Morgunblaðið - 07.05.1988, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 07.05.1988, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. MAÍ 1988 49 uppsetningu. Þegar til lengdar læt- ur, hlýtur slíkt að bitna á listrænni frammistöðu húsanna og því mikið áhyggjuefni. Aðsókn að óperuhúsum hefur alls staðar aukist, bæði á Norðurlöndum og annars staðar. En betur má ef < duga skal og það eru uppi vangavelt- ur um hvemig hægt sé að laða fleiri að óperusýningum. Sjónvarpið þykir þar kjörinn miðill. Á fundinum var rætt um hvemig best væri að koma óperum þar að og ákveðið að halda þeirri umræðu áfram á næsta fundi í Kaupmannahöfn að ári. Kalla þá einnig til sjónvarpsstjóra. Nám fyrír óperuleikstjóra og dansahöfunda Samnorrænt nám óperuleikstjóra og dansahöfunda var rætt. Á Norð- urlöndum er ekki hægt að leggja « fyrir sig óperuleikstjóm en áætlanir uppi um slíkt nám í Sviþjóð. Dans- samningamám er til á fleiri en einum stað og vangaveltur um hvort ætti að fella það í einn farveg. Einnig var rætt um hvort það væri grundvöllur til að láta smíða skip, eða innrétta, sem hægt væri að nota sem fljótandi óperuhús og sem óperuhús á Norð- urlöndum gætu sameinast um að nota. Þó ýmsum þætti hugmyndin spennandi, óttuðust menn að eins og er, liggi peningar tæplega á lausu til slíkra framkvæmda. Þegar upp er staðið, má spyija hver sé árangur slíkra funda. Þessar stofnanir starfa saman í ýmsum málum og því gagnlegt fyrir stjóm- <■ endur þeirra að hittast. Fyrir okkur er þetta rakið tækifæri til að fá að bergja af reynslubrunni norrænna bræðra og systra, en líka til að mæla okkur við þá starfsemi sem fer þama fram. Ekki til að keppa við þessar þjóðir, sem em stórþjóðir mið- að við okkur, heldur til að minna okkur á, að það þarf meira en göm- ul handrit og hús yfir þau, til að .geta talið okkur þá menningarþjóð, sem við viljum vera á hátíðlegum stundum... og Þýsku óperunnar í Berlín hefur líka verið ágæt samvinna." Hvað með peninga frá einkaaðil- um? „Af húsunum í Skandinavíu voram við fyrstir til að leita eftir stuðningi frá einkaaðilum. Helstu mótbárar við því era að á eftir vilji þeir, sem leggja fram peningana hafa áhrif á listrænu hliðina, eða þá pólitísku. Varðandi óperar, þá er tæpast hætta á pólitískri íhlutun, því óperar teljast víst ekki mjög skaðlegar. Verdi hafði að vísu mikil pólitísk áhrif með óper- um sínum, en slík áhrif era ósennileg núorðið. Fremur lagður sá skilningur í þær, að þar sé fyallað um sammann- leg vandamál. Ég er ekkert banginn við peninga frá einkaaðilum, en það er ljóst að slík framlög koma sjaldnast í framúr- stefnusýningar, heldur einkum í hefðbundnar óperasýningar. Pram- lög einkaaðila reyndust okkur mjög vel í Wagner-hringnum. í Englandi og Bandæíkjunum lifa óperar á eink- aflármagni, fjármagna rekstur sinn jafiivel allt að 80% með framlögum þaðan." Don Giovanni í Reykjavík — sýning sem er boðleg' hvar sem er Á fundinum var ykkur kynntur óperarekstur hér. Hvað sýnist þér þar um? . „Ég átti von á xlestuöðra en að sjá jafn burðuga óperusýningQ og okkur var boðið á, Don Giovanni. Sú sýning var okkur staðfesting á að hér er í alvöra metnaðarfullur óperarekstur. Uppsetningin hug- myndarík og sýningin í alla stfSi boðleg hvar sem er. Ég er hræddur um að fá óperahús nái því að fá til sín 27% þjóðarinnar á sýningu, eins og hér hefur gerst. Það væri óskandi að nú þegar söngvaramir hafa með fádæma dugnaði sýnt fram á að hér er hægt að halda uppi ópera, hafa haldið henni uppi á sönggleðinni einni saman, þá kæmi ríkið traustum fót- um undir reksturinn, líkt og tíðkast á hinum Norðurlöndunum. Ég veit minna um ballettrekstur- inn, því þar sáum við því miður ekki sýningu, en ballett og ópera era sannarlega tvær hliðar tónlistarlífs- ins.