Morgunblaðið - 17.04.1988, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 17.04.1988, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. APRÍL1988 Á fiskmarkaði. farinn að hijóta eins og hendi sé veifað. Ég er að verða eitthvað stressuð út af öllu saman og fer fram; er það virkilega meiningin að þessi múlla verði í klefanum? Það var horft á mig stórum augum. Var eitthvað af því. Hann er múlla altso. Nú ber að taka fram að þau hjón voru komin af því skeiði, að ég byggist við að þurfa að hlusta á einhver hljóð úr hinni kojunni. Samt var mér öldungis ekki rótt. Þetta er ekki alveg eins og það á að vera. Svo að ég bið um að fá að tala við þann sem ræður á skip- inu og segi honum mínar farir og þær ekki sléttar. Það voru allir famir að sofa nema ég, Svisslendingamir fengu ekki klefa fyrr en daginn eftir og sátu í óþægilegum stólum á einhvetjum miðklassa. Ég leitaði ráða hjá Pétri Svisslendingi, sem hló dátt, en fór engu að síður með mér til skipstjór- ans. Múllann er vakinn af væmm blundi og konan hans hrekkur upp líka; hef ég eitthvað við það að at- huga að þau sofí hér saman? Það skuli ekki tmfla mig hið minnsta. Málalyktir urðu samt þær að ég hrakti hinn gráskeggjaða út úr klef- anum, honum til mikilla sárinda. Svo mikilla að það er ekki fyrr en fáeinum klukkustundum áður en við komum til Khulna að hann yrti á mig aftur. í staðinn fyrir hann kom vanfæra og fallega dótturdótt- irin og svaf hjá ömmu sinni. Amm- an var sár, en dótturdóttirin hló. ég skyldi hypja mig. Ég benti hon- um á að ég ætti pantaða fímm daga ferð til Khulna. „Góða frú,“ sagði hann „þú kemur bara aftur seinna og ferð _til Khulna. Þá býður stjomin þér.“ Ég hreytti út úr mér, að Bangladesh ætti að veija sínum peningum í annað en að bjóða er- lendum blaðamönnum í reisur um landið. Hvort ég hefði kannski gert eitthvað af mér? „Við vitum ekki, hvað þú sendir um kosningamar. Það var allt á þínu tungumáli. Þú _ hefur kannski verið að rægja Bangladesh. Þú skalt bara koma þér í burtu og ef þú gerir það ekki skal ég sjá um það.“ Símhringingar í Bangladesh em ekki mjög einfalt mál. Yfírleitt fær maður ekki són. Gerist það er oft- ast á tali. Samt ákvað ég að gefast ekki upp. Nokkrum dögum áður en ég fór í ferðina suður í landið hafði upplýsingaráðuneyti Sobhans boðið í þyrluferð með ráðherranum Anizul Mamhmud, til Tangli þar sem átti að sýna okkur nýjan spítala og skóla. Flestir erlendu blaðamenn- imir vom famir og í ferðina fóra auk ráðherrans og hr. Islam — frá utanríkisráðuneyti — aðeins þénug- ur blaðamaður frá Pravda sem leit út eins og skopmynd af rússneskum njósnara, svo og fréttamaður Reut- ers með aðsetri í Nýju Delhi. Aniz- ul Mamhoud hafði nýlega tekið við embætti uppláingaráðherra, en sagði mér að hann hefði áður farið ♦með embætti trúmála siðustu fjögur ul Mohamed hefði gert það fyrir hann. Þá skellti hann á. Eldsnemma morguninn eftir fékk ég mér riksjá í ráðuneytið. Abdus Sobhan reyndi að sýna kurteisi, það var ekki nóg með að ráðherraskipun lægi fyrir, hr. Islam í utanríkisráðu- neyti hafði einnig haft samband við ráðuneytisstjóra og meðmælabréf var komið. Miðað við þá skrif- fínnslu og seinlæti í slíkum málum í Bangladesh, var áritunin færð mér á silfurfati nokkram klukku- tímum seinna. Svo að ég komst í ferðina til Khulna, hvar ég flæktist sfðan um til Bagerhat, fór að Krókódílavatni, þar sem var verið að biðja krókódíl- ana að gefa sig fram, þvi það er happamerki, en þeir létu bíða eftir sér. Fór með herra Nazrul að skoða sextfu súlna moskuna. Hitti for- stjórann sem sér um ferðina út í Sunderbans, en við komumst að þeirri niðurstöðu að tíminn væri of naumur til að ég nyti ferðarinnar. Og síðasta morguninn minn í Khulna er ég enn á göngu og sett- ist niður að blása mæðinni