Morgunblaðið - 07.05.1988, Side 34

Morgunblaðið - 07.05.1988, Side 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. MAÍ 1988 Útgefandi Framkvœmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Augiýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ÁgústlngiJónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 700 kr. ó mánuði innanlands. I lausasölu 60 kr. eintakið. Markaðsmál fiskvinnslunnar Eitt af því, sem hefur gjör- breytt stöðu frystihúsanna í landinu er hinn aukni útflutning- ur á ferskum físki til Evrópu- landa. Framan af var það trú manna, að þessi aukning byggð- ist ekki sízt á því, að með bættum samgöngum vildu neytendur heldur kaupa ferskan físk en frystan. Nú er hins vegar komið í ljós, að verulegur hluti þess afla, sem fluttur er til Bretlands í gámum er unninn í frystihúsum þar í samkeppni við frystan físk frá íslandi og á lægra verði. Frystihúsin í Bretlandi standa langt að baki okkar frystihúsum og tilkostnaður þeirra því minni við framleiðsluna. Aukinn útflutningur á físki til Evrópulanda hefur skapað margvísleg vandamál á Banda- ríkjamarkaði. Sá markaður hefur verið mikilvægasti útflutnings- markaður okkar í áratugi en nú vilja útgerðarmenn bersýnilega heldur selja fískinn til Bretlands heldur en leggja hann upp í frystihúsum hér til vinnslu á Bandaríkjamarkað. Lækkun á gengi dollars hefur valdið því, að Bandaríkjamarkaður hefur ekki sömu yfirburði og áður gagnvart mörkuðum í Evrópu. Þessi fram- vinda mála vekur hins vegar upp spumingar um það, hvort við séum að fóma framtíðarhags- munum okkar á Bandarílqamark- aði vegna stundarhagsmuna í Evrópu. Jón Ingvarsson, stjómarform- aður Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna, vék að þessu í ræðu sinni á aðalfundi samtakanna í fyrradag. Hann sagði m.a.:“ Hinn stöðugi samdráttur í framleiðslu fyrir Bandaríkin hefur að sjálf- sögðu afar neikvæð áhrif til lengri tíma litið á markaðsstöðu íslendinga á þessum mikilvæga markaði og þar með á stöðu og afkomuhorfur félagsins. Miklum Qármunum hefur á undanfömum áratugum verið varið í uppbygg- ingu þessa fyrirtækis og ekki síður til þess að afla okkar góða físki verðugs orðstírs og er eng- um vafa undirorpið, að íslenzkur fískur er talinn vera sá bezti á þessum kröfuharða markaði. En þolinmæði kaupenda eru takmörk sett. Lengst af hafa þeir getað treyst á gæði framleiðslunnar, áreiðanleika og góða þjónustu. En nú verður æ erfíðara fyrir þá að geta treyst því að fá þann físk frá okkur, sem þeir viíja fá og hafa lengst af getað fengið. Þeir hafa því í æ ríkara mæli orðið að snúa sér annað. Og þá blasir við sú hætta að þeir venjist öðrum og jafnvel ódýrari físki til fram- búðar.“ Þessi orð Jóns Ingvarssonar sýna, að frystiiðnaður stendur frammi fyrir nýjum og gjör- breyttum viðhorfum í markaðs- málum, sem á öðmm sviðum. Það skiptir ekki einungis máli fyrir frystihúsamenn, heldur þjóðina alla, að þeim takist að fínna réttu leiðina frammi fyrir þessum nýju aðstæðum. Þetta er auðvitað spuming um það, hvort menn hafa trú á framtíð fiskmarkað- anna í Evrópu og hvort útflutn- ingur á ferskum físki skilar okk- ur meiri flármunum en útflutn- ingur á frystum físki. Allt eru þetta mikil álitamál og forystu- menn sjávarútvegs og fískiðnað- ar em ekki öfundsverðir af því að þurfa að taka þessar veiga- miklu ákvarðanir. Sem stendur er eftirspum mikil eftir físki og nauðsynlegt að hafa alla markað- ina í