Morgunblaðið - 07.05.1988, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.05.1988, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. MAÍ 1988 Um ofbeldisaðgerðir „Verk- fallsvarða“ á Akureyri eftirSigrúnu Grímsdóttur í Morgunblaðinu 3. maí sl. er birt myndskreytt grein undir fyrir- sögninni „Stöðvum flugleiðafar- þega meðan ósamið er“. Á einni myndinni sem greininni fylgdi sést hvar kvenmaður leggur hendur á konu og er heldur kampakát að sjá. Forsaga þess atburðar er þama átti sér stað er dæmigerð saga ruddaskapar og yfírgangs, sem enga stoð á sér í lögum og er enn eitt dæmi fáránleika þessa svo- nefnda verkfalls, sem ( reynd var aldrei verkfall í þess orðs skilningi. Ég var stödd á Akureyri og hafði farmiða, sem keyptur var ( Reykjavík, áður en verkfall verzl- unarmanna" hófst. Ég sleppti ferð með bíl sem mér stóð til boða frá Akureyri til Reykjavíkur, þegar ég var upplýst um að Flugleiðavél færi frá Akureyri um kvöldið. Ég sat í biðsal flugstöðvarinnar þegar kvenmaður vindur sér að mér og „Það þykir orðið sjálf- sagður hlutur að hver sá er skrýtt getur sjálf- an sig nafninu „verk- fallsvörður“ sé hafinn yfir lög og rétt.“ spyr; „Ert þú á leið til Reykjavíkur?" „Já, það hefí ég hugsað mér,“ svara ég. „Ég mun sjá til þess góða mín, að þú komist ekki héðan fljúg- Sigrún Grímsdóttir SKIPAFÉLAG MEÐ STÓRT HLJUTVERK í ÞÁGU ALLRA LANDSMANNA Ríkisskip gegnir stóru hlutverki í vöruflutningum umhverfis landið. Það er sama hver varan er. Nútíma flutningatækni, góður skipakostur og þjálfað starfslið tryggja vörunni góða meðferð alla leið á áfangastað. í þjóðbraut okkar eru 36 hafnir. Tíðar ferðir tryggja hraða flutninga. andi", hvæsti þessi kvenvargur þá framan í mig eins og illur köttur. Jóna Steinbergsdóttir, en það mun nafn þessa kvenvargs, var ekki ein á ferð. Ula mun henni þó hafa gengið liðssöfnun, því uppi- staðan f „hemum" voru böm og unglingar. Er ég reyndi að komast um borð í flugvél Flugleiða var liðinu sigað á mig eins og hundum og stóð ekki á að hópurinn hlýddi. Það er ofur einfalt að æsa böm og unglinga upp til skrflsláta og jafnvel lögbrota ef rétt er að farið, ekki síst ef full- orðið fólk stjómar aðgerðum eins og í þessu tilfelli. Lögregla neitaði flugstjóra flug- vélarinnar um afskipti af öryggisat- riðum á flugplaninu og segir það sína sögu um í hverskonar óefni þessi mál em komin hér á landi. Það þykir orðið sjálfsagður hlut- ur að hver sá er skrýtt getur sjálf- an sig nafninu „verkfallsvörður" sé hafinn yfir lög og rétt. Jafnvel hóp- árásir á saklausa einstaklinga er talið eðliiegt. Eins og ég gat um áður var ég með farmiða sem keypt- ur var í Reykjavík fyrir þann tfma að þetta svonefnda verkfall hófst. Ég hafði enga þjónustu að sækja til afgreiðslu Flugleiða á Akureyri. Farangur var ég engan með. Það orkar því ekki tvímælis að árásin á mig, þar sem lagðar vora á mig hendur, var gróft óafsakan- legt og svívirðilegt lögbrot, framið af Jónu Steinbergsdóttir, sem greinilega stjómaði skrflshópnum. Ekki þótti þeirri konu þó nóg að gert, því daginn eftir er ég mætti á flugvelli til þess að fara suður með Flugfélagi Norðurlands stóð hópurinn enn undir sömu foiystu og gerði að mér hróp. Er ég gekk að dyram afgreiðslu FN réðst að mér fullorðinn maður, brá fyrir mig fæti og reyndi fella mig og lagði á mig hendur. Mér er engin launung á að hér þótti mér mælirinn fullur svo ekki sé meira sagt. Mér skilst að þetta heiti kjarabarátta f dag. Ég flaug til Reykjavíkur með flugvél frá FN og í sömu vél var einnig'annar farþegi, kona að nafni Jóna Steinbergsdóttir. Að iokum vil ég aðeins bæta við; Þegar flölmiðlar birta „fréttir" af atburðum með stórfyrirsögnum ög myndum er það eðlileg lág- markskrafa að þeir aðilar sem myndir era birtar af í umdeilanleg- um átökum eins og þama vora fái að leggja orð í belg, en einhliða álit og útskýringar annars aðila ekki látnir nægja sem algild stað- reynd. Höfundur rekur gistiheimili og er akiðakeaaari. Morgunblaöið/Bjami Margrét Reykdal við eitt verka sinna f FÍM-salnum. Margrét Reykdal sýnir í FIM-sabium Láttu Ríkisskip annast flutningana fyrir þig. RÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR MARGRÉT Reykdal opnar sýn- ingu f FÍM-salnum, Garðastræti 6, f dag, laugardag, kl. 14. Á sýn- ingunni eru 15 verk, flestöll unn- in á þessu ári. Margrét hefur búið í Noregi frá 1968, þegar hún hóf nám við Lista- akademfuna í Ósló. Hún er hér í áredvöl en þetta er 6. einkasýning hennar í Reykjavík. Sýningin stendur til 22. maí og er opin alla daga kl. 14—19. (Fréttatilkyiminff)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.