Morgunblaðið - 07.05.1988, Page 54

Morgunblaðið - 07.05.1988, Page 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. MAÍ 1988 Minning: Hólmsteinn Helga- son - Raufarhöfn það hin mesta happafleyta og hét Fönix, en sökk að síðustu í fárviðri á legunni á Raufarhöfn. Hafði Hólmsteinn þá átt hann einn um áratug. Sigurð Ámason þekkti ég sem strákur. Hann var orðsnillingur þeirra Raufarhafnarbúa og lét enga aðkomna slordóna kveða sig í kút- inn. Fæddur 5. maí 1893 Dáinn 29. aprU 1988 Heiðursborgari Raufarhafnar, sá fyrsti og eini, er genginn. Vegferð- in var löng, en nú er henni lokið, sæmdarferð og vaxið af verki hveiju og þau voru mörg. Engan held ég mig hafa þekkt sem vísa Stefáns G. hæfír betur: L5ngum var ég læknir minn, lögfræðingur, prestur, smiður, kóngur, kennarinn, kerra, plógur, hestur. Hólmsteinn Helgason hét hann, fæddur á Kálfaströnd í Mývatns- sveit 5. maí 1893, dáinn á Hrafn- istu í Reykjavík aðfaranótt 29. apríl 1988 eftir skamma dvöl þar eða frá í byijun febrúar sl. Foreldrar Hólmsteins voru Helgi Sigurður Pálsson, Mývetningur að ætt, síðast bóndi að Ásseli á Langa- nesi, og kona hans Amdís Karítas Sigvaldadóttir frá Gmnd, sömu sveit. Hólmsteinn var af traustum bændaættum í báðar ættir, þrek- mönnum og búhöldum, sumum góð- um. Hann var af ættum alþýðunnar í landinu, þeirrar sem allt lifði af, ísavetur og óáran, danska áþján og sóttir alls konar. Hann var grisjaður óspart stofn- inn góði sem hér óx upp eftir land- nám. Þar urðu fá fúasprek eftir að minnsta kosti í lundi alþýðunnar. Höfðingjar og embættismannaaðall síðar, ásamt bændum á vildisjörðum vora nokkuð í stakk búnir til að veijast hungurvofunni, en hvað um hina? Þeir féilu nema þeir albest gerðu. Af slíkum stofni var Hólm- steinn Helgason. Hann var meiður- inn sem bar hæst 1 frændgarðinum. Það er margs að minnast að leið- arlokum. Myndir birtast og hverfa. Það er bjart yfír þeim öllum. Ég sé Hólmstein fyrst fyrir mér í stof- unni hennar ömmu minnar á Ás- seli. Það var að kvöldi til, og ég mun hafa verið að koma með föður mínum inn úr íjárhúsunum og fór beint inn til ömmu eins og venju- lega. Hann sat á rúmstokknum hennar og hafði lagt upp frá Rauf- arhöfíi um morguninn, fótgang- andi. Vegalengdin er um 70 km. Ég vissi aðeins að hann var langt að kominn stóri sonur hennar ömmu minnar og bróðir hans pabba míns, góður gestur. Mun þetta hafa verið I skammdeginu fyrir jólin 1936 og ég fímm ára, fyrsta veturinn eftir að afí dó. Þetta lýsir Hólmsteini nokkuð. Þrekið var mikið og hann frár á fæti, þarna þó þegar kominn af léttasta skeiði. Ég heyrði að hann hefði verið mikill fjörkálfur sem krakki og snemma liðtækur. Má því til sönnunar og neftia að hann var ungur tvö ár vinnumaður hjá Danfel stórbónda á Eiði á Langanesi og fékk á ári hveiju mánaðarleyfí á fullu kaupi, og það í ágúst. Gerði Daníel víst ekki svo við neina verkskussa. Ekki var leyf- ið þó til hvíldar eða letilegu heldur til að hjálpa föður og yngri bræðr- úm við heyskapinn. Foreldraheimil- ið var honum alltaf mjög kært, og hann ástríkur sonur. Hólmsteinn heitinn var að mestu sjálfmenntaður. Þó