og ég veit ekki fyrr en fjöldafundur er í þann veginn að hefjast umhverfis mig. Ellefu ungir menntaskóla- strákar buðu mér heim í seven up, þennan dásamlega drykk sem ég mun sennilega alltaf tengja Bangla- desh. Á veggjunum plaköt af Brace Lee og hvemig mér líkaði hann? Það hafði gleymzt að búa um rúm- ið og taka til, en hjartahlýjan og in á vettvang, fín dama í glæsileg- um sari og hlaðin skarti. Dóttur- dóttirin svaf enn í kojunni. „Hún er ófrísk og eignast vonandi son,“ sagði múllann og ók sér af ánægju f kojunni. Ég sagðist vera orðin þreytt, ég vildi eiginlega helzt fara að ganga til náða. Múllann sagðist vera fljót- ur að kippa því í liðinn. Ég skyldi koma á eftir og þá yrði hún búin að færa sig inn í hinn klefann, sem þessi margmenna fjölskylda hafði til umráða. Eftir heitan daginn og dvínandi birtu var auðvitað bara frískandi að koma aftur undir bert loft meðan sú vanfæra færð sig. Mohammed Lokoitullah, sætur Bangladeshi, bauð mér í te og sagði mér að hann vissi um þorskastríð og leiðtoga- fund. Auk þess sagði hann mér frá hjónabandi sínu, sem ég hef minnzt á f fyrri grein. Bankinn hans er einn af fáum, sem er ekki þjóðnýtt- ur í landinu og hefur fært út kvíar sínar. Hann sagðist aldrei hafa vit- að neitt að ráði um ísland, en þó hefði hann heyrt að við væram frið- söm þjóð og hefðum ekki her. „Hér í Bangladesh er herinn alltof vold- ugur,“ sagði hann hvar við sátum og dreyptum á tei sem okkur hafði verið fært. Það fór ekki á milli mála að Lokiotullah var ívið merki- legri en ég og þurfti ekki nema gefa bendingu með höfðinu til að þjónamir færðu okkur ábót á teið. Við höfðum klefadymar hans opn- ar, „það er bara til að ekkert fari • milli mála,“ sagði Mohammed til skýringar. „Það borgar sig ekki að hugsa eitthvað óviðeigandi." Og spurði síðan margs um ísland. Og svo hvað mér hefði fundizt um kosn- ingamar í landinu sínu. Ég var gætin í tali og reyndi að þreifa fyr- ir mér um, hvað Konum fyndizt. „Ég segi ekkert um það. Það er aldrei að vita...,“ sagði hann. Ég spurði hvort hann meinti að augu og eyra Ershads væra alls staðar, jafnvel þama á fyrsta farrými lúxusfeiju — því að þetta var áður en ég vissi, að ég var ekki um borð í lúxus- feijunni sem iég hafði borgað fyrir. Klukkan var að verða hálf ellefu, stöku ljós á bátum úti á fljótinu, það grillti í skóginn sem uar að þéttast við árbakkann. Ég ákvað að láta nótt nema og leita til klefa míns. Þar situr múllann enn og hefur nú fækkað fötum og lagt sig út af. Ófríska dótturdóttirin var' farin og hann benti mér glaðlega til sængur, kona hans kæmi von bráðar. Ég sagði honum að mér fyndist það til fyrirmyndar, því að nú væri ég orðin þreytt. Fljótaáhrif- in höfðu haft þau áhrif að ég gat einhvem veginn ekki á heilii mér tekið. „Þér er óhætt að hátta," sagði múllann. „Slökktu bara Ijósið og svo kemur konan mín.“ Ég skreið al- klædd í koju, jafnvel heilagur múlla gat ekki losað mig við einhveija afbakalega blygðunartilfinningu. Það leið og beið og loks kom konan og búin að svæfa allar frænk- umar og dæturnar og dæturdæt- umar og bamabamabömin, sem mér er öldungis hulin ráðgáta, hvemig gátu hreiðrað um sig í ein- um klefa. Þau hjónin bjuggu um sig í hinni kojunni og múllann er Hún sagði mér daginn eftir að ég hefði hegðað mér alveg eins og við átti og auðvitað hefði verið fárán- legt að karlmaður — og það múlla — svæfí í sama klefa og ókunnugur kvenmaður. Pétur Svisslendingur hló enn hærra morguninn eftir og sagði að það væri áreiðanlega ekki margar útlendar konur, sem hefðu átt þess kost að sofa hjá múlla. Svo að ábyggilega hafí ég farið á mis við lífsreynslu. Það var sérstakt snyrtiherbergi fyrir fyrsta farrými. Þar var að vísu hvorki sápa, klósettpappír né hand- klæði en klósett samt. Og ég man