Morgunblaðið - 17.04.1988, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. APRÍL 1988 €5
-------------------------------------------------—------—----------------------------X
una kom hann fram. Allir voru heil-
ir á húfí. í tólf heilar vikur, þrjá
mánuði, um hávetur hafði báturinn
setið fastur í ís. Mennimir höfðu
með sér nesti sem duga átti í venju-
lega legu, en ekkert umfram það.
Skipveijamir héldu hins vegar í sér
líftóranni með því að veiða sér til
matar og drýgja það siðan með
skrínukostinum, sem þeir höfðu
haft með sér að heiman.
Þetta er ótrúleg saga, en sönn
og sögð hér sem næst því er Pála
nam hana af vöram móður sinnar.
Þetta er lærdómsrík saga og segir
okkur mikið af þeirri breytingu sem
orðið hefur á röskri öld.
Pálína var komin á sextugs aldur
er hún flutti frá Steinkoti og inn á
Glerárþorp, þar sem kallað var Ár-
gerði. Gerðist hún þá ráðskona hjá
bræðram tveim, Hallgrími og Guð-
mundl. Er Pála kom að Árgerði var
þar og hjá þeim móðir þeirra bræðra
Steinunn. Seinna flutti Ámi bróðir
Pálu til þeirra að Árgerði og bjó
hjá þeim uns hann lést árið 1969,
ná níræður að aldri. Frá Árgerði
fluttust þau að Svalbarða í Glerár-
hverfi og þaðan í Lyngholt þar senj
þau bjuggu í ellefu ár. Pálína lét
af ráðskonustörfum er hún varð 84
ára og fluttu þeir bræður að Dvalar-
heimilinu í Skjaldarvík. Pálína flutt-
ist þá til Hrefnu Svanlaugsdóttur
og leigði hjá henni í tvö ár, uns hún
87 ára fór á Dvalarheimilið Hlíð á
Akureyri.
Mér og systkinum mínum era
sérstaklega minnisstæð árin í Sval-
barða og Lyngholti. Því fylgdi sér-
stök tilhlökkun að koma norður og
heimsækja þau systkinin Pálu og
Áma (Áma afa eins og við voram
vön að kalla þennan ömmubróður
okkar). Bræðumir Mundi og Halli
vora okkur svo sannarlega líka
góðir. Andrúmsloftið á heimilinu
var gott. Heimilisfólkið var afar
samrýmt og samskipti þess snurðu-
laus. Þangað sótti maður því hlýju
og væntumþykju.
Stundimar sem ég átti með Pálu
frænku minni era mér gjörsamlega
ógleymanlegar. Hún hafði einstakt
lag á því að miðla af sinni rejmslu
með öllu sínu fasi og frásögnum.
Hún var öllum þeim sem kynntust
henni holl fyrirmynd. Hún talaði
af æðraleysi um lífíð og tilverana,
sorgir og gleði. Þetta skynjaði mað-
ur betur á fullorðinsáram, en sem
bam og því varð það mér jafnan
tilhlökkun að eiga stund með þess-
ari frænku minni.
Þegar ég nú lít til baka fínn ég
að hún var raunverulegur persónu-
gervingur hins kristilega siðgæðis,
að sælla sé að gefa en þiggja, enda
nam hún þá reglu strax við móð-
urkné, eins og lítil saga frá bemsku-
áranum lýsir vel. Fátæk nágranna-
kona kom í heimsókn að Steinakoti
og kvaðst ekki eiga neitt til að seðja
svöng böm sín með nema mjólk.
Móðir Pálu fór þá inn í fátæklegar
hirslur sínar og sótti eitthvað mat-
arkyns og færði nágrannakonunni.
Pála kvaðst þá hafa sagt við móður
sína hvort þau mættu við þessu.
En móðir mín svaraði, sagði hún
mén „Þú skalt gefa af þinni fá-
tækt, það margfaldast aftur hjá
þér.“
Það dylst auðvitað engum sem
þekkir til að Pála hefur numið vel
Blómastofa
Friöfmm
Suðuriandsbraut 10
108 Reykjavík. Sími 31099
Opið öli kvöid
tii ki. 22,- einnig um helgar.
Skreytingar við öii tilefni.
Gjafavörur.
þessa lffsskoðun móður sinnar.
A.m.k. veit smáfólkið þetta. Að því
hefur Pála oft vikið smáu og stóra.
Og litlu bömin sem kannski skilja
best allra hjartalag fólks sóttust
alltaf eftir því að vera návistum við
þessa góðu konu.
Auk ráðskonustarfa sinna hafði
Pála með höndum margskonar önn-
ur störf. Hún var eftirsótt til að
sinna konum að loknum bams-
burði. Þarf það engan að undra,
að nærgætni hennar og alúðleg
framkoma hefur verið öllum konum
styrkur. Þá lærði Pála fatasaum og
stundaði hann eftir föngum svo sem
heilsa og kraftar leyfðu.
Framan af ævi sinni var Pála
fremur heilsuveil. Kirtlaveik var
hún og berklar sóttu hana heim.
