Morgunblaðið - 07.05.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.05.1988, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. MAÍ 1988 Þijú af erlendu rannsóknaskipum í Reykjavíkurhöfn. Morgunblaðið/ÓIafur K. Magnússon Tíu rannsóknarskip í Reykjavíkurhöfn NÚ ERU tíu erlend rannsóknarskip frá sex þjóðum í Reykjavíkurhöfn. Skipin verða hér fram á mánu- dag, en þau eru hér til að hvíla áhafnir og taka vistir á meðan skipstjómarmenn þeirra bera sam- an bækur sinar um hafrannsóknarverkefni sem þeir eru að fást við, samkvæmt upplýsingum sem fengust þjá utanríkisráðuneytinu. Þijú skipanna eru bresk; Hecla, Newton og Sea Searcher, tvö eru dönsk; Hvidebjem og Ingolf, tvö vestur-þýsk; Planet og Schwedeneck, en auk þeirra eru franska skipið D’entrecusteaux, hollenska skipið Tydeman og bandaríska skipið Lynch í þessum hópi. ! áhöfnum skipanna munu vera samtals um 200 sjó- menn og vísindamenn. Þessi fundur skipstjómarmannanna er seinni liður í áætlun sem hófst árið 198B, en þá vom öll þessi skip við rannsóknir á íslenskum hafsvæðum og þar norður af. VEÐURHORFUR í DAG, 7.5. 88 YFIRUT f gser: Á vestanveröu Grœnlandshafi er hægfara 980 mb lægö um 800 km suð-suö-vestan af Vestmannaeyjum, sem hreyf- ist norð-austur og mun fara norður með Austfjörðum é morgun. Heidur mun kólna í bili um vestanvert landið. SPÁ: Á morgun er gert ráð fyrir sunnan- og suð-vestanátt um land allt, víðast golu eða kalda. Rigning verður austast á landinu fram eftir degi, annars víða skúraveður, einkum þó suð-vestanlands. Hiti verður á bilinu 5 til 11 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á SUNNUDAG OG MÁNUDAG: Suðlægar áttir og hiti á bilinu 5—10 stig. Ýmist skúrir eða rigning um sunnan- og vestan- vert landið, en þurrt að mestu og öllu bjartara á Norð-Austurlandl. o á V; x Norðan, 4 vindstig: X Vindörin sýnir vind- Ifl Hitastig: 10 gráður á Cels stefnu og fjaðrirnar y Skúrir Heiðskírt vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. * V El Léttskýjað / / / / / / / Rigning = Þoka / / / = Þokumóða Hálfskýjað * / * ’, ’ Súld / * / * Slydda ©O Mistur Skýjað / * / * * # —j- Skafrenningur Alskýjað * * * * Snjókoma * * * [y Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma Akurayri ReyVjavík hhi 12 6 vaður aiekýjað akýjað Bergen 8 rigning Heisinki 6 þokumóða Jen Mayen 0 aúld Kaupmannah. 13 aký|að Nareaaraauaq +6 úrkoma Nuuk +6 hálfakýjað Oaió 12 léttakýjað Stokkhólmur 11 akýjað Þórehöfn 9 rigning Algarve 18 akýjað Amaterdam 17 Mttakýjað Aþena vantar Barcalona 26 skýjað Bertin 12 alskýjað Chicago 12 helðskfrt Fenoyjar 21 þokumóða Frankfurt 20 léttskýjað Glasgow 16 akýjað Hamborg 12 akýjað Laa Palmas 22 •kýjað London 19 héttakýjað Loa Angales 10 léttakýjað Lúxemborg 18 hátfakýjað Madríd 13 rigning Malaga 18 þokumóða Mallorca 24 mlatur Montroal 14 alakýjað Naw York vantar Parla 21 léttakýjað Róm 26 heiðskírt San Dlogo 13 léttakýjað Wlnnipeg vantar Birgir ísleifur Gunnarsson, mennta- málaráðherra: Tímabært að kenna sj ávarútvegsfræði á háskólastigi I RÆÐU á ársfundi Sölumið- stöðvar Hraðfrystihúsanna sagði Birgir ísleifur Gunnarsson, menntamálaráðherra, að tíma- bært væri orðið að kenna sjávar- útvegsfræði á háskólastigi, en nýskipuð nefnd. hefur nú i smíðum tillögur um slíkt nám við Háskólann á Akureyri. Þá sagði Birgir að dreifa ætti námi í sjáv- arútvegi um landið, en nefnd á vegum menntamálaráðuneytis- ins hefur lagt til að stofna físk- vinnslubraut við framhaldsskól- ann í Dalvík í haust, en einnig er verið að íhuga slika kosti fyr- ir Siglufjörð og Vestmannaeyjar. Menntamálaráðherra sagði að álitsgerð nefndar frá 1986 um stofnun sérstaks sjávarútvegsskóla í Reykjavík, sem tæki við hlutverk- um Stýrimannaskólans í Reykjavík, Fiskvinnsluskólans í Hafnarfirði og Vélskóla íslands, væri enn til athug- unar hjá sjávarútvegs- og mennta- málaráðuneytum, en hún hefði mætt mótspymu innan skólanna sem ætti að sameina. Birgir sagði að í