Morgunblaðið - 07.05.1988, Side 1

Morgunblaðið - 07.05.1988, Side 1
72 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 103. tbl. 76. árg. LAUGARDAGUR 7. MAÍ 1988 Prentsmiðja Morgunblaðsins Frakkland: Samskipti við írana hafin innan 40 daga París, Bonn,aReuter. STJÓRNVÖLD í íran og Frakklandi hafa orðið ásátt nm að taka upp stjómmálasamband að nýju innan 40 daga, að þvi er sagði f fréttum franska ríkissjónvarpsins í gær. í fréttinni var fullyrt að þetta væri liður f samkomulagi Frakka og írana, sem orðið hefði til þess að þremur Frökkum, sem öfgamenn f Líbanon höfðu haldið í gíslingu í þijú ár, var sleppt úr haldi á miðvikudag. Frakkar slitu stjómmálasam- bandi við írana á síðasta ári eftir að íranskur embættismaður í París, Vahid Gordij að nafni, hafði neitað að bera vitni fyrir rétti en hann var grunaður um að hafa átt þátt í sprengjutilræðum í borg- inni sem urðu 13 manns að bana. Heimildarmenn í Líbanon full- yrtu á fimmtudag að Frakkar hefðu greitt lausnargjald fyrir gíslana auk þess sem þeir hefðu heitið að selja írönum vopn. Þá hefðu stjómvöld í Frakklandi og skuldbundið sig til að greiða að fullu lán sem tekið var í íran árið 1979 áður en öfgafullir fylgis- menn Khomeinis erkiklerks steyptu stjóm Reza Pahlavis ír- anskeisara. Franskir embættis- menn hafa staðfest að lánið verði greitt en að eftir sé að semja um vaxtagreiðslur. Hins vegar neita yfirvöld því harðlega að greitt hafi verið gjald fyrir gíslana. Ónefndur vestrænn embættis- maður í Bonn sagði í gær að Frökkum væri í lófa lagið að greiða lausnargjaldið í formi vaxta af láninu. Sagði hann ógerlegt að segja til um hvort íranir létu vaxtagreiðslumar renna til „Hiz- bollah“-samtakanna (Flokkur Guðs) sem talin em hafa rænt gíslunum þremur. í Frakklandi er almennt litið svo á að atburðir undanfarínna daga hafi treyst stöðu Jacques Chiracs forsætisráðherra í for- setakosningunum. Líklegt er talið að Chirac segi af sér embætti for- sætisráðherra á mánudag hver svo sem úrslit kosninganna verða. Sjá einnig fréttir frá Frakk- landi á bls. 30. Pólskir herlögreglumenn hrekja óbreyttan borgara Lenin-skÍDasmiðastöðvarinnar i Gdansk. AP á brott við hlið Bandaríkin: Minnkandi atvinnuleysi Washington, Reuter, BANDARÍSKA atvinnumála- ráðuneytið skýrði frá því í gær að atvinnuleysi í Bandaríkjun- um í aprilmánuði hefði verið hið minnsta í 14 ár. 5,4 prósent vinnufærra manna voru án at- vinnu. Hagfræðingar og Qármálasér- fræðingar nöfðu beðið þessara upplýsinga með nokkurri eftir- væntingu því þær þykja gefa góða vísbendingu um ástand bandarísks efnahagslífs. Hag- fræðingar hafa margir hverjir sagt að minnkandi atvinnuleysi kunni að leiða til aukinnar verð- bólgu og vaxtahækkana. Bandaríkjadollar hækkaði lítil- lega á fjármálamörkuðum í Evr- ópu í gær. Virtist svo sem sér- fræðingar litu svo á að upplýsing- ar ráðuneytisins bæm fyrst og fremst vott um traustan efnahag Bandarílq'anna. Kommúnistastjórnin í Póllandi herðir enn tök sín á landsmönnum: Lagft bann við verkföllum og alræði í efnahagsmálum Varsjá, Reuter. Kommúnistastjórnin í Póllandi hyggst banna öll verkföll i landinu með sérstakri lagasetn- ingu, sem tryggja mtm stjóra- völdum alræðisvald á sviðf efna- hags- og félagsmála. Frumvarp í þessa veru hefur þegar verið lagt fram og er búist við að það verði að lögum þann 11. þessa mánaðar. Lögin eru sett til höf- 36 manns farast í flug- slysi í Vestur-Noregi Osló, Reuter. FLUGVÉL með 36 manns innan- borðs hrapaði til jarðar í gær skammt frá bænum Bronnoy- sund í Noregi. Um klukkan 22.30 að íslenskum tima í gærkvöldi staðfestu lögregluyfirvöld að all- ir sem um borð voru hefðu farist. Flugvélin var í aðflugi er hún Verdens Gang Myndin þessi sýnir flugvélina sem fórst. Hún var fjögurra hreyfla af gerðinni „de Havilland Canada Dash Seven“. Myndin var tekin á flugsýningu fyrir skömmu. Mörgunblaóið /AM hrapaði og eru órsakir slyssins ókunnar. Vélin, sem var fjögurra hreyfla, af gerðinni „de Havilland Canada Dash Seven", var á leið frá Þrándheimi til Brenneysund í Þrændalögum og hafði hún millilent í bænum Namsos, um 100 kíló- metra suður af Brenneysund. 