Morgunblaðið - 17.04.1988, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. APRÍL 1988
23
„Ef það entist að eilíf u“
„Ég veit ekki hvort ég er róm-
antísk. Ég hef alltaf talið sjálfa
mig frekar raunsæja og hagsýna,
þótt ég sé vafalaust ekki eins
raunsæ og hagsýn og ég ætti að
vera. Ég tek misjafnlega á hlutum.
Ég fer yfirleitt eftir tilfinningum
mínum. Stundum segja þær mér
að fara varlega, stundum að láta
skeika að sköpuðu, og þá er gam-
an.“
Cher þoldi Sonny eiginmann sinn
og samstarfsmann í tæp tíu ár. Þau
sungu saman, þau bjuggu sundur
og saman, þau unnu saman að eig-
in sjónvarpsþætti og nutu vinsælda
meðal unga fólksins á sama tíma
og þau urðu fyrir aðkasti íhaldss-
amra eins og gengur, sérstaklega
fullorðna fólksins. Þau klæddu sig
jafnvel þannig að vonlaust var að
þekkja þau í sundur. Þau voru á
forsíðum blaða og tímarita. Þau
voru fræg fyrir að vera fræg. Víet-
nam-stríðið stóð sem hæst, unga
fóikið steytti hnefa framan í eldri
kynslóðir, og Cher tók þátt í þessum
dansi eins og hver annar. En frægð
þeirra tók að dvína og það leið ekki
„Nornirnar í Eastwick11, Cher ásamt Jack „Börnin mín Elijah og Chastity eru mór allt,“ segir Cher.
Nicholson, Susan Saradon og Michelle Pfieffer.
Cher hef ur oröiö fyrir miklu aökasti vegna sambands hennar viö Rob
Camiletti, sem er aðeins 24 ára gamall. En Cher svarar þessu
snyrtilega: „Ég hef meiri áhuga á yngri karlmönnum."
Cher lék eiturlyfjasjúkling í
„Grímunni“ og heldur hér utan
um Erík Stoltz sem lék son
hennar.
á löngu þar til þau hurfu sjónum.
ímyndin sem spannst kringum þau
-sprakk eins og loftbóla.
En Cher sætti sig ekki við að
hverfa algerlega. Og ekki dó hún
fyrir aldur fram, eins og svo marg-
ir sem voru í sviðsljósinu á þessum
árum. Nylega skrifaði kona grein í
New York Times þar sem hún tjáði
sig um Cher, og sagði að fólk á
hennar reki hefði bókstaflega reiðst
Cher fyrir að brenna ekki á báli
eigin frægðar áður en hún næði
þrítugsaldri. Það var ekki einu sinni
hægt að hæðast að Cher því hún
hæddist svo mikið að eigin persónu.
Cher mun aldrei geta gleymt þess-
um árum, heldur ekki fólkið sem
fylgdist með henni. Það var einmitt
þess vegna sem henni reyndist svo
erfitt að hasla sér völl sem leikkona.
Cher hefur aldrei fallið algerlega
inn í munstrið sem þjóðfélagið skap-
aði henni. Það kom fram strax í
bamæsku, enda segir móðir hennar
að Cher hafí alltaf litið á sjálfa sig
sem svolítið sérstaka. FYægasta
dæmið um hvemig Cher sker sig
úr er klæðnaður hennar. Við getum
tekið sem dæmi Óskarsverðlaunaaf-
hendinguna fyrir árið 1985, en þá
mætti hún í skrautlegasta búningi
í manna minnum til að segja frammi
fyrir heimsbyggðinni að hún væri
grautfúl fyrir að vera ekki einu sinni
útnefnd yfir hlutverk sitt í
„Grímunni".
En sem sagt, árið 1975 fór hún
fram á skilnað og fékk hann.
„Ég hef ekkert á móti hjóna-
bandi, en ég gæti ekki hugsað mér
að giftast manni nema ég væri
þess fullviss að ég myndi lifa með
honum hamingjusöm um ókomna
tíð. Mér geðjast ekki að nánu sam-
bandi tveggja manneskja sem bygg-
ist á einskis nýtum pappírssneplum.