var hann í ungl- ingaskóla á Vopnafírði veturinn Hótel Saga Slml 12013 Blóm og skreytingar við öll tœkifœri 1909—1910 og í eldri deild Hvítár- bakkaskóla 1916—1917. Útgerð sína hóf hann á Skálum á Langanesi sumarið 1916 á ofur lítilli lánskænu og reri einn. Eftir- telq'an nægði þó fyrir skólavist á Hvítárbakka. Heimkominn þaðan keypti hann færeyska bátsskel, laskaða, og gerði við svo sjófær varð. Já, mjór er oft mikils vísir og sjómaður eða útgerðarmaður var hann löngum síðan. í Noregi dvaldist hann við síldveiðar og könnun foma slóða frá íslendingasögunum veturinn 1924 til 1925 og kom til baka að vori með bát og byggingarefni í hús sitt á Raufarhöfn. Það var fokhelt í júlí 1925 og þann 25. dag sama mánaðar kvæntist hann frændkonu sinni, Jóhönnu Bjömsdóttur frá Gijótnesi á Melrakkasléttu, hinni ágætustu konu. Vora þau systkina- böm. Þau eignuðust sjö vel gerð böm, öll á lífí, og era þau þessi: Bjöm Stefán, framkvæmdastjóri, Raufarhöfn (f. 21. janúar 1926), Aðalbjörg Jakobína, kennari, Reykjavík (f. 21. janúar 1926), Helgi Sigurður, skipstjóri, Raufar- höfn (f, 3. maí 1928), Amdís Sigur- björg, ljósmóðir, Reykjavík (f. 12. febrúar 1931), Jónas Maríus, aðal- bókari hjá Innkaupastofnun ríkis- ins, Reykjavík (f. 8. júlí 1934), Gunnar Þór, viðskiptafræðingur, skrifstofustjóri, Reykjavík (f. 6. mars 1936), Baldur, útgerðarmað- ur, Raufarhöfn (f. 24. september 1937). Bamabömin eru 21 og bamabamaböm 15. Hólmsteinn Bjömsson, sonarson- ur hans, er framkvæmdastjóri fyrir útgerðarfélag og fiskiðju sveitarfé- lagsins á Raufarhöfn og Pétur bróð- ir hans umboðsmaður fiskseljenda í Hull. Vil ég síðan ekki hafa þá þulu lengri, þótt vert væri. Bræður átti Hólmsteinn §óra og era tveir þeirra látnir, þeir Jónas Aðalsteinn, faðir minn, og Jón. Enn eru lifandi og emir bræðumir, Valdimar, leikari í Reykjavík, og Páll, þúsundþjalasmiður, á Raufar- höfn. Já, hvemig leit út á Raufarhöfn 1925, þegar Hólmsteinn byggði hús sitt þar á klöppunum og nefndi Sjávarborg? íbúar vora fáir, aðeins nokkur hús, algjör vegleysa á landi og komur strandferðaskipa stijálar. Eiginlega var Raufarhöfn bújörð, en þó miklum annmörkum háð, ræktun vantaði og var erfíð við- fangs, aðeins um fenjamýri að ræða. Þurrabúðarmennimir leystu mjólkurvandræði sín með geita- haldi. Geitumar vora þurftarminni en kýmar, en hálfgerðir vandræða- gripir, stukku yfír allt. Þess vegna beitti Hólmsteinn sér fyrir að fá hjóladráttarvél, þá fyrstu í Norður- Þingeyjarsýslu, og ræsa fram mýr- amar. Það var upphaf að Jarðrækt- arfélagi Raufarhafnar. Þess má geta að fyrir Noregs- förina hafði Hólmsteinn keypt í fé- lagi við Sigurð Ámason á Oddsstöð- um 7 lesta þilfarsbát úr eik. Var Alltaf má fá annað skip“, segir Hannes Hafstein í kvæðinu Áfram og Hólmsteinn Helgason var maður sem alltaf hélt áfram. Hann var enginn uppgjafarsinni og fleyin hans urðu fleiri. Ég hirði ekki um að rekja það nánar enda skip og sjómennska ekki mín sterka hlið. Hólmsteinn lagði víða hönd á plóg. Hann fékkst oft við kennslu- störf á vetram, fyrst farkennslu og heimiliskennslu og síðar kennslu við unglinga- og