ekki betur en ég svæfí vel af nótt- ina. Daginn eftir lagði fjölskyldan svo undir sig klefann rétt eins og áður, en þá var svo margt að sjá meðfram bugðóttum fljótunum, að ég lét það ekki lengur á mig fá. Undir lokin fékk ég heimboð frá Múllaflölskyldunni meðan ég dveldi í Khulna, en einhverra hluta vegna fórst fyrir að sækja hana heim. Það hafði ekki gengið þrauta- laust fyrir sig að fá framlengda vegabréfsáritunina, svo að ég gæti farið til Khulna. Mér hafði verið heitið að það gengi fyrir sig eins og skot þegar ég kæmi frá Chittag- ong og Cox’ Bazar. En þegar ég hringi í hinn vingjamlega aðal- blaðafulltrúa upplýsingamálaráðu- neytisins morguninn eftir ég kom úr suðurferð var eitthvað breytt. Herra Abdus Sobhan, sem hafði minnt mig á vingjamlegan apa og vildi þá hvers manns vanda leysa, var nú eins og snúið roð í hund. Hann sagði mér, að hann væri orð- inn hundleiður á blaðamönnum og ár. Hann er hagfræðingur, mennt- aður í Englandi, einstaklega ljúfur og þekkilegur maður.. „En er of opinskár af ráðherra í Bangladesh að vera og sérstaklega í þessu embætti," sagði Reuter-strákurinn. En okkur ráðherranum hafði samið mætavel í þessari ferð og voram aðalgengið í sjónvarpi og blöðum daginn eftir. Svo að ég ákveð að hringja í hr. Islam í utanríkisráðuneyti og fá leiðbeiningar. í .fyrstu hélt hann að um misskilning væri að ræða og hvatti mig eindregið til að tala aft- ur við apamanninn. Þar sem hann var enn uppi í tijánum hafði það lítið upp á sig og hr. Islam sagði að hér væri að gerast hneyksli, Bangladesh ekki samboðið. Ég skyldi snúa mér rakleitt til ráð- herrans, vinar míns. Eftir tveggja klukkustunda vafstur náði ég í ráð- herrann og sagði honum mála- vöxtu. „Svona er enginn hæfa. Við kippum þessu í liðinn. Ég boða til fundar strax,“ sagði ráðherrann og sagðist skyldu ábyrgjast að ég kæmist til Khulna. Hann sagði að Bangladeshar kynnu að meta ef blaðamenn nenntu að gera eitthvað annað en hlaupa um í Dhaka. Að komast í fljótaferð væri það sem gæfí sannasta mynd af landinu. Að vísu þurfti ég nú að hringja í apamanninn og það má hann eiga, blessaður kallinn, að hann reyndi fram á síðustu stundu að halda andlitinu. „Ég athuga málið, ég lofa engu. Komdu í fyrramálið og við sjáum til.“ Ég sagðist geta hug- hreyst hann með þvf, að hann þyrfti ekki að lofa neinu, ráðherrann Aniz- vinsemdin bætir það upp. Þeir skrifuðu allir nöfnin sín á blað og báðu mig að athuga hvort einhveijar íslenzkar píur vildu skrif- ast á við þá. Gáfu mér mynd af Brace að skilnaði. Að ógleymdum þeim væna Rot- arymanni, Mehti Billah, sem ég hafði einmitt boðið út að borða ásamt eiginkonu og tvíburam, þeg- ar ég lenti í að þvælast fyrir I eggja-rifrildi og ökklabrotna. Samt fóram við fjölskyldan ög borðuðum á kínverskum stað, hundrað rétti og kostaði 270 krónur fyrir okkur öll. Og svo þegar ég kom allþjáð heim á hótel Arafat bíða eggja- mennimir mín þar. Það hafði frést um þennan „smábæ“ að útlending- urinn styngi við, svo að þeir ákváðu að sættast og það var hafín söfnun á markaðnum fyrir teygjubindi og þama vora þeir mættir til að færa mér það. Þeir töluðu ekki ensku, svo að við kölluðum á hótelstjórann, sem talaði að vísu ekki ensku heldur, en boðskapurinn var augljós. Þeir vora líka með flösku af seven up, það hafði líka frést að ég hefði drakkið seven up fyrr um daginn. Betra gátu þeir ekki boðið. Þetta er það sem Bangladesh er í huga mér, þrátt fyrir að næstu sólarhringamir væra ekki þeir þægilegustu sem ég hef lifað. Að safna 130 krónum fyrir teygju- bindi, plús seven up, var um það bil helmingurinn af veizlumáltíð okkar Mehti, konu hans og sætra og kátra tvíburastelpna í tjullkjólum með silkiborða. Þetta er Bangladesh fyrir mér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.