Morgunblaðið - 07.05.1988, Side 24

Morgunblaðið - 07.05.1988, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. MAÍ 1988 Baráttan gegn reykingnm er mikilvægasta krabbameinsvömin - segir Arthur I. Holleb, varaforseti Bandaríska krabbameinssambandsins „ÉG HEF ferðast um allan heim, frá Taiwan til Sovétríkjanna, og ég þorí að fullyrða að þið íslendingar eruð i fremstu röð í heiminum í baráttunni gegn krabbameini." Sá sem þetta segir er Arthur I. Holleb, varaforseti og yfirmaður læknisfræðideildar Bandaríska Krabbameinssambandsins , en hann sótti okkur ís- lendinga heim f siðustu viku til að kynna sér krabbameinsvamir hér á landi. Holleb var hér í fjóra daga og átti m.a. fund með forseta íslands, Vigdísi Finnbogadóttur, og sat ársfund Krabba- meinsfélags íslands. Morgunblaðið ræddi við Holleb og var hann fyrst spurður hvemig á för hans hingað stæði. Hann sagðist hafa verið á leið til Lúxem- borgar á fund alþjóðasamtakanna „Reach to recover", sem er stuðn- ingshópur kvenna með bijósta- krabba og þeirra sem hafa lækn- ast af sjúkdómnum. Því hefði honum fundist það tilvalið að heimsækja ísland í leiðinni, en Holleb hefur ferðast til allra heimshoma í starfí sínu. Tilgang- ur fararinnar væri að tala um reynslu Bandaríkjamanna og skiptast á hugmyndum. „Þið íslendingar megið vera stoltir" Holleb er óspar á hrósið í garð íslendinga: „Krabbameinsfélagið á íslandi er eitt hið besta í Evr- ópu. Þið hafíð einhveija öflugustu og best skipulögðu sjálfboðaliða- starfsemi sem ég hef kynnst. Þið eigið einnig fyrsta flokks lækna. Þið íslendingar megið vera stoltir af ykkar starfí. Eg hef ferðast um allan heim og ég þori að full- yrða að þið eruð í fremstu röð á þessu sviði." Holleb nefndi að í Bandaríkjunum væri við ýmis vandamál að glíma sem þekktust ekki hér. Það helsta væri að er- fitt væri að ná til hins stóra hóps af fátæku fólki, sem þyrfti að láta fæði og húsaskjól ganga fyrir heilsugæslu. Þá hefði þetta fólk oft einfaldlega ekki efni á hlutum eins og röntgenmyndatöku af bijóstum, sem kostaði um 100-150 dollara (4-6000 íslenskar krónur). Helsta vandamál okkar íslend- inga er að mati Hollebs flárskort- ur; hann væri metnaðarfullum áætlunum í forvamastarfí, reykingavömum og fleiri sviðum §ötur um fót. Bandaríska krabba- meinssambandið hefur komið sér upp býsna flölbreyttum og jafnvel frumlegum aðferðum við fjársöfn- un, enda er það samtök einstakl- inga, sem njóta engra ríkis- styrkja. Kvaðst Holleb vona að hann gæti gefíð Krabbameins- félaginu á íslandi einhveijar hug- myndir um Qáröflunarleiðir. í fangelsi í fjáröflunarskyni Bandaríska krabbameinssam- bandið hefur tvær og hálfa milljón sjálfboðaliða sem safna fé fyrir það, en velta þess er um 300 milljónir dollara á ári (um 12 millj- arðar íslenskra króna). Frumleg- asta fjáröflunarleiðin er vafalaust svonefnt Jail-a-thon“, en það felst í því að bæjarstjómm eða öðrum oddvitum er komið fyrir á bak við lás og slá í tugthúsinu og síðan sameinast bæjarbúar um að leysa viðkomandi út. Holleb tók það fram að þetta væri vafasamt tiltæki ef um óvinsæla embættis- menn væri að ræða, þar sem fólk gæti freistast til að leyfa viðkom- andi að dúsa sem lengst. Happ- drætti væri hins vegar óraun- hæfur kostur fyrir Bandaríkin, öfugt við ísland, þar sem