Morgunblaðið - 17.04.1988, Blaðsíða 66
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. APRÍL 1988
«6
Samsœri gegn hergagnaiÖnaÖi Breta eÖa tilviljanir?
Lögreglan neitaði því að
eitthvað grunsamlegt
væri við dauða Knights,
sem var 52 ára gamall.
Hann og kona hans höfðu
skilið að borði og sæng nokkrum
mánuðum áður, en ástæðan til þess
að skyndilegt fráfall hans vakti at-
hygli var hins vegar sú að hann var
áttundi brezki vísindamaðurinn,
sem hafði unnið við leynilegar vam-
aráætlanir og fundizt látinn á að-
eins tæpum tveimur árum. Fimm
þessara vísindamanna, að Knight
meðtöldum, höfðu starfað hjá Marc-
oni- fyrirtækinu, eða í tengslum við
það. Það fyrirtæki er kunnast fyrir
það að í bækistöð þess í Portsmo-
uth var unnið að smíði Zircon, hins
fræga gervihnattar, sem svo mikil
leynd hvíldi yfír að jafnvel brezka
þingið fékk ekki að fylgjast með
henni. Um Zircon var síðar fjallað
í umdeildum sjónvarpsþætti.
Hinir dularfullu atburðir hjá
Marconi-fyrirtækinu minna á sam-
særi úr reyfara eftir John le Garré,
en flestir hafi hallazt að því að það
sé hrein tilviljun að allir þessir
vísindamenn hafa látizt voveiflega
á tiltölulega skömmum tíma. Dauði
Knights varð þó til þess að þess
var krafízt í neðri málstofu brezka
þingsins að ríkisstjómin léti þegar
í stað fara fram rannsókn á tíðum
sjálfsmorðum vísindamanna og
verkfræðinga, sem vinna að mikil-
vægum vamaráætlunum.
„Hvað er á seyði?“
— „Hvaðá samband er á milli
þessara dauðsfalla?" spurði þing-
maður úr Verkamannaflokknum,
Douglas Hoyle, sem er talsmaður
félags vísindamanna (MSFU) á
þingi. „Stafa þau einungis af of
miklu vinnuálagi, eða er eitthvað
annarlegt á seyði? Þetta er orðið
mikið áhyggjuefni."
— „Svo margir vísindamenn,
sem eru sérfróðir um vamarmál,
hafa dáið með dularfullum hætti
að full ástæða er til að láta fara
fram rannsókn á því álagi, sem
starfi þeirra fylgir," sagði John
Cartwright, talsmaður miðjuflokks
sósíaldemókrata (SDP) í vamar-
málum. „Ef ríkisstjómin bregst
ekki skjótt við munu fleiri mannleg-
ir harmleikir fylgja á eftir og þjóðin
ÞEGAR tölvufræðingurinn Trevor Knight mætti
ekkiáréttumtímatil vinnu sinnar hjá
Marconi-félaginu, einu helzta hergagnafyrirtæki
Bretlands, seint í síðasta mánuði var farið að
grennslast fyrir um hvað því olli. Skömmu síðar
fannst hann látinn í bifreið sinni, þar sem hún stóð
fyrir framan heimili hans. Eitrað loft frá
útblástursrörinu hafði borizt inn í bílinn.
DAUDU
M
Geimstöð framtíðarinnar: Dauðsföllin tengd „stjöraustríðsáætlun“?
Douglas Hurd innanríkisráð-
herra: árangurslaus lögreglu-
rannsókn.
Trident-eldflaug: „bölvun“ yfir
leyniáætlunum?
af völdum duiarfullrar bölvunar,
scm hvíldi yfír leynilegri vopna-
áætlun." Blaðið sagði enn fremur:
„Þessi óskiljanlegu álög hófust þeg-
ar Marconi-fyrirtækið fór að vinna
að bandarísku stjömustríðs-áætlun-
inni.“
Hulin ráðgáta
Dularfull dauðsföll brezkra
vísindamanna, sem vinna að vam-
armálum, eru rakin allt aftur til
ársins 1982, þegar bifreið Keiths.
