Morgunblaðið - 07.05.1988, Side 36

Morgunblaðið - 07.05.1988, Side 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. MAÍ 1988 Ferðagetraun Útsýnar: Verðlaunahafinn valcli Lignano á Italíu INGA Einarsdóttir úr Garðabæ bar sigur úr býtum í Ferðag-et- raun Utsýnar og valdi hún ásamt manni sínum, Birgi Garðarssyni, sólarferð til Lignano á Ítalíu. Þau hjón kváðust hvorugt hafa farið í sólarferð áður, en hðfðu dvalið i Þýskalandi í sumarleyfi og heimsótt dóttur sfna til Ástr- alfu. Inga sagði, er hún tók við vinningnum, að þau hefðu valið Ítalíu þar sem þau teldu að þar væri mest að sjá, enda boðið upp á fjölmargar spennandi skoðun- arferðir í Lignanoferðum Útsýn- ar. Ferðagetraunin fólst í því að fínna hve margar myndir væru af fegurðardrottningu Islands, Önnu Margréti Jónsdóttur, í Sumaráætl- un Utsýnar og í verðlaun var sólar- landaferð að verðmæti 150 þúsund krónur. Þau Inga og Birgir hafa nú gegnið frá ferðinni og fara 27. maf og verða í 3 vikur. Þegar þau tóku við vinningnum vildi svo vel til að hér á landi voru staddir tveir ferðamálafrömuðir frá Lignano, Antonio Renosto, frá ferðaskrifstof- unni Eurosun og Bruno Da Fre, eigandi og framkvæmdastjóri hótel- anna Olimpo og Terra Mare, sem eru tvö af þremur hótelum, sem Útsýnarfarþegar gista á á Lignano. Reyndar vill þannig til að þau Inga og Birgir koma til með að gista á öðru þeirra, Olimpo, sem staðsett er við eina stærstu smábátahöfn Evrópu, „Marina Grande". Þetta er svokallað íbúðarhótel og á jarðhæð eru verslanir auk þess sem aðal- skrifstofa Útsýnar á Lignano er á Olimpo. Bæði Bruno og Antonio hafa átt margra ára samvinnu við Útsýn, eða allt frá því Útsýn hóf skipulagð- ar ferðir til Lignano skömmu eftir 1970. Létu þeir vel af samskiptum sínum við íslendinga og kváðu þá mikla aufúsugesti á Lignano. Að- spurðir um kosti Lignano sem ferðamannastaðar sögðu þeir að kostimir væm margir. Staðurinn væri mjög vel í sveit settur, mið- svæðis á Ítalíu og þaðan væri skammt tii margra áhugaverðra staða, svo sem hinnar sögufrægu borgar Feneyja. Á Lignano sögðu þeir að hægt væri að sameina flest það sem ferðamenn sækjast eftir í sumarleyfum: Fagurt umhverfí, sólböð, stmadlíf og sjó, auk þess sem þar væri tilvalið að kynnast ítölskum siðum og menningu því að ítölsk matargerðarlist og vínmenning blómstraði á Lignano. Þeir sögðu að mikil fjölbreytni ríkti hvarvetna í bænum og komið væri til móts við flesta aldurshópa. Sérstök áhersla hefði þó verið lögð á að byggja upp sem besta aðstöðu fyrir bömin. Ströndin væri ein sú besta og hreinasta við Adríahaf auk þess sem hún væri afar örugg fyrir böm, vegna þess hversu aðgrunnt þar væri. Góð aðstaða til íþróttaið- kanna væri á Lignano, svo sem tennis, minigolf, Go-kart kappakst- ursbflar, líkamsræktarstöðvar, hjólaskutahöll, seglbretti og hægt væri að fá seglskútur á leigu. Af skemmtigörðum mætti nefna Tívolí, Hemmingwaygarðinn, sem er lysti- garður með flölda íþróttatækja, dýragarð og Aqua Splash, sem þeir sögðu að væri einn stærsti og glæsi- legasti vatnsskemmtigarður á ít- alíu. Fyrir þá sem vildu fjömgt næturlíf væri af nógu að taka, di- skótek, næturklúbbar, ótal barir og dansstaðir af öllum gerðum. Fjölbreytt úrval kynnisferða er í boði fyrir farþega Útsýnar á Lign- ano svo sem fjallaferð, þar sem meðal annars gefst kostur á að sjá náttúrufegurð Alpanna, kvöldsigl- ing út í fiskimannaeyjuna Marano, þriggja daga ferð til Rómar, dags- Morgunblaðið/BAR Frá Lignano á ítaliu.