Morgunblaðið - 17.04.1988, Blaðsíða 35
34
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. APRÍL 1988
intt0i Útgefandi Árvakur, Reykjavík
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Aðstoðarritstjóri Björn Bjarnason.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen.
Fróttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 700 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 60 kr. eintakið.
Danir
í ógöngum
Samkvæmt fréttum hefur
minnihlutastjóm Pouls
Schliiters í Danmörku tapað
23 atkvæðagreiðslum í dansíca
þinginu á undanfömum árum.
Margar hinar mikilvægustu
hafa snúist um utanríkis- og
öryggismál. Hefur stjómin oft
orðið að fylgja fram annarri
stefnu á alþjóðavettvangi en
hún sjálf vildi. Er nú svo kom-
ið, að traust Dana út á við
minnkar sífellt. Er talað þannig
um danska utanríkisstefnu í
fjölmiðlum, að hún sé mótuð í
neðanmálsgreinum. Með því er
vísað til þess að oft á undan-
fömum ámm hefur mátt sjá
fyrirvara Dana neðanmáls í
fréttatilkynningum eða álykt-
unum frá ráðherrafundum Atl-
antshafsbandalagsríkj anna.
I stuttu máli má segja, að
staðan sé þannig á danska
þinginu, að vinstri flokkamir,
sem em í stjómarandstöðu
undir forystu Jafnaðarmanna-
flokksins, hafi getað treyst því,
að flyttu þeir tillögur um ör-
yggismál, sem væm í andstöðu
við viðtekin viðhorf innan Atl-
antshafsbandalagsins og jafn-
vel meginþætti í stefnu banda-
lagsins, hafi þeir getað vænst
stuðnings frá flokknum Radik-
ale Venstre, sem styður ríkis-
stjómina í efnahags- og fjár-
málum. Hafa vinstrisinnar
gengið á þetta lag oftar en einu
sinni og ríkisstjómin látið þar
við sitja. Þó hefur hún skotið
málum til þjóðarinnar eins og
gert var fyrir nokkmm ámm,
þegar Danir greiddu í annað
sinn þjóðaratkvæði um aðild
sína að Evrópubandalaginu og
stjómin hafði sigur. Nú þykir
margt benda til þess að Poul
Schlúter og menn hans hafí
fengið nóg og er rætt um að
boðað verði til kosninga í Dan-
mörku í maí. Ástæðan er sú,
að danska þingið samþykkti
ályktun er hefur í för með sér
að erlendum herskipum í
danskri lögsögu verður send
tilkynning um þá stefnu Dana
að banna kjamorkuvopn í landi
sínu á friðartímum. Bretar og
Bandaríkjamenn hafa lýst yfír
af þessu tilefni því að þeir
muni ekki breyta út af þeirri
stefnu sinni að játa hvorki né
neita tilvist kjamorkuvopna um
borð í skipum sínum eða ann-
ars staðar. Carrington lávarð-
ur, framkvæmdastjóri Atlants-
hafsbandalagsins, sagði eftir
fund fastaráðs NATO um málið
í fyrradag, að yrði ályktun
danska þingsins framkvæmd
þannig að hún bryti í bága við
vamarhagsmuni og samvinnu
NATO-ríkjanna hefði það ákaf-
lega alvarlegar afleiðingar.
Deilumar um þennan þátt
öryggis- og vamarmála í Dan-
mörku eða aðra sem hafa verið
ofarlega á baugi þar byggjast
ekki á efnislegum forsendum.
Þær eru sprottnar af flokkspó-
litískum átökum heima fyrir og
ástæðum sem eru sér-danskar.
Vinstrisinnar beita öllum ráð-
um til að klekkja á ríkisstjóm-
inni og óvíst er, hvað þeim yrði
sjálfum fast í hendi að fylgja
fram öfgum sínum og sérvisku
ef þeir næðu stjómartaumun-
um í sínar hendur. Rjúfí Poul
Schlúter þing og efni til kosn-
inga nú í maí vill hann annars
vegar sýna, að hann ætlar ekki
að bera ábyrgð á því að Danir
lendi í þeim ógöngum að koma
sér út úr húsi hjá bandamönn-
um sínum í Atlantshafsbanda-
laginu og hins vegar undirstrik-
ar hann flokkspólitíska þáttinn
í samþykkt danska þingsins.
Danir, Norðmenn og Islend-
ingar hafa fylgt svipaðri stefnu
varðandi kjamorkuvopn. Við
höfum haft sérstöðu vegna
vamarsamningsins við Banda-
ríkin og hafa Bandaríkjamenn
jafnan svarað spumingum um
tilvist kjamorkuvopna hér á
landi hvorki með já-i né nei-i.
