Morgunblaðið - 07.05.1988, Síða 5

Morgunblaðið - 07.05.1988, Síða 5
5 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. MAÍ 1988 Alþjóðleg keppni óperusöngvara á ítalíu; Sigrún Hjálmtýsdóttir í hópi verðlaunahafa „ÞESSI árangur er mér mikil hvatning til að halda áfram á þessari braut, því ég veit nú bet- ur hvar ég stend og get auðvitað ny’ög- vel við unað,“ sagði Sigrún Hjálmtýsdóttir óperusöngkona, en hún varð i fimmta sæti, og jafnframt fremst í hópi kvenna, í alþjóðlegri keppni óperusöngv- ara, sem haldin var i bænum Rovigo dagana 27. til 30. apríl Innlent sælgæti: síðastliðinn. Alls tóku 90 óperu- söngvarar, viðs vegar að úr heiminum þátt i keppninni. Sigrún sagði að keppnin hefði farið fram í þremur lotum, sem lauk með hljómleikum sigurvegaranna. „Ég ætlaði nú bara að prófa þetta og hélt að ég ætti ekki nokkra möguleika. En ég fann það í þess- ari keppni að ég er á réttri leið og það er greiniiegt að kennari minn í vetur, þessi fræga kona Rina Malatrasi, hefur gert kraftaverk á mér og ég get þakkað henni þennan góða árangur," sagði Sigrún. Aðspurð sagði Sigrún að óráðið væri hvað við tæki hjá sér eftir að námsári hennar lýkur nú í sumar, en hún hefur verið ráðin til að syngja í San Babýlon óperunni í Milano í lok maí. Þar fer hún með hlutverk Óskars í Grímudansleik eftir Verdi. „Ætli ég komi svo ekki bara heim,“ sagði hún, en bætti því við að það væri aldrei að vita hvað kæmi upp á og hún myndi að sjálf- sögðu nýta þau tækifæri sem byð- ust. Sigrún Hjálmtýsdóttir óperu- söngkona. Slökkvilið Reykjavíkur: Kynningu frestað til hausts VEGNA viðgerða og anna verð- ur ekki opið hús þjá slökkviliði Reykjavíkur í dag, laugardag- inn 7. maí. önnur slökkvilið laudsina munu kynna almenn- ingi starfsemi sina þann dag. Að sögn Rúnars Bjamasonar slökkviliðsstjóra, verður kynning á starfi slökkviliðsins í Reykjavík næsta haust í tengslum við Norr- ænt tækniár. 4% lækkun í sjoppum MEÐALVERÐ á einstökum inn- lendum sælgætistegundum hefur lækkað í sjoppum um rúmlega 4% frá þvi Verðlagsstofnun birti verðkönnun á innlendu sælgæti í febrúar sl. Þá hefur meðalverð sælgætis lækkað um 2% í stórum matvöru verslunum. Verðið hefur lækkað mest i sjoppunni Soga- veri við Sogaveg, eða um 12%, en þar var verðið einna hæst i febrúarkönnuninni. Verðkönnunin í febrúar var gerð vegna þess að sælgætisframleið- endur lækkuðu verðið á sælgæti um 7-12% vegna lækkunar á vöru- gjaldi um áramótin. Könnunin leiddi í ljós að sælgætisverð í sjoppum hafði ekki lækkað þrátt fyrir verð- Iækkun frá framleiðendum en verð hafði lækkað í flestum marvöru- verslunum. Verðlagsstofnun hvatti seljendur sælgætis til að lækka smásöluverð til samræmis við verðlækkun fram- leiðenda og var í apríllok kannað hvort þeir hefðu orðið við þessum óskum. Niðurstaðan varð sú sem greinir frá hér að ofan. Reykhólar: Treg grá- sleppuveiði Miðhúsum, Reykhólaveit. Grásleppukarlar eru farair hér að athuga með veiði á rauð- maga og hefur fréttaritari haft samband við nokkra þeirra sem hafa lagt og hafa þeir tæplega orðið varir og era búnir að fak» upp net sin aftur. Þeir segja að það líti nyög illa út með gráslepp- una i vor. Grásleppukörlum er að fjölga hér. Bæði eru bændur famir að veiða til þess að bæta sér upp tekju- missi af minnkandi landbúnaðar- framleiðslu og svo eru nýir aðilar að reyna fyrir sér. Að undanfömu hefur verið allgóð þorskveiði í svonefndum Bjameyj- arál og hafa sumar trillur fengið allt að einu og hálfu tonni að meðal- tali í róðri. Þessari þorskgöngu er að ljúka vegna þess að rigning er að byija og þá tekur þorskurinn illa beitu. Það em mörg ár síðan að fiskur hefur gengið jafn mikið í Bjameyjarál og nú. - Sveinn IConica U-BIX UÓSRiTUNARVÉLAR Byggingarsamvinnufélag ungs fólks í Reykjavík, BYGGUNG, var sfofnað 1974 fil að byggja með-sem hagfelldusfum kjörum íbúðir og íbúðarhús fyrir unga félagsmenn sína. Fró þeim fíma hefur BYGGUNG byggf íbúðarhús víða í Reykjavík og ó Selfjamar- nesi. í lok þessa órs verður BYGGUNG búið að afhenda alls sjö hundruð óffafíu og ótta íbúðir. í órslok verða því samanlagðar fimmfón óra byggingaframkvœmdir BYGGUNG orðnar rétt um 83.468,89 heildarfermeírar. Við reiknum að meðalfali með u.þ.b. 2,5 íbúum ó hverja íbúð, sem þýðir að í órslok 1988 búa nólœgf um 1970 íslendingar í BYGGUNG-húsnœði, eða jafnmargir einsfakl- ingar og búa í Grindavík. BYGGUNG er virkur þótttakandi í að gera búsefu í Reykjavík betri. 788 ÍBÚMR 1970 ÍBÚAR BYGGINGARSAMVINNUFÉLAG UNGS FÓLKS Lynghólsi 3, 110 Reykjavík, sími (91)-67-33-09.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.