Morgunblaðið - 17.04.1988, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. APRÍL 1988
48
St)örnu-
Umsjón: Gunnlaugur
Guðmundsson
Einn ágaetur kunningi minn
sagði mér ekki alls fyrir löngu
frá ágætri enskri bók sem
heitir í lauslegri þýðingu: Þeg-
ar þú hefur fengið allt sem
þig langaði í, hvað þá? Ég
verð að viðurkenna að ég
skildi ekki i fyrstu hvað átt
var við. Hvenær er maður t.d.
búinn að fá allt sem mann
langar f?
Nýr bíll
Það var sérstaklega eftir að
ég keypti mér nýjan bfl að
mig tók að renna grun í hvað
átt væri við. Mig hafði lengi
langað í þennan bfl og ákvað
loks að ég gæti keypt hann
með því að taka lán svona
eins og gengur. Það var mik-
il spenna í loftinu síðustu dag-
ana áður en ég keypti bflinn
og svo rann dýrðarstundin
upp, ég var eigandi að nýjum
bfl. Það var gaman að keyra
fyrsta hringinn og í heild held
ég að mér hafi liðið nokkuð
vel í þijá daga.
Hvaö svo?
En síðan, viti menn, er þetta
bara venjulegur bfll. í raun
ekkert skemmtlegri heldur en
gamli bfllinn. Þá varð mér
hugsað til þessara orða, og
hvað svo? Eg veit a.m.k. að
svo koma afborganimar, sem
aldrei eru neitt sériega
skemmtilegar.
777 hvers?
Ég sé í raun ekkert eftir því
að hafa keypt bflinn, en hef
verið að hugsa um það til
hvers maður er alltaf að
kaupa þetta eða hitt, eða að
eitast við einhveijar vegtyllur.
Nýtt sófasett, ný föt, full-
komnari græjur, hærra kaup,
stöðuhækkun, stækka fyrir-
tækið, doktorsgráða 1 stað
magistergráðu og ég veit ekki
hvað. Kapphlaup eftir meiri
eignum og vegtyllum. Og til
hvers?
Aldrei timi
Astæðan fyrir því að ég skrifa
þessi orð, er sú að ég bý hér
á landi, nánar tiitekið í
Reykjavík. Annað slagið hitti
ég gamla kunningja og þá er
viðkvæðið gjaman: „Við þurf-
um endilega að hittast, við
þurfum bara að finna tíma.“
Og síðan koma sögur af nýrri
íbúð, nýjum bfl eða einhveij-
um öðmm veraldlegum afrek-
um. Síðan kveðjumst við og
hittumst fyrir tilviijun nokkr-
um ámm síðar.
Að njóta lífsins
Ég er ekki á móti því að fólk
sé duglegt og komi sér vel
fyrir í lífinu. Eg hef hins veg-
ar verið að hugleiða það að
lífið er stutt, að t raun þýtur
það áfram og áður en varir
verðum við öll komin undir
moldu. Og þá spyr ég, til hvers
emm við að lifa? Er það til
að lifa eða til þess að safna
að okkur dauðum hiutum sem
við síðan skiljum eftir? Emm
við að byggja falleg hús til
þess eins að geta sagt frá því
að við séum að byggja falleg
hús, en .ekki til þess að njóta
þess að búa í fallegu húsi?
Og vera til
Það sem kannski er grát-
broslegast við þetta allt sam-
an er að þjóðarbúið og þjóðin
er að dmkkna í skuldum
vegna afborgana af eignum
sem aldrei gefst tími til að
njóta. Þurfum við ekki að
hægja örlítið á ferðinni og
spyija okkur til hvers við er-
um að þessu? Hefur lífíð ekki
upp á annað að bjóða en
streitu, hraða og kapphlaup?
Hvemig væri t.d. að njóta
lifsins á meðan við emm til,
hafa kannski eitthvað minna
á milli handanna, en meiri
tíma til að rækta eigin garð,
tiifinningar okkar, ástina,
andlegt atgervi og samneyti
við hvert annað?
