Morgunblaðið - 17.04.1988, Blaðsíða 29
29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. APRÍL 1988
einmitt nýlega ályktun um mikil-
vægi kristnifræðikennslu í skólum
og hvetur söfnuðina til að styðja
skólana eftir mætti.
Þörf aukinna upplýsinga
Sigurður og Ingólfur segja kenn-
ara yfírleitt hafa tekið þessari út-
gáfu nokkuð vel. En er þörf á aukn-
um upplýsingum til foreldra á öllum
sviðum?
— Við teljum að svo sé. Fyrir
utan námseftii eins og stærðfræði
og samfélagsgreinar sem hefur tek-
ið miklum breytingum getum við
til dæmis nefnt fíknivamir og
samlífsfræðslu. Á því sviði verða
skólar og heimili að sameinast um
uppfræðslu og einmitt á þessum
sviðum lífsviðhorfa og lífemis er
þörf á svona efni.
Út frá þessu hverfum við út í
aðra sálma sem þó em tengdir
þessu efni en það er um uppeldis-
rétt og uppeldisskyldu. Sigurður
Pálsson hefur tekið saman rit um
það efni og við spyrjum um tilgang
þess:
— Með þessu riti, sem gefíð er
út af Rannsóknastofnun uppeldis-
mála, er ég að vekja athygli á
nokkrum atriðum varðandi uppeld-
ismál. Þar fjalla ég um rétt foreldra
til forsjár og uppeldis bama sinna.
Einkum fjalla ég um það sem ég
kalla uppeldisrétt, en það er réttur-
inn til að ráða eða hafa áhrif á
uppeldismótun bama og ungmenna
bæði varðandi almenna menntun
þeirra og mótun lífsskoðunar.
í nútímaþjóðfélaginu er lögð vax-
andi áhersla á hlutdeild aðila utan
heimilisins í uppeldi bama og ung-
menna og um leið er rætt um áhrif
foreldra á störf þessara stofnana.
Og þar sem allt uppeldi og öll
kennsla á mótunarárum bamanna
hefur áhrif á lífsskoðanir þeirra þá
tel ég að allir foreldrar verði að
vera vel upplýstir um það hver rétt-
ur þeirra er til áhrifa og afskipta
ef ágreiningur kemur upp.
í bæklingnum ræðir Sigurður um
uppeldisréttinn og að fmmrétturinn
sé á hendi foreldra og hvemig lög
tryggja með ýmsum hætti réttindi
þeirra og skyldur en jafnframt rétt-
indi og skyldur hins opinbera. Til-
greinir hann einnig alþjóðasam-
þykktir í þessum efnum sem ísland
er aðili að. Geta foreldrar haft bein
afskipti af því uppeldi sem skólinn
veitir nemendum?
Valkostir nauðsynlegir
— Þessum uppeldisrétti foreldr-
anna em gerð takmörkuð skil í lög-
um og reglugerðum en með vax-
andi áhuga foreldra á því að hafa
hönd í bagga með skólastarfinu um
leið og skólinn tekur að sér meira
uppeldishlutverk hlýtur þörfín fyrir
skýrari línur að aukast. Bein af-
skipti foreldra geta auðvitað verið
nokkur en séu foreldrar ekki
ánægðir með starf skólans og vilji
úrbætur hafa þeir ekki um svo
margt að velja.
Hér þarf hið opinbera að geta
boðið valkosti. Það er nauðsynlegt
að fyrir hendi séu ákvæði í lögum
og reglugerðum er tryggja frelsi
og sjálfstæði þeirra sem vegna trú-
ar sinnar, lífsskoðunar og siðgæðis-
viðhorfa telja sig þurfa undanþágur
fyrir böm sín varðandi sókn í opin-
beran skóla eða þátttöku í einstök-
um námsgreinum eða óska þess að
eiga annarra kosta völ. Vissulega
kostar það sitt en er engu að síður
nauðsynlegt til að fullnægja þessum
gmndvallarréttindum.
Niðurstaðan er því sú að þótt
fátítt sé að hér á landi komi fram
óskir um undanþágur vegna trúar-
og lífsskoðana og deilur um hug-
myndafræðilegan gmndvöll skólans
séu nær óþekkt fyrirbæri sé nauð-
synlegt að tryggja betur í lögum
uppeldisrétt foreldra í þessum efn-
um þannig að samræmist þeim al-
þjóðasamþykktun sem íslenska
ríkið er aðili að.
GLASGOW
3xíviku
FLUGLEIDIR
-fyrír þig-
Sængurfatnaður í úrvali
einnig í barnastærðum. Ódýru sængurnar
og koddarnir komið aftur. Tilvalið í sumar-
bústaðinn. Póstsendum.
Smáfólk/Fídó
Hallaveigarstíg 1 (Iðnaðarhúsinu),
símar 21780 og 26010.
Sértilboð: Helgarverð frá kr. 21,147,-
Vikuverð frá lí. 34.116,-
Innifalið í verði: Flug, gisting og morgunverður.
Hótelmöguleikar: Y-HOTEL, BAILEYS, GRAFTON,
KENILWORTH, METROPOL, CLIFTON FORD,
GLOUCESTER OG MÖRG FLEIRI.
Allar nánari upplýsingar færðu á söluskrifstofum
Flugleiða, hjá umboðsmönnum og ferðaskrifstofum.
* Gildistími til 15. maí 1988.
** Gildistími til 31. október 1988.
Bæði verðin miðast við einstakling í tveggja manna herbergi á Y-Hótelinu
P.S. LONDON er allt sem þér dettur í hug!
FLUGLEIÐIR
-fyrírþíg-
Söluskrifstofur Flugleiða: Lækjargötu 2, Hótel Esju og í Kringlunni. Upplýsingasími 25 100.
AUK/SlA k110d3-148