Ég þyrft líka að búa með þessum
manni í þtjú ár hið minnsta til að
kynnast honum örlítið. Það er mjög
erfitt að hlúa að öruggu samband1
nú á dögum. Það er líka óþolandi
að vera í sambúð ef maður þarf að
umgangast manninn á hveijum ein-
asta degi. Ég vil geta stungið af
til mömmu, eða besta vinar míns,
þegar mig langar tiL Sambúðin
reynir svo á manneskjuna. Ég skil
ekki hvemig sumt fólk getur búið
saman ár eftir ár. Ég vildi gjaman
geta það, en bara ef ég væri viss
um að það entist að eilífu."
Cher var atvinnulaus þrátt fyrir
allan vinafjöldann. (Meðal vina
hennar voru ekki ómerkari menn
en Jimmy Carter, Tip ' O’Nell og
Henry Kissinger sem hún kallar
„Hen“ enn þann dag í dag.) Hún
leitaði ráða hjá David Geffen, sem
er virtur plötuframleiðandi. Þau
fóru að búa saman. Sú sambúð
entist í átján mánuði. Geffen segir
Cher hafa verið afar leitandi á þess-
um árum. Hún var búin að sanna
fyrir sjálfri sér að hún væri listafær
söngvari, en hana skorti sjálfstraust
til að leggja út á leiklistarbrautina.
Geffen sendi hana þess vegna til
Las Vegas þar sem hún fékk hlut-
verk í litlum óþekktum leikhúsum.
Það var ekki nokkur lifandi sála
sem trúði því að Cher gæti leikið.
Hún hafði ekki einu sinni leikið með
bekkjarfélögum þegar hún var í
skóla og aldrei fengið tilsögn. Það
tók hana því mörg ár að öðlast
marktæka reynslu og enn lengri
tíma að öðlast viðurkenningu sam-
starfsmanna sinna. Hún vann með
allskyns fólki og leikstjóramir
bönnuðu henni að stúdera alvarlega
i þessumfræga Bob
Mackie-búningi mœtti Cher
þegar ÓskarsverAlaunin voru
afhent 1986. Margir vina hennar
V stundu þungan og spurAu:
„Hvernig geturAu gert okkur
þetta, Cher?“
leiklist, þeir sögðu að hún ætti bara
að fylgja ráðum þeirra. Cher hélt
að eitthvað mikið væri að, þar til
Meryl Streep sagði henni blákalt:
„Sumir hafa gott af því að fara í
skóla til að læra að leika, en þú ert
þess konar karakter að þú myndir
aldrei bera þess bætur ef þú færir
í skóla."
Hún hefur sagt að einu brögðin
sem hún noti við leik sinn séu að
hlusta á lög með Jimmy Webbs eða
Arethu Franklin þegar hún á að
leika í atriðum sem krefjast sér-
staks tilfinningahita.
Óskarsverðlaunin
„Fyrst og síðast vil ég að maður-
inn sem ég laðast að og elska sé
heiðarlegur. Síðan vil ég að hann
sýni mér og öðrum umhyggju, og
ekki má gleyma kímnigáfunni.
Þessa þætti í fari karlmanna met
ég — í þessari röð.“
Cher var farið að vegna vel í Las
Vegas þegar hún ákvað að láta
æskudrauminn um að leika í kvik-
myndum rætast. Hún hafði 350.000
dali í laun á viku en fómaði þeim
fyrir 5.000 dali, en það vom launin
fyrir fyrsta hlutverk hennar í kvik-
mynd. Það gekk að vísu ekki of vel
að fá hiutverk, því enginn treysti
henni, enginn hafði trú á henni.
Fólk vill geta stimplað listamenn
og þá sérstaklega leikara í eitt
skipti fyrir öll. En það var leikstjór-
inn Robert Altman, en hann er
frægur fyrir að fara ótroðnar slóð-
ir, sem gaf Cher fyrsta alvarlega
tækifærið. Þetta var árið 1982,
þegar Altman gerði myndina „Come
Back to the 5 & Dime, Jimmy Dean“
árið 1982. Hlutverkið var mjög lítið
en nógu stórt til þess að Miki Nic-
hols tæki eftir henni. Nichois gerði
hina frægu „Silkwood" með Meryl
Streep í titilhlutverki ári síðar, og
bauð Cher ágætt aukahlutverk.
