Morgunblaðið - 17.04.1988, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR lV. APRÍI. 1988
(4 K
43
Ræðan,
sem eignuð hefur verið Boris Jeltsín:
Hvernig' get ég horfst í augu
við þetta fólk..
inn þriðji valdamesti maður
Ráðstjómarríkjanna á eftir
þeim Gorbatsjov og
Lígatsjov.
Áhrif Jeltsín-málsins
Allt frá því uppvíst varð
um gagnrýni Jeltsíns á
flokksforustuna hafa sér-
fræðingar um málefni Sov-
étrílq'anna reynt að meta
hvaða áhrif brottrekstur
hans komi til með að hafa á
stöðu Gorbatsjovs Sovétleið-
toga. Sewerjm Bialer segir í
grein í U.S. News and World
Report að vera kunni að sér-
fræðingar á Vesturlöndum
hafí ofmetið áhrif Jeltsín-
málsins. Staða Gorbatsjovs
sé trygg og völd hans óskor-
uð. Hins vegar kunni um-
bótasinninn Jeltsín að hafa
hægt á framkvæmd um-
bótaáætlunarinnar með
gagnrýni sinni. Fjölmargir
umbótasinnar — og hér nefn-
ir Bialer einkum mennta-
menn, fjölmiðlafólk, verka-
lýðsleiðtoga og embættis-
menn í þeim Sovétlýðveldum
sem ekki lúta stjóm Rússa —
séu óþolinmóðir líkt og
Jeltsín. Því kunni Gorbatsjov
að neyðast til að feta vand-
rataðan meðalveg. Hins veg-
ar muni sérhver tilslökun í
framkvæmd umbótaáætlun-
arinnar verða vatn á myllu
andstæðinga Sovétleiðtog-
ans.
Nú sem oft áður beina
menn einkum athygli sinni
að Jegor Ugatsjov, sem tal-
inn er áhrifamesti andstæð-
ingur Gorbatsjovs. Lígatsjov
er sagður harðlínukomm-
únisti af gamla skólanum,
hatursmaður „glasnost"-
stefnunnar en fylgismaður
umbóta eða „perestrojku".
Þessu hefur hann vísað á
bug. Lígatsjov sagði m.a.‘ í
viðtali við Le Monde fyrir
skömmu að efnahagslegar
umbætur og lýðræði færi
alltaf saman og væri þetta
raunar eitt af gmndvallar-
lögmálum lenínismans. Hvað
sem þessu líður er almennt
litið svo á að lyktir Jeltsín-
málsins hafi verið sigur fyrir
Lígatsjov. Meira hefur borið
á honum á undanfömum
mánuðum en áður og hann
þykir hafa fært sig nokkuð
upp á skaftið. Seweryn Bial-
er segir stöðu Lígatsjovs ekki
eins trygga og virðast kunni.
Gorbatsjov geti ef til vill
ákveðið að nú sé rétti tíminn
til að láta til skarar skríða
gegn andstæðingum sínum í
röðum harðlínumanna.
Þannig geti hann hugsan-
lega fengið Lígatsjov mikils
metið en tiltölulega valdalítið
embætti og neftiir Bialer að
Lígatsjov kunni að taka við
embætti forseta af Andrei
Gromyko, sem orðinn er 78
ára áð aldri.
Aðrir telja að túlka beri
lyktir Jeltsín-málsins sem
mikið áfall fyrir Míkhaíl S.
Gorbatsjov. Jeltsín hafí
greinilega fyrið út fyrir hin
óljósu mörk „glasnost"-
stefhunnar, en sjálfum aðal-
ritaranum hafí hins vegar
ekki tekist að bjarga honum.
Þetta hafí aukið þor og dug
harðlínumanna og því megi
gera ráð fyrir að „ný-
stalínísköm" sjónarmiðum
taki að vaxa fískur um hrygg
í Sovétríkjunum ekki síst þar
eð Gorbatsjov hafí fengið að
kynnast „hættum lýðræðis-
ins“ á eftirminnilegan hátt í
kjölfar gagnrýni Jeltsíns.
Allt eru þetta vitaskuld get-
gátur en fari svo að Gor-
batsjov lúti í lægra haldi fyr-
ir andstæðingum sínum
verður litið svo á að mið-
stjórnarfundurinn 21. októ-
ber 1987 hafí markað þátta-
skil í sögu Sovétríkjanna.
