Morgunblaðið - 09.06.1988, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 09.06.1988, Qupperneq 2
>P0r O OTTT'/íTTTTVÍf1^ 'TT'* f. T'TT/TT’^nV MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 1988 Ríkislögmaður: ÍSAL-samning- arnir ólöglegir RÍKISLÖGMADUR telur samningsgerð Vinnuveitendasambandsins og starfsmanna íslenska álfélagsins bijóta í bága við bráðabirgðalög ríkis- stjórnarinnar, þar sem lannahspkkanir í samningnum séu umfram það sem bráðabirgðalögin leyfi og tilboð vinnuveitenda hafi ekki verið stað- fest eða undirritað af báðum samninganefndum fyrir lagasetningu. Friðrik Sophusson, sem gegnir Vinnuveitendur og starfsmenn störfum forsætisráðherra í fjarveru segja samninginn löglegan og vinnu- hans, skýrði starfsmönnum í álver- inu frá niðurstöðu ríkislögmanns í gær. Hann gaf samningsaðilum frest fram á mánudag til þess að skila greinargerðum um málið, en að þeim fengnum mun ríkisstjómin ákveða til hvaða aðgerða verður gripið. veitendur hafa nú þegar hafið samn- ingu greinargerðar sinnar, þar sem þeir hyggjast sýna fram á það með lögfræðilegum rökum. Starfsmenn hafa ekki ákveðið hvort þeir muni skila greinargerð. Sjá frásögn bls. 28. Tvær vélar Flugleiða skoðaðar erlendis TVÆR vélar Flugleiða fóru utan í gær tíl skoðunar, sem venjulega er gerð hérlendis á 6-7 vikna fresti. Að sögn Einars Sigurðssonar, blaðafulltrúa Flugleiða, er ástæðan sú, að vinna við B-skoðun hefur að mestu leyti verið í yfirvinnu en flugvirkjar félagsins hafa neitað að vinna yfirvinnu á aðra viku. Því sjái félagið sér ekki fært annað en að senda vélamar erlendis. Flugvirkjafélag íslands hefur mótmælt þessu og segir ekki óliklegt að gripið verði til aðgerða gegn Flugleiðum. „Flugvirlqum var boðin yfirvinna eins og venjulega en enginn skráði sig til vinnu. Því fór DC-8-vél félags- ins til Lúxemborgar í gærmorgun og í gærkvöldi fór Boeing-vél til Bretlands," sagði Einar. Haim sagði að skoðun beggja vélanna félli inn í áætlun og myndi hún því ekki rask- ast. Einar bjóst jafnvel við að skoð- unin yrði ódýrari en hérlendis þar sem vélamar færu með farþega út. Polgar syst- ur leiða báða riðla mótsins Egilsstdðum. JAFNTEFLI settu svip sinn á þriðju umferð opna Austur- landsmótsins í skák sem tefld var í Valaskjáif á Egilsstöðum í gær. Karl Þorsteins er í efsta sæti ásamt Judit og Zsuzsu Polgar í A-riðli með 2,5 vinninga eftir þrjár umferðir. í B-riðli sigraði yngsta Polgar systirinn, Zsosza, Guðmund Inga Jóhannsson og er í efsta sæti. í A-riðli áttust Judit og Zsuz- sa Polgar við og sömdu um jafn- tefli. Helgi Ólafsson gerði jafn- tefli við Mark Orl, Björgvin Þór- hallsson og Þröstur Þórhallson skildu jafnir og skák Sævars Bjamasonar og Karls Þorsteins lyktaði einnig með jafntefli. Hannes Hlífar Stefánsson vann James Plaskett sem féll á tíma. - Björn „Það hefur verið vilji félagsins að halda viðgerðum og skoðunum hér- leridis og engar áætlanir eru uppi um að færa þær utan,“ sagði Einar. Flugvirkjafélag íslands sendi Flugleiðum í gær skeyti þar sem félagið mótmælir flutningi á störfum úr landi. Telur félagið Flugleiðir sek- ar um brot á kjarasamningum. „Við hefðum líklega getað skoðað báðar vélamar á 1 til IV2 sólarhring í dagvinnu en þar sem ekki em nægi- lega margir flugvirkjar, ætlaðist fé- lagið til þess að þetta yrði unnið í næturvinnu. Þessi skoðun hefur ýmist verið unnin í dag- eða nætur- vinnu," sagði Oddur Armann Páls- son, formaður Flugvirkjafélagsins. Aðspurður sagði hann ekki ólíklegt að félagið myndi grípa til frekari aðgerða. Morgunblaðið/Þorkell Leikstjóranum, Helgu Bachmann, var fagnað mjög að lokinni sýningu. A minni myndinni sést aðalleikar- inn, Helgi Skúlason, ásamt einum leikaranum, Helgu Völu Helgadóttur, en hún er dóttir leikstjórans og aðalleikarans. Listahátíð: Ný leikgerð Marmara frumsýnd LEIKRITIÐ Marmari eftir Guðmund Kamban, i nýrri leikgerð Helgu Bachmann, var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi, á aldarafmæli Kambans. TónUst samdi HjáJmar H. Ragnarsson, leikmynd og búninga hannaði Karl Aspelund og um Iýsingu sér Sveinn Benediktsson. Aðalhlutverkið, hugsjónamanninn Robert Belford, leikur Helgi Skúlason. Með önnur hlutverk fara: Ar- nór Benónýsson, Ámi Tryggva- son, Biyndís Petra Bragadóttir, Bryndís Pétursdóttir, Edda Þór- arinsdóttir, Ellert A. Ingimund- arson, Erlingur Gíslason, Gísli Halldórsson, Guðbjörg Þorbjam- ardóttir, Halldór