En henni tókst sem betur fer að
sigrast á þessu böli. Allt fram til
hinstu stundar var síðan heilsa
hennar góð. Hún var létt og kvik
f hreyfingum. Steig dansspor ef
þannig bar undir fram á tíræðisald-
ur og hafði gaman af því að fara
á mannamót. Hún var bein í baki
og tíguleg, fíngerð og kunni því vel
að búa sig upp ef hún gerði sér
dagamun.
Þrátt fyrir að hún giftist ekki
né eignaðist böm átti hún nafna
og nöfnur. Þeir vora ýmsir sem
vildu láta hana njóta nafns. Ég
hygg að flestum hafí þótt það vita
á gott að böm hétu í höfuðið á
þessari sómakonu.
Pála var enda vinmörg og vin-
sæl. Starfsfólkið á Hlíð mat hana
mikils og var það gagnkvæmt. Ég
veit fyrir víst að á Hlíð undi hún
hag sínum vel og naut þess að eyða
þar ævikvöldinu.
Það var alltaf uppörvandi að
sækja Pálu frænku heim. Hún var
jákvæð og bjartsýn og í hennar
huga komst aldrei að neinn efí þeg-
ar hún horfði til framtíðarinnar.
Hún var ótrúlega ungleg og bar
aldur sinn vel. Það mátti með sanni
segja að árin sem hún hafði að
baki segðu lítið um aldurinn, svo
ung var hún í anda.
Pálína naut góðs atlætis vina
sinna. í því sambandi vil ég sérstak-
lega neftia þau Eggert Ólafsson og
konu hans Sigríði sem ásamt böm-
um þeirra hjóna reyndust henni
sannir vinir. Veit ég vel að varla
leið sá dagur að þau heimsæktu
hana ekki og gleddu hana á alla
lund. Þá var alltaf gott samband
hennar við Hallgrím Stefánsson,
sem hún hélt heimili fyrir eins og
ég hef rakið.
Nú þegar lokið er ævi merkrar
heiðurskonu hrannast upp endur-
minningar. Frá glöðum dögum
æsku minnar er ég ásamt systkin-
um mínum heimsótti hana norður,
en einnig frá því að ég fullorðin
manneskja sat og ræddi við frænku
mína. í návistum við hana hvarf
allt kynslóðabil sem dögg fyrir sólu,
þó að hún.tengdi saman með iangri
reynslu sinni tvenna' tíma í þess
orðs fyllstu merkingu. Fram til
hinstu stundar fylgdist hún vel með
samtímaviðburðum og hafði lifandi
áhuga á öllu því sem fram fór í
kringum hana. Það má segja að
andlát hennar hafí borið brátt að.
Hún veiktist af heilablæðingu á
páskadag. Og lést af völdum henn-
ar föstudaginn 8. apríl sl. án þess
að hafa komist til meðvitundar. Hún
fékk hægt andlát eins og hún sjálf
hafði kosið sér og fór héðan úr
heimi í sátt við allt og aila.
Pálína Jónasdóttir var ógieyman-
leg kona. Það var mannbætandi að
kýnnast henni og glæddi með manni
trúna á lífið og framtíðaina.
»Þá blómgast enn og blómgast ævinlega,
þitt bjarta vor í hugum vina þinna."
(Tómas Guðmundsson)
Þó fjarlægðin skildi okkur að í
eiginlegri merkingu naut ég þess
að eiga gott samband við hana.
Lítill sonur okkar Einars naut þess
að ræða um þessa frænku sína og
hlakkaði til þess að fara norður
með lítilli systur sinni í heimsókn
til Pálu frænku, sem töfraljómi lék
um.
Við frændfólk hennar í Bolung-
arvík kveðjum hina látnu heiðurs-
konu með virðingu og þökk og biðj-
um henni Guðs blessunar.
„Ó dauði taktu vel þeim vini mínum,
sem vitjað hefur þreyttur á þinn fund.
Oft bar hann þrá til þín í huga sínum,
og þú gafst honum traust á banastund.“
(Tómas Guðmundsson)
Sigrún J. Þórisdóttir
Deyr fé,
deyja frændur
deyr sjálfur hið sama
en orðstír deyr aldregi
hveim er sér góðan getur.
Mig langar í örfáum orðum að
minnast frænku minnar, Pálu, er nú
er til hinstu hvflu borin. Fyrstu mán-
uði lífs míns annaðist Pála mig og
bar mig á höndum sér. Mamma hef-
ur sagt mér, að Pála hafí boðið fram
krafta sína strax og ég fæddist og
aldeilis reynst sér vel. Hún vaknaði
eldsnémma á morgnana til að strauja
bleiur og bamaföt og timunum sam-
an sat hún með mig og söng hveija
vögguvísuna eftir aðra. Alltaf bar
hún sérstaka umhyggju fyrir mér og
eru ófáir sokkamir og vettiingamir
sem hún pijónaði fyrir mig er ég var
lítill. Eftir að ég eltist hafði hún
ánægju af að fylgjast með mér og
vita hvemig mér gengi í skólanum.