Á.Sv.
HÉR á eftir fer ræða sú sem
franska dagblaðið Le Monde
birti nýverið og eignuð hefur
verið Boris Jeltsín. Plagg
þetta er sagt vera hraðritun
áræðu sem Jeltsín hélt á fundi
miðstjórnar sovéska komm-
únistaflokksins þann 21. okt-
óber siðastliðinn. Ekki er
hægt að ábyrgjast sannleiks-
gildi textans en sé ræðan föls-
un vaknar vitaskuld sú spurn-
ing hver falsaði hana og í
hvaða tilgangi.
I inngangi sem Michel Tatu ritar
í Le Monde segir að efasemdir kunni
að vakna við lestur ræðunnar. Orð-
færið sé kröftugt og líkt því sem
menn hafí átt að venjast frá Jeltsín.
Þótt fram komi orðasenna milli
Jeltsíns og Jegors Lígatsjovs, helsta
hugmjmdafræðings flokksins, sé
erfítt að sjá hvemig og hvers vegna
ræða þessi hafí verið túlkuð sem
„rýtingur í bak flokksstefnunnar"
og „tilraun til að kljúfa flokkinn"
eins og sagt hefur verið á opin-
berum vettvangi í Ráðstjómarríkj-
unum.
Þá er þess að gæta að textinn í
Le Monde er tæpast nógu langur
til að geta verið heil ræða. Gagn-
rýni Jeltsíns á Raisu Gorbatsjovu
er ekki í samræmi við fyrri fréttir
sem hermdu að hann hefði gagn-
rýnt hana fyrir að hafa tekið sér
launað starf í menningarmálaráðu-
neyti Sovétríkjanna. Michel Tatu
bendir á að Jeltsín hafí í samtali
við bandarískan fréttmann borið til
baka orðróm um að hann hefði
gagnrýnt Gorbatsjov-hjónin í ræð-
unni örlagaríku.
Menn er hins vegar flestir þeirrar
skoðunar að textinn í Le Monde
fari mjög nærri ræðu Jeltsíns og
þykir orðfærið eitt skýrasta dæmið
um það. Sé ræðan fölsun þykir sýnt
að öryggislögreglan, KGB, hafí ekki
verið að verki. KGB-mönnum hefði
fyrst og fremst verið umhugað um
að koma höggi á Jeltsín. Ef ræðan
er fölsuð beinist því grunurinn að
sovéskum umbótasinnum en sú
skýring gengur ekki fyllilega upp
því ékki verður séð hvaða tilgangi
tilbúin gagnrýni á Raisu Gor-
batsjovu hefði átt að þjóna.
Þegar stórt er spurt verður fátt
um svör. Sovétsérfræðingar eru
hins vegar á einu máli um að skja-
lið sé mjög merkilegt og að það
sýni ljóslega þau átök sem fram
fari að tjaldabaki í Sovétríkjunum
vegna umbótaherferðar Míkhaíls
S. Gorbatsjovs. '
Félagar.
Eins og aðrir þeir sem hér eru
saman komnir hef ég orðið fyrir
djúpum áhrifum af skýrslu félaga
Gorbatsjovs. Sú hetjulega leið sem
þjóð okkar hefur valið sér á braut
sósíalisma í 70 ár endurspeglast vel
í henni og í allri sinni fjölbreytni.
Já, við erum frumkvöðlar, um það
bera margar erfíðar og sársauka-
fullar blaðsíður í sögu okkar vitni.
Það er augljóst að félagi Gorbatsjov
hefur rétt fyrir sér er hann segir:
„Ef við viljum halda áfram án óvissu
verðum við að þeklga og læra af
þeim mistökum sem gerð hafa ver-
ið áður á leið okkar svo við megum
komast hjá því að endurtaka þau.“
Skýrsla hans er skýr og hlutlæg
úttekt á hinum róstursömu og
stundum mótsagnakenndu stjóm-
málum í heimi hér. Hann sýnir okk-
ur fram á hið óhjákvæmilega hlut-
verk, og ég segi fyrstu skyldu, ríkis
okkar. Og við, félagar, getum með
fullum rétti verið hreyknir áf þess-
um góðu og jákvæðu áhrifum sem
streyma frá landi okkar á framgang
mála í veröldinni.