bamaskóla Raufar- hafnar, þar sem hann var próf- dómari í 20 ár (1943-1963) og lengi formaður skólanefndar. Hann sat í hreppsnefnd Presthólahrepps um árabil eða frá 1928 til 1945, en þá varð hann hreppsnefndar- maður og oddviti hins nýstofnaða Raufarhafnarhrepps og var það löngum til 1962, þó ekki oddviti árin 1950—1958, er Leifur Eiríks- son var það. Hann var formaður Jarðræktarfélags Raufarhafnar frá stofnun 1930—1940 og einnig Bún- aðarfélags Austur-Sléttu í nokkur ár. Þá var hann hvatamaður að stofnun Akurs og framkvæmda- stjóri frá 1946. Var það heyöflunar- félag sem nokkrir menn frá Raufar- höfn stóðu að. Formaður og gjald- keri Sjúkrasamlags Raufarhafnar var hann í um tuttugu ár, frá stofn- un þess 1950. í stjóm Kaupfélags Norður-Þingeyinga var hann frá 1938, uns því var skipt, en síðar formaður Kaupfélags Raufarhafnar og kaupfélagsstjóri þess 1965— 1967, er félagið hætti störfum. Fulltrúi var hann á aðalfundum SÍS bæði fyrir Kf. N-Þing. og síðar Kf. Raufarhafnar. Þá var hann af- greiðslumaður Eimskipafélags ís- lands frá 1930 og Skipaútgerðar ríkisins frá stofnun til 1948. Hann barðist einnig ötullega fyrir bygg- ingu stórrar síldarverksmiðju á Raufarhöfn, og var hún reist 1940 en Norðmaður hafði áður komið þar upp lítilli verksmiðju 1925 og selt ríkinu tíu áram síðar, 1935. Hólm- steinn sat og á frambýlingsáranum í stjóm fyrsta verkamannafélags Raufarhafnar. Á Fiskiþingi átti hann sæti frá 1953—1972, gerður heiðursfélagi Fiskideildar f Norð- lendingafjórðungi 1974 og heiðurs- borgari Raufarhaftiar 1975. Ridd- arakrossi hinnar íslensku fálkaorðu var hann svo sæmdur, níræður, 1983, fyrir sveitarstjómar og fé- lagsmál. Um árabil stóð hann í útgerð og hafði eigin síldarverkun 1950— 1962. Bóksölu rak hann og búskap, hafði kýr og síðast kindur sem hann hirti sjálfur, sér til andlegrar og líkamlegrar heilsubótar eins og hann sagði. Ég hef drepið á þetta hér til sönnunar lofí um Hólmstein látinn og til að sýna fram á hvers virði hann var Raufarhöfn og íbú- um. Annars leiðast mér þurrar upp- talningar, og þeir sem til þekkja þurfa ekki á þeim að halda. Þó vil ég bæta við að hann fékkst einnig nokkuð við ritstörf allt frá 1915 að bamasaga kom í Æskunni. Þá má nefna blaðagreinar, þætti í sjó- mannablaðinu Víkingi, Súlum, Heima er best og Árbók Þingey- Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargremar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjóm blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavik og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 86, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins era birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar era birtar af- mælisfréttir með mynd f dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu lfnubili. inga. Einnig er hann einn þeirra sem tóku til máls í Aldnir hafa orð- ið. Hann var vel ritfær, og væri þetta allt efni í bók, já, lífsbókin hans varð löng. Hólmsteinn Helgason taldi sig gæfumann, hafa átt góða foreldra, ástríka eiginkonu og sjö böm sem öll komust til manns. Hann tók undir með fomkunningja sfnum og gömlum