Hefur oft verið deilt harkalega
um þetta atriði hér og niður-
staðan orðið sú, að Bandaríkja-
stjóm virði stefnu íslands og
hingað verði ekki flutt kjam-
orkuvopn nema með samþykki
íslenskra stjómvalda. Hér hef-
ur einnig verið rætt um herskip
og kjamorkuvopn. Niðurstaðan
hefur einfaldlega orðið sú, að
við hljótum að treysta banda-
mönnum okkar til að virða
stefnu okkar sem er skýr og
ótvíræð og öllum ljós. Þetta er
stefna Norðmanna og hefur
verið viðhorf Dana. Vegna
uppákomunnar í danska þing-
inu hefur Káre Willoch, fyrrum
forsætisráðherra Noregs og
formaður utanríkismálanefnd-
ar norska þingsins, lýst áhyggj-
um sínum yfír fráhvarfí danska
þingsins frá hefðbundinni
stefnu Dana, fráhvarfí, sem
lýsir ekki öðru en vantrausti á
bandamenn og vini og er skilið
þannig af þeim, er hlut eiga
að máli.
Scala-óperan í Mílanó er yfír-
leitt talin fremsta ópera í
heimi. Það er því ekki að
undra, þótt athygli íslend-
inga hafi beinzt mjög að
Scala, eftir að tilkynnt var
í vetur, að Kristján Jó-
hannsson, óperusöngvari,
hefði fengið samning við Scala. Kristján
hefur nú sungið í tveimur óperum í Scala.
I lok janúar söng hann stórt hlutverk í
óperu eftir Verdi og nú fyrir rúmri viku
söng hann í Hollendingnum fljúgandi eftir
Wagner. Kristján var ekki aðalsöngvari í
þessum óperum, heldur staðgengill ann-
arra, en svo virðist, sem a.m.k. tveir söngv-
arar séu um hvert hlutverk eða flest hlut-
verk í sýningum á Scala og staðgenglar
að auki.
Menn þurfa ekki að koma nema einu
sinni á sýningu í Scala-óperunni til þess
að gera sér grein fyrir því, að það er þrek-
virki fyrir söngvara að fá tækifæri til að
koma þar fram og komast frá því með
myndarlegum hætti. Sýningargestir í
Scala og raunar í öðrum óperuhúsum á
Ítalíu eru gagnrýnir og láta álit sitt óspart
í ljósi, hvort sem þeir hrífast eða telja
frammistöðu söngvara lélega. Það þýðir
ekki að bjóða upp á annað en beztu söngv-
ara í Scala, enda er það gert. Það verður
því tæpast áréttað nægilega sterklega,
hvers konar tímamót það eru í íslenzku
menningarlífí, að íslenzkur óperusöngvari
hefur náð því m'arki að standa á sviðinu
í Scala.
Hljómsveitarstjóri Scala-óperunnar er
Ricardo Muti. Á sýningu á Hollendingnum
fljúgandi fyrir hálfum mánuði kom vel í
ljós hve frábær stjórnar.di Muti er og ber-
sýnilegt, að hann hefur unnið hug og
hjörtu ítalskra áheyrenda, slík voru fagn-
aðarlætin, þegar stjómandinn gekk fram
á sviðið að sýningu lokinni. Um það má
segja, að allt hafí ætlað um koll að keyra.
Þessi merki hljómsveitarstjóri komst þann-
ig að orði í viðtali við fréttamann Stöðvar
2 sl. þriðjudagskvöld, að Kristján Jóhanns-
son hefði staðið sig frábærlega vel á fyrstu
sýningunni er hann söng í Hollendingnum
fljúgandi. Muti lét önnur viðurkenningar-
orð falla um söng Kristjáns á þeirri sýn-
ingu. Hér skal fullyrt að þessi ummæli
Ricardos Mutis eru einhver mesta viður-
kenning, sem Kristján Jóhannsson hefur
fengið.
Operuhúsið í Mílanó er um 200 ára
gamalt. Það er sérkennileg tilfínning að
sitja þar og minnast þess, að sjálfur Verdi
gekk um þessa sömu ganga, setti óperur
sínar sjálfur á svið í þessu húsi og vann
þar sigra og varð að sæta því að ekki var
öllum verkum hans vel tekið í upphafi. Á
þessu sviði hafa flestir, ef ekki allir fremstu
óperusöngvarar heims staðið og unnið þar
mikla listasigra. Nú þegar íslenzkur óperu-
söngvari er bersýnilega að ná fótfestu í
Scala má búast við, að margir íslendingar
eigi eftir að leggja leið sína til Mílanó til
þess að kynnast þessu fræga óperuhúsi
og fylgjast með vegferð Kristjáns Jóhanns-
sonar þar.