Á innfelldu myndinni sést Verðlaunahafinn, Inga Einarsdóttir, teka við ferða- vinningnum úr hendi Helga Magnússonar, forstjóra Útsýnar. Lengst til vinstri er eiginmaður Ingu, Birgir Garðarsson, og á milli Helga og Ingu eru Antonio Renosto og Bruno Da Fre frá Lignano og Rúnar Björgvinsson markaðsstjóri Útsýnar. og kvöldferð til Feneyja og dags- ferð um landbúnaðarhéruð til borg- arinnar Udine, svo nokkuð sé nefnt. Bruno Da Fre og Antonio Ren- osto hafa oft komið til íslands og sá síðamefndi alls tuttugu sinnum. Þeir kváðust báðir vera mjög hrifn- ir af landi og þjóð og sögðu að vegna sérstöðu sinnar væri ísland tilvalið ferðamannaland, og þá ekki síst fyrir ítali. í krafti sannfæringar sinnar um kosti íslands sem ferða- mannalands væru þeir nú, ásamt Helga Magnússyni, forstjóra Út- sýnar, að _ skipuleggja og kynna ferðir frá Ítaiíu til Islands, þannig að þegar fram í sækti gæti orðið um gagnkvæm skipti á ferðamönn- um að ræða á milli landanna. Morgunblaðið/Bjami Garðar og Vilhjálmur Kjartanssynir þjá Sportval og kylfingarnir Björgúlfur Lúðvíksson, Ragnar Olafsson og Karl Jóhannsson. Sportval opnar sér- stakar golfdeildir Gestaguðsþjón- ustaásunnudag Gestaguðsþjónusta verður haldin { Nýju Postulakirigunni næstkomandi sunnudag og mun umdæmisöldungur Gene Storer frá Kitchener Ontario, Kanada þjóna fyrir altari. Nýja Postulakirkjan hefur starf- að hérlendis síðan 1980 og eru haldnar guðsþjónustur á sunnudög- um kl. 11 og 17 að Háaleytisbraut 58-60. Safnaðarprestur er Hákon Jóhannesson. QENQISSKRÁNINQ Nr. 86. 6. maí 1988 Kr. Kt. ToH- Etn- Kl. M.1B K.up 8«U BM>Ql Dollari 38,88000 39,00000 38,89000 Sterip. 72,68900 72,81300 73,02600 Kan. dollari 31,51100 31,60800 31,61700 Dönsk kr. 6,00600 6,02460 6,03510 Norsk kr. 6,30910 6,32860 6,31480 Sænskkr. 6,61220 6,63270 6,62750 Fi. mark 9,69820 9,72810 9,73350 Fr. franki 6,80790 6,82890 6,84440 Belg. franki 1,10690 1,11030 1,11150 Sv. franki 27,78530 27,87110 28,07940 Holl. gyHini 20,65720 20,72100-20,72970 V.i). mark 23,16490 23,23640 23.24640 ít. lira 0,03101 0,03110 0,03126 Austurr. sch. 3,29530 3,30550 3,30700 Port. escudo 0,28290 0,28370 0.28400 Sp. peseti 0,34910 0,35020 0,35170 Jap. yen 0,31188 0,31284 0,31157 Irskt pund 61,75500 61,94600 62,07400 SDR (Sérst.) 53,62450 53,79000 53,73780 ECU, evr. m. 48,01870 48,16700 48,24890 Tollgengi fyrir maí er sölugengi 28. apríl. Sjálfvirkur simsvari gengisskróningar ar 62 32 70. SPORTVAL hefur opnað sér- stakar golfdeildir í verslunum sínum í Kringlunni og við Hlemm. Þar verða á boðstólnum allar þær vörur sem kylfingar þurfa tíl þess að stunda íþrótt sína, auk fatnaðar sem hentar golfiðkun. Fyrst um sinn verður lögð áhersla á golfvörur frá framleiðandanum Browning í Bandaríkjunum. í fréttatilkynningu frá Sportval segir að fyrirtækið muni kapp- kosta að veita fullkomna viðgerða- og varahlutaþjónustu og sérstakt tillit verði tekið til þeirra sem óski eftir sérpöntunum. uppþvottavélin hljóðlát - dugleg - örugg /M* RÖNNING %//f// heimilistæki KRINGLUNNI - SÍMI (91)685868 '*S 80 ára afmæli ÁTTRÆÐISAFMÆLI á í dag, 7. maí Jóhanna Kristjánsdóttir í Kirkjubóli í Bjarnardal. í tilefni afmælisins ætlar Kvenfélag Mos- vallahrepps að heiðra afmælisbam- ið með því að efna til kaffísamsæt- is fyrir Jóhönnu í dag. Verður það haldið f skólanum f Holti f Önundar- fírði og hefst kl. 15. Steinþór Marinó sýnir í Eden Hveragerði. STEINÞÓR Marinó Gunnars- son hefur opnað myndlistarsýn- ingu í listamannaskálanum í Eden í Hveragerði. Á sýningunni, sem stendur til 15. maí, eru 12 olíumálverk og 34 vatnslita- og olíukrítarmyndir ásamt myndum með blandaðri tækni. Eru myndimar allar til sölu og er verð við flestra hæfí. Steinþór Marinó fæddist á ísafirði 1925. Hann er málara- meistari að iðn. Steinþór er að mestu sjálfmenntaður f myndlist- inni en hann hefur aflað sér þekk- ingar með náms- og kynnisferðum til margra landa á meginlandi Evrópu, meðal annars til Holl- ands, V-Þýskalands og Frakk- lands. Einnig hefur hann farið til Norður-Ameríku í sama skyni. Fyrst sýndi Steinþór á samsýn- ingu Félags íslenskra frístunda- málara í Reykjavfk 1947. Seinna átti hann verk á samsýningu Fé- lags íslenskra myndlistarmanna, FIM, en síðan hefur hann haldið flölda einkasýninga hér á landi og í Noregi. Hann hefur hlotið listamannalaun og listasöfn, sveit- arfélög og einkaaðilar hafa keypt verk eftir Steinþór Marinó. - Sigrún Morgunblaðið/Sigrún Sigfúsdóttir Steinþór Marinósson við eitt verka sinna í Eden.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.