sveitunga, Magnúsi Stef- ánssyni (Emi Amarsyni) á ævi- kvöldinu, að gaman væri að hafa lifað svo langan dag. Hólmsteinn var heilsuhraustur og fylgdist með mönnum og málefn- um til hins sfðasta. Raufarhöfn og byggðimar þar fyrir norðan áttu hug hans. Hann var dreifbýlissinni, á móti Reykjavíkurbákninu og gall- harður framsóknarmaður, þótt gott kynni að meta, hvaðan sem kom, enda munu alþýðubandalagsmenn hafa gert hann að heiðursborgara Raufarhafnar. Æðralaus var Hólm- steinn, áræðinn, traustur og vitur, stundum jafnvel sérvitur að sumra dómi. Hann var drengur góður, bjargfastur og rótfastur, ekki einn í dag og annar á morgun. Flærð eða smjaður var honum flarri og til dyranna kom hann ætíð eins og hann var klæddur. Hann átti erfítt með að trúa illu um aðra og mat menn eftir kynnum og verkum. Hvar sem hann kom var hann au- fúsugestur, enda kunni hann vel frá að segja og var stálminnugur. Með honum er nú genginn einn þeirra íslendinga er lengst mundu aftur í tfmann. Nú vorar fyrir norðan og í dag, laugardaginn 7. maí, verður Hólm- steinn lagður til hinstu hvíldar á Raufarhöfn. Hvergi era vorkvöldin bjartari og fegurri. Hann hlakkaði til að fara heim. Börn hans hér fyrir sunnan höfðu lofað honum aðstoð til þess með sumri. Sú ferð varð nú á annan veg en ætlað var, en þó farin. Ég vil að lokum þakka honum fyrir allt. Hann reyndist mér ungum vel, var góður frændi. Tólf ára gam- all kom ég til hans á Raufarhöfn og var þar hluta vetrar á bama- skóla og aftur næsta vetur, veturinn fyrir fermingu. Hélt ég til hjá hon- um, og gerði hann til mín sem sinna bama. Hjá honum og hans ágætu konu var alltaf húsrúm og gestir velkomnir. Það var oft mannmargt við stóra borðið í eldhúsinu á Sjáv- arborg og margt spjallað. Pétur Siggeirsson frá Oddsstöðum var þar þá f fæði o g lét oft gamminn geysa. Þeir vora systkinasynir hann og Hólmsteinn. Það var annasamt á því stóra heimili, en engu og engum var gleymt. Hann Hólmsteinn mundi eftir kúnum sínum og þær voru vel hirtar og dropadrjúgar svo að þetta stóra heimili var aflögufært með mjólk. Sfðan vann ég hjá Hólmsteini eitt sumar við síldarsöltun og hey- skap. Við vorum tveir við heyöflun á Ákri sem lá vestur á Sléttu og var þá þegar mikill töðuvöllur. Hólmsteinn eldaði á prfmus og man ég að hafragrauturinn var bæði mikill og góður, annars gerði víst ekki mikið þótt brynni við á stund- um, því að hvoragur okkar frænda var kræsinn, en tókum báðir vel til matar okkar. Veðrið lék við okkur, þurrkar, og hirðingin gekk fljótt og vel. Þá var Hólmsteinn kominn að sextugu, en enn hamhleypa til verka og hafði líka tekið vélamar í þjónustu sína. Ætíð var mjög kært með þeim bræðram, föður mínum og Hólm- steini, hátíð í bæ, þegar hann kom í heimsókn. Hólmsteinn trúði á ann- að lff eftir líkamsdauðann. Það var enginn hálfvelgja heldur bjargföst vissa. Hann hafði einnig til að bera dulræna hæfíleika. Nú er andinn laus úr hrömandi líkama, andinn sem ætíð var ungur og ftjáls, og ég veit að það er bjart framundan. Góðum manni og drenglyndum, sem aldrei mátti vamm sitt vita, verður tekið opnum örmum á ströndinni