Ég veit að hún hafði gaman af er
ég skrifaði henni bréf og sagði henni
frá einkunnum mínum. Ég hef ekki
kynnst konu sem orðin var þetta
gömul, sem fylgdist eins vel með og
lét sér meira annt um hagi annarra.
Pála var yndisleg kona, litil og nett
og frá henni geislaði, hún hafði fal-
lega húð og sást varla hrakka á
andliti hennar, enda var henni gefið
í vöggugjöf alveg einstaklega gott
skap og jákvæðni. Hún vildi hveijum
manni vel og alltaf var hún tilbúin
að rétta öðram hjálparhönd. Hún
hafði í einu orði sagt stórt hjarta.
Ég vildi óska að við hefðum búið nær
hvor annarri þannig að við hefðum
hist oftar.
Ég bið góðan Guð að eítthvað af
kostum Pálu minnar eigi eftir að
prýða mig á mSnum lífsferli og þá
veit ég, að mér á eftir að famast vel
! þessu lífi.
Ég þakka Pálu frænku minni fyrir
allt gott S minn garð og mamma mín
og Ámi þakka einnig fyrir ánægju-
legar stundir.
Pála var einlæg S trú sinni á Guð
og trúði á sæla endurfundi við sSna
nánustu. Ég veit að hin milda hönd
Guðs mun leiða hana á sinn dvalar-
stað og þangað mun fylgja henni
innilegt þakklæti og fallegar hugsan-
ir þeirra sem þeklctu hana. Minning-
in um Pálu frænku mína verður mér
ávallt kær.
Erla Sigriður Grétarsdóttir
t
Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma,
HULDA HAFBERG,
Hörðalandi 18,
Reykjavík,
andaðist 10. april kl. 12.55 á Brompton-sjúkrahúsinu í London.
Útför hennar fer fram frá Langholtskirkju þriðjudaginn 19. april
kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeir sem
vildu minnast hennar láti Hjartavernd eða önnur líknarfélög njóta
þess.
Guðmundur Sigmundsson,
Gunnar E. Hafberg Guðmundsson, Arnheiður Jónsdóttir,
Sigmundur Hafberg Guðmundsson,
Halldór Ingi Hafberg Guðmundsson
og barnabörn.
t
Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma,
GUÐFINNA MAGNEA ÁRNADÓTTIR,
Lindarbraut 8,
Seltjarnarnesi,
verður jarðsungin frá Fríkirkjunni i Reykjavík þriöjudaginn 19.
apríl kl. 15.00.
Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Krabbameinsfólagið.
Marteinn Kratsch,
Sigríður Marteinsdóttir, Guðjón Steinsson,
Walter Martelnsson, Ingibjörg Sigurðardóttir,
Gunnar Þór Marteinsson, Hulda Jónsdóttir,
Margrét Björg Marteinsdóttir, Hilmar Valgarðsson,
Árný Marteinsdóttir og barnabörn.
t
Elskulegur sonur okkar og bróðir,
VILHJÁLMUR BIRGISSON,
Ástúni 14,
er lést af slysförum 2. apríl, verður jarðsunginn mánudaginn 18.
april frá Kópavogskirkju kl. 13.30.
Birgir Brynjólfsson, Victoria Vilhjálmsdóttir,
Brynja Birgisdóttir,
Anna Maria Birgisdóttir,
Jóhanna Ruth Birgisdóttir.
t
Faðir minn og afi okkar,
ELÍNMUNDUR ÓLAFS,
Seljahlfð,
Hjallaseli 66,
andaðist í Borgarspítalanum 10. apríl. Útför hans fer fram frá
Nýju kapellunni i Fossvogi mánudaginn 18. apríl kl. 13.30.
Björgvin Ólafs, Ólafur K. Ólafs, •
Þorsteinn Ólafs
og fjölskyldur.
t
Ástkær sonur okkar,
JÓN ÞÓR JÓNSSON,
sem lést 9. apríl, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju þriöjudag-
inn 19. apríl kl. 13.30.
Þórdís Karlsdóttir,
Jón Bergmann Ingimarsson.
t
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, afi og tengdasonur,
HALLDÓR RUNÓLFSSON,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni Reykjavík þriðjudaginn 19
apríl kl. 13.30.
Þeir sem vilja minnast hans láti Styrktarfélag lamaðra og fatlaöra
njóta þess.
Björg Stefánsdóttir,
Stefán Halldórsson,
Jóhanna Halldórsdóttir,
Halldór Örn Kristjánsson,
Marfa Kristín Stefánsdóttir,
Anna Jóna Stefánsdóttir,
Stefán Þ. Gunnlaugsson.
Lokað
Lokað verður vegna jarðarfarar HALLDÓRS B. RUN-
ÓLFSSONAR þriðjudaginn 19. apríl 1988.
Vélar og verkfæri hf.,
Guðmundur Jónsson hf.
LEGSTEE sAR H.F. mi 681960.
MOSAIK Hamarshöfða 4 — Sí