huga, þegar sölustefna okk- ar fyrir næstu ár er mörkuð. En þá verða menn einnig að hafa í huga þá skoðun sumra físk- vinnslumanna, að hið háa físk- verð á undanfömum ámm leiði til stóraukins framboðs á næstu ámm frá öðmm þjóðum, sem valdi varanlegu verðfalli á físki. Vernd Félagssamtökin Vemd hafa starfað í nær þrjá áratugi. Tilgangur samtakanna hefur frá upphafí verið sá, að aðstoða þá, sem gerzt hafa brotlegir við lög og aðstandendur þeirra til þess að komast yfír byijunarörðug- leika, þegar þeir koma út í lífið eftir að hafa tekið út sína refs- ingu, auk árlegs jólafagnaðar fyrir einstæðinga og heimilislaust fólk. Að markmiðum sínum vinna samtökin með því að útvega þessu fólki vinnu, húsnæðisskjól og félagslega aðstöðu. Fyrir nokkmm dögum var nýtt heimil Vemdar vígt við Lauga- teig. Þar er myndarlega að verki staðið. Allt þetta starf er unnið í kyrrþey og þar leggja margir hönd á plóginn. Um árangurinn af því starfí segir einn þeirra, sem búa í húsi Vemdar við Lauga- teig: „Þetta breytir miklu fyrir mig. Núna til dæmis, þegar ég kem úr meðferð, þá á ég ekki neitt. Ég á ekki peninga og hef ekki rétt til lána, af því að ég hef verið í tugthúsum líka. Ég hef ekki verið á vinnumarkaðnum og þá er ekki hægt að fara út í banka og fá lán til að borga fyr- ir íbúð eða slíkt. Maður á ekki neitt og þá er mjög gott að geta komið hingað og byijað gönguna héma,“ Ráðstefna um sjókvíaeldi við Reykjavík: Hætta talin á fros í laxeldi fimmta hv FUNDUR um sjókvíaeldi við Reykjavík og reynslu af því á liðnum vetri var haldinn á Hótel Loftleiðum í gær. Þar voru flutt erindi um reynslu fyrirtækja af kuldunum í vetur og um rann- sóknir á sviði sjávarhita og til- raunir með leiðir til vamar gegn frostskemmdum. Atvinnumála- nefnd Reykjavíkur stóð að fimd- inum og var hann framhald ráð- stefnu um sama efni, sem haldin var síðastliðið haust. Fram kom á fundinum, að miðað við rann- sóknir á hitafari sjávar við Reykjavík undanfarin 40 ár, hefði að líkindum orðið tjón af völdum kulda 7 til 9 ár á þeim tíma, eða fimmta hvert ár að jafnaði. Ennfremur kom fram, að miðað við rannsóknir síðustu ár má búast við miklum sjávar- kulda á 10 ára fresti að jafnaði. Fundurinn var settur með ávarpi formanns atvinnumálanefndar Reykjavíkur, Jónu Gróu Sigurðar- dóttur. Hún sagði, að þótt atvinnu- ástand sé gott í Reykjavík um þess- ar mundir, þá sé einhugur í atvinnu- málanefnd um að nota tímann til að huga að framtíðinni og áfram- haldandi uppbyggingu atvinnulífs í höfuðborginni. Iþeimtilgangihefur nefndin staðið að fundum um mál- efni fískeldis eins og þessum. Friðrik Sigurðsson fram- kvæmdastjóri Landssambands fisk- eldis- og hafbeitarstöðva ávarpaði fundinn. Hann sagði sjókvíaeldi vera útbreiddustu aðferð sem þekkt 'er við laxeldi og rakti annmarka þessarar eldisaðferðar og helstu leiðir til úrbóta. „Segja má að íslenskir fískeldismenn hafí að mörgu leyti verið framsýnir, því að þeir hafa tileinkað sér margar þær Jóna Gróa Sigurðardóttir form- aður atvinnumálanefndar setur fundinn. úrbætur sem gera þarf til þess að draga úr áhrifum þeirra annmarka er fínna má á sjókvíaeldi. Þannig eru nokkur ár síðan fyrstu úthafs- kvíamar komu til landsins og stór- seiðaeldi hefur verið reynt og er ennþá í þróun bæði hjá rannsókna- stofnunum og einkaaðilum. Skipti- eldi hefur einnig verið reynt i ýms- um útfærslum," sagði Friðrik. Hann hvatti til aukinnar samnýtingar strandeldis og