yfirlýsingu í gærmorgun: „Almannavamanefnd Seyðisfjarðar ítrekar að enn er hættuástand á Seýðisfirði og beinir þeim tilmælum til íbúa að þeir fari varlega og forðist óþarfa umferð. Vegir era áfram lokaðir að norðan- og sunnanverðu í Seyðisfirði. Aðal- götum kaupstaðarins er haldið opn- um fyrir umferð." Farið var á báti út með fírðinum og um hádegisbil í gær hafði snjórinn í fjöllum sunn- an Qarðarins verið skoðaður. Voru þar mikil snjóalög og stórar hengj- ur. Ljóst er því, að áfram er mikil snjóflóðahætta á Seyðisfirði. Þar gekk á með éljum f gær, en veður var fremur kyrrt. Annars staðar á Austfjörðum hafði veðrið lagast að mun, en snjóalög era mikil. Ekki er talin vera snjóflóðahætta í byggð annars staðar en á Seyðisfírði. Samkvæmt upplýsingum frá veð- urstofunni mun verða 8-12 stiga frost um norðanvert landið og élja- gangur. Draga mun úr snjóflóða- hættu, bæði vegna kuldans og vegna minni úrkomu. Búast má við skafrenningi. Vegagerðin gaf þær. upplýsingar, að vegir verða ruddir strax og veður leyfir um allt land. Fært er frá Reykjavík suður um og austur í Breiðdal og vestur um í Búðardal. Fjallvegir á Snæfells- nesi eru ófærir. Verið er að ryðja veginn til Siglufjarðar, en mikil snjóflóð hafa fallið á veginn þangað í svonefndum Neðri-Skriðum. Frá Ísafírði er fært til Flateyrar og inn Djúp. Fært er norður til Hólmavík- ur og um Víkurskarð til Húsavíkur. Ólafsfjarðarmúli er ófær og hafa fallið þar snjóflóð á veginn. Á Ólafs- firði var orðið mjólkurlaust á mið- vikudag og á föstudag var fenginn bátur til að sækja mjólk og aðrar vörur til Dalvíkur. Góð færð er í Skagafírði og fært er út með Eyja- firði til Dalvíkur. Flogið var í gær til Akureyrar, ísafjarðar og Vestmannaeyja á veg- um Flugleiða og átti að reyna flug til Egilsstaða ef veður leyfði. Þar var ófært sökum veðurs. Flugfélag Norðurlands ætlaði að reyna flúg til Vopnafjarðar, en þangað hefur hvorki verið fært á landi né í lofti síðan á þriðjudag. Sömuleiðis átti að reyna flug til Sigluflarðar, en ekki voru taldar líkur á að það tækist í gær. Þar bíður margt fólk eftir að komast leiðar sinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.