framhaldsskóla- frumvarpinu, sem væntanlega yrði að lögum fyrir þinglok, væru ákvæði sem auðvelduðu eflingu sjávarútvegsmenntunar á fram- haldsskólastigi, þar á meðal stofnun Fræðsluráðs sjávarútvegsins, þar sem sæti ættu átta fulltrúar stjóm- valda og atvinnulífsins. Þá minntist Birgir á starfs- fræðslunámskeið í fiskvinnslunni, sem hófust árið 1985 í tengslum við kjarasamninga. Hann sagði að alls hefðu verið haldin 2500 nám- skeið á tveimur vetrum og hefðu 3600 fískvinnslumenn lokið öllum tíu námskeiðunum sem boðið væri upp á. Þessi námskeið þættu hafa gefið mjög góða raun og athuga þyrfti hvort hægt væri að tengja þau betur skólakerfinu. Fáskráðsfjörður: Slitnar upp úr meiríhlutasamstarfi ANNAR fulltrúi Alþýðubanda- lagsins í hreppsnefnd Búða- hrepps á Fáskrúðsfirði, Björg- vin Baldursson varaoddviti, hef- ur Iýst því yfir að hann styðji ekki lengur meirihlutann i hreppsnefnd og lagt til að mynd- aður verði nýr meirihluti sem fyrst. Meirihlutann skipuðu fjórir hreppsnefndarmenn af sjö, tveir fuUtrúar Alþýðubanda- lagsins og tveir fulltrúar Fram- sóknarflokksins, og hefur þvi slitnað upp úr meirihlutasam- starfinu með yfirlýsingu Björg- vins. í minnihlutanum eru tveir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi óháðra. Tildrög málsins eru deilur á milli Björgvins og Arnfríðar Guð- jónsdóttur fyrsta varamanns Framsóknarflokksins í hrepps- nefnd. Amfríður sendi hrepps- nefndinni harðort bréf þann 10. apríl sl. vegna ummæla Björgvins Baldurssonar á hrepgsnefndar- fundi skömmu áður. Á þessum fundi sagði Björgvin m.a. að Reyn- ir Guðjónsson (bróðir Amfríðar) hefði helgað sér land fyrir salt á hafnarsvæðinu. Amfríður segir í bréfi sínu að varaoddvitinn hafí logið á hreppsnefndarfundinum og að framkoma hans sé vítaverð. í tilefni bréfsins urðu umræður á næsta hreppsnefndarfundi, þann 14. apríl og þá gerðar bókanir, meðal annars af oddvitanum, Guð- mundi Þorsteinssyni öðmm full- trúa Framsóknarflokksins. Vegna bréfsins og bókunar oddvitans lagði Björgvin fram bókun á hreppsráðsfundi á fimmtudag þar sem hann m.a. lýsir því yfir að hann styðji meirihlutann ekki leng- ur og hvetur til að myndaður verði nýr meirihluti sem fýrst. Guðmundur Þorsteinsson odd- viti sagði í samtali við Morgun- blaðið að ljóst væri eftir þessa bókun varaoddvitans að meiri- hlutasamstarfið væri búið að vera en óákveðið væri með framhaldið. Bjóst hann við að boða fljótlega til hreppsnefndarfundar og láta þar reyna á hvort borið yrði fram vantraust og sjá þannig hvort nýT meirihluti væri í vændum. Hann sagði að Framsóknarflokkurinn myndi fyrst um sinn ekki hafa frumkvæði að viðræðum um mynd- un nýs meirihluta. Fjárhagsáætlun Búðahrepps fyrir yfírstandandi ár er óafgreidd og eru efiðleikar að koma henni saman vegna slæmrar fjárhagsstöðu sveitarfélagsins samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins. Kjaradeila í veitinga- húsum tQ sáttasemjara KJARADEILU Félags starfs- fólks f veitingahúsum hefur verið vfsað til ríkissáttasemjara eftir árangurslausan samninga- fund seinnipart fimmtudagsins. í félaginu eru um 1.100 manns og það hefur ekki aflað sér verkfallsheimildar. Sigurður Guðmundsson, form- aður FSV, sagði að viðræðumar hefðu strandað á þeirri kröfu að félagar fengu sömu kauptaxta og afgreiðslufólk. Fimm þúsund króna eingreiðslunni í júní og 1.100 króna launauppbótinni hefði verið hafnað af vinnuveitendum. „Við töldum ekki eftii til þess að afla verkfallsheimildar, þar sem það hafði verið látið að því liggja að við myndum fá sams konar samning og verslunarmenn. Af- staðan er breytt núna og við mun- um endurskoða kröfugerðina og trúlega leggja fram nýja kröfugerð á fyrsta fundinum með ríkissátta- semjara," sagði Sigurður. Hann sagði að gærdeginum hefði verið eitt til að kanna málin og ræða við fólk. Það væri orðið langeygt eftir nýjum samningi, enda hefði gildistíma síðasta samnings lokið um áramótin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.