Já, það er vart hægt að vanmeta
mikilvægi „perestrojku" í þjóðfélagi
okkar fyrir örlög sósíalismans í öll-
um heiminum. Já, einmitt núna mun
svarið ráðast við þeirri spumingu
hvort til sé eða ekki sósíalískt ríki
hér á jörðu. Það er einmitt vegna
þessa að ég ætla að snúa mér að
nokkrum erfíðum vandamálum sem
hamla framrás „perestrojku" og
hefta hana í vissum tilfellum.
Míkhaíl Sergejevits hefur beðið mig
að skýra frá umræðum sem fram
hafa farið um þessi vandamál nú í
lok hátíðahaldanna vegna afmælis
byltingarinnar. En ég tel að hátíða-
skapið hindri okkur ekki heldur
hjálpi .okkur þvert á móti að athuga
þessi mál sem við þurfum að taka
á með allri þeirri ábyrgð og ráð-
vendni sem flokkur okkar hefur og
meta frá grunni með aðferðum
lenínismans.
Eins og ykkur er kunnugt um,
félagar, hefur flokksnefndinni í
Moskvu og mér sjálfum borist íjöldi
bréfa frá verkamönnum, en í þess-
pm bréfum lýsa Moskvubúar hug-
myndum sínum, efasemdum og
vonum vegna „perstrojku". Vel á
minnst! Félagar! Þegar maður fer
að lesa þessi bréf og leita svara við
þeim er hátíðaskapið fljótt að fjúka
út í buskann. Já, ég segi það eins
og það er. Mér fínnst erfítt að út-
skýra það fyrir venjulegum verka-
manni hvers vegna hann þarf að
standa f biðröð til að geta keypt
pylsur, sem innihalda meira af
sterlq'u en kjöti. Það er erfítt að
útskýra þetta fyrir slíkum manni
meðan við og okkar líkar geta fyrir-
hafnarlaust hlaðið borð sín styiju,
kavíar og alls kjms góðgæti, sem
við kaupum í verslunum sem verka-
maðurinn fær ekki einu sinni að
koma nálægt.
Hvemig á ég að útskýra þetta
fyrir gömlum uppgjafarhermönnum
éða fyrir þeim sem tóku þátt í borg-
arastríðinu, en þá sem lifðu það
má riú telja á fíngram sér. Hafið
þið séð kostnaðartölur vegna mat-
arkaupa fyrir 70 ára afmæli bylt-
ingarinnar? Mér hafa verið sýndar
þessar tölur. Og hveiju skal svara
þegar fólk líkir þessum veislum við
veislur aðalsins forðum? Þið vitið
hvað ég meina. Hvemig á ég að
horfast í augu við þetta fólk, sem
hætti lífi sínu til að ná völdum og
fól okkur umsjá þeirra? Hvemig á
ég að svara því? Getur félagi
Lígatsjov hvíslað svarinu að mér?
(Lígatsjov er annar valdamesti
maður flokksins, innskot Morgun-
blaðsins). Ég held, félagar, að allar
þessar átveislur, eins og almenning-
ur kallar þær, séu arfur frá hinu
langa tímabili stöðnunar seih við
þekkjum úr lífí okkar. Það þarf að
útrýma þessu fyrirbæri.
Þú þarft ekki að æpa,
félagi Líg-atsjov!
Ég lít svo á, að þeir sem telja
forréttindin lífið sjálft eigi ekki
samleið með okkur. Þú þarft ekki
að æpa á mig, félagi Lígatsjov! Ég
þarfnast ekki umvandana. Ég er
ekki óþekkur krakki. Þetta er
grandvallaratriði. Og ég verð að
segja ykkur í fullri hreinskilni, fé-
lagar, að það er erfítt að vinna
undir skammarræðum í stað þess
að njóta trausts, stuðnings og vel-
vilja í starfí. Af þessu tilefni, félag-
ar, er ég nauðbeygður til að krefj-
ast þess að stjómmálaráðið bjargi
mér undan smásmygli Raisu Max-
ímovnu, símhringingum hennar og
nær daglegu kvabbi.