Svartsýni í atvinnulífinu
Það ríkir augljóslega mikil og vaxandi
svartsýni um framtíðina meðal forystu-
manna í atvinnulífínu, þótt tekizt hafi að
mestu að ná kjarasamningum án verk-
falla. Það fer ekkert á milli mála, að físk-
vinnslan er enn rekin með miklu tapi, þrátt
fyrir gengislækkunina fyrir nokkrum vik-
um. Sagt er, að frystingin sé rekin með
10-15% halla. Saltfískverkunin hefur verið
hagstæð nokkur undanfarin ár en nú fer
verð lækkandi á saltfíski og er jafnvei
búizt við enn frekari verðlækkunum á
næstunni.
Sagt er, að staðan í iðnaði sé versn-
andi. Talið er, að verkefni, sem íslenzk
iðnfyrirtæki hafa byggt á árum og jafnvel
áratugum saman kunni að hverfa til út-
landa vegna þess, að okkar fyrirtæki eru
ekki lengur samkeppnisfær við þau er-
lendu. Ýmislegt bendir til þess, að rekstrar-
staða hins nýja sameinaða ullarfyrirtækis,
Álafoss, sé erfíðari en ætlað var við sam-
einingu fyrirtækjanna tveggja og veður
öll válynd á þeim vígstöðvum.
Jafnframt því, að menn telja sig sjá
fyrir mikla erfíðleika á heimavígstöðvum,
má fínna vaxandi áhyggjur hjá þeim mönn-
um, sem að vísu eru ekki margir, í atvinnu-
lífínu, sem reyna að horfa fram á veginn
og leitast við að gera sér grein fyrir fram-
vindu mála, þegar til lengri tíma er litið.
Einn viðmælandi höfundar Reykjavíkur-
bréfs er þeirrar skoðunar, að hið háa físk-
verð, sem við höfum knúið fram á undanf-
ömum misserum eigi eftir að koma okkur
í koll. Þannig megi halda því fram, að
þetta háa fískverð hafí kallað á stóraukin
umsvif annarra þjóða í fískveiðum og físk-
vinnslu. Víða um heim megi fínna físki-
mið, sem ekki hafi verið nýtt að ráði en
nú sé búið að leggja í mikla fjárfestingu
til þess að hagnýta. Afleiðingin verði sú,
að á næstu árum komi mikið af físki á
markaði, frá löndum, sem hafa ekki verið
umsvifamikil í fiskveiðum. Þetta mikla
framboð muni leiða til þess, að verð lækki
til frambúðar á físki á heimsmörkuðum.
Það gerist því það sama með fiskinn eins
og með olíuna. Eftir að arabaríkin höfðu
knúið fram mikla hækkun á olíu varð hag-
kvæmt að vinna olíu, þar sem það áður
hafði verið óhagkvæmt. Afleiðingin varð
sú, að stóraukið framboð varð á olíu, sem
leiddi til verðhruns.
Forystumaður í íslenzkum sjávarútvegi
var t.d. staddur í Frakklandi á dögunum.
Þar sá hann á boðstólum eldislax í háum
gæðaflokki, sem fluttur var flugleiðis til
Frakklands reglulega — frá Chile! Öðrum
forystumanni í sjávarútvegi var brugðið,
þegar hann kynnti sér útflutning á fersk-
um fiski frá íslandi til Bretlands og komst
að raun um, að verulegur hluti hans fer
í frystingu í Bretlandi og keppir síðan við
frystan físk frá íslandi.
Úlfur, úlfur . . . ?
Þegar litið er til þeirrar miklu velmegun-
ar, sem hér hefur ríkt undanfarin misseri,
má auðvitað spyjja, hvort þessir menn séu
að hrópa: „Úlfur, úlfur . . .“ eina ferðina
enn. Staðreynd er, að fískafli er mikill.
Staðreynd er, að fískverð er hátt. Stað-
reynd er, að eftirspum á mörkuðum er
mikil eftir framleiðslu okkar. Við stöndum
ekki frammi fyrir hruni í fiskveiðum, eins
og 1967-1969. Við stöndum ekki frammi
fyrir verðhruni eins og á þeim árum.
