Morgunblaðið - 17.04.1988, Blaðsíða 9
8
9
88Gr ,i!íha .vt JiuoAamwug .cna'AjavíuoHOM
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. APRÍL 1988
HUGVEKJA
Trúeða
vantrú
eftir sr. HALLDÓR GUNNARSSON
2. sd. eftir páska
Jóh. 10; 11.-16.
Fyrir nokkru kom ungur maður
að máli við mig sem ég fermdi
fýrir um 18 árum og sagði eitt-
hvað á þessa leið: Mikið vildi ég
að ég ætti þessa sömu trú og ég
átti þegar ég fermdist. Núna
finnst mér þetta allt svo óraun-
verulegt. Hvemig getur Jesús sem
var maður verið Guð og hvernig
getur Heilagur andi verið Guð?
Hvemig getur nokkur fullorðinn
maður trúað þessu, sem þú varst
að útskýra fyrir okkur fermingar-
börnunum á sínum tíma? Ég
þagði. Hann hélt áfram og sagði:
Ég sé ekkert réttlæti í þessu þjóð-
félagi, sá sem svíkur mest nýtur
lífsins, sá sem reynir að vera heið-
arlegur verður undir. Ef það er
eitthvað til yfir okkur, einhver
Guð, þá er svo auðséð að hann
skiptir sér ekkert af okkur. Trúin
er aðeins sefjun, sem hjálpar ef
til vill stundum, en fyrir okkur
flest, sem erum ekkert að hugsa
um þessi atriði og höfum ekki
beðið bænir frá því við fermd-
umst, er trúin næstum hlægileg.
Ég þagði. Þetta var á skemmt-
un og ef til vill höfðu eitt eða tvö
vínglös dmkkin af þeim sem tal-
aði, breytt hugsun hans. Þó efa
ég það. Því leyfi ég mér að tala
í þessari hugvekju til hans og
annarra sem líkt hugsa.
Ungi maður. Getur þú sagt til
um það í dag á miðjum aldri hver
trú þín sé eða hver hún muni
verða. Gættu að. Hvað sagðir þú
á námsámm þínum? Fannst þér
ekki margt fánýtt sem þú varst
beðinn um að læra og gazt jafn-
vel fullyrt við kennara þína að
þetta námsefni myndi aldrei koma
þér að notum í lífinu. Fá ár liðu
og lífbaráttan tók við, sem kallaði
á þekkingu þína, hvernig þú hafð-
ir stundað námið, kallað á upp-
gjörsstund gagnvart því sem þú
hafðir lært eða sleppt að læra.
Það em margir sem iðrast þess,
hversu illa þeir notuðu námsárin,
— tækifærið leið hjá og það kem-
ur ekki aftur með sama hætti.
Að námsámm loknum tekur við
sérstæður tími, hafir þú ekki
stofnað til hjúskapar eða sambúð-
ar. Það virðist fyrst og fremst tími
þess að gleðja sjálfan sig. Sjá sér
farborða fyrir líkamlegum þörfum
í orðsins fyllstu merkingu. Og
þegar sá tími er að baki iðrast
margur alls þess sem eytt var,
alls þess, sem skildi enga varan-
lega eign eftir, aðeins keypt
stundargaman, sem maður vill svo
oft gleyma eða neita með öðmm
hætti að horfast í augu við.
Allt undir himinhvolfinu lýtur
sínu lögmáli. Lífið heldur áfram
og við emm ekki spurð um hvað
okkur finnst eða hveiju við trúum.
Lífið á sér svo miklu æðri rök og
himinninn með alla sína óendan-
legu fjarlægð og óskiljanlegu lög-
máli er, hvað svo sem við álykt-
um. Lífið kennir okkur á hverjum
einasta degi eitthvað nýtt, það
kennir með lögmálum sínum, með
gangi himintungla, með sólskini
og regni, sáningu og uppskem,
árstíðum og aidursskeiðum okkar
mannanna. Það kennir með hug-
hrifum okkar, ástinni, sem við
verðum háð, kærleikanum sem við
vöxum með og ræktum af innri
löngun, það kennir einnig með
skapbrigðum okkar, sem við verð-
um að læra að hemja, það kennir
með vonbrigðum sem við verðum
fyrir og öllum þeim innri átökum
sem tengjast veikindum, hrömun
og eftirsjá. Lífið heldur áfram,
hveiju svo sem við trúum eða trú-
um ekki, reiknum út, mælum og
vegum. Ævi Jesú Krists er með
þeim hætti, að við getum ekki
gengið að sjónvarpsmynd eða seg- -
ulbandi, við getum ekki komið á
rannsóknarrétti um hinar marg-
víslegu spumingar sem í huga
okkar eru, við getum engan spurt
hvort Jesús hafi verið Guð eða
hvort hann hafi verið maður eða
hvað Heilagur andi sé.
Hann er. Það er svar trúarinn-
ar sern engin mælieining getur
mælt. í Jóhannesarguðspjalli er
komið til móts við þann einstakl-
ing sem leitar trúar með orðum
Jesú Krists, þegar hann segir aft-
ur og aftur: Eg er. í 10. kafla
guðspjallsins segir Jesús: Ég er
dymar — Ég er góði hirðirinn —
Ég er Guðs sonur. „Góði hirðirinn
leggur líf sitt í sölumar. . . Fyrir
því elskar faðirinn mig, að ég legg
líf mitt í sölurnar, til þess að taka
það aftur. Enginn tekur það frá
mér, heldur legg ég það sjálfvilj-
uglega í sölumar. Ég hefi vald til
að leggja það í sölumar, og ég
hef vald til að taka það aftur.
Þetta boðorð hefi ég fengið frá
föður rnínurn."
í þriðja kafla annarrar Móse-
bókar segir frá því þegar Guð
kallaði Móse til þess hlutverks að
leiða þjóðina burt frá Egyptalandi
og Móse reyndi að færast undan
þeirri köllun. „Og Móse sagði við
Guð: En þegar ég kem til Israels-
manna og segi við þá: Guð feðra
yðar sendi mig til yðar, og þeir-
segja við mig: Hvert er nafn hans?
Hveiju skal ég þá svara þeim?
Þá sagði Guð við Móse: Ég er sá
sem ég er.“
Guð er sá sem hann er. Jesús
Kristur er einnig sá sem hann er.
Það kennir lífið okkur, hvort sem
við segjumst trúa eða ekki. Á
ævikvöldi emm við kölluð inn um
dyrnar hans í húsið með herbergj-
unum mörgu, þar sem hann gegn-
ir hirðishlutverki. Það er mín trú.
— Það er meira. Það er mín sann-
færing.
LIFANDIPENINGAMARKAÐUR
í KRINCLUNNI
Margrét Hinriksdottir
Brynhildur Sverrisdóttir
Hjá Fjárfestingarfélaginu í Kringlunni
erlifandi peningamarkaður
og persónuleg þjónusta.
Sigrún Ólafsdóttir
Stefán Jóhannsson
FJARFESTINGARFEIAGIÐ
Kringlunni 123 Reykjavík Sími 689700
Opið mánudaga til föstudaga kl. 10 — 18
og laugardaga kl. 10 — 14
Símsvari ALLAN SÓLARHRINGINN í síma 28506. Upplýsingar um daglegt gengi Kjarabréfa, Markbréfa, Fjölþjóðabréfa og Tekjubréfa
Gengi: 15. apríl 1988: Kjarabréf 2,760 - Tekjubréf 1,363 - Markbréf 1,436 - Fjölþjóðabréf 1,268