einstök fylki nær einokuðu þessa fjáröfl- unarleið. Bandaríska Krabbameinssam- bandið er 75 ára nú í ár, 38 árum eldra en Krabbameinsfélagið á íslandi, sem stofnað var 1951. Starfsemi þessarra tveggja félaga er að mörgu leyti svipuð, þó að hún sé eðlilega með nokkuð smærra sniði hér, þar sem íslend- ingar eru 250 þúsund, en Banda- ríkjamenn 250 milljónir ta'sins. „Krabbamein“ bannorð í útvarpi Starfsemi Bandaríska Krabba- meinssambandsins er mjög víðtæk. Fyrir utan rannsóknir, forvarnir og fræðslustarf beitir sambandið sér mikið á hinu pólitíska sviði, með því að þrýsta á lagasetningu um auknar krabbameinsvamir eða annað sem kemur baráttunni gegn sjúk- dómnum við. Eitt mikilvægasta skrefið í baráttu sambandsins hefur verið að auka þekkingu manna á krabbameini og vinna gegn fordómum manna. „Fyrir flörutíu árum var ekki einu sinni leyfílegt að segja orðið krabba- mein í útvarpi í Bandaríkjunum og samkvæmt dánartilkynningum í blöðum dó aldrei neinn úr krabbameini, heldur „eftir lang- varandi veikindi“.“ Hoileb sagði að enn væri til fólk sem héldi að það gæti smit- ast af krabbameini, sem væri firra. Krabbameinssambandið reyndi að útrýma slíkum fordóm- um og gæta réttar manna í þessu sambandi, t.d. með því að aðstoða krabbameinssjúklinga sem væri Arthur I. Holleb. neitað um atvinnu. Þá rekur sam- bandið símaþjónustu þar sem menn geta hringt allan sólar- hringinn sér að kostnaðarlausu og fengið upplýsingar um sjúk- dóminn og leiðbeiningar um hjálp. Þeir sem svöruðu í símann hefðu aðgang að upplýsingabanka í gegnum tölvu og ættu því að geta fundið rétta svarið við flestum spumingum á skömmum tíma. íslensk máltíð í reyk og svælu Holleb var spurður hvað væri brýnasta verkefnið f krabba- meinsvömum í dag. Hann var ekki í vafa um svarið: „Að draga úr sígarettureykingum." For- gangsverkefnið væri að byggja upp reyklausa kynslóð með öflugu starfi á meðal þeirra sem nú væm að vaxa úr grasi. Annað brýnasta verkefnið væri að halda áfram að þróa aðferðir til að greina bijósta- krabba á byrjunarstigi. Holleb nefndi að stórt skref yrði stigið í meðferð á bijóstakrabba á íslandi í sumar, þegar nýtt og fullkomið geislameðferðartæki við bijósta- krabba myndi leysa gamalt svo- kallað Cobolt 60 tæki af hólmi. Holleb var spurður nánar út í tóbaksvamir í Bandaríkjunum, en Bandaríska krabbameinssam- bandið var frumkvöðull á sviði rannsókna á tengslum sígarettur- eykinga og krabbameins og birti fyrstu skýrsluna_ þar að lútandi árið 1947. Árangurinn af reykingavamastarfi sambandsins má meðal annars sjá af því að um 33 milljónir manna í Banda- ríkjunum em hættar að reykja og nú reykja aðeins um 10% lækna þar í landi. Þá hefur sambandið gengist fyrir reyklausum degi í Bandaríkjunum í fl ár og benda athuganir til þess að um 25% þeirra sem reyna að þrauka sólar- hringinn án nikótíns og tjöm hætti reykingum til langframa. Holleb sagði að þó íslendingar reyktu líklega heldur meira en Bandaríkjamenn, eins og reyndar flestar Evrópuþjóðir, þá væri langt í frá að við værum verstir á þessu sviði - á Ítalíu, í Afríku og Suður-Ameríku væri reykt gífurlega mikið. Holleb sagði að tóbaksvamastarf á íslandi væri mjög gott, en reykingar á almenn- ingsstöðum væm vandamál; hann hefði orðið að yfírgefa matsölu- stað í Reykjavík