Morgunblaðið - 17.04.1988, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. APRÍL 1988
í október 1986 fannst annnar
starfsmaður Marconi, Ashad Sharif,
hengdur í bíl sínum á útivistar-
svæði skammt frá Bristol. Hann
hafði bundið reipi í tré, fest hinn
endann um háls sér og ekið af stað.
Enginn veit af hveiju hann gerði
þetta. Hann var kunningi Dajib-
hais, af asískum ættum eins og
hann og 26 ára gamall.
„í janúar 1987 fannst Richard
P^gh, 37 ára gamall tölvuhönnuð-
ur. látinn á heimili sínu í Essex.
Hann var með plastpoka um höfuð-
ið 0g fætur hans voru bundnir.
Margir gátu sér þess strax til að
hann hefði verið myrtur, því að
hann bjó yfír yfírgripsmikilli þekk-
lngu um tölvuvædd vopnakerfí.
Raunar segir Ian Mather að starf
hans hafi ekki verið ýkja mikilvægt.
Peter Peapell, 46 ára gamall fyr-
irlesari í málmfræði við Konunglega
hervísindaháskólann í Shrivenham
i.Wiltshire á Suður-Englandi, lézt
' febrúar 1987. Kviðdómur komst
ekki að niðurstöðu um dánarorsök-
ina.
Getum var að því leitt að Peap-
eU hefði tekið þátt í mikilvægum
rannsóknum á brynvamartækni,
sem hefði verið haldið stranglega
leyndum, þegar hann lézt. Mather
Segir að staðreyndin sé sú að hann
hafí verið nýkominn heim úr kvöld-
verðarboði ásamt konu sinni og
verið of dmkkinn til að geta ekið
bifreið. Hann fannst liggjandi undir
híl sínum, sem var í gangi, og hafði
verið að rannsaka torkennilegt
skrölt í honum. Lögreglan skilur
ekki hvemig hann komst undir bif-
^eiðina af sjálfsdáðum.
John le Carré: Reyfari sem hann
hefði getað samið.
Ók á vegg
Prægasta dæmið er dauði Davids
Sands, 37 ára stjómanda rannsókn-
ar-áætlunar hjá Esams, dótturfyrir-
hæki Marconi í Camberley f Surrey,
^tti lézt í bílslysi í marz í fyrra
þegar hann vann að gerð áætlunar
u,n ratsjár til loftvama.
Þegar Sands ók til vinnu sinnar
ttieð nýfylltan bensíngeymi virðist
hann hafa tekið 180 gráðu beygju
°g ekið beint á kaffihús, sem hafði
verið lokað, í Basingstoke í Hamps-
hire. Lögreglan komst að þeirri nið-
Urstöðu að um slys hefði verið að
•^ða, en formaður kviðdómsins,
Sem rannsakaði dauða hans, sagði:
nEnginn getur skýrt hvers vegna
hann snarbeygði svona.“ *
Hins vegar fundust engin um-
^tterki, sem bentu til þess að brögð
hefðu verið í tafli að sögn Mathers.
Eitt af vitnum lögreglunnar sagði
ttð bifreið Sands hefði rekizt á bygg-
'ttguna „á ofsahraða".
Sands hafði aðeins einu sinni lent
1 einhveiju „furðulegu" um ævina
°g það gerðist aðeins tveimur dög-
um áður en hann lézL Þá hvarf,
hann og fannst ekki fyrr en að sex
tímum liðnum. Hvarf haris var talið
svo óvenjulegt að lögreglunni var
tilkynnt um það.
Kona Sands, Anna, skýrði svo
frá að hann hefði verið í uppnémi
vegna þess að faðir hans lá fyrir
dauðanum. Sands vissi að ástæðan
var sú að gamli maðurinn hafði
„þrælað eins og skepna og reykt
of mikið“. Sands haifði óttazt að
sjálfur yrði hann að lokum lífsgæða-
kapphlaupinu að bráð og ætlaði að
breyta lífemi sínu. Kviðdómur
komst ekki að niðurstöðu um dánar-
orsökina.
Victor Moore, 46 ára gamall
vísindamaður hjá Marconi, lézt í
apríl í fyrra þegar hann hafði tekið
of stóran skammt af deyfílyfjum.