hinum megin. Ég þakka honum fyrir allt sem hann var mér og mínum og sendi samúðarkveðjur öllum hans nánustu, sérstaklega eftirlifandi eiginkonu hans sem ég á líka mikið að þakka. Hjörtur Jónasson - Afí hefur kvatt eftir langan og starfsaman dag. Við söknum hans sárt og fínnum að héðan af getur orðið örðugra að halda áttum. En þakklæti er okkur einnig ofarlega í huga því Hólmsteinn afi hefur auðgað líf okkar meir en orð fá lýst. Hann gaf það sem mest er um vert, hann gaf af sjálfum sér! í öllu umróti hins þversagnakennda íslenska nútíma höfðum við mann- inn fyrir norðan, manninn sem var eldri en öldin og bar með sér hljóða en fasmikla reynslu kynslóðanna. Við áttum ást hans og hægláta umvöndun og kynntumst gildismati sem var einatt utan við tfmana sem við lifum. — Gildismati trúrrar sam- vinnuhugsjónar þess atorku- og eljumanns, sem sjaldan leiddi hug- ann að eigin hag umfram nauð- þurftir. Við. sem fædd eram eftir miðja öldina og höfum alist upp við vax- andi allsnægtir og neysluæði eigum ekki hægt með að setja okkur fyrir sjónir hvemig framtfðin hefur horft við afa okkar átta og níu ára göml- um, þegar hann leggur upp með öldinni, fátækur bóndasonur á Langanesströndinni. Sjálfstæðis- baráttan er enn í fullum gangi, 18 ár f fullveldi f kjölfar heimsstyijald- ar og 44 ár í lýðveldisstofnun að undangenginni heimskreppu, ann- árri heimsstyijöld og hemámi ís- lands. Við getum samt látið okkur detta í hug, með kynnin af afa í huga, að verðmætin við upphaf ald- arinnar hafi fremur en nú verið mæld í hugsjónum og óuppfylltum draumum um efiingu lands og lýðs. Afí fæddist á Kálfaströnd við Mývatn en fluttist komungur með foreldram sfnum austur á Langanes þar sem þau vora að helja búskap. Á fyrstu manndómsáram sfnum stundaði hann jöfnum höndum kennslu og sjómennsku, var for- maður á vélbát um margra ára skeið, fyrst frá Gunnólfsvík og síðan Raufarhöfn, þar sem hann settist að og bjó alla sína tíð síðan. Hann kvæntist árið 1925 eftirlifandi eig- inkonu sinni, Jóhönnu Bjömsdóttur frá Gijótnesi, og eignaðist með henni sjö böm. Afí lét sér annt um vöxt og viðgang Raufarhafnar og var virkur í atvinnulífí staðarins langt fram eftir aldri og enda kjör- inn fyrsti heiðursborgari bæjarins. Kennarinn, bóndinn, útgerðar- maðurinn, kaupfélagsstjórinn og oddvitinn Hólmsteinn Helgason til- einkaði sér snemma hugsjónir sam- vinnuhreyfíngar og ungmennafé- lagsskapar. Hann var á árum fyrr góður ræðumaður og sérlega vel ritfær. Þó hugur hans hneigðist að slíkum andans störfum kallaði lífsbaráttan og atorkan hann ávallt til annarra starfa. Hann vann ótal störf brautryðjandans og lagði hönd á plóginn við önnur er vörðuðu uppbyggingu síns litla bæjarfélags norður við Dumbshaf. Hann var af samferðamönnum sfnum kosinn til óteljandi erindreksturs og félags- starfa. Sat í stjómum Kaupfélags N-Þingeyinga og sfðan Kaupfélags Raufarhafnar og skoraðist ekki undan þvf að taka að sér kaup- félagsstjórastarfíð þegar í óefni var .komið og ljóst að félagið fékk ekki risið undir rekstri. Hann sat f stjóm

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.