sjóeldis og sagði nægan sjávarhita vera til að fá við- unandi vöxt að sumrinu. Að vetrin- um mætti beisla jarðhitann eða jarðsjóinn til að viðhalda vexti í landi. Friðrik hvatti fiskeldismenn Friðrik Sigurðsson fram- kvæmdastjóri Landssambands fiskeldis- og hafbeitarstöðva. til að láta ekki deigan síga. „Til eru ráð til þess að draga úr áhrifum ofkælingar. Við höfum einfaldlega ekki efni á því að stöðva þá upp- byggingu sem hafín er í eldi á laxi, silungi og öðrum eldistegundum." Hann lýsti þeim verðmætum sem í húfi eru og sagði að heildarfram- leiðsla íslensks fískeldis á næstu árum gæti farið upp í þijá til sex milljarða króna að verðmætum á ári og kvað ekki ofætlað. Eyjólfur Friðgeirsson fískifræð- ingur, framkvæmdastjóri íslenska Fiskeldisfélagsins hf, flutti ítarlegt erindi um reynsluna í vetur af eldi í Eiðisvík og um sjávarhita, líkur á íslendingnr fer til starfa hjá Interpol SMÁRI Sigurðsson, rannsóknar- lögreglumaður hjá RLR, hefur verið ráðinn tíl starfa hjá aðal- stöðvum Interpol, alþjóðasam- tökum sakamálalögreglu, í Paris. Smári er fyrsti Islendingurinn sem Interpol ræður til starfa. Hann er ráðinn til þriggja ára F élagsmálaráðherra: Umsagnar leitað um ráðhúsið JÓHANNA Sigurðardóttir fé- lagsmálaráðherra mun á næstu dögum leita umsagnar Skipu- lagsstjóraar ríkisins og bygging- arnefndar Reykjavíkur vegna kæru frá íbúum við Tjarnargötu á veitingu byggingarleyfis fyrir ráðhúsið við Tjömina. Kæra íbúanna barst 29. apríl en ráðherra hefur beðið eftir staðfest- ingu borgarstjómar á veitingunni. Borgarstjóm staðfesti leyfíð á fundi sínum á fímmtudag og í gær barst ráðherra greinargerð íbúanna við Tjamargötu vegna kæmnnar. Næsti fundur byggingamefndar Reykjavíkur er 11. maí og skipu- Iagsstjóm ríkisins kemur saman 18. maí. og hefur störf um næstu mánað- armót i þeirri undirdeild fjár- svikadeildar Interpol sem fæst við peningafals. Smári Sigurðsson hóf störf í lög- regluliði Kópavogs í maí árið 1968 en hefur starfað í hinum ýmsu deild- um RLR frá því stofnuninni var komið á fót árið 1977. Interpol var stofnað 1923 og em aðildarríkin nú 146. ísland fékk aðild að samtökunum árið 1971. Meginhlutverk Interpol er að hlut- ast til um samstarf aðildarríkjanna við rannsókn sakamála og er miðlun upplýsinga, ýmist beint milli landa eða fyrir milligöngu aðalstöðva Int- erpol, umfangsmesti þáttur alþjóð- lega samstarfsins. í aðalstöðvunum Á tólfta hundrað manns sóttu 27 fundi Kjördæmisráðs Sjálf- stæðisflokksins á Suðurlandi sem haldnir hafa verið í öllum byggðakjörnum á Suðurlandi á undanföraum vikum , en einnig voru fundir haldnir í félags- heimilum tíl sveita. Um 120 framsögumenn fluttu ræður á fundunum og nær 200 fundar- menn tóku til máls. Á fundinum var ýmist fjallað um afmörkuð Smári Sigurðsson rannsóknar- lögreglumaður. er ýmsum upplýsingum, meðal ann- ars fingraförum, safnað. Þar starfa nú 256 starfsmenn frá 38 ríkjum. Á næsta ári flytjast aðalstöðvar Interpol frá París til Lyonborgar. málefni byggða eða héraða eða að fjallað var um mál eins og launamisrétti í landinu eins og á fyrsta fundinum á Selfossi. Þann fund sóttu talsvert á ann- að hundrað manns. Fundar- stjóri á fundunum var Árni Johnsen formaður Kjördæmis- ráðs Sjálfstæðisflokksins á Suð- urlandi. Líflegar umræður voru á fund- unum, enda gáfu snaggaraleg og Fundaherferð sjálfstæðismenna í Suc A12. hundrað

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.