Bjömsson, Helga Vala Helgadóttir, Herdís Þorvaldsdóttir, Pálmi Gestsson, Petrea Óskarsdóttir, Kristbjörg Kjeld, Margrét Guðmundsdóttir, Róbert Amfinnsson, Rúrik Har- aldsson, Sigríður Þorvaldsdóttir, Stefán Sturla Siguijónsson og Þorgrímur Einarsson. Síðari sýn- ing á Marmara á Listahátíð verð- ur á morgun. Lífskjarakönnunin verður ómetanlegiir aldarspegill - segir Stefán Ölafsson, lektor SPURT ER um laun fólks og atvinnu, tómstundaiðju, tann- heilsu og ýmislegt þar á milli í lífskjarakönnun sem fram- kvæmd er af félagsvisindastofn- un Háskólans í umboði stjórn- valda. Þetta er einhver viða- mesta könnun sem gerð hefur verið hérlendis og ættu fyrstu niðurstöður að liggja fyrir í Happdrætti háskólans: Heímildakvikmynd um Alexander Jóhannesson GERÐ heimildakvikmyndar um ævi og störf Alexanders Jóhannesson- ar, fyrrverandi rektors Háskóla íslands, er nú á byijunarstigi, en tökur hennar hófust í síðasta mánuði. Kvikmyndin er gerð í tilefni af því að á þessu ári eru 100 ár liðin síðan Alexander fæddist, en hann lést árið 1965. Það er Happdrætti Háskólans sem fjármagnar gerð myndarinnar en Alexander var einn helsti frumkvöðullinn að stofnun þess. Áætlað er að myndin verði full- gerð með haustinu og að sýning- artími hennar verði um 45-60 mínút- ur. Það er Frank Ponzi, listfræðir.g- ur, sem semur handrit að kvikmynd- inni og hefur veg og vanda að allri gerð hennar, en hann hefur fengist við fjölmargt urn dagana, m.a. kenndi hann kvikmyndagerð við City College í New York á árunum 1949- 1951 og starfaði að kvikmyndagerð með Hans Richter. Frank sagði í samtali við Morgun- blaðið að líklega hefðu fáir menn hér á íslandi sett svip á jafn margt og Alexander hefði gert. Til að mynda hefði hann átt stóran þátt í því, að á sínum tíma var ráðist í byggingu Háskóla íslands, og hann var frumkvöðull að stofnun Háskóla- happdrættisins og Orðabókarinnar. Þá var hann frumkvöðull á ýmsum öðrum sviðum, og meðal annars hafði hann mikinn áhuga á flugmál- um og starfaði að þeim. Frank sagði að Ieitast yrði við í kvikmyndinni að koma til skila þeim anda sem hér hefði ríkt á þeim árum sem Alexand- er var uppi, auk þess sem tekin yrðu viðtöl við nokkra samtíðarmenn hans. Kvikmyndatökumaður myndar- innar er Ólafur Rögnvaldsson og hljóðmaður er Þorvar Hafsteinsson. haust, að sögn Stefáns Ólafsson- ar, lektor, sem hefur umsjón með verkefninu. Á síðastliðnu ári samþykkti ríkisstjómin að láta gera könnun á kjaramun kynjanna og skipuð var framkvæmdanefnd undir for- sæti Hallgríms Snorrasonar, hag- stofustjóra. Félagsvísindastofnun Háskólans var fengin til að annast framkvæmdina og ákveðið að gera mun umfangsmeiri könnun en ráð- gert var í upphafi þar sem athug- aðir væru fleiri þættir lífskjara. Af Ijárlögum fengust 2,5 milljónir króna til verkefnisins en Stefán Ólafsson segir endanlega kostnað- aráætlun ekki liggja fyrir. „Stuðst er við norrænar kannan- ir sem gerðar hafa verið undanfar- in ár, með það fyrir augum að öðlast heildarmynd af lífskjörum ólíkra þjóðfélagshópa. Lífskjara- könnunin mun gera samanburð íslands við önnur Norðurlönd mögulegan og verður ómetanlegur aldarspegill," segir Stefán Ólafs- son og bætir við að þetta sé ein viðamesta könnun sem gerð hafl verið hérlendis, bæði hvað varðar stærð úrtaks og viðfangsefnis. Tæplega 2000 manns af landinu öllu á aldrinum 16 til 75 ára hafa verið spurðir á annað hundrað spuminga um alla helstu þætti lífskjara. Spumingamar snúast um atvinnumál, heilsufar, húsnæðis- mál, fjölskyldumál, félagslegar aðstæður og tómstundir. Undir- búningur við könnunina hófst á síðastliðnum vetri og í apríl fóru spyrlar félagsvísindastofriunar að heimsækja fólkið sem valið var með tilviljunaraðferð úr þjóðskrá. Gagnaöflun er að ljúka þessa dag- ana og innan skamms verður tekið til við skrásetningu og úrvinnslu, en Stefán Ólafsson segir fyrstu niðurstöður eiga að liggja fyrir á útmánuðum. Ekiðástúlku EKIÐ var á unglingsstúlku við félagsmiðstöðina Frostaskjól við Kaplaskjólsveg um kl. 23-23.30 í gærkvöldi. Bifreið- inni var ekið af vettvangi. Stúlkan er nokkuð slösuð. Talið er að bifreiðin, sem ók á hana, hafí verið hvít, af gerðinni Dodge. Tveir ungir piltar voru I bifreið- inni. Þeir, sem kynnu að geta gef- ið upplýsingar um málið, em beðn- ir um að láta slysarannsóknadeild lögreglunnar í Reykjavík vita.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.