Morgunblaðið - 07.05.1988, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. MAÍ 1988
45
Stutt pils afþökkuð
Heimilishorn
Bergljót Ingólfsdóttir
Þegar bandarískir fata-
hönnuðir sýndu hausttísku
sína í New York nú fyrir
stuttu, kom í ljós, að þeir höfðu
alveg sleppt „míni“-pilsum í
framleiðslu sinni. Ástæðan er
sú að stuttu pilsin falla alls
ekki í smekk hinnar venjulegu
útivinnandi konu þar í landi.
Pínu-pilsin sem framleidd voru
fyrir nýliðinn vetur gengu ekki
út, kaupendur sögðu einfald-
lega: nei takk. Sala á stuttum
pilsum fyrir sumarið hefur
heldur ekki verið mikil.
Því eru nú fullir rekkar af
„míni“-pilsum á mikið niður-
settu verði í góðum verslunum
í New York, og öðrum borgum
vestanhafs. Tap hönnuða og
framleiðenda er þegar orðið
mikið og ekki séð fyrir endann á
því enn.
Menn eru ekki sammála um
hveiju sé um að kenna að svo af-
drifaríkar ákvarðanir voru teknar á
tískusviðinu. Talið var að konur
Falleg svört buxnadragt frá
Herrera.
konur hafa greint frá því
hversvegna þær vilji ekki
stuttu pilsin. Ein kona sagðist
ekki fara í vinnu sína að
morgni klædd eins og Tina
Tumer á leiksviðinu. Fréttarit-
ari hjá NBC sagðist ekki geta
staðið í því að taka viðtöl við
ráðamenn og þurfa um leið
að hafa áhyggjur af því að
pilsfaldurinn færðist langt upp
á læri sér. Ein önnur sagðist
ekki geta séð Lee Iaeocca
(þekktur maður í bandarísku
viðskiptalífí) fyrir sér í stutt-
buxum við samningagerð
ir og aðra fundi viðskiptajöfra.
Hún færi heldur ekki í „míni“-
pilsi til slíkra funda. Þetta era
allt góð og gild rök fyrir því
að afþakka „míni“-pilsin, enda
þurfa flestir að hugsa um
meira en líðandi stund þegar
fatakaup era annarsvegar, skyn-
semin er látin ráða og tekið er mið
af að þægilegt sé að klæðast flíkun-
um. Áð öllum líkindum verða það
því hæfilega stutt (eða síð) pils og
síðbuxur, sem „blíva".
Síðbuxur og jakki frá Ellis.
Buxur „lilla" litar, jakki og
hattur i dökkrauðu.
Calvin Klein sýndi tvennskonar pilssíddir fyrir
haustið.
væra orðnar þreyttar á síðum pilsum
en það hefði greinilega verið nóg
að stytta þau dálítið en ekki þessi
ósköp. Pilssídd við og um hné er
það sem flestar konur kjósa, þ.e.
þær sem komnar era til vits og ára.
Ýmsar athugasemdir hafa birst á
prenti í Bandaríkjunum þar sem
SUBARU býður íslenskum fjallvegum
og íslenskum aðstæðum
óhræddur byrginn.
SUBARU er sannarlega bíll þeirra manna sem
starfa sinna vegna þurfa aö komast hvert á land
sem er í hvernig færð sem er.
Það er gott að vera SUBARU megin við stýrið
þegar hraða, stöðugleika og
ýtrasta öryggis er þörf.
SUBARU - ÞEGAR MESTÁ REYNIR
Ingvar
Helgason hf.
Sýningarsalurinn,
Rauðagerði
Sími: 91 -3 35 60