Morgunblaðið - 17.04.1988, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 17.04.1988, Qupperneq 1
96 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 87. tbl. 76. árg. SUNNUDAGUR 17. APRÍL 1988 Prentsmiðja Morgunblaðsins Managua; Viðræður hefjast á ný Managua, Rcuter. LEIÐTOGAR kontra-skæruliða komu á föstudag til Managua, höfuðborgar Nicaragua, til friðar- viðræðna við sandínistastjómina. Var það i fyrsta skipti sem fulltrú- ar kontranna fá að koma til höfuð- borgarinnar síðan þeir hófu hern- að gegn sandfnistum. Hinir fomu fjendur hittust skamma stund á föstudag til að „hita upp“ eins og Adolfo Calero, leiðtogi kontra, orðaði það. Hann sagði að viðræðumar myndu hefjast fyrir al- vöm á laugardag. Samninganefnd stjómarinnar leið- ir Humberto Ortega vamarmálaráð- herra. í siðasta mánuði skrifuðu Calero og Ortega undir tímamóta- samkomulag en í því fólst 60 daga vopnahlé og frekari viðræður í höfuð- borginni um varanlegan frið. „Þetta er pólitískur sigur," sagði Alfredo Cesar, kontra-leiðtogi, þegar hann steig út úr flugvélinni í Mana- gua. „Við skutum okkur leið til borg- arinnar." Fiskveiðar EB; Naustá Norðfirði Morgunblaðið/Friðþjófur Helgason Æðsti herforiugi PLO drepinn í Túnisborg PLO segir ísraela ábyrga fyrir morðinu Túnisborg, Reuter. Khalil el-Wazir ásamt Yasser Arafat. Reuter Breytingar í vændum Brossel, frá Kristófer Má Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Sjávarútvegsráðherrar Evópu- bandalagsrikjanna samþykktu á fundi að innan framkvæmda- stjómarinnar verði hafinn undir- búningur að breyttum áherslum f fiskveiðistefnu bandalagsins. Cardosa e Cunha, sem fer með fiskveiðimál innan framkvæmda- stjómar EB, lagði tillögumar fyrir ráðherrann á óformlegum fundi þeirra f Cuxhaven f vikunni. Gert er ráð fyrir að í framtfðinni verði tekið mun meira tillit til skoðana vísinda- manna á ástandi fískstofna og farið eftir tillögum þeirra en félagslegar forsendur aflakvóta verði þá úr sög- unni. KHALIL el-Wazir, æðsti herfor- ingi Frelsissamtaka Palestfnu (PLO), var f gærmorgun skotmn á heimili sínu f Túnisborg, að konu sinni og dóttur sjáandi. Wazir, sem var 63 ára gamall og þekktastur undir nafninu Abu Jihad, lést á leið til sjúkrahúss. Talsmenn PLO kenna ísraelum um, en Wazir var næstráðandi Yassers Arafats inn- an Fatah, eins aðildarfélags PLO. Wazir er talinn hafa staðið að baki sumum blóðugustu hryðju- verkum PLO, þar á meðal ráninu á langferðabifreiðinni f Negev- eyðimörkinni f tsrael f sfðasta mánuði. Þá féllu þrfr ísraelar og þrfr hryðjuverkamenn PLO. Að sögn starfsmanns í aðalstöðv- um PLO í Túnisborg réðst nfu manna árásarflokkur inn á heimili Wazirs vopnaður vélbyssum með hljóðdeyf- um. Árásarmennimir flúðu í tveimur sendiferðabílum að verknaðinum loknum. Wazir var nýkominn heim til sín og var í húsbóndaherbergi sínu á annarri hæð hússins þegar árásin var gerð. Bflstjóri hans hafði fengið sér blund í bílnum, en þegar hann vakn- aði var hann skotinn til bana. Tveir aðrir lífverðir inni í húsinu voru einn- ig drepnir. Wazir mun hafa heyrt hávaðann og fór niður á jarðhæð með mundaða skammbyssu. Þar var hann hins vegar skotinn til bana. Að sögn heimildarmanna innan PLO var hann skotinn um hundrað kúlum. ísraelar hafa neitað að segja nokk- uð um árásina. Árið 1985 gerðu ísra- elskar herflugvélar sprengjuárás á höfuðstöðvar PLO í Túnis eftir að hryðjuverkamenn PLO drápu þijá fsraela um borð í lystisnekkju í Lam- aka á Kýpur. Um tveir tugir manna féllu f árásinni. ísraelar hafa til þessa aldrei lýst ábyrgð á hendur sér þegar ráðist hefur verið á hryðjuverkamenn PLO. í apríl 1973 réðust ísraelskar sér- sveitir á skrifstofu PLO í Beirút og felldu þrjá háttsetta PLO-menn. Sú árás sigldi f lqölfarið á röð hryðju- verka PLO, en þar á meðal var ódæð- ið á Ólympíuleikunum í Miinchen. Ránið á farþegaþotunni frá Kuwait; Sljórnin í Alsír undir þrvstinffi Al&reírsbonr. Reuter. ^ Algeirsborg, Reuter. VONIR manna eru nú bundnar við að Alsfrstjórn takist að rniðla málum milli stjórnar Kuwait og vopnaðra ræningja kúvæsku farþegaþotunnar. Þótt lítið hafi miðað frá þvf vélin lenti f Al- geirsborg aðfaranótt miðviku- dags gæta þarlend yfirvöld þess, með fyálp PLO, að halda samn- ingaviðræðunum gangandi. Ella er hætta á að ræningjarnir missi þolinmæðina með ófyrirsjáan- legum afleiðingum. Lífíð gengur sinn vanagang í höfuðborginni og lítið fer fyrir ör- yggisvörðum á Houari Boumedi- enne-flugvellinum í Algeirsborg. En einungis fimm hundruð metra frá flugstöðvarbyggingunni stend- ur flugvélin, sem athygli alls heimsins beinist að, með um það bil 30 gísla og átta hryðjuverka- menn innanborðs. Þrýstingur á Alsírstjóm hefur jafnt og þétt farið vaxandi frá því hún tók við flugvélinni af kýp- verskum yfirvöldum. Upphaflega þegar fréttist að vélin væri á leið til Alsírs var talið að samið hefði verið um að gíslunum yrði sleppt og ræningjamir fengju hæli í landinu. Nú em menn á hinn bóg- inn fremur svartsýnir og búast við löngu og ströngu samningaþófí enn um sinn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.