Morgunblaðið - 17.04.1988, Blaðsíða 1
96 SIÐUR B
STOFNAÐ 1913
87. tbl. 76. árg.
SUNNUDAGUR 17. APRÍL 1988
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Managua;
Viðræður
hefjast á ný
Managua, Rcuter.
LEIÐTOGAR kontra-skæruliða
komu á föstudag til Managua,
höfuðborgar Nicaragua, til friðar-
viðræðna við sandínistastjómina.
Var það i fyrsta skipti sem fulltrú-
ar kontranna fá að koma til höfuð-
borgarinnar síðan þeir hófu hern-
að gegn sandfnistum.
Hinir fomu fjendur hittust
skamma stund á föstudag til að „hita
upp“ eins og Adolfo Calero, leiðtogi
kontra, orðaði það. Hann sagði að
viðræðumar myndu hefjast fyrir al-
vöm á laugardag.
Samninganefnd stjómarinnar leið-
ir Humberto Ortega vamarmálaráð-
herra. í siðasta mánuði skrifuðu
Calero og Ortega undir tímamóta-
samkomulag en í því fólst 60 daga
vopnahlé og frekari viðræður í höfuð-
borginni um varanlegan frið.
„Þetta er pólitískur sigur," sagði
Alfredo Cesar, kontra-leiðtogi, þegar
hann steig út úr flugvélinni í Mana-
gua. „Við skutum okkur leið til borg-
arinnar."
Fiskveiðar EB;
Naustá Norðfirði
Morgunblaðið/Friðþjófur Helgason
Æðsti herforiugi PLO
drepinn í Túnisborg
PLO segir ísraela ábyrga fyrir morðinu
Túnisborg, Reuter.
Khalil el-Wazir ásamt Yasser Arafat.
Reuter
Breytingar
í vændum
Brossel, frá Kristófer Má Kristinssyni,
fréttaritara Morgunblaðsins.
Sjávarútvegsráðherrar Evópu-
bandalagsrikjanna samþykktu á
fundi að innan framkvæmda-
stjómarinnar verði hafinn undir-
búningur að breyttum áherslum f
fiskveiðistefnu bandalagsins.
Cardosa e Cunha, sem fer með
fiskveiðimál innan framkvæmda-
stjómar EB, lagði tillögumar fyrir
ráðherrann á óformlegum fundi
þeirra f Cuxhaven f vikunni. Gert er
ráð fyrir að í framtfðinni verði tekið
mun meira tillit til skoðana vísinda-
manna á ástandi fískstofna og farið
eftir tillögum þeirra en félagslegar
forsendur aflakvóta verði þá úr sög-
unni.
KHALIL el-Wazir, æðsti herfor-
ingi Frelsissamtaka Palestfnu
(PLO), var f gærmorgun skotmn
á heimili sínu f Túnisborg, að konu
sinni og dóttur sjáandi. Wazir, sem
var 63 ára gamall og þekktastur
undir nafninu Abu Jihad, lést á
leið til sjúkrahúss. Talsmenn PLO
kenna ísraelum um, en Wazir var
næstráðandi Yassers Arafats inn-
an Fatah, eins aðildarfélags PLO.
Wazir er talinn hafa staðið að
baki sumum blóðugustu hryðju-
verkum PLO, þar á meðal ráninu
á langferðabifreiðinni f Negev-
eyðimörkinni f tsrael f sfðasta
mánuði. Þá féllu þrfr ísraelar og
þrfr hryðjuverkamenn PLO.
Að sögn starfsmanns í aðalstöðv-
um PLO í Túnisborg réðst nfu manna
árásarflokkur inn á heimili Wazirs
vopnaður vélbyssum með hljóðdeyf-
um. Árásarmennimir flúðu í tveimur
sendiferðabílum að verknaðinum
loknum.
Wazir var nýkominn heim til sín
og var í húsbóndaherbergi sínu á
annarri hæð hússins þegar árásin var
gerð. Bflstjóri hans hafði fengið sér
blund í bílnum, en þegar hann vakn-
aði var hann skotinn til bana. Tveir
aðrir lífverðir inni í húsinu voru einn-
ig drepnir. Wazir mun hafa heyrt
hávaðann og fór niður á jarðhæð
með mundaða skammbyssu. Þar var
hann hins vegar skotinn til bana.
Að sögn heimildarmanna innan PLO
var hann skotinn um hundrað kúlum.
ísraelar hafa neitað að segja nokk-
uð um árásina. Árið 1985 gerðu ísra-
elskar herflugvélar sprengjuárás á
höfuðstöðvar PLO í Túnis eftir að
hryðjuverkamenn PLO drápu þijá
fsraela um borð í lystisnekkju í Lam-
aka á Kýpur. Um tveir tugir manna
féllu f árásinni.
ísraelar hafa til þessa aldrei lýst
ábyrgð á hendur sér þegar ráðist
hefur verið á hryðjuverkamenn PLO.
í apríl 1973 réðust ísraelskar sér-
sveitir á skrifstofu PLO í Beirút og
felldu þrjá háttsetta PLO-menn. Sú
árás sigldi f lqölfarið á röð hryðju-
verka PLO, en þar á meðal var ódæð-
ið á Ólympíuleikunum í Miinchen.
Ránið á farþegaþotunni frá Kuwait;
Sljórnin í Alsír
undir þrvstinffi
Al&reírsbonr. Reuter. ^
Algeirsborg, Reuter.
VONIR manna eru nú bundnar
við að Alsfrstjórn takist að rniðla
málum milli stjórnar Kuwait og
vopnaðra ræningja kúvæsku
farþegaþotunnar. Þótt lítið hafi
miðað frá þvf vélin lenti f Al-
geirsborg aðfaranótt miðviku-
dags gæta þarlend yfirvöld þess,
með fyálp PLO, að halda samn-
ingaviðræðunum gangandi. Ella
er hætta á að ræningjarnir missi
þolinmæðina með ófyrirsjáan-
legum afleiðingum.
Lífíð gengur sinn vanagang í
höfuðborginni og lítið fer fyrir ör-
yggisvörðum á Houari Boumedi-
enne-flugvellinum í Algeirsborg.
En einungis fimm hundruð metra
frá flugstöðvarbyggingunni stend-
ur flugvélin, sem athygli alls
heimsins beinist að, með um það
bil 30 gísla og átta hryðjuverka-
menn innanborðs.
Þrýstingur á Alsírstjóm hefur
jafnt og þétt farið vaxandi frá því
hún tók við flugvélinni af kýp-
verskum yfirvöldum. Upphaflega
þegar fréttist að vélin væri á leið
til Alsírs var talið að samið hefði
verið um að gíslunum yrði sleppt
og ræningjamir fengju hæli í
landinu. Nú em menn á hinn bóg-
inn fremur svartsýnir og búast við
löngu og ströngu samningaþófí
enn um sinn.