Morgunblaðið - 07.05.1988, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. MAÍ 1988
35
ttgoni
ertár
Frá fundi atvinnumálanefndar Reykjavíkur um fiskeldi við Reykjavík.
frostskemmdum og ráð til vamar.
Hann rakti sögu fyrsta eldisár-
gangs stöðvarinnar. Hún hófst
1983 þegar laxar voru kreistir til
klaks. Fiskinum var síðan slátrað
síðastliðið haust. Þá var meðal-
þyngdin 8 pund, sá stærsti 20 pund.
Sögu þessa árgangs sagði Eyjólfur
jafnframt vera í hnotskum sögu
íslensks sjókvíaeldis, svo ung er
þessi atvinnugrein. Síðan sagði
hann frá rannsóknum á sjávarhita
við Reykjavík undanfarin 40 ár. 7
- 9 af þessum árum hafa verið það
köld, að búast hefði mátt við tjóni
í sjókvíaeldi, eða um fímmta hvert
ár. Þá kom fram að reikna má með
meira tjóni tíunda hvert ár, vegna
mikilla sjávarkulda. Eyjólfur taldi
þó að það ætti ekki að hindra góða
afkomu eldisstöðva, að því tilskyldu
að hin níu árin heppnaðist eldið.
Vetur ríkir í sjónum mánuðina des-
ember til apríl og sagði Eyjólfur
mæiingar sýna, að f sérhveijum
þessara mánaða mætti búast við
að kólnaði niður fyrir frostmark.
Kaldast er venjulega í febrúar,
meðalhiti þá um ein og hálf gráða.
í vetur var sjávarhiti við Reykjavík
nokkuð hár til áramóta, en fyrstu
viku janúar hríðféll hann og er 21.
janúar kominn niður í 0,1 gráðu.
Síðan hefur verið kalt í sjónum og
hefur hlýnað óvenju hægt og lítið.
Eyjólfíir sagði síðan frá helstu
áhrifum sjávarkulda á fískinn og
ræddi um aðgerðir til að vinna gegn
tjóni af völdum kuldans. Þar á
meðal að sleppa í sjó 30 - 60
gramma seiðum og ala í tveggja
og hálfs punds stærð. Dregið gæti
úr hugsanlegu tjóni af völdum
kulda, að hálfstálpuð laxaseiði, 0,5
kg, eru söluvara og því ekki algjört
tjón þótt slík seiði drepist í frostum.
„Fiskeldi hér hefur aðeins verið
stundað eina fískævi, þess vegna
hafa komið upp byxjunarerfiðleikar
sem varla hefði verið hægt að kom-
ast hjá,“ sagði Eyjólfur. Hann sagði
verstu erfiðleikana í fiskeldinu vera
Qármagnsskort. Lán vegna fjárfest-
inga væru í lagi, rekstrarlán að
komast í gott lag, en í allar áætlan-
ir vantaði að gera ráð fyrir rann-
sókna- og tilraunakostnaði. Það
væri ekki lánshæfur kostnaður.
Hann lagði tjón vegna byijunarerf-
iðleika jöfnu við slíkan kostnað.
„Stöðvar við Faxaflóa gætu tekið
við einni til einni og hálfri milljón
seiða. Mig grunar að þær muni
aðeins taka hluta af því magni.
Þarna vantar 150 til 200 milljóna
króna vítamínsprautu núna, flest
fyrirtækin eru orðin uppiskroppa
með eigið fé,“ sagði Eyjólfur. Hann
lauk máli sínu með að hvetja til
frekari uppbyggingar fískeldis og
sagði ijárfestingu í sjóeldi nú mun
öruggari en þegar það fór fyrst af
stað.
Helgi Kjartansson líffræðingur,
framleiðslustjóri Lindalax hf á
Vatnsleysuströnd ræddi um frost-
hættu og vamir gegn frostskemmd-
um. Hann rakti áhrif kulda á físk-
inn og hvað hægt væri að gera til
að forðast tjón af völdum kulda.
Meðal aðgerða eru kynbætur á fisk-
inum og að bæta umhverfíð, laga
það að þörfum lífyeranna. Helgi
greindi síðan þolmörk i fískeldi, en
þau eru þrenns konar. í fyrsta lagi
eru líffræðileg þolmörk, hvað fisk-
amir geta þolað með tilliti til erfða
og aðlögunar. í öðra lagi era tækni-
leg þolmörk, þ.e. hvað sé tæknilega
framkvæmanlegt. í þriðja lagi era
hagfræðileg þolmörk, þ.e. hvað sé
rekstrarlega hagkvæmt. „Ávallt
skyldi miða eldi við aðstæður eins
og þær geta orðið verstar," sagði
Helgi. Hann taldi síðan helstu úr-
ræði, ef þolmörkin hafa verið yfír-
stigin:
1. Hefja ekki eldi eða hætta því
og heQa þess S stað eldi á nýjum
stað, flytja það.
Moregunblaðið/Sverrir
2. Stunda eldi ekki á þeim tímum
þegar aðstæður leyfa það ekki.þ.e.
stunda aðeins sumareldi.
3. Stunda eldi við tilbúnar að-
stæður á tímabili slæmra aðstæðna,
þ.e. fareldi, skiptieldi.
4. Stunda eldi alfarið við tilbúnar
aðstæður, þ.e. eldi í lokuðum sjó-
kvíum eða strandeldi.