Cher læddist inn í eitt kvikmynda-
húsið skömmu eftir frumsýningu
myndarinnar, og það fór hrollur um
hana þegar áhorfendur hlógu er
nafn hennar birtist á skjánum. Hún
var útnefnd til Óskarsverðlauna
fyrir aukahlutverk í þessari mynd.
Þrátt fyrir það tók hún sér tveggja
ára hvfld, og birtist næst í
„Grímunni" (Mask) sem Peter
Bogdanovich gerði árið 1985.
„Ég hef ekki bundist sterkari til-
finningaböndum við nokkum leik-
ara en Erich Stoltz sem lék son
minn í Grímunni. Ég kann engin
orð nógu sterk til að lýsa sambandi
okkar. Þar var sérkennilegt sam-
band því mestan tímann sem við
unnum saman var hann farðaður
grímunni. Hann var alltaf þessi
líkamlega bæklaður strákur á
myndatökustaðnum. En við gátum
ekki slitið okkur hvort frá öðru
þegar tökum lauk. Við hittumst oft
og töluðum saman, fórum jafnvel í
bíó. Hann sendir mér ennþá bréf,
hann hringir eða heimsækir mig.“
Cher var stolt af frammistöðu
sinni í „Grímunni", enda lék hún
konu sem hún hafði mikla samúð
með. Hún lék unga konu háða eitur-
lyijum sem elur upp e.k. fílamann,
afmyndaðan í andlitinu. Cher var
kosin besta leikkonan á kvikmynda-
hátíðinni í Cannes árið 1985.
Síðan eru liðin þijú ár. Hún lék
í tveim myndum á síðasta ári:
„Nomunum frá Eastwick", en í
þeirri mynd lék hún í þeim eina til-
gangi að fá að vinna með Jack
Nicholson, og „Hinn grunaði", sem
var sýnd seint á árinu. Sú mynd
þykir ekkert sérstök, en það var svo
í febrúar að Cher gerði stormandi
lukku með sinni nýjustu mynd. Það
er auðvitað „Moonstruck". Enginn
gat vitað fyrir að sú mynd ætti
eftir að njóta þvflíkra vinsælda sem
raun hefur orðið á, enda höfðu
margir vinir hennar ekki minnstu
trú á að myndin gerði það gott.
Sumir réðu henni meira að segja
frá því að leika í „Moonstruck" því
sú mynd yrði ekki til að auka hróð-
ur hennar sem leikkonu. Og enn
síður datt nokkram manni í hug
að Cher, af öllum leikkonum, ætti
eftir að hreppa Óskarsverðlaunin!
Cher er nú rétt rúmlega fertug
að aldri og stendur ef til vill á há-
tindi frægðar sinnar. Henni eru
boðin merkilegustu kvenhlutverkin
um þessar mundir, en það er enn
einn draumur sem þessi merka kona
á eftir að láta rætast. Það er draum-
urinn um að skrifa sjálf handrit að
kvikmynd um æviferil söngkonu.
Cher hefur oft minnst á þessa ósk
sína og segir að handritið sé næst-
um fullklárað. Það má búast við
því að Cher leiki söngkonu í sinni
næstu mynd.
Gefum Cher orðið að lokum:
„Þessi svokölluðu Óskarsverð-
laun era ekki eins merkileg í mínum
augum eins og þau vora fyrir nokkr-
um áram. Eg varð fyrir mikilli
reynslu eftir að ég lék í Grímunni,
en eftir það vissi ég að allt gat
gerst. Það hafði örvandi áhrif á
mig sem leikkonu. En um leið fór
ég að brynja mig fyrir þeirri hættu-
legu freistingu að vilja þessa styttu.
Leikarar mega ekki halda að
óskarsverðlaun séu æðsta takmark
lífsins."
Texti: Helgi Jónsson
Heiniildir: The New York Times,
Newsweek, Photoplay, Celebrity PIus.