33 farþegar voru um borð í flug- vélinni, sem var í eigu norska flug- félagsins Widerö, auk þriggja manna áhafnar. Allir þeir sem fór- ust voru Norðmenn. Flugvélin kom niður í mjög grýttu landslagi og voru björgunarsveitir lengi á slys- stað af þeim sökum. Að sögn Olavs Sönderlands, yfírmanns lögreglu í bænum Bodö, var flak flugvélarinn- ar alelda og urðu björgunarmenn ftrekað að hörfa undan sökum sprenginga í flakinu. Að sögn lögregluyfírvalda í Bronneysund hvarf flugvélin skyndilega af ratsjá og ekkert neyð- arkall barst. Flugvélin hrapaði um 16 kílómetra suðvestur af bænum. Rigningarsuddi var á þessum slóð- um en aðstæður til flugs voru ekki sagðar hafa verið sérstaklega sláémar. uðs verkamönnum, sem lagt hafa niður störf að undanfömu og öðrum þeim sem andmælt hafa stefnu stjóravalda í efnahags- málum. Að sögn Reuters-fréttastofunnar munu lög þessi gilda til áramóta. í þeim er kveðið á um að allir þeir sem þátt taka í verkföllum í landinu geti átt yfir höfði sér allt að eins árs fangelsisdóm. Fram að þessu hafa stjómvöld liðið að félagar í opinberum verkalýðsfélögum skipu- leggi verkföll. Þá er gert ráð fyrir því að lagaákvæði frá árinu 1982 um meðferð kjaradeilna verði af- numin. Þessu hafa OPZZ, hin opin- bera heildarsamtök pólskra verka- lýðsfélaga, þegar mótmælt og hafa talsmenn þeirra sagt að félagar í samtökunum geti ekki stutt áætlan- ir stjómvalda um endurreisn efna- hagslífisins verði þau svipt grund- vallarréttindum sínum. Nýju lögin munu einnig tryggja pólsku ríkisstjóminni alræðisvald á sviði efnahagsmála og mun hún þannig ekki þurfa að hafa samráð aðrar stofnanir stjómkerfisins. Þannig mun stjómin geta „fryst" verðlag og kaupgjald fyrirvaralaust og lagt nýja skatta á einstaklinga og fyrirtæki. Ráðamenn munu geta rekið bæði verkamenn og stjómend- ur og beitt neitunarvaldi gegn fyrir- hugðum fjárfestingum einstakra fyrirtækja. Efnahagsáætlanir pólska komm- únistaflokksins hafa mætt andstöðu íhaldsamra stjómmálamanna og stjómenda fyrírtækja víða um landið. Vitað er að stjómvöld hafa undanfamar vikur lagt á ráðin um hvemig bijóta beri andófið á bak aftur og þykir enginn vafi leika á að verkföll undanfarinna tveggja vikna hafi ráðið úrslitum. Lenín-skipasmíðastöðin í Gdansk: Helmingur verkfalls- manna hættir andófi Gdaósk, Reutir. ALLT að helmingur þeirra 3.000 verkamanna, sem verið hafa í verkfalli i Lenín-skip- asmíðastöðinni í Leningrad í fimm daga, ákvað að láta af frekari andófi i gær er þær fréttir bárust að stjóravöld í Póllandi hygðust banna verk- föll með lögiun. Fyrr um daginn hafði forstjóri skipasmiðastöðvarinnar skipað verkfallsmönnum, þar á meðal andófsmanninum þekkta, Lech Walesa, að hafa sig á brott ella . yrði gripið „til annarra ráða“. Pólski andófsmaðurinn Adam Michnik sagði í Gdansk i gær að áform stjómvalda um að banna verkföll og andóf með lögum sýndu ljóslega að Wojciech Jaraz- elski, leiðtogi pólska kommúnista- flokksins, stjómaði í anda Jósefs Stalíns. Sjá einnig samtal við Sigriði Arnórsdóttur á miðopnu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.