“ Don Giovanni á endasprettinum Nú um helgina og næstu helgi verða síðustu sýningar á Don Gio- vanni 1 íslensku óperunni. Eins og flestir vita hafa staðið yfir sýningar á þessari himnesku Mozart-ópera og hún hlotið góða dóma. Þótt vera í einkar góðum Mozart-stfl undir dyggri stjóm Anthony Hose og söngvaramir skila sinu með prýði. Ekki síst ánægjulegt að sjá nýja kynslóð söngvara koma fram í fyrsta skipti og lofar sannarlega góðu. óvíst að svo gott lið hefði komið fram, nema vegna tilkomu íslensku ópe- rannar. Þeir, sem láta sig það ein- hverju skipta, að hér sé haldið uppi ópera, bæði áhorfendum til ánægju og eins til að laða fram góða söngv- ara, láta sýninguna væntanlega ekki fara framhjá sér. Svipmynd frá fundi norrænna óperu- og ballettstjóra. Frá hægri er Klas Holming frá sænska leik- húsráðinu, Francesco Cristofoli frá Jósku óperunni, Paavo Suokko frá Finnsku þjóðaróperunni, Juhani TerSsvuori og bakvið hann sér i Hlíf Svavarsdóttur ballettmeistara Þjóðleikhússins. upplýsa starfsfólkið um eyðni og hvemig á að bregðast við sjúk- dómnum, ef hann kemur upp. Niður- staðan var að best væri að vinna í náinni samvinnu við heilbrigðisyfir- völd á hveijum stað og eins að láta hvergi deigan síga í fræðslu. Þar sem sýningarferðir þykja sjálfsagður hlutur Skýrslur um starfsemi húsanna er fastur liður á þessum fundum. Þá kynna menn hvað hefur verið sýnt, segja frá sýningarferðalögum og skýra frá sýningaráætlunum næsta starfsárs. Það sem fær okkur hér kannski ekki síst til að sperra eyran, er hve sýningarferðalög þykja sjálfsagður þáttur í rekstri húsanna og eins gestasöngvarar og -dansar- ar. Það er ekki aðeins ferðast innan Norðurlandanna, heldur um Evrópu, Bandarfkin og til Klna og þykir nauð- synlegt til að viðhalda listrænni spennu í mannskapnum. Sannarlega umhugsunarvert... tónlistarlífinu Sigrún DavíAsdóttir Hlíf og Öm kynntu starfsemi Is- lenska dansflokksins, sem er enn að beijast fyrir lífí sínu, þó hann sé ekki lengur bamungur. Þó starfs- félögunum frá Norðurlöndum þættu þeir sjálfir ekki alltof vel settir, þá datt þó yfir menn, þegar þeir heyrðu um aðstæðumar hér og vora boðnir og búnir að veita alla þá aðstoð, sem þeir gætu. Fundarmenn undrandi og hrifnir yfir góðri sýningu á Don Giovanni Sama var uppi á teningnum, þegar Garðar sagði frá starfsemi íslensku óperannar. Mönnum þótti hún eiga ótrúlega erfitt uppdráttar. Þátttak- endum var öllum boðið á sýningu í óperanntá Don Giovanni. Morguninn eftir höfðu þeir á orði að eftir lýsing- ar á bágum aðbúnaði og eftir að hafa sjálfir skoðað húsakost óper- unnar, hefðu þeir búist við að þakka kurteislega fyrir forvitnilega sýn- ingu. En raunin varð önnur. Þeir vora bæði undrandi og hrifnir yfir góðri sýningu, með söngvuram og hljómsveit, sem væri á háu plani. í umræðum um starfsemi húsanna bar nokkuð á kvíða varðandi §ár- framlög á næstu áram. Framlögin standa í stað, meðan fastur kostnað- ur hækkar, svo eina ráðið til að spara, er að spara við sig nýjar sýn- ingar og forðast of mikla dirfsku t árstíðahúsanna tekið upp að hluta. Æfingar standa yfir í sex eða sjö vikur, sfðan era sex til tíu sýningar Í Árósum og þá farið í