Fundurinn á Hótel Loftleiðum
var fjölsóttur af fískeldismönnum á
Reykjavíkursvæðinu. Þar vora einn-
ig fulltrúar Reykjavíkurborgar, þar
á meðal frá atvinnumálanefnd og
Hitaveitu Reykjavíkur. Fundarstjóri
var Össur Skarphéðinsson fískeldis-
fræðingur og varaborgarfulltrúi.
íslendingar í Póllandi:
Fólk óttast að verk-
follín breiðíst meira út
- segir Sigríður Arnórsdóttir í Gdansk
„LÖGREGLUÞJÓNAR eru á
hveiju götuhorni og fólk er al-
mennt mjög óttaslegið. Kunn-
ingjar okkar óttast að verkfallið
geti breiðst út til annarra borga
og við það geti ástandið orðið
verulega alvarlegt. Hingað tii
hafa verkföll í öðrum borgum
þó koðnað niður,“ sagði Sigríður
Amórsdóttir sem dvelur í
Gdansk í Póllandi í samtali við
markviss framsöguerindi tækifæri
til opinna skoðanaskipta. Á fund-
unum voru frá 15 - 150 manns
utan einum þar sem voru færri,
en röskun varð á þeim fundi af
óviðráðanlegum orsökum. Yfírleitt
voru um 30 - 40 manns á hveijum
fundi, en einstaka fundur var sérs-
taklega fjölsóttur eins og til dæm-
is fundur á Laugarvatni um mál-
efni og möguleika Laugarvatns.
Þann fund sóttu um 100 manns,
Morgunblaðið i gær. Eiginmaður
Sigrfðar, Sigurður Sólbergsson
starfsmaður Ráðgarðs, hefur
eftirlit með breytingum og við-
gerðum á íslenskum fiskiskipum
sem unnið er að í Gdansk. í vet-
ur hafa að staðaldri dvabð 10
íslendingar í borginni vegna
þessara verkefna. Sigriður og
Sigurður eru með tvo unga syni
sina í för og eru þeir þriggja og
en fastir íbúar á Laugarvatni eru
um 150. Það bar við að fólk af
höfuðborgarsvæðinu kæmi austur
fyrir ijall á fundina, en lengst að
komnir á einum fundi voru menn
frá Kópavogi á Kirkjubæjar-
klaustri. Þorsteinn Pálsson forsæt-
isráðherra flutti ræður á fyrsta
og síðasta fundinum, en allir ráð-
herrar Sjálfstæðisflokksins tóku
þátt í fundaherferðinni í Suður-
landslqördæmi.
sex ára.
„Það vora uppi sögusagnir á
fímmtudag að um nóttina ætti að
gera atlögu að verkfallsmönnum en
í dag er allt með kyrram kjöram,“
sagði Sigríður. „Eftir átökin fyrsta
maí höfum við ekki haft fregnir af
beinum eijum milli verkamanna og
lögreglu. En spennan er mikil og
fólki fínnst sér ógnað.“
Sigríður sagðist hafa farið að
Lenin-skipasmíðastöðinni á þriðju-
dag en þá hefði lögregla skyndilega
horfið af svæðinu. „Fólk safnaðist
saman fyrir framan stöðina og
hyllti verkfallsmenn, henti til þeirra
matarpökkum og blómvöndum.
Mannsöfnuðurinn hrópaði nöfn
þeirra sem vora að ganga til liðs
við mennina í stöðinni. Daginn eftir
var lögreglan mætt tvíefld.“
Ríkissjónvarpið hefur flutt
óvenju miklar fréttir af aðgerðunum
að sögn Sigrfðar. Þær era þó ræki-
lega litaðar sjónarmiðum stjóm-
valda og ekki minnst á kröfur verk-
fallsmanna einu orði. „Sjónvarpið
segir marga ljóta hluti. Því var
haldið fram að verkfallsmenn hefðu
hótað þeim sem hlypust undan
merkjum hengingu. Maður veit
aldrei hveiju ber að trúa.“
Engar róttækar breytingar hafa
orðið á daglegu lífi þrátt fyrir
ástandið í borginni. Sigríður sagði
Eurlandskjördæmi:
sóttu 27 fundi
að flestar nauðsynjavörar væra
skammtaðar, eins og vanalega.
Kvaðst hún óttast að stjómvöld
gripu til harðari skömmtunar ef
verkföllin yrðu langvin.
„Við vitum að það er fylgst með
okkur en við eram ekki þvinguð að
neinu Ieiti. Ég myndi ekki vilja setj-
ast að í Póllandi en það er stórkost-
legt að fá að kynnast landi og
þjóð," sagði Sigriður Amórsdóttir.
íþrótta- og tómstundaráð:
Kyiming á sumarstaifi
ÚT ER kominn bæklíngurinn
„Sumarstarf fyrir böm og ungl-
inga 1988“ og er honum dreift
til allra aidurshópa i skólum
Reykjavíkur um þessar mundir.
I bæklingnum er að fínna upplýs-
ingar um framboð félaga og borgar-
stofnana á starfi og leik fyrir böm
og unglinga í borginni sumarið
1988. Boðið er upp á íþróttir og
útivist en einnig eru kynntar reglu-
legar skemmtisamkomur ungs
fólks. Miðað er við aldurinn 2 til
16 ára.
Kostnaður vegna þátttöku í nám-
skeiðum er mismunandi. Era for-
eldrar, sem hug hafa á að hagnýta
sér það sem boðið er upp á, hváttir
til að draga ekki innritun þeirra.
(Úr fréttatilkynnigu)