GARPUR
þOfiPrffZARH/R Fl yJA T/L SNAKAFJALL S,
EN þAR æ \Z/RJ<I BE//JA, ER.K/PJTANRA •
GARPS'
TEELA rLVGUR LÁGTSUO
HÚNSJÁlST EKJC/ OG ER
R.ÉTTÁ EFT/R þEJ/H.
GRETTIR
I fME> ER <SAMAN AE> UGGJA HÉl^ 05 VELTA Fv'R.IR SéR HINU/V1
OG. HU6LEIÐA TlLGAWö LIFSIMS 'OTALMOI0GU LADSMUM'A VAKIpA-
ffitA PAVÍÍ) (-20
DÝRAGLENS
UÓSKA
FERDINAND
SMÁFÓLK
50RRV, MANA6ER,BUT
ONE CAN'T EXPECT TO
CATCHTHEMALL.CANONE?
Afsakaðu, stjóri, en enginn
maður, þeim öllum, er það,
maður?
UWEN ONE C0N5IPER5 HOW
PIFFICULTIT REALLY IS,ONE
MU5T APMITTHAT ONE IS
FORTUNATE EVERTOCATCH
THEBALLATALL,I5NT0NE?
Þegar maður hugleiðir
hversu erfitt það er, verður
maður að játa að furðulegt
er að maður skuli grfpa
bolta, er maður það ekki?
Hafi maður þig i liði manns
er maður heppinn að missa
ekki vit manns, er maður það
ekki?
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
Að tala um „kastþröng í eir
um lit“ hljómar eins og mól
sögn. Slíkt fyrirbæri er þó ti
Hér er dæmi:
Suður gefur, NS á hættu.
Norður
♦ 9753
▼ Á32
♦ ÁK9
♦ G109
Vestur
♦ G842
▼ KG10765 Ullll
♦ 75
♦ 6
Austur
♦ KD106
♦ 9
♦ G10643
♦ 732
Suður
♦ Á
♦ D84
♦ D82
♦ ÁKD854
Vestur Norður Austur Suður
— ‘ — — 1 lauf
2 hjörtu 3 hjörtu Pass 6 lauf
Pass Pass Pass
Glannalega sagt, en niður-
staðan er ágæt eftir hindrun
vesturs. Útspilið er tromp.
Með trompunum 2:2 er
slemman nánast borðleggjandi.
Suður tekur strax spaðaás, fer
inn á blindan á tromp og stingur
spaða hátt. Notar svo innkom-
umar á tígul til að trompa af-
ganginn af spöðumim, tekur
tfguldrottningu og spilar sig út
á smáu hjarta. Það er sama
hvort lendir inni, 12. slagurinn
kemur sjálfkrafa.
Spilið er mun flóknara í 3:1-
tromplegunni. Sagnhafi býr þó
til svipaða lokastöðu, trompar
út spaða, tekur tíglana og endar
í blindum. Vestur verður að
halda eftir þremur hjörtum.
Geymi hann KGIO verður inn-
kastið ekki umflúið. Hann verð-
ur því að fóma tíunni og halda
eftir KG7. En það gengur hins
vegar ekki heldur, því suður
leggur drottninguna á níu aust-
urs og býr til nýjan gaffal. Óneit-
anlega þvingun í sama liL Vest-
ur á KG107 og má hvorki missa
tíuna né sjöuna.
Umsjón Margeir
Pétursson
Á alþjóðlegu móti í Sarajevo í
Júgóslavíu, sem nú stendur yfir,
kom þessi staða upp í skák júgó-
slavneska meistarans Dizdar,
sem hafði hvítt og átti leik, og
landa hans, stórmeistarans
Kovacevic.
21. Bxf7+! - Kxf7, 22. Db3+ -
Kf6 (Hvfti hefur með mannsfóm
tekist að hrekja svarta kónginn
út á borðið, þar sem hann er óvar-
inn) 23. Df3 - He6, 24. Rd6+ -
Ke7, 25. Rhf5+ og svartur gafst
upp. Lokin gætu orðið 25. — Kf6,
26. Hxe6+ - Kxe6, 27. Hel+ -
Kf6, 28. Re7+ og mátar. Dizdar,
sem hafði hvftt í þessari skák, kom
talsvert á óvart á Reykjavíkurmót-
inu um daginn með þvf að ná
3.-6. sæti.