Morgunblaðið - 07.05.1988, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. MAÍ 1988
47
Afmæliskveðja:
JÓNMUNDUR
GUÐMUNDSSON
Jónmundur Guðmundsson, móð-
urbróðir okkar, frá Laugalandi,
Fljótum, Skagafírði, er áttræður í
dag 7. maí. Hann fæddist á Lang-
húsum í Fljótum — sonur Guðmund-
ar Ásmundssonar, Eiríkssonar
bónda í Neskoti í Flókadal. Móðir
Jónmundar var Lovísa Grímsdóttir
— dóttir Gríms bónda og læknis á
Minni-Reykjum i Fljótum. Grímur
var fæddur á Möðrudal í Eyjafírði
og foreldrar hans voru Magnús
Grímsson, klausturhaldari Möðru-
felli og kona hans Margrét Bene-
diktsdóttir, sem var dótturdóttur
séra Sigfúsar prófasts í Höfða á
Grenivík.
Jónmundur ólst upp á Laugalandi
með systkinum sínum — Dúa, Eiríki
og Eugeníu sem eru látin. Voru þau
Laugalandssystkin orðlögð fyrir
það hve samrýmd þau voru — glæsi-
leg, greind og glöð í hóp. Að lýsa
Jónmundi, frænda okkar, er mér
Ijúft. Þar fer maður með mikla
greind og kosti og fær um að standa
þar sem straumar eru miklir. Hann
er meðalmaður á hæð, grannvaxinn
og snar í hreyfíngum — djarfur og
hreinskilin á svip og hann talar
sérstaklega fallegt mál. Hann er
vel lesinn og hefur frábært minni
og kann íslendingasögumar svo
vel, að hann getur þulið orðrétt upp
úr þeim. Jónmundur er hestamaður
mikill og hefur yndi af góðum hest-
um — er orðlagður tamningamaður
og átti og á enn bestu hesta af
Svaðastaðakyni.
Sem unglingur vann Jónmundur
venjulega sveitastörf heima fyrir
og réri með föður sfnum. Hann var
nemandi í Laugaskóla 1929 og
1930. 26. september 1931 giftist
hann Valeyju Benediktsdóttur,
Kristjánssonar frá Haganesi í Fljót-
um. Valey er alkunn sæmdarkona,
falleg, greind og fínleg og virt af
öllum sem til hennar þekkja.
Jónmundur og Valey tóku nú við
búi á Laugalandi með dugnaði og
orku. Þau byggðu nýbýli, steinhús
lengra upp I fjallshlíðinni við þjóð-
veginn nálægt Laugahólnum sem
kallaður var. Þar var heit upp-
spretta og rennandi laugavatnið
sem var lagt inn í húsið til upphitun-
ar og annarra þarfa. Þangað fluttu
þau inn 1935 ásamt fyrsta bami
þeirra, Unu, og foreldrum Jón-
mundar, Guðmundi og Lovísu.
Laugaland var talið með fyrstu
húsum í landinu með innlagðan
laugahita og vom þægindin á við
það besta sem var í kaupstöðum á
þeim tíma. Þar var til dæmis stórt
og mikið baðherbergi með nýtísku
hreinlætistækjum, stóm og miklu
baðkeri á fótum með handsturtu
og öðm sem tilheyrir.
Það var oft margt í heimili á
Laugalandi og mikill gestagangur
og öllum vel tekið því þar var róm-
uð gestristni, — þar var yfírleitt
mikið af bömum yfír sumarmánuð-
ina. Aldrei var slakað á vinnu og
þar var unnið vel og með hyggju
og búskapur allur til fyrirmyndar.
Jónmundur kenndi einnig sund á
sumrin og gegndi margvíslegum
trúnaðarmálum fyrir sveit sína, þar
á meðal var hann formaður Búnað-
arfélagsins í Fljótum — einnig var
hann formaður hreppsnefndar og
skólanefndar.
mm
:
RITVELAR
REIKNIVÉLAR
PRENTARAR
TÖLVUHÚSGÖGN
Jónmundur og Valey seldu
Laugaland árið 1955 og fluttu til
Akraness með böm sín þrjú. Þar
vann Jónmundur við Sementsverk-
smiðju ríkisins þar til hann lét af
störfum fyrir aldurs sakir. Böm
þeirra hjóna em: Una, gift Guðjóni
Hafliðasyni úr Fljótum, Guðmund-
ur, giftur Emu Einarsdóttur, Hafn-
arfírði og Benedikt, giftur Mattheu
Sturlaugsdóttur, Akranesi. Auk þes
ólu þau upp Sófanías Frímannsson
sem nú býr á Syðra-Mói í Fljótum.
Bamaböm Jónmundar og Valeyjar
era nú 8 að tölu.
Frændi okkar! Við þökkum þér
og Valeyju fyrir óglejmianleg sumur
á Laugavatni sem urðu sterkir
þættir í uppeldi okkar systra.
Þessar línur eiga að færa þér
hinar bestu afmæliskveðjur frá okk-
ur systram, Lillý, Diddu, Siggu,
Lovísu og Katrínu og öllum í fjöl-
skyldum okkar.
Sigríður Bílddal
Freymodsson
BALTIMORE
WASHINGTON
3 x í viku
FLUGLEIDIR
-fyrir þíg-
HELSINKI
lxíviku
FLUGLEIDIR
-fyrir þíg-
Nýjta WANG PC2
iöivan sameinar
alla helslu
kosffi hinna
WANG PC2 tölvan er full-
komlega AT-samhæfö.
Mikill vinnsluhraöi, þægi-
legt lyklabord og skarpur
skjár eru kostir sem VVang
hefur sameinaö snillclar-
lega. Armurinn gerir þér
mögulegt aö stilla skjáinn
eins og þér hentar.
WANG PC2 hefur 80286
örgjörva og 6/8/10 MHZ
klukkutíöni.
WANG PC2 tölvan er fáan-
leg meö 20 MB til 60 MB
höröum disk, vinnslu-
minni frá 640 KB, svart/
hvítum eöa litaskjá,
Herkules, EGA eöa CGA
grafík.
WANG valmyndakerfiö
og Mikrosoft teikni og
ritvinnsluforrit fylgir meö
í kaupunum.
WANG PC2 er öflug ein-
menningstölva fyrir ein-
staklinga og atvinnurekst-
»rt*
Hfe.
J .
. . ■
WANG
t»f. H, 1ÖÍ/ Bvil'
Sirni:'ií-6915 00
Véfdu réf f, vefdu Wang