Morgunblaðið - 17.04.1988, Blaðsíða 58
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. APRÍL 1988
^38
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Hafnarfjörður
- Sumarvinna
Starfsmaður óskast til sumarafleysinga í
verslun Einars Þorgilssonar (Einarsbúð).
Upplýsingar í síma 52785 og 50073.
Plastsmíði
Vantar röska og laghenta starfsmenn á plexi-
glerverkstæði okkar strax.
akron
plastiðja, Síðumúla 31,
sími 33706.
Matreiðslumaður
Aðstoðar yfirmatreiðslumaður sem síðar
verður yfirmatreiðslumaður óskast. Krefjandi
starf. Líflegt umhverfi og mikið að gera.
Við leitum að matreiðslumanni með reynslu.
Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl.
merktar: „M - 4449“.
Sölumaður
Heildverslun í Reykjavík óskar að ráða sölu-
mann til starfa.
Hér er um fjölbreytt framtíðarstarf að ræða.
Æskilegur aldur 25-35 ára.
Umsækjandi þarf að geta unnið sjálfstætt
og hafið störf hið allra fyrsta.
Þeir sem áhuga hafa sendi umsókn sína er
tilgreini aldur, menntun og fyrri störf á aug-
lýsingadeild Mbl. merkta: „Sölumennska -
3591“ fyrir 22. apríl.
Helgarvinna
Óskum eftir duglegu starfsfólki í eftirtalin
störf:
- Fatahengi
- í sal
- Salernisvörð
Upplýsingar eingöngu veittar á skrifstofunni,
Lækjargötu 2, 5. hæð nk. þriðjudag og mið-
vikudag frá kl. 17-19.
I kvosinni undir Lækjartungli. Slmar 11340 og 621625
Skemmtileg störf
íSundahöfn
við akstur og stjórn vörulyftara
Viljum gjarnan ráða nokkra menn strax. Upp-
lagt fyrir eldklára og glögga ökumenn, helst
með lyftarapróf eða reynslu.
Um er að ræða störf með og án vaktavinnu.
Þeir sem vilja slá til hringi sem fyrst í síma
689850 og talið við Sólveigu.
Sundahöfn er góður vinnustaður, þar sem
hressandi vinnuandi ríkir. Gott mötuneyti.
EIMSKIP
*
Bakarar
Okkur vantar aðstoðarbakara frá 1. júní.
Upplýsingar gefnar í símum 97-71300 og
97-71306.
Brauðgerð Kf. Fram,
Neskaupstað.
Sumarafleysingar
Vinnu- og dvalarheimilið, Hátúni 12
vantar starfsfólk til sumarafleysinga við að-
hlynningu. Hringið og fáið nánari upplýsingar
hjá hjúkrunarforstjóra í síma 29133.
Það borgar sig!
Hlutastarf
- eldri starfskraftur
Félagasamtök í Reykjavík vilja ráða hressa
„eldri menn“ til umsjónarstarfa á félags-
svæði sínu hér í borginni. Um er að ræða
störf fram á haust. Vinnutími frá kl. 14.00-
6.00 að morgni. Þrískiptar vaktir.
Laun samningsatriði.
Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl.
merktar: „Umsjón - 4288" fyrir fimmtudags-
kvöld.
Lagermaður
Rótgróið innflutningsfyrirtæki aðallega á
sviði raftækja vill ráða lagermann til starfa,
fljótlega.
Um er að ræða almenn lagerstörf, útakstur
á vörum, en stór þáttur í starfinu eru störf
vegna afgreiðslu úr Tollvörugeymslu.
Leitað er að reglusömum og duglegum aðila
sem er að leita sér að góðu framtíðarstarfi
hjá traustu fyrirtæki. Viðkomandi þarf að
hafa bílpróf og vera reiðubúinn að vinna yfir-
vinnu. Laun samningsatriði.
Eigin umsóknir er tilgreini aldur og starfs-
reynslu sendist skrifstofu okkarfyrir 23. apríl nk.
Qjdni Tónsson
RÁOCJÖF &RÁÐNINCARÞJÓNUSTA
TÚNGÖTU 5. 101 REYKJAVÍK — PÓSTHÓLF 693 StMI 621322
l&J
Forstöðumaður
Vatnsveitu
Kópavogs
Laus er staða forstöðumanns Vatnsveitu
Kópavogs. í starfinu felst umsjón og vinna
við vatnslagnir í nýjum og eldri hverfum
bæjarfélagsins. Einnig eftirlit með dælu-
stöðvum, hitalögnum o.fl. Umsækjandi þarf
að geta unnið sjálfstætt og hafa frumkvæði
um ýmis verkefni. Umsækjendur skulu hafa
meistararéttindi í pípulögnum eða sambæri-
lega menntun og hafa einhverja reynslu í
meðferð veitukerfa.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar
eru veittar á tæknideild Kópavogskaupstað-
ar, Fannborg 2, og í síma 41570. Umsóknar-
frestur er til 1. maí nk.
Bæjarverkfræðingur.
Starfsfólk óskast
Óskum eftir fólki nú þegar til flökunar og
roðflettingar á síld í Kópavogi, Vesturbæ.
Góð aðstaða í nýju húsnæði.
Upplýsingar í síma 41455.
Meinatæknar
Á rannsóknareild Landakotsspítala vantar
fólk til sumarafleysinga.
Einnig verða lausar tvær stöður meinatækna
frá sumri eða hausti eftir samkomulagi.
Nánari upplýsingar gefa yfirlæknir og yfir-
meinatæknar.
Byggingavöru-
verslun
Starfsmaður óskast til afgreiðslustarfa
í byggingavöruverslun á Ártúnsholti.
Umsóknir er greini aldur og fyrri störf sendist
auglýsingadeild Mbl. fyrir 22. apríl nk. merkt-
ar „Afgreiðsla - 0199“.
Bakari
Óskum að ráða bakara í bakarí okkar.
Góð vinnuaðstaða.
Upplýsingar á staðnum fyrir hádegi næstu
daga.
^aKa ra meistarin tu
SUDURVERI * 33450 S 6B1421
Sundlaug Kópa-
vogshælis
Deildarþroskaþjálfi óskast frá 15. maí.
Vaktavinna, starfshlutfall 75%. Starfið felst
í þjálfun vistmanna í sundlaug Kópavogs-
hælis í samvinnu við annan þroskaþjálfa.
Nánari upplýsingar gefur yfirþroskaþállfi eða
framkvæmdastjóri, sími 41500.
Vinnustofur Kópa-
vogshælis
Deildarþroskaþjálfar óskast sem fyrst.
Starfshlutfall samkomulagsatriði. Vinnutími
08.30-16.30.
Starfið felst í verkstjórn og skipulagi þjálfun-
ar á vinnustofum Kópavogshælis og þjálfun
vistmanna.
Nánari upplýsingar gefur yfirþroskaþjálfi
Kópavogshælis sími 41500 eða yfirþroska-
þjálfi á vinnustofum sími 45130.
Reykjavík 17. apríl 1988.
Húsgagnasmiðir
- aðstoðarfólk
Vegna mikilla anna vantar okkur nú þegar
húsgagnasmiði og aðstoðarmenn.
Mikil vinna og góð laun í boði fyrir jákvæða
menn. Vönduð vinna og góður vinnuandi eru
okkar einkunnarorð.
Upplýsinar eru veittar í síma 73100, Ásgeir
Guðmundsson eða Jón Hauksson.
Á.GUÐMUNDSSON HF
HÚSGAGNAVERKSMIÐJA
SKEMMUVEGUR 4 P.O. BOX 26
202 KOPAVOGUR SlMI 73100