Merki velmegunar eru hvarvetna. Aldrei
hefur bílainnflutningur verið meiri. Aldrei
hafa ferðalög verið jafn mikil. Hingað
komu indverskir ferðamálafrömuðir á dög-
unum, sem sögðu sem svo: „Helmingur
íslenzku þjóðarinnar fer úr landi á hverju
ári. Af hveiju komið þið ekki til Ind-
lands?!“ Og fannst eftir nokkru að slægj-
ast! Ný hýbýli þjóta upp, verzlun er mikil,
hvert stórhýsið á fætur öðru rís, flugstöð-
in, Kringlan og nú ráðhúsið. Getur það
verið, að öll þessi velgengni sé á sandi
byggð?
Til þess að svara því benda menn á
mikinn og vaxandi viðskiptahalla og segja
sem svo, að það sé augljóst, að þessi mikla
velgengni sé fjármögnuð með erlendri
skuldasöfnun. Við lifum einfaldlega um
efni fram. Þá er bent á, að viðskiptahall-
inn verði ekki til vegna þess, að við stönd-
um í nýjum stórframkvæmdum, sem snerti
grundvöll atvinnulífsins eins og t.d. virkj-
unarframkvæmdir gera, heldur skapist
viðskiptahallinn af eyðslu þjóðarinnar.
Þegar á allt þetta er litið verða svartsýn-
ismennimir í atvinnulífínu tæpast sakaðir
um að hrópa: „Úlfur, úlfur." Áhyggjur
þeirra eiga við rök að styðjast og nauðsyn-
legt, að þjóðin gæti að sér.
Eru stj órnmálamenn-
irnir vandamálið?
Nú bryddir á þeirri skoðun í röðum for
ystumanna í viðskipta- og athafnalífí, að
stjómmálamennimir sjálfir séu eitt helzta
vandamálið, sem við er að eiga í efnahags-
málum. Þær þungu ásakanir á hendur
stjómmálamönnum, sem í þessu felast, em
rökstuddar með því, að alþingismenn og
ráðherrar taki alls ekki ábyrga afstöðu til
þeirra vandamála, sem framundan em, eða
fjalli yfírleitt um þau. Þeir líti fyrst og
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. APRÍL 1988
nr
35
REYKJAVÍKURBRÉF
Laugardagur 16. apríl
Horft til Bessastaða úr Skerjafirðinum. Keilir í baksýn. Morgunblaðið/ói.K.M.
fremst á sig, sem gæzlumenn hagsmuna
einstakra kjördæma eða byggðarlaga og
einbeiti kröftum sínum að því að tryggja
stundarhagsmuni þeirra en ekki framtíðar-
hagsmuni þjóðarinnar.
I þeim efnum er bent á, að þingmenn
og fagráðherrar séu erfiðasti þröskuldur
í vegi fyrir niðurskurði á útgjöldum ríkis-
ins. Þingmennimir líti ekki á sig sem full-
trúa og talsmenn skattgreiðenda og leitist
við að gæta hagsmuna þeirra, heldur telji
þeir helzta verkefni sitt að knýja fram fjár-
framlög til margvíslegra þarfa í kjördæm-
um sínum og vinni þannig beinlínis gegn
heildarhagsmunum þjóðarinnar.
Höfundur þessa Reykjavíkurbréfs hefur
heyrt þeirri skoðun fleygt, að nauðsynlegt
sé að forystumenn í atvinnulífí taki hönd-
um saman í herferð á hendur stjómmála-
mönnum til þess að knýja þá til ábyrgra
vinnubragða.
Umhugsunarverð
viðhorf
Þessi viðhorf, sem hér hefur verið lýst
og em áreiðanlega býsna útbreidd í at-
vinnulífmu em umhugsunarverð. Að vísu
hefur svartsýni áður gripið um sig og far-
ið eins og bylgja um landið. En eins og
vikið var að í forystugrein Morgunblaðsins
fyrir nokkmm dögum, stöndum við frammi
fyrir uppgjöri á ótrúlega mörgum sviðum
þjóðlífsins samtímis. Þetta uppgjör væri
auðveldara, ef það kæmi í þessari atvinnu-
grein í dag og í annarri á morgun. En svo
er ekki, heldur kemur þetta allt á sama
tíma. Meiri háttar uppstokkun framundan
í sjávarútvegi, fiskvinnslu, landbúnaði og
fjölmörgum öðmm atvinnu- og þjónustu-
greinum að ekki sé minnzt á búskap hins
opinbera.