Bowdens, práfessors í tölvuvísind-
um, steyptist fram af vegarbrún og
hafnaði á ónýtum jámbrautartein-
um í Essex 1982.
Fleiri slík „gömul" mál kunna
að verða skoðuð, en dauðsföll þeirra
vísindamanna, sem voru á einhvem
hátt tengdir Marconi-fyrirtækinu,
hófust ekki fyrir alvöru fyrr en í
ágúst 1986, þegar Vimal Dajibhai,
24 ára gamall tölvufræðingur Marc-
oni, féll fram af Clifton-hengibrúnni
í Bristol, sem er í 200 km fjarlægð
frá heimili hans. Mönnum er það
hulin ráðgáta hvað hann var að
gera í Bristol. Hann virtist hafa
fyrirfarið sér, en kviðdómur, sem
kannaði dánarorsökina, komst ekki
að niðurstöðu, því að „óskiljanlegir
blettir" fundust á líkinu. Ymislegt
bendir þó til þess að hann hafi bein-
brotnað.
Bifreið Sands: „samsæri sem á frekar heima í sjónvarpi"?
mun sjá á bak fleiri mikilhæfum
sérfræðingum.“
Cartwright krafðist einnig rann-
sóknar á dularfullum dauðsföllum
brezkra vísindamanna í marz í
fyrra, en þá höfðu aðeins fjórir lát-
izt. „Ég vil ekki verða sakaður um
að búa til samsæri, sem á meira
skylt við spennuþætti í sjónvarpi
en veruleikann," sagði hann þá, „en
ég tel að málsatvik sýni að hér
geti varla verið um tilviljun að
ræða . . . Þetta mál veldur
áhyggjum, sem munu ekki hverfa,
og sögusagnir hljóta að magnast."
„Brezka stjómin hafnaði kröfu
Cartwrights í fyrra að höfðu sam-
ráði við lögregluna og leyniþjón-
ustuna, hvað sem nú kann að ger-
ast. Hins vegar skipaði Douglas
Hurd innanríkisráðherra lögregl-
unni að rannsaka dauðsföllin með
samstilltu átaki allra deilda hennar,
en rannsóknin hefur ekkert leitt í
ljós. Enn hefur ekki tekizt að sanna
að samband sé milli hinna dular-
fullu dauðsfalla og því hafa margir
hallazt að því að hér sé einungis
um að ræða einkennilegar tilviljan-
ir, sem séu vissulega efni í góðan
reyfara, án þess að nokkuð bendi
til þess að samsæri sé á ferðum.
„Ekkert lát hefur þó orðið á sögu-
sögnum og bollaleggingum um að
brezkum hergagnaiðnaði hafi verið
Brezki kjaraorkukafbáturinn Nelson : Tilraun til að grafa undan
aðgerðum Breta gegn kafbátum?
bmgguð launráð. Æsifréttablöð í
London hafa frá upphafí verið sann-
færð um að skuggalegt tengsl sé á
milli dauðsfallanna og hafa einkum
getið sér þess til að sovézka leyni-
lögreglan, KGB, hafí ráðið vísinda-
mennina af dögum til að grafa
undan áætlunum Breta um aðgerð-
ir gegn kafbátum. Sú tilgáta hefur
einnig komið fram að svokölluð
„óknyttadeild" brezku leyniþjón-
ustunnar hafi verið hér að verki í
óljósum tilgangi. Sum blöð hafa
talið mikilvægt að nokkrir vísinda-
mannanna unnu í tengslum við svo-
kallaðar „stjömustríðs-áætlanir" og
gáfu í skyn að þeir hefðu látizt af
„yfímáttúrlegum ástæðum.“
Vikublaðið News of the World
sagði að sögn Ians Mathers, vamar-
málafréttaritara The Observer, sem
hér er einkum stuðzt við, að Knight
hefði verið „áttundi mikilhæfí
vísindamaðurinn, sem hefði látizt
MSHDAIIIENMRMR