Morgunblaðið - 17.04.1988, Blaðsíða 54
MORGONBLAÐHÖ,! SUNNUBAGL® 'ÁPíRfi>/il988
m
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Varahlutaverslun
Viljum ráða starfskrafta í varahlutaverslun
okkar til afgreiðslu og lagarstarfa. Einnig i-
útkeyrslu og sendiferðir. Um framtíðarstörf
er að ræða.
Upplýsingar gefur verslunarstjórinn.
(Ekki í síma).
Bílavörubú&in
FJÖDRIN
Skólastjórastaða
Staða skólastjóra við Heimilisiðnaðarskólann
er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til
20. maí 1988. Staðan veitist frá 1. ágúst 1988.
Nánari upplýsingar veitir Hildur Sigurðar-
dóttir í síma 73329 og Þórir Sigurðsson í
síma 687840.
Heimilisiðnaðarfélag íslands.
Verslunarstarf
-tímabundið
Þekkt heimilistækjaverslun í Austurborginni
vill ráða starfskraft, tímabundið, til sölu- og
kynningarstarfa á heimilistækjum.
Af sérstökum ástæðum er starfið laust frá
1. maf nk. til 1. febr. 1989.
Leitað er að röskum og heiðarlegum aðila,
sem hefur ánægju af því að veita viðskipta-
vinum góða þjónustu.
Laun samningsatriði. Góð vinnuaðstaða.
Eiginhandarumsóknir er tilgreini aldur og
fyrri störf sendist skrifstofu okkar, fyrir 24.
apríl nk.
CtIJÐNT Tónsson
RÁÐCJÖF &RÁÐNINCARÞJÓNUSTA
TÚNGOTU 5, 101 REYKJAVÍK — PÓSTHÓLF 693 SÍMI621322
ST. JÓSEFSSPÍTALI, LANDAKOTI
Hjúkrunarfræðingar
- sjúkraliðar
St. Jósefsspítali, Landakoti, auglýsir eftir
hjúkrunarfræðingum á lyflækninga- og
handlækningadeild. Boðið er upp á aðlögun-
arprógram áður en farið er á sjálfstæðar
vaktir.
Lausar stöður eru á lyflækningadeild l-A og
handlækningadeild l-B, ll-B, lll-B OG mót-
tökudeild ll-C.
Þá eru einnig lausar stöður sjúkraliða á
lyflækningadeild l-A og handlækningadeild
lll-B.
Möguleiki er á barnaheimilisplássi.
Upplýsingar gefa hjúkrunarframkvæmda-
stjórar lyflækningadeilda, Rakel Valdimars-
dóttir, og handlækningadeilda, Katrín Páls-
dóttir, í síma 19600/202/300.
Au-pair USA
óskast sem fyrst til að hugsa um 2 börn (5
ára og nýfætt), létt húsverk og matseld.
Staðsetning nálægt strönd. Klukkutíma frá
Manhattan.
Hringið eða skrifið til: 516/563-7176 eða
516/563-7059, Donna Tettick, P.O.Box 250,
Bohemea, New York 11716, USA.
ORKUBÚ VESTFJARÐA
Rafvirki
Rafvirki óskast til starfa hjá Orkubúi Vest-
fjarða með aðsetur á Hólmavík. Vinnusvæðið
er mun -stærra og er því um fjölbreytilegt
starf að ræða. Vinnutími er mjög góður.
Upplýsingar gefur Þorsteinn Sigfússon í
vinnusíma 95-3310 og heimasíma 95-3272.
Hjúkrunarfræðingar
Langar ykkur ekki að breyta til? Okkur bráð-
vantar hjúkrunarfræðinga í fastar stöður og
til sumarafleysinga. Góð vinnuaðstaða og
léttur vinnuandi meðal starfsfólks.
Góð launakjör og gott húsnæði.
Ef þið hafið áhuga hafið þá samband.
Nánari upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í
síma 96-71166 og heimasíma 96-71334.
Sjúkrahús Siglufjarðar.
Skrifstofustarf
Óskum eftir að ráða starfsmenn með reynslu
af skrifstofustörfum til eftirfarandi starfa:
A. Almennra skrifstofustarfa hjá heildversl-
un í Reykjavík.