Ríkisstjómin hefur ekki lagt þessi mál
fyrir þjóðina á skilmerkilegan máta. Fram-
sóknarmenn em að vísu að boða til mið-
stjómarfundar á næstunni, þar sem þeir
munu m.a. ræða viðhorfin í efnahagsmál-
um. Fjármálaráðherra boðar val á milli
tveggja vondra kosta og virðist sjálfur
helzt hallast að einhvers konar millifærslu-
leið af því tagi, sem tíðkaðist hér á ámm
áður! En þeir eiga það sameiginlegt fjár-
málaráðherra og þeir framsóknarmenn,
sem nýiega hafa talað um efnahagsvanda-
málin, að þeir ræða ekki um hinar stóm
línur heldur einstök vandamál.
Samkomulagið á milli stjómarflokkanna
í vetur hefur að vísu ekki verið með þeim
hætti, að það gefi tilefni til sérstakrar
bjartsýni um störf þessarar ríkisstjómar á
næstu mánuðum. En ef ráðhermnum tekst
að ná samkomulagi um að hætta að rífast
opinberlega um smámál en einbeita sér
þess í stað að stóm málunum em þetta
þau verkefni, sem við þeim blasa: Eftir
að hafa í áratugi starfað í skjóli vemdaðra
og óeðlilegra starfsskilyrða eiga íslenzk
atvinnufyrirtæki við þann vanda að etja,
að þau em illa rekin, og hafa ekki fylgzt
með tímanum í hagræðingu í rekstri. Þau
em líka meira úr sér gengin, en menn
halda. Fjárfestingar í atvinnulífi, sem
stjómmálamenn og embættismenn hafa
tekið ákvarðanir um, em meira og minna
misheppnaðar.
í útgerð er óhjákvæmilegt að hverfa frá
kvótakerfi til þess fyrirkomulags, að út-
gerðin greiði fyrir aðgang að fiskimiðun-
um. í fískvinnslu er óhjákvæmilegt að
fækka frystihúsum mjög vemlega. Í land-
búnaði er óhjákvæmilegt að grípa til enn
ákveðnari ráðstafana til þess að skera nið-
ur umframframleiðslu. í landsbyggðar-
verzlun er óhjákvæmilegt að fækka eining-
um vemlega. í fjármálakerfinu verður
ekki hjá því komizt að hrista duglega upp
í ríkisbankakerfinu. í rekstri hins opinbera
verður að stöðva þá gegndarlausu sóun
og eyðslu, sem þar hefur tíðkazt í skjóli
hvers kyns gerviröksemda, sem stjórn-
málamenn og embættismenn hafa sameig-
inlega fundið upp. Eyðsla í opinbera kerf-
inu hér er miklu meiri og aðhald miklu
minna en t.d. í Bandaríkjunum, þar sem
komið hefur verið upp ótrúlega sterku eft-
irlitskerfi með meðferð opinberra fjár-
muna.
Skammtímaaðgerðir í efnahagsmálum
bera engan árangur nema jafnframt sé
unnið að þessum framtíðarmarkmiðum.
Þrátt fyrir allt eru ákveðnar forsendur til
staðar, sem eiga að stuðla að því, að stjóm-
arflokkarnir geti náð saman um allsheijar
uppgjör og uppstokkun í efnahags- og
atvinnulífi. Það er ljóst, að forystumenn
Sambands ísl. samvinnufélaga hafa mjög
svipuð viðhorf til stöðunnar í atvinnulífínu
og hér hefur verið lýst. Það má marka
af opinberum yfírlýsingum Guðjóns B.
Ólafssonar, forstjóra SIS. Framsóknar-
flokkurinn tekur gjarnan mið af afstöðu
samvinnuhreyfingarinnar, þannig að hann
ætti að geta fellt sig í grundvallaratriðum
við efnahags- og atvinnustefnu af þessu
tagi. Jón Baldvin Hannibalsson, Qármála-
ráðherra, hefur sýnt, þrátt fyrir skringileg-
ar hugmyndir um veltuskatt og annað slíkt
á fyrirtæki á Reykjavíkursvæðinu (!), að
hann er tilbúinn til þess að taka fast á í
ríkisrekstrinum. Ætla verður að innan
Sjálfstæðisflokksins geti verið skilningur
á þeim sjónarmiðum, sem hér hefur verið
lýst. Þess vegna er alls ekki fráleitt að
pólitísk samstaða geti tekizt um þessi
markmið.
„Eftir að hafa í
áratugi starfað í
skjóli verndaðra
og óeðlilegra
starfsskilyrða,
eiga íslenzk at-
vinnufyrirtæki
við þann vanda að
etja, að þau eru
illa rekin, og hafa
ekki fylgzt með
tímanum í hag-
ræðingu í rekstri.
Þau eru líka
meira úr sér
gengin en menn
halda.“