vegna sígarettu- reyksins þar inni. Stóraukning lungnakrabba í konum Lungnakrabbi er illlæknandi, en það er einfalt ráð til að forð- ast hann, að sögn Hollebs: reykja ekki. Það væri hins vegar mikið áhyggjuefni að á meðan lungna- krabbi væri á hægu undanhaldi á meðal karlmanna hefði tíðni hans hjá konum aukist gríðarlega hin síðari ár. Bijóstakrabbi hefði ver- ið algengasta krabbameinið í kon- um í Bandaríkjunum þar til nú í ár að Iungnakrabbi væri orðinn helsti ógnvaldurinn. Bijóstakrabbi er eftir sem áður annað alvarleg- asta krabbameinsvandamálið, en hann er sú tegund krabbameins sem er einna auðveldast að finna og lækna, sagði Holleb, þökk sé nýrri og fullkominni röntgengei- slatækni. Holleb var spurður að því hvort íslendingar og Bandaríkjamenn ættu við sömu vandamál að stríða í sambandi við krabbamein. Holleb sagði svo vera, að vísu hefði til skamms tíma verið óvenju há tíðni magakrabba á íslandi en nú væru það mikið til sömu vanda- málin sem þjóðimar tvær glímdu við. Áf angasigrar, engin kraftaverk Holleb sagðist ekki sjá fyrir sér neitt kraftaverk í baráttunni gegn krabbameini i nánustu framtíð, heldur smáa áfangasigra. Hann sagðist vona að innan skamms myndum við ná þeim áfanga að hægt yrði að forðast flestar teg- undir krabbameins með skynsam- legu lífemi, en lækna hinar. Ein væri sú grein vísinda sem vekti vonir manna, en það væri erfða- fræðin. Sumar tegundir krabba- meins væm arfgengar og hugsan- lega yrði í framtíðinni að greina þá litninga sem settu keðjuverkun krabbameins af stað og gera „tímasprengjuna“ óvirka. Bústaðasókn: Starfsemi fyrir aldr- aða valinn staður Kynningarfundur á þriðjudag Nokkrir forsvarsmanna Réttarholts á lóðinni sem félaginu hefur verið úthlutað. Frá vinstri: Eygló Stefánsdóttir, Áslaug Gísladóttir, Jón Sigurðsson, Erlendur Björnsson, Guðbjörn Guðjónsson, Otto A. Michelsen, Guðmundur Hansson, Sigríður Siggeirsdóttír, Soffía Smith. Blue Coral Super Wax er sannkallað ofurbón. Bónið er borið á og síðan þurrkað yfir með hreinum klút. Ekkert nudd, ekkert puð, tekur enga stund. Samt er árangurinn jafnvel betri en meö venjulegu puðbóni. RÉTTARHOLTI, sjálfseignar- stofnun sem hópur áhugafólks í Bústaðarsókn stofnaði til að vinna að ýmsum velferðarmálum aldraðra, hefur verið úthlutað lóð undir íbúðar- og þjónustumið- stöð fyrir aldraða á horni Soga- vegar og Réttarholtsvegar. Rétt- arholt boðar nú til almenns fund- ar til að kanna áhuga almennings á málefninu i Bústaðakirkju, næstkomandi þriðjudag klukkan 20.30. Áhugafólk í Bústaðasókn stofn- aði Réttarholt 30. desember 1986. Félaginu vom sett þau markmið að auka félagslega og heislufars- lega velferð aldraðra, samþætta mismunandi heimaþjónustu og beita sér fyrir bættri aðstöðu til að skipuleggja og sjá um hana og loks að styðja aldraða til þess að þeir geti búið sem lengst á eigin heimil- um. Til að ná þessum markmiðum er ætlunin að gangast fyrir bygg- ingu og rekstri þjónustumiðstöðvar þar sem, auk 25-30 íbúða, verður húsnæði fyrir dagvistun, setustofa með bókasafni ásamt annarri þjón- ustu við aldraða. Aðstandendur fé- lagsins bjóða alla þá sem áhuga hafa á velferð aidraðra og þá sem huga að eigin framtíð velkomna á fun dinn á þriðjudagskvöldið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.