Morgunblaðið - 17.04.1988, Blaðsíða 3
bVOSA CERUM VIÐ HLUTAFÍiAG SlA
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. APRÍL 1988
3
iJt'udwi 'i
Ferðaskrifstofan Útsýn hefur flutt
höfuðstöðvar sínar í nýtt og rúmgott húsnæði
að Áifabakka 16 í Mjódd. Reykjanesbrautin
framhjá Álfabakka er fjölfarnasta gata
landsins. Við erum í alfaraleið og bjóðum
ykkur velkomin á glæsilega ferðaskrifstofu
með alhliða ferðaþjónustu. Allar deildir
Útsýnar eru til húsa að Álfabakka 16.
Sími 603060 og næg bílastæði
Það er rétt að leggja nýja símanúmerið
603060 strax á minnið. Þegar þú kemur á
staðinn eru svo næg bílastæði beint fyrir utan
gluggann. Gjörið þið svo vel.
Áfram Austurstræti
Auðvitað verður söluskrifstofa áfram á gamla
góða staðnum í Austurstræti 17. Síminn þar
er enn sá sami 26611, og síst verður dregið
úr þjónustunni.
Rýmingarsala á ferðum?
#5 %
4
.
.
Styttra til útlanda!
Ekki beinlínis. En við flytjum með okkur fjöldann allan af spennandi
ferðatilboðum á mjög hagstæðu verði og greiðsluskilmálum. Á
Sæludagatali Útsýnar eru ekki færri en 90 ferðir til Spánar, Ítalíu,
Portúgals, Kýpur, Þýskalands og fleiri landa. Samt sem áður er hver
að verða síðastur að tryggja sér far.
Allar Útsýnarferðir verða til sölu bæði að Álfabakka og í Austurstræti.
Við bjóðum gamla og nýja samferðamenn innilega velkomna. Lítið
inn, þið verðið ekki fyrir vonbrigðum.
.jScSmmmVBi:
jSMSSSSSSSS1
\ :.?■
Það styttist leiðin í Útsýnarferðirnar hjá mörgum íbúum á
höfuðborgarsvæðinu. Það tekur aðeins 7 mínútur að aka í Mjóddina
úr Hafnarfirði, 5 úr Garðabæ, 10 úr Mosfellsbæ, 6 úrÁrbæ, 4 úr efra
Breiðholti, og 3 mínútur úr neðra Breiðholti og austurbæ Kópavogs.
Opið til sex og á laugardögum
Já, nýjum stað fylgir aukin þjónusta. Við höfum opið alla daga til kl.
sex fyrir þá sem vilja koma við á leiðinni heim. Og það verður opið á
laugardögum í apríl og maí.
UTSYN
Ferðaskrifstofan Vtsýn hf.
Álfabakka 16, 109 Reykjavík, sími: 91-603060 • Austurstræti 17, 101 Reykjavík, sími: 91-26611