sýningarferð. Á tveimur mánuðum eram við því með um 25 sýningar og þar með er það verk afgreitt og frá og ekki tek- ið upp aftur. Wagnersýningamar era reyndar undantekning. Þannig eram við alltaf með nýjar, velæfðar og frísklegar uppfærslur. Á hveiju starfsári sýnum við nú einn söngleik, en með góðum söngvuram og góðri hljómsveit, eina danska samtíma- ópera, sem er oftast skrifuð fyrir okkur og svo eina viðamikla ópera- sýningu, því húsið býður upp á slíkar sýningar, en þær ferðumst við ekki með. Hljómsveitin, sem spilar á sýning- unum í Árósum, ferðast ekki með sýningunum, heldur fáum við hljóm- sveit að láni á hveijum stað. í Dan- mörku starfa nokkrar stórar hljóm- sveitir og hluti af þeirra starfi er að spila í sýningum okkar. Ef hljóm- sveitin þarf að vera stærri, borgum við aukafólki. Söngvarar era aðeins ráðnir í hveija sýningu fyrir sig, við eram ekki með söngvara á samningi og heldur ekki kór. Við fáum oft söngvara, sem era fastráðnir hjá Konunglega leikhúsinu og ofan á fastar greiðslur þaðan, borgum við þeim sýningarlaun. Samvinnan þama á milli er mjög góð. Hjá óperanni vinna níu fastráðnir tæknimenn. Sú, sem stjómar sauma- stofunni, er fastráðin, en fyrir hveija sýningu era ráðnar saumakonur til að sauma fyrir væntanlega sýningu. Það er því n\jög lftið sem fer til spill- is, fólk er á launum hjá óperanni meðan það er að vinna að verkefnum okkar, en þess á milli ekki. Kostnað- ur okkar er líka aðeins um 10% af því sem gerist hjá stóru húsunum." Óperurekstur er dýr, en stjórnvöld fá líka oft fram- lög sín óbeint til baka Hvemig Iftur út með óperarekst- ur, bæði hjá ykkur og í nágrenninu? „Óperurekstur er ofsadýr listgrein, sem enginn græðir á. Hún er dýr, vegna þess að það koma svo margir við sögu f hverri sýningu, búningar dýrir og svo framvegis. Þess vegna verður að spyija í upphafi, hvort það sé vilji eða ekki fyrir hendi, til að standa fyrir þessum rekstri. Við skul- um ekki gleyma, að þetta er hluti af vestrænum menningararfi. En það má líka spyija, hvað stjómvöld fái fyrir sinn snúð. Framlög til ópera era ekki tóm útgjöld. Það hefur ver- ið sýnt fram á að í Vín, þar sem miklir peningar era lagðir í ópera- rekstur, fá stjómvöld framlag sitt margfalt til baka, margfalt. Stóra húsin á Norðurlöndum, í Kaupmannahöfn, Stokkhólmi, Gautaborg, Málmey, Helsinki og 08ló, eiga f vandræðum, því rekstrar- kostnaður stígur meir heldur en ríkis- framlögin gera. Það verður æ dýrara að borga laun, rafmagn, efni, allt þetta sem þarf að borga fyrst, áður en nokkuð sést, svo það verða æ minni peningar eftir í sýningamar sjálfar, nýjar uppfærslur. Þetta er eins og vítahringur, þvf áhorfendur þreytast á sömu gömlu uppfærslun- um, færri koma og stjómmálamenn sjá þá minni ástseðu til að styrkja greinina. Óperastjómimar gera sér grein fyrir þessu og reyna að láta krók koma á móti bragði. Ein vænlegasta lausnin er samvinna milli óperahús- anna, hvort sem er samvinna innan eða milli landa. Húsin sameinast þá um búninga, svið, leikstjóra og jafti- vel söngvara. í haust setjum við til dæmis upp Ótelló og höfum tvær söngáhaftiir. Helmingur þeirra er frá Konunglega leikhúsinu og þar verður sýningin síðan sett upp með þeim söngvuram, sem hafa þá þegar lært hlutverkið hjá okkur, auk þess sem okkar búningar, svið og leikstjóri verður nýtt þar. óperan í Osló hefur unnið með óperanni í Nice og milli óperannar við Konunglega leikhúsið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.