B. Almennra skrifstofustarfa og launabók-
halds hjá prentsmiðju í Reykjavík.
C. Bókhalds- og gjaldkerastarfa hjá auglýs-
ingastofu í Reykjavík.
D. Ritarastarfa og gagnavinnslu hjá félaga-
samtökum í Reykjavík.
E. Almennra skrifstofustarfa og afgreiðslu
hjá heildverslun í Reykjavík.
F. Bókhalds- og almennra skrifstofustarfa
hjá framleiðslufyrirtæki í Hafnarfirði.
G. Ritarastarfa (ritvinnslu) hjá stofnunum í
Reykjavík.
H. Símavörslu hjá stofnunum í Reykjavík.
I. Bókarastarfa hjá innflutningsfyrirtæki í
Reykjavík.
J. Bókarastarfa hálfan daginn hjá útflutn-
ingsfyrirtæki í Reykjavík.
K. Ritarastarfa hjá útflutningssamtökum í
Reykjavík.
L. Almennra skrifstofustarfa hjá prentsmiðju
og útgáfufyrirtæki í Reykjavík.
M. Bókara- og skrifstofustarfa hjá heild-
sölu/smásölu í austurhluta borgarinnar.
N. Léttra bókarastarfa hjá innflutningsfyrir-
tæki í Kópavogi.
O. Símavörslu og ritarastarfa hjá lögfræði-
og innheimtuþjónustu í miðbænum.
Þar sem ekki er annað tekið fram, er um
heilsdagsstörf að ræða.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar
á skrifstofunni frá kl. 9.00-15.00.
Afleysmga- og rádnmgaþjónusta
Lidsauki hf. W
Skólavórduslig la - I0l Reykjavik - Simi 621355
Vaktavinna
Okkur vantar starfsfólk nú þegar til verksmiðju-
starfa. Góð laun, 12 stunda vaktir, þó ekki um
helgar.
Upplýsingar hjá verkstjóra á staðnum (ekki
í síma).
Sigurplast hf. Dugguvogi 10.
Vantar þig
tækniteiknara?
Ég er laus í maí.
Upplýsingar í síma 611868, Diana.
Sölumaður
Harðduglegur sölumaður sem getur unnið
sjálfstætt og hefur bíl til umráða óskast
strax.
Tilboð merkt: „Strax 100% - 612“ óskast
sent til auglýsingadeildar Mbl. fyrir 20. apríl.
Verkamenn
Óskum að ráða nokkra verkamenn til starfa
í Helguvík.
Upplýsingar í síma 92-14398.
Núpursf.
Yfirvélstjóri
óskast á 214 brl. togbát sem gerður er út
frá Austurlandi.
Upplýsingar í síma 97-31143 á daginn og í
síma 97-31231 á kvöldin og um helgar.
Atvinnusölumenn
Bókaútgáfan Iðunn óskar að ráða sölumenn
til að kynna og selja nýtt, vandað og glæsi-
legt ritverk. Leitað er að sölumönnum, sem
hafa reynslu og ótvíræða söluhæfni. Veru-
lega góðir tekjumöguleikar fyrir hæft fólk.
Allar nánari upplýsingar veitir sölustjóri í
síma 28787, frá kl. 10.00-12.00 daglega.
IÐUNN
BORGflRSPÍTflLINN fgj
LAUSAR STÖDUR íf*
Sálfræðingur
Sálfræðingur óskast að meðferðarheimilinu
Kleifarvegi 15.
Upplýsingar veitir Hulda Guðmundsdóttir,
yfirfélagsráðgjafi, og Ingvar Kristjánsson,
geðlæknir, í síma 13744.
Umsóknir sendist til yfirlækms geðdeildar
Borgarspítalans.
Deildarfulltrúi
Staða deildarfulltrúa við geðdeild Borgarspítal-
ans er laus til umsóknar. Deildarfulltrúi er rit-
ari yfirlæknis. Umsækjandi þarf að hafa full-
komið vald á ensku og einu Norðurlandamáli.
Upplýsingar veitir Gerður Helgadóttir í síma
696301 fyrir hádegi.
Umsóknir sendist yfirlækni geðdeildar
Borgarspítalans.