Félagar, ég er hér með nokkrar
lítt skemmtilegar tölur varðandi
hinar ýmsu deildir stjómkerfisins í
Moskvu, en ég vil ekki eyðileggja
með þeim hátíðablæinn auk þess
sem meirihluti félaganna þekkir
þessar tölur. Þetta hefur svo sarin-
arlega verið rætt og reifað! En samt
er fjöldi kerfískarla enn hinn sami.
Þeim hefur jafnvel flölgað. Þama
er hindranin í vegi umbóta. Það er
þama sem „persrojka" stöðvast.
Þama sökkva hin góðu áform í fúa-
fen skrifræðisins. Félagar, við verð-
um að gera okkur grein fyrir því,
að meðan við höfum ekki borið sig-
urorð af her kerfískarlanna og laga-
snápanna - já, ég kalla það her -
þá getur „pærestrojka" ekki orðið
að veraleika. Þangað til munu allar
okkar lausnir og "ákvarðanir týnast
í flóði fyrirskipana og lenda í enda-
lausri hringrás um kerfíð.
Ástandið í verslunarmálunum er
ekki betra. Ég hef þegar skýrt ykk-
ur frá því, félagar, hvemig þeim
málum er nú háttað í Moskvu. Síðan
þá hefur fátt breyst. Jafnvel starfs-
menn ráðunejdanna beita öllu sínu
til að hylma jrfír með þjófunum bak
við búðarborðin. Ég efast um að
þeir geri það af manngæsku! Nei,
félagi Tsjebríkov (forstjóri KGB,
innskot Morgunblaðsins),mér þykir
það leitt en þetta era staðreyndir
málsins.
Það er mikið talað, félagar, en
hlutimir breytast ekki. Hinn al-
menni borgari græðir ekkert á þess-
um umræðum. „Kötturinn Vaslea
hlustar og étur á meðan.“ Honum
er sama um röflið meðan enginn
tekur af honum- matinn. Félagar!
Það er kominn tími til athafna. Það
er kominn tími til að við beitum því
valdi sem við höfum í umboði fólks-
ins. Ef við dreklqum sjálfum okkur
í blaðri í stað þess að beita valdi
til að hrifsa úr klóm kattarins gráð-
uga það sem fólkinu ber með réttu
þá er einskis árangurs að vænta
af „perestrojku".
0
A brott frá Afganistan
Það er enn eitt erfitt vandamál
sem okkur hefur verið látið eftir
að leysa, félagar. Það er í Afganist-
an. Nærri þriðjungur þeirra bréfa
sem okkur berast er um þetta mál.
Þið þekkið allir niðurstöðumar úr
könnun sem franskur blaðamaður
gerði í Moskvu á skoðunum fólks á
þesSu máli. Ég held, félagar, að það
séu allir á einu máli. Það þarf að
leysa þetta vandamál svo fljótt sem
auðið er. Það verður að kalla herinn
heim frá Afganistan. Það er ein-
mitt þetta sem félagi Shevardnadze
(utanríkisráðherra Sovétrflganna,
innskot Morgunblaðsins) þyrfti að
huga fljótt að. Eins og er er hann
upptekinn af öðram málefnum, sem
að minni hyggju era ekki jafn brýn
og þetta, og mánuðum saman er
hann erlendis.
Að lokum vil ég lýsa þeirri óbif-
anlegu sannfæringu minni að erfíð-
leikar okkar nú séu aðeins bjujunar-
örðugleikar sem hafa komið fram
í upphafi mikils breytingatímabils.
En við munum jrfirstíga þá og gera
það fljótt. Þið megið treysta því,
félagar, að flokksdeildin í Moskvu,
sem nýtur stuðnings allra kommún-
ista borgarinnar, allra íbua hennar
og allra föðurlandsvina, mun gera
allt sem hún getur til að þessu sárs-
aukafulla tímabili ljúki með fullum
sigri hinnar nýju hugsunar per-
estrojkunnar.
„Mér finnst erfitt að útskýra fyrir venjulegum
verkamanni hvers vegna hann þarf að standa í
biðröð eftir pylsum sem innihalda meira af sterkju
en kjöti.“
„Það verður að kalla herinn heim frá Afganistan."