Margrét, kona hans, sagði að hann
hefði „unnið of mikið og verið þung-
lyndur". Hún tjáði dánardómstjór-
anum að maður hennar hefði haft
óbeit á því að vinna við hergagna-
smíði. „Hann var ekki samþykkur
öllu því sem hann var beðinn um
að gera,“ sagði hún.
Dularf ullt hvarf
Dularfull dauðsföll brez’kra
visindamanna tengjast undarlegu
hvarfi 26 ára gamals asísks stúd-
ents, Avta Singh-Gita, sem týndist
skömmu eftir að sást til hans hjá
vatnsþró í janúar í fyrra. Hann
hafði unnið að að doktorsritgerð
urh hljóðeðlisfræði neðansjávar við
Loughborough-háskóla á Mið-Eng-
landi með stjrrk frá brezka land-
vamaráðuneytinu. Hann og kona
hans áttu brúðkaupsafmæli tveimur
dögum síðar og hann hafði keypt
gjöf til að gleðja hana þegar hanr.
hvarf.
Skömmu síðar skaut Singh-Gita
upp í París. Fréttamaður og ljós-
myndari blaðs í borginni ráku upp
stór augu þegar þeir sáu hann við
afgreiðslustörf í lítilli tízkuverzlun
í vændishúsahverfi. Hann flúði án
þess að gefa skýringu. í frétt í
brezku blaði sagði að hann myndi
alls ekki hvað komið hefði fyrir
hann.
í febrúar sl. fannst dr. Colin Fish-
er, 51 árs gamall vísindamaður við
Rutherford-rannsóknarstofnunina í
Cambridge, stunginn til bana.
Vísindakona hefur verið ákærð fyr-
ir að. hafa myrt hann.
Scotland Yard hefur unnið að
rannsókn á Marconi-fyrirtækinu
vegna ásakana þess eftiis að það
hafi krafið brezka landvamaráðu-
neytið um of háar greiðslur á und-
anfömum tíu árum. Upphseðin, sem
fyrirtækið mun hafa haft af brezka
ríkinu, nemur mörgum milljörðum
punda. í október sl. gerði lögregla
landvamaráðuneytisins skyndilega
innrás í skrifstofur Marconi-fyrir-
tækisins og notaði kúbein til að
bijótast inn.
Vangaveltum um að samband sé
milli hinna dularfullu dauðsfalla
brezkra vísindamanna á undanföm-
um tveimur árum virðist seint ætla
að linna. Athyglin hefur ekki sízt
beinzt að því að í þessum hópi hafa
verið sérfræðingar í neðansjávar-
hljóðfræði, hemaðarlega mikilvæg-
um leiðsögukerfum tundurskeyta
og aðferðum til að hafa upp á kaf-
bátum, hámenntaðir menn í tölvu-
fræðum og sérfræðingar í hemað-
arlegum boðskiptum.
Starfsmaður brezku leyniþjón-
ustunnar sagði í fyrravon „Við höf-
um í raun og veru engin sönnunar-
gögn, sem bendá til þess að menn-
imir hafi fyrirfarið sér til að losna
við brezku leyniþjónustuna eða ein-
hveija erlenda leyniþjónustu." Nú,
ári síðar, hefur enn ekki tekizt að
sanna að dauðsföllin tengist ein-
hveijum misgerðum, en lögreglu-
rannsóknin hefur magnað sögu-
sagnir um að svo kunni að vera.
Ian Mather segir: „Ef um eitthvert
samband er að ræða milli þessara
dauðsfalla og mannshvarfa virðist
lfklegasta skýringin vera sú að
vísindamennimir hafi bugazt af of
miklu álagi, sem fylgdi því að þeir
unnu að mikilvægum áætlunum, og
að þeir voru bundnir af ákvæðum-
laga um vemdun ríkisleyndarmála,
sem olli því að þeir gátu ekki sagt
nánustu ættingjum sínum leyndar-
mál sín.“
GH
Meðaldrægar
eldflaugar:
Framkvæmd-
ir stöðvað-
ar í Hollandi
Brussel. Frá Kristófer Má Kristinssyni,
fréttaritara Morgnnblaðsins i Belgíu.
ÖLDUNGADEILD hoUenzka
þingsins hefur staðfest þijá
samninga í tengslum við stór-
veldasamkomulagið um uppræt-
ingu meðaidrægra eldflauga i
Evrópu. í HoUandi átti sam-
kvæmt samkomulagi frá 1985 að
staðsetja 48 eldflaugar í Woens-
drecht í suðurhluta landsins.
Samningamir þrír em í fyrsta
lagi á milli Bandaríkjanna annars
vegar og þeirra fímm landa í Evr-
ópu sem meðaldrægar eldflaugar
em staðsettar í 'hins vegar, þá er
og tvíhliða samningur á milli Hol-
lendinga og Sovétmanna um eftirlit
hinna síðamefndu í Woensdrecht
og í síðasta lagi samningur við
Bandaríkjamenn um stöðvun fram-
kvæmda við uppsetningu eldflaug-
anna. Kostnaður við framkvæmd-
imar, sem er þegar orðinn tæpir
fímm níílljarðar íslenskra króna,
skiptist á milli Hollendinga, Banda-
ríkjamanna og Atlantshafsbanda-
lagsins. Búist er við því að brott-
flutningur hinna sex hundmð
bandarísku hermanna sem em í
Woensdrecht hefjist í haust eðá um
leið og öldungadeild bandaríska
þingsins hefur staðfest samkomu-
lagið við Sovétríkin.
_________Brids____________
Arnór Ragnarsson
Bridsfélag
Kópavogs
Síðastlíðið fímmtudagskvöld lauk
3 kvölda Mitchel-tvímenningi með
ömggum sigri .þeirra Armanns J.
Lámssonar og Helga Viborg fengu
þeir 1127 stig, en þeir félagar hafa
verið óstöðvandi eftir áramót.
Röð efstu para:
Þorbergur Ólafsson —
Murat Serdar 1094
Guðmundur Thorsteinsson —
Ragnar Ragn. 1039
Ragnar Bjömsson
Sævin Bjamason 1025
Sigurður Siguijónsson —
Bjöm Halldórsson 1023
Bemharður Guðmundsson —
Ingólfur Böðvarsson 1018
Óli Andreasson —
Vilhjálmur Sigurðsson 1015
Gunnar Sigurbjömsson —
Þorsteinn Gunnarsson 1013
Meðalskor 1013
Næsta fimmtudagskvöld, sem er
sumardagurinn fyrsti, verður spil-
aður eins kvölds tvímenningur en
fimmtudaginn 28. apríl hefst 3ja
kvölda vortvímenningur.
Hvíldarstóll m/skammel, verð
aðeinskr.25.600,-
kr. 23.000,-stgr.
LitinSvarteðabrúnt.
Ath.: Við bjóðum eitt besta úr-
val landsins af hvíldarstólum.
VALHÚSGÖGN
Ármúla 8,
símar 82275 og 685375.
Ert þú í húsgagnaleit?
Sófasett 3+1 +1. Brúnt leður.
Verð aðeins kr. 85.000f-stgr.
VALHÚSGÖGN
Ármúla 8, símar 82275 og 685375.
Stóiútsalanífullum
gangiéLaugavegiðl,
2. hæi. (áóurDomus).
DÆMI UM VERÐ:
Síðbuxurkr. 1.000.-
Dragtir kr. 3.500. —
Kjólar kr. 1.500.-
Bómullarbolir - pils - buxur kr. 1.000.-
—^EihLisiin n
V/Laugalæk S: 33755.
IRI
igi
ÞJÓNUSTUÍBÚÐIR ALDRAÐRA
Dalbraut 27 — 105 Reykjavík
Viltu vinna með öldruðu fólki?
Ef svo er, þá vantar okkur gott starfsfólk, í
eftirtalin störf.
VAKT:
Unnið er á tvískiptum vöktum, kl. 08—16 og
16—24 og aðra hverja helgi — 75% starf.
HEIMILISHJÁLP:
Vinnutími frá kl. 08—16 hlutastarf kemur til
greina. Um er að ræða þrif á íbúðum aldraðra.
RÆSTING:
Vinnutími kl. 13—17. 50% starf, þrif á
sameign.
Einnig vantar okkur sumarafleysingafólk —
á vakt í ræstingar og í eldhús.
Upplýsingar í síma 